Morgunblaðið - 16.12.1997, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
GUNNAR Oddsson stöðvarstjdri og Guðmundur Öm Ingólfsson, framkvæmdastjóri Máka, háfa barra úr keri.
Máki að ljúka rannsóknum á eldiskerfí fyrir hlýsjávarfísk
Ný áfeng-
islög-
gjöf til
umræðu
ÞAÐ mun skýrast í dag eða á morg-
un hvort ríJdsstjómin leggur fyrir
áramót fram á Alþingi frumvarp um
nýja áfengislöggjöf. Nefnd þriggja
ráðuneyta hefur lagt fyrir fjármála-
ráðherra, heilbrigðisráðherra og
dómsmálaráðherra fullmótað frum-
varp en þeir hafa ekki lokið umfjöll-
un um málið.
Fyrr á þessu ári var aðstoðar-
mönnum fjármálaráðherra, heil-
brigðisráðherra og dómsmálaráð-
herra, falið að semja frumvarp um
heildarlöggjöf í áfengismálum.
Frumvarpið átti m.a. að ná til sölu á
áfengi, heilbrigðis- og forvamamála
og reglna sem lúta að opnun vínveit-
ingahúsa og veitingu vínveitinga-
leyfa. Frumvarpið gerir ekki ráð fyr-
ir að áfengiseinkasala ÁTVR verði
afnumin, en lagt er til að ýmsar
breytingar verði gerðar á vínssölu og
leyfismálum. Þá er stefnt að því að
gera breytingar í skipulagi forvama-
mála, sem miða að því að gera for-
vamastarf einfaldara og markviss-
ara. Dómsmálaráðuneytið hefur lagt
áherslu á að reglur um meðferð
áfengis, sem heyra undir það, verði
samþykktar sem fyrst og fjármála-
ráðuneytið hefur einnig talið nauð-
synlegt að gera breytingar á við-
skiptaháttum með áfengi.
Stefht hafði verið að því að leggja
frumvarpið fram fyrir jól, en óvíst er
hvort það tekst. Frumvarpið hefur
verið tíl umræðu milli fjárroálaráð-
herra, heilbrigðisráðherra og dóms-
málaráðherra og er þeirri umfjöllun
ekki lokið. Það mun skýrast í dag
eða morgun hvort frumvarpið verður
lagt fram á Alþingi fyrir jól eða
hvort það verður sent þingflokkum
einungis til kynningar. Framvarpið
gerir ráð fyrir að lögin taki giidi um
mitt næsta ár.
---------------
Ætlaði að
skila stolnu
jólaskrauti
JÓLASKREYTINGUM, sem komið
hafði verið fyrir utandyra við tvö fyr-
irtæki á Ákureyri, var stolið um
helgina.
A sunnudagskvöld handtók lög-
reglan mann sem granaður var um
verknaðinn og í farangursgeymslu
bifreiðar hans fundust jólaskreytíng-
amar stolnu. Eigandi bifreiðarinnar
kvaðst hafa verið mjög ölvaður á
laugardagsnóttina og hefði vinur
hans ekið bifreiðinni. Kvaðst hann
mima eftir að hafa farið að þessum
fyrirtælqum og tekið jóiaskreyting-
arnar, en þegar ölvíman var rannin
af honum iðraðist hann gjörða sinna
og ákvað að skila skreytingunum.
Hann hafi einmitt verið í þeim er-
indagjörðum þegar lögreglan stöðv-
aði for hans.
MÁKI hf. sem hannað hefúr eldis-
kerfi fyrir hlýsjávarfiskinn barra
og gert tilraunir með eldi hans í
fiskeldisstöð sinni á Sauðárkróki
hefur látið vinna forathugun á hag-
kvæmni þess að ala barra í stórum
stil í laxeldisstöð sem var í eigu
Miklalax hf. í Fljótum. Stjórn fá-
lagsins hefur ákveðið að auka
hlutafé til þess að Ijúka hönnun
eldiskerfisins og ráðast f fullnaðar-
hönnun barraeldis f Miklalaxstöð-
inni. Jafnframt hefur Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna og Útflutnings-
ráð ákveðið að láta gera viðamikla
markaðskönnun fyrir íslenskan
barra.
„Við teljum okkur vera búna að
þróa tæknina og höfum möguleika
á að nota hana í stærri stíl en unnt
er í okkar stöð,“ segir Guðmundur
Örn Ingólfsson sjávarlíffræðingur,
stofnandi og framkvæmdastjóri
Máka hf. Félagið hefúr leitt um-
fangsmikið verkefni erlendra og
innlendra rannsóknastofnana og
fyrirtækja sem miðar að hönnun
eldiskerfis með endurnotkun vatns
fyrir barraeldi sem Evrópusam-
bandið styður. Máki hefúr orðið
fyrir miklum skakkaföllum f stöð
sinni, vegna tæknilegra örðug-
leika, en Guðmundur segir að fé-
lagið hafi staðið þau af sér og sé nú
tilbúið með það kerfi sem stefnt
var að.
Hlutafjárútboð
Miklilax f Fljótum hafði komið
sér upp mikilli seiðaeldisstöð auk
útikera þegar fyrirtækið varð
gjaldþrota. Byggðastofnun leysti
til sín fasteignirnar en hefur ekki
tekist að koma þeim f varanlegan
rekstur á nýjan leik. Guðmundur
Örn segir að Máki eigi kost á að fá
þessa aðstöðu til eignar eða afnota
með góðum kjörum, svo fremi sem
fyrirtækinu takist að fá trausta
fjárfesta til að standa við bakið á
sér f málinu. Stjórn félagsins hefúr
ákveðið að auka hlutafé um 25
milljónir til að gera upp tilraunirn-
Hugmyndir
um stóreldi
á barra
í Fljótum
ar á Sauðárkróki og kosta fullnað-
arrannsókn á möguleikunum f
F’ljótum. Býst hann við að núver-
andi fjárfestar leggi fram 10 millj-
ónir og er vongóður um að nýir
hluthafar komi til liðs við félagið
vegna þessa nýja verkefnis. Hefur
hann kynnt málið fyrir hópi fjár-
festa og átt fundi með þeim.
Guðmundur Örn vonast einnig
eftir stuðningi opinberra sjóða, en
vill ekki fara nánar út f það. Miklar
breytingar eru að verða á sjóða-
kerfi atvinnuveganna með stofnun
Fjárfestingarbanka íslands og Ný-
sköpunarsjóðs.
Áframeldi f Fljótum
Byggingarnar í Fljótum eru stór-
ar og vandaðar. Þó þarf að leggja f
töluverðar fjárfestingar til viðbót-
ar, meðal annars að byggja yfir
útikerin. Kostnaður við að taka
seiðaeldisstöðina og öll átta kerin f
notkun er áætlaður 310 milljónir
kr. auk þeirra 100 milljóna sem
það kostar að koma upp eldisstofni.
Mögulegt er að taka helming úti-
keranna f notkun fyrst en það
myndi kosta 190 milljónir kr. f fjár-
festingu og 50 milljónir f að byggja
upp lífmassa stöðvarinnar.
Gert er ráð fyrir því að stöðin á
Sauðárkróki verði klakstöð og
seiðin þar alin upp f 10-12
gramma þyngd. Millieldið yrði f
seiðastöðinni f Fljótum og sfðan
yrði fiskurinn alinn úr 100 gramma
stærð f matfiskstærð, 600-800 gr.,
í eldiskerunum í Fljótum. Fram-
leiðsluverðmæti er áætlað 500
milljónir kr. á ári og 20-30 menn
fengju vinnu við framleiðsluna.
Þykir góð vara
Máki hefur verið í samvinnu við
útflutningsfyrirtækið Nasco ehf.
um útflutning á þeim barra sem
komið hefur út úr tilraunaeldinu.
Fiskurinn hefur verið seldur f
Bretlandi og segir Guðmundur að
hann hafi fengið góðar viðtökur.
„Barri frá íslandi þykir góður og
menn eru tilbúnir að greiða fyrir
hann hærra verð en barra sem
framleiddur er annars staðar. Það
tel ég eitt mikilvægasta atriðið sem
komið hefúr út úr Evrópuverkefn-
inu,“ segir Guðmundur Örn. Nú
eru Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
og Útflutningsráð að láta gera
viðamikla markaðskönnun á þess-
ari afúrð.
Styrkir vegna
útflutnings búvara
37 millj. til
markaðs-
setningar
lambakjöts
FRAMLEIÐNISJÓÐUR landbún-
aðarins hefur veitt rúmlega 37 millj-
ónir króna í styrki vegna markaðs-
setningar lambalq'öts erlendis und-
anfarin sjö ár og þar af hefur átaks-
verkefnið Áform fengið um 8,6
milljónir króna til sölu á kindakjöti í
Bandaríkjunum. Styrkur vegna
markaðssetningar nautakjöts í
Bandaríkjunum nemur 5,5 milljón-
um króna.
Þessar upplýsingar komu fram á
Alþingi í svari landbúnaðarráðherra
við fyrirspum Gísla S. Einarssonar
alþingismanns, en ranghermt var í
Morgunblaðinu síðastliðinn sunnu-
dag að Framleiðnisjóður landbún-
aðarins hefði á undanfömum sjö ár-
um veitt samtals rúmlega einn
milljarð króna í styrki vegna mark-
aðssetningar íslenskra landbúnað-
arvara erlendis. Hið rétta er að
styrkimir námu samtals tæplega
102,4 milljónum króna.
Hæsti einstaki styrkur Fram-
leiðnisjóðs á þessu tímabili var til
Fagráðs bleikjuframleiðenda sem
fékk 20 milljónir árið 1991 til mark-
aðsáætlunar vegna útflutnings á
bleikju.
-----♦♦♦
Refsingu fyr-
ir ffkniefna-
brot frestað
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær mann í 75 daga varð-
hald fyrir brot á fíkniefnalöggjöf.
Refsing hans var hins vegar skil-
orðsbundin í tvö ár, með vísan til
þess að þetta væri fyrsta fíkniefna-
brot mannsins, hann hefði nýlega
farið í meðferð og ætti við þung-
lyndi að stríða.
Maðurinn játaði að hafa afhent
öðram manni 8 grömm af am-
fetamíni til geymslu á nýársnótt sl.,
auk þess sem lögreglan tók hann í
apríl með tæp 14 grömm af sama
efni.
Skipulagsnefnd leyfír byggingu húss á Laugavegi 53a
íbúar kæra til um-
hverfisráðuneytis
10-18:30
Sum fyrirtæki eru opin iengur.
KRINGMN
SKIPULAGSNEFND Reykjavík-
ur samþykkti á fundi sínum í gær
að leyfa byggingu um 2.000 fer-
metra húss á Laugavegi 53b og
niðurrif tveggja tímburhúsa á lóð-
inni. Tveir fulltrúar R-listans í
nefndinni greiddu atkvæði gegn
leyfisveitingunni, Guðrún Jóns-
dóttir og Óskar Dýrmundur Ólafs-
son.
Guðrún Jónsdóttir, varaformað-
ur skipulagsnefndar, sagði að þeg-
ar tillögur að húsinu vora skoðaðar
fyrir viku hefði komið fram að
nefndarmenn gætu fallist á fjög-
urra hæða byggingu sem sneri að
Laugavegi. Hins vegar vildu þeir
láta skoða betur bakbygginguna.
„Húsið hefúr minnkað mjög lítið því
að því sem var tekið ofan af bak-
byggingunni var eiginlega bætt við
frambygginguna,“ segir Guðrún.
Fjármagnið ræður ferðum, ekki
einstaklingarnir
Elín Ebba Ásmundsdóttir, íbúi í
húsinu á Laugavegi 53a, hefúr
ásamt öðrum íbúum í hverfinu
mótmælt byggingunni sem þeir
telja að muni yfirgnæfa bakhúsa-
byggðina á þessum stað. Þá hafa
íbúasamtök Skólavörðuholts lýst
vanþóknun á afgreiðslu skipulags-
nefndar.
Elín Ebba segir að Guðrún
Ágústsdóttir, formaður skipulags-
nefndar, hafi haldið því fram að
hún hafi oft haft samband við íbú-
ana út af þessu máli.
„Við hittum hana tvisvar sinnum
að okkar eigin frumkvæði. Hún
kvaðst ætla að fara fram á
deiliskipulag en í stað þess að gera
það atti hún okkur saman við bygg-
ingaraðilann. Við áttum að semja
við hann um að lækka bygginguna.
Byggingaraðilinn stýrir allan tím-
ann málinu. Niðurstaðan í skipu-
lagsnefnd sýnir að það er fjár-
magnið sem ræður ferðum en ekki
einstaklingamir,“ segir Elín Ebba.
Hún segir að þeirra leið til sátta
hafi verið að kaupa húsið eða bjóða
skaðabætur ef íbúamir myndu láta
málið kyrrt liggja,
„Við ætlum að kæra þetta mál til
umhverfisráðuneytisins á sömu
forsendum og Þórsgötumálið,
héma sé það mikið inngrip í um-
hverfið og mikil breytíng frá því
sem fyrir var að það þurfi að koma
til deiliskipulag. Eins sé þetta svo
mikil skerðing á birtu að sömu for-
sendur gilda þar,“ sagði Elín Ebba.
Ekki náðist í Guðrúnu Ágústs-
dóttur í gær.
í
!
I