Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 13

Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 13 FRÉTTIR Nngholtsstr Morgunblaðið/Kristinn Nýtt heimili Berlínarbjamarins BERLÍNARBJÖRNINN, stytta sem Berlínarbúar gáfu Reykvík- ingum á sínum tíma, hefur nú verið settur upp á torginu á mót- um Hellusunds, Laufásvegar og Þingholtsstrætis, rétt neðan við þýzka sendiráðið. Berlínarbjörn- inn minnir á það hversu langt er á milli höfuðborganna tveggja; á fótstallinn er kilómetratalan letr- uð. Björninn er líklega í hópi víð- förlustu myndastytta í Reykjavík. Eftir ferðalagið frá heimalandinu var hann settur upp í mjómskála- garðinum, en vék þaðan og stóð um skeið á horni Sóleyjargötu og Skothúsvegar. Er embætti forseta íslands var flutt í húsið þar á horninu varð bangsi enn að víkja en hefur nú sennilega eignazt heimili til frambúðar. Laun skólaliða í grunnskólum borgarinnar Sambærileg laun við önnur störf í SVARI starfsmannaþjónustu Reykjavíkurborgar, sem lagt var fram í borgarráði í síðustu viku vegna fyrirspurnar frá borgarráðs- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins um laun skólaliða í grunnskólum, seg- ir að fullyrðing um að greitt sé 25% minna fyrir sömu störf með tilkomu skólaliða sé röng. Þau dæmi sem vísað sé til byggist væntanlega á þeirri staðreynd að nokkrir starfsmenn hafi sinnt tveimur störfum, starfi skólaliða og ræstingum. Fram kemur að samið hafi ver- ið við Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar um að laun skólaliða væru í samræmi við önnur sam- bærileg störf og eru skólaliðar 1-2 launaflokkum hærri en starfsmenn skóla með 3-6% hærri laun en samið var um sérstök námskeið fyrir skólaliða. Bent er á að skólaliðar starfi í skólunum frá kl. 8-16 og ræsti ekki skólann að loknum vinnudegi. „Þannig er sú aukavinna sem nokkrir af starfsmönnum skóla unnu áður eftir að dagvinnu lauk ekki lengur til staðar og er vinnudagurinn því nú umtalsvert styttri en áður,“ segir í svari starfsmannaþjón- ustunnar. Samanburður við önnur sveitarfélög Gerður hefur verið samanburður við starfsmenn annarra sveitarfé- laga í svipuðum störfum og þar kemur fram að lægstu laun á Ak- ureyri eru rúmar 66 þúsund kr. á mánuði en hæstu rúm 81 þúsund. I Kópavogi eru lægstu laun rúm 75.þúsund en hæst rúm 90 þús- und, í Reykjavík eru lægstu launin rúm 64 þúsund en hæst rúm 84 þúsund en tekið er fram að frá 1. janúar nk. verða lægstu launin 70 þúsund. í Mýrarhúsaskóla á Sel- tjamarnesi eru lægstu launin rúm 64 þúsund en hæst rúm 80 þúsund en í Valhúsaskóla eru lægstu laun- in rúm 83 þúsund en hæstu rúm 90 þúsund. Ferðamálastjóri um hugmyndir WWF um umhverfisvottun Þyrfti eiimig að kanna önnur vottunarkerfi Nýr bæjarstjóri fannst ekki á ísafirði Bæjarfull- trúar gegna bæjar- stjórastarf- inu til vors ísafirði. Morgvnblaðið. MEIRIHLUTI bæjarstjórnar ísa- fjarðarbæjar samþykkti um helg- ina að Kristinn Jón Jónsson, for- seti bæjarstjómar, og Jónas Olafs- son, formaður bæjarráðs, gegni sameiginlega starfi bæjarstjóra ísafjarðarbæjar til vors. Nýr meirihluti bæjarstjórnar hafði lýst því yfir að heimamaður yrði ráðinn bæjarstjóri og að hann yrði ekki úr röðum bæjarfulltrúa. Þessar fyrirætlanir gengu ekki eftir. Vildu ekki fórna eigin starfi Þegar Kristinn Jón var spurður hveiju þetta sætti, sagði hann að þeir sem rætt hefði verið við um að taka að sér bæjarstjórastarfið, hefðu sett fyrir sig að fóma núver- andi starfi sínu fyrir stuttan starfs- tíma í bæjarstjórastólnum. „Það voru einnig aðilar sem spurðust fyrir um starfíð en þegar til átti að taka vom þeir ekki reiðu- búnir fyrir svo stuttan tíma,“ sagði Kristinn, sem vildi ekki upplýsa hverja rætt hefði verið við um starfið. Skipta með sér deginum Að sögn Kristins hefur verið ákveðið að hann sinni viðveru bæjarstjóra á bæjarskrifstofunni fyrir hádegi en Jónas Ólafsson eft- ir hádegi. Þeir tveir muni skipta með sér öðmm verkum eftir því sem henta þætti. Aðspurður sagði Jónas, að launakjör bæjarstjóranna tveggja yrðu ákveðin á fundi bæjarráðs sem halda átti í gær, en hann full- yrti að laun þeirra beggja yrðu til samans verulega lægri en laun fyrirrennarans, Kristjáns Þórs Júl- íussonar. MAGNÚS Oddsson ferðamála- stjóri segist telja að vel komi til álita að kerfi umhverfísvottunar í ferðaþjónustu verði þróað hér á landi. Hins vegar sé hann ekki sannfærður um að samstarf við World Wide Fund for Nature (WWF) sé vænlegt til árangurs í því efni og rétt sé að kanna hvort önnur umhverfisvottunarkerfi komi til greina. Morgunblaðið greindi frá því á sunnudag að WWF, sem eru fjölmennustu um- hverfisverndarsamtök heims, hygðist bjóða ferðaþjónustufyrir- tækjum á norðurslóðum um- hverfisvottun. Magnús segist kannast við þær viðmiðunarreglur fyrir ferðaþjón- ustufyrirtæki, sem WWF hefur gefið út og hafi fulltrúar samtak- anna kynnt þær fyrir honum. „Mig BJÖRN Bjarnason, menntamála- ráðherra, segir sjálfgert að bregð- ast við tilmælum Samkeppnisráðs um að hlutlausir aðilar sitji í fram- kvæmdastjórn leiklistarráðs. Það liggi í augum uppi að fólk eigi ekki að koma að málum sem það sé vanhæft til að fjalla um, enda hafí þetta fólk vikið sæti hveiju sinni eins og komið hafi fram í áliti Samkeppnisráðs. Það sé sjálf- gefið samkvæmt stjórnsýslulögum að menn séu vanhæfir í ráði eins og þessu til að fjalla um mál sem tengist þeim eða þeim stofnunum sem þeir starfi við. I áliti Samkeppnisráðs kemur fram að það telur ekki eðlilegt að í framkvæmdastjórn leiklistarráðs skortir forsendur til að átta mig á hvort íslenzk fyrirtæki í ferðaþjón- ustu séu í stakk búin að uppfylla þessar reglur. Þetta eru mjög fast- mótaðar reglur og verulega ströng skilyrði, sem þar eru sett,“ segir Magnús. Vottun á okkar forsendum Hann segist ekki heldur hafa myndað sér skoðun á því hvers virði vottun WWF sé gagnvart kaupendum ferðaþjónustu. „Ég veit ekki um neitt fyrirtæki, sem hefur notað vottun þessara sam- taka í sinni sölumennsku; ég held að hún sé hvergi komin á. Hér hefur verið reynt á íslenzkum for- sendum að gera gæðaátak í ferða- þjónustunni, meðal annars á sviði umhverfismála. Nokkur fyrirtæki sitji menn sem séu jafnframt starfsmenn Þjóðleikhússins. Björn sagði að hins vegar lyti þetta að fortíðinni, þar sem ný stjórn leik- listarráðs hefði verið kjörin, eins og fram hefði komið í Morgunblað- inu á sunnudag, og það fólk hefði engin þau tengsl við Þjóðleikhúsið sem Samkeppnisráð hefði verið að fyalla um. Nýtt frumvarp Björn bætti því við að hann hefði lagt fram frumvarp til nýrra leik- listarlaga, sem dreift hefði verið á Alþingi í gær. I frumvarpinu væri mælt fyrir um veigamikla breyt- ingu á leiklistarráði og skipan þess. Samkvæmt núgildandi fyrirkomu- á Suðurlandi hafa verið að vinna að umhverfisvænni ferðaþjónustu. Ég velti fyrir mér hvernig vottun á okkar eigin forsendum, af hálfu opinberra aðila, myndi standa gagnvart þessu,“ segir Magnús. Kemur vel til greina að vottunarkerfi verði þróað Hann segist þó ekki í vafa um að umhverfísvottun af einhveiju tagi geti skipt máli þegar um sé að ræða að gera íslenzka ferða- þjónustu meira aðlaðandi í augum ferðamanna, sem sækist eftir vist- vænni og sjálfbærri ferðaþjónustu. „Mér fínnst koma mjög vel til álita að slíkt kerfí verði þróað,“ segir Magnús. „Hins vegar hlýtur einnig að þurfa að skoða hvort til eru önnur vottunarkerfi frá öðrum að- ilum en WWF.“ lagi væri leiklistarráð skipað nær þrjátíu fulltrúum tilnefndum af samtökum og stofnunum sem fjalla með nokkrum hætti um leiklistar- mál og það væri þetta ráð sem kysi sér síðan framkvæmdastjórn. Nú væri lagt til að leiklistarráð verði skipað fímm fulltrúum, þrem- ur tilnefndum af Leiklistarsam- bandi íslands, einum af Bandalagi íslenskra leikfélaga og einn sé skipaður án tilnefningar og hann sé formaður ráðsins. Þá sé gert ráð fyrir að menntamálaráðherra skipi ráðið en áður hafí framkvæmda- stjórnin verið valin af leiklistarr- áði. Þannig sé verið að leggja til grundvallarbreytingar á þessu fyr- irkomulagi. Skagafjörður Kæra kosningar til ráðu- neytis TVEIR íbúar á Sauðárkróki hafa kært til félagsmálaráðu- neytisins úrskurð kærunefnd- ar vegna sameiningarkosn- inga sem fram fóru í síðasta mánuði. Kreíjast þeir þess að kosingarnar verði úrskurðað- ar ógildar. Kosningar um sameinigu ellefu sveitarfélaga í Skaga- fírði fóru fram í síðasta mán- uði og var sameining sam- þykkt í öllum sveitarfélögum, yfírleitt með miklum meiri- hluta atkvæða. Tveir af and- stæðingum sameiningar, Er- lendur Hansen og Hörður Ingimarsson, fyrrverandi bæjarfulltrúar á Sauðárkróki, kærðu kosninguna til sýslu- manns. Sérstök kærunefnd sem hann skipaði hafnaði rök- um þeirra og úrskurðaði að úrslitin stæðu óhögguð. Nú hafa þeir kært niðurstöðu kæruefndarinnar ti! félags- málaráðuneytisins. í kæru sem Haraldur Blön- dal hrl. skrifar fyrir þeirra hönd er vísað til röksemda sem fram komu í fyrra kæru- bréfi. Voru það meðal annars atriði sem snerta undirritun kjörskrár og kosningu á sjúkrahúsi Skagfirðinga. Því til viðbótar er sérstaklega hnykkt á því sem þeir telja hnökra á kosningunni á sjúkrahúsinu, sem hafi getað ráðið úrslitum um kosning- amar í Lýtingsstaðahreppi. Kæran barst félagsmála- ráðuneytinu síðdegis á föstu- dag og samkvæmt upplýsing- um ráðuneytisins hefur hún ekki verið tekin til umijöllun- ar. Ráðuneytið þarf að kveða upp úrskurð innan tveggja mánaða og ef kærendur una ekki niðurstöðunni geta þeir höfðað mál fyrir almennum dómstólum til ógildingar kosningunum. Mælst til að hlutlausir aðilar fjalli um styrki til leikhúsa Sjálfgert að bregðast við tilmælum Samkeppnisráðs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.