Morgunblaðið - 16.12.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.12.1997, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hörð gagnrýni minnihluta við aðra umræðu um háskólafrumvarp Kaílinn um stj órn ríkishá- skóla einkum gagnrýndur ÖNNUR um- ræða um frum- varp til laga um háskóla fór fram á Alþingi í gær. Minnihluti menntamála- nefndar lýsir í nefndaráliti sínu yfír fullri and- stöðu við tvö efn- isatriði frum- varpsins. Minni- hlutinn gagnrýnir í fyrsta lagi það sem hann kallar ofstjórnaráráttu gagnvart háskólastiginu og segir að sú ofstjóm komi fram i ýmsum greinum frumvarpsins, m.a. því ákvæði sem kveði á um að mennta- málaráðherra skuli skipa tvo full- trúa í háskólaráð. Þá gagnrýnir minnihlutinn 19. gr. og 26. gr. frumvarpsins og segir að verði þær greinar að lögum komi ekkert í veg fyrir að lögð verði á skólagjöld í opiriberum skólum. í nefndaráliti meirihluta mennta- málanefndar segir hins vegar að með frumvarpinu sé lagt til að sjálf- stæði háskóla verði eflt og ábyrgð þeirra aukin jafnframt því sem há- skólunum sé veitt víðtækara umboð til fjármálaumsýslu. Þá ítrekar meirihlutinn að um rammalöggjöf sé að ræða og að það sé skilningur hans að með gjaldtöku af nemend- um í ríkisháskólum sé átt við gjald- töku vegna þeirrar þjónustu sem nemendum sé veitt. Komið til móts við gagnrýni frá HÍ. Sigríður Anna Þórðardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður menntamálanefndar, kynnti einstakar breytingartillögur stjórnarmeirihlutans, en hann legg- ur m.a. til að við 14. grein frum- varpsins bætist við ný málsgrein þar sem mælt sé fyrir um að rektor verði ekki leystur frá störfum án þess að slíkt sé borið undir háskóla- ráð og hljóti samþykki meirihluta þess. Er ákvæðinu ætlað að taka af allan vafa um að ekki verði unnt að leysa rektor frá störfum án sam- þykkis meirihluta háskólaráðs. Sigríður Anna sagði að með breytingartillögum sínum væri meirihluti menntamálanefndar að koma til móts við gagnrýni forráða- manna Háskóla íslands sem einkum snerist um þann kafla frumvarpsins sem fjallar um stjórn ríkishá- skóla. Telur Sig- ríður að þar með sé þokkalegri sátt náð um helstu ágreiningsefni þessa máls við Háskólann. Gjaldtaka eigi aðeins við um einkaskóla Svanfríður Jónasdóttir, þingmað- ur Þingflokks jafnaðarmanna, mælti fyrir minnihlutaáliti mennta- málanefndar. Sagði hún m.a. að það mætti til sanns vegar færa að breyt- ingartillögur meirihlutans kæmu örlítið til móts við gagnrýni for- svarsmanna Háskóla Islands, en eftir stæði að frumvarpið væri í raun hálfgert klúður hvað varðaði kaflann um stjórn ríkisháskóla. Svanfríður gagnrýndi m.a. það ákvæði í stjórnarkafla frumvarpsins sem leggur til að menntamálaráð- herra skuli skipa tvo fulltrúa í há- skólaráð. Sagði hún að þarna væri um algjöra stefnubreytingu að ræða þar sem ráðherra gæti með svo beinum hætti hlutast til um innri mál háskólanna. Leggur minnihlut- inn því til að það komi ákvæði um það í sérlögum, samþykktum eða skipulagsskrám hvers háskóla að þeir fulltrúar sem ráðherra skipi í háskólaráð skuli vera tilnefndir af aðilum sem þekki til mála innan viðkomandi háskóla. Svanfríður gagnrýndi einnig það ákvæði frumvarpsins sem kveður á um að ráðherra skuli skipa rektor til fimm ára samkvæmt tiinefningu viðkomandi háskólaráðs eftir nánari ákvæðum í sérlögum hvers skóla. Sagði hún að með þessu væri verið að gera rektora háskólanna að embættismönnum sem mennta- málaráðherra hefði boðvald yfir. Leggur minnihlutinn því til að í sérlögum hvers háskóla verði tekið á því hvernig kveðið skuli á um stöðu rektors. Þá sagði Svanfríður að með frumvarpinu væri verið að opna á skólagjöld í opinberum skólum. Leggur minnihlutinn því m.a. til að orðalagi verði breytt í 19. grein frumvarpsins sem tryggi að gjald- taka vegna náms eigi aðeins við um einkaskóla en ekki opinbera skóla. r>. .r...... P§ L: vj líÁ :n: Y. . ALÞINGI Á GJAFVERÐI KF-265 | Kælir 197 Itr. Frystir 55 Itr. HxBxD 146.5 x 55 x 60 TILBOÐ Aðeins 54.990,- * Það eru nýjar glæsilegar innréttinqar í öllum 20 gerðum kæliskápanna. fyrsta flokks frá "“*• IFDniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Steingrímur J. gagnrýnir fjar- veru ráðherra STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra gagnrýndi, þá Davíð Oddsson for- sætisráðherra og Áma Johnsen, þingmann Sjálfstæðisflokks, í fyrir- spurnartíma á Alþingi í gær, fyrir að hafa verið fjarverandi við at- kvæðagreiðslu fjárlagafrumvarps- ins eftir aðra umræðu síðastliðinn laugardag. Vísaði Steingrímur í þingsköp Alþingis þar sem segir m.a. að þingmanni sé skylt að vera viðstaddur og taka þátt í atkvæða- greiðslu nema hann hafi lögmæt forföll eða fararleyfi. Sagði Stein- grímur að Davíð og Árni hefðu ekki haft fjarvistarleyfi þennan umrædda dag. Steingrímur taldi sig hins vegar hafa skýringar á því hvað kynni að hafa valdið ijarveru þingmann- anna. Vitnaði hann í fjölmiðla um helgina og sagði að þar hefði verið greint frá því að Árni Johnsen hefði verið á Stórhöfða í Vestmannaeyj- um á hlýða á tónlist og Davíð Odds- son hefði verið að lesa úr smásagna- safni sínu á Gráa kettinum. Sagði Steingrímur það vera lítils- virðingu við þingið að forsætisráð- herra skyldi hafa verið að lesa upp úr smásagnasafni sínu á „einhverj- um gráum ketti úti í bæ,“ í stað þess að vera viðstaddur atkvæða- greiðslu fjárlagafrumvarpsins. Davíð Oddsson forsætisráðherra Morgunblaðið/Þorkell ORÐASKIPTI urðu á Alþingi i gær um mætingu þingmanna og aga í þinginu. sagði það sjálfsagt að halda sig við aga í þingsalnum yrði það megin- reglan að þannig yrði fylgst með öðrum mönnum. „Eg veit að hátt- virtur þingmaður hefur verið eins og grár köttur hér í ræðustólnum að öðru jöfnu, en ég skal svo sann- arlega halda mér við aga ef aðrir menn gera hið sama.“ Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftir atkvæða- greiðslu um einstök mál verða eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Skýrsla umhverfisráð- herra um rammasamning Sam- einuðu þjóðanna. 2. Hollustuhættir oc heil- brigðiseftirlit. 3. Sóknargjöld og kirkju- garðar. 4. Stjórn fiskveiða. 5. Fjáraukalög. 6. Eftirlitsstarfsemi hins opinbera. Alþingi Tillögur minnihluta felldar ANNARRI umræðu um frum- varp til fjárlaga fyrir árið 1998 lauk síðdegis á laugar- dag með atkvæðagreiðslu um þær breytingartillögur sem fram hafa komið við frum- varpið. Við atkvæðagreiðsl- una voru breytingartillögur minnihluta fjárlaganefndar og einstakra þingmanna felldar en tillögur stjórnar- meirihlutans í fjárlaganefnd, um 1.559 milljóna króna hækkun frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarp- inu í haust, náðu fram að ganga. Onnur umræða um fjár- lagafrumvarpið hófst á föstu- dag og stóð fram til kl. tvö aðfaranótt laugardags. Hún snerist einkum um gjaldahlið frumvarpsins en umræða um tekjuhlið þess bíður 3. um- ræðu sem á að hefjast kl. 10.30 næstkomandi föstudag. Hestamenn noti hlífðarhjálma KRISTÍN Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalistans, er fyrsti flutningsmaður frum- varps til laga um hjálmanotk- un hestamanna sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi. Með frumvarpinu er lagt til að menn á hestbaki skuli bera viðurkenndan hlífðarhjálm á höfði. Skal forráðamaður barns sjá um að barnið fylgi því ákvæði. Lagt er til að lögin öðlist þegar gildi en að ekki skuli þó refsa fyrir brot á lögunum fyrr en eftir 1. janúar árið 2000. I greinargerð frumvarps- ins segir m.a. að mörg dæmi séu til um að menn hafi slas- ast eða jafnvel látið Hfið eftir að hafa lent í slysi tengdu hestamennsku. í mörgum til- fellum hefði mátt koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar með meiri varúðarráðstöfun- um. „Mesta hættan er í sam- bandi við höfuðmeiðsl og því sjálfsagt að draga úr henni eins og kostur er,“ segir í greinargerð. „Besta ráðið til þess er notkun hlífðarhjálma sem vissulega hefur farið vaxandi á undanförnum árum en er þó hvergi nærri nógu almenn. Lögfesting skyldunotkunar hjálma virð- ist nauðsynleg til úrbóta í þessu efni og er í rauninni sjálfsögð á sama hátt og öku- menn vélhjóla eru skyldaðir til að nota öryggishjálma." Níu frumvörp samþykkt NIU lagafrumvörp voru sam- þykkt sem lög frá Alþingi í gær, þar á meðal voru ný lög um rafræna eignarskráningu verðbréfa og ný lög um ríkis- ábyrgðir, þar sem skilyrði um afgreiðslu ríkisábyrgða til þriðja aðila eru þrengd frá þvi sem nú er. Flest hinna lagafrumvarp- anna fólu í sér breytingar á núgildandi lögum, þ.e.a.s. breytingu á lögum um Bjarg- ráðasjóð, breytingu á lögum um spilliefnagjald, breytingu á lögum um lífeyrissjóð bænda, breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðiland- helgi íslands, breytingu á lögum um lögskráningu sjó- manna og breytingu á lögum um fangelsi og fangavist. Loks samþykkti Alþingi laga- framvarp um veitingu ríkis- borgararéttar til 83 einstakl- inga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.