Morgunblaðið - 16.12.1997, Side 18

Morgunblaðið - 16.12.1997, Side 18
I [ [ ( 18 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Spariskór í úrvali BRUNO MAGLI PETER KAISFIJ LOUIS NORMAN Reykholt í Biskupstungum STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Domus Medica - Kringlunni Vígsla nýs íþróttahúss á Fáskrúðsfirði Jólaleikur hjá Kaup- félagi Arnesinga á Suðurlandi 40 ferðir til Flórída í vinning Selfossi - Jólaleikur fyrir við- skiptavini KÁ á Suðurlandi hófst 10. desember og stendur yfir í desember. í boði eru 40 ferðir til Flórída með Flugleiðum og verða tveir vinningar dregnir út daglega að jafnaði. Leikurinn fer þannig fram, að ef viðskiptavinurinn verslar fyrir ákveðna upphæð, kr. 3000.00 eða meira, í verslunum K.Á. og Kjar- vai, kr 2000.00 eða meira í Selfoss apóteki og kr. 1000.00 eða meira í söluskálum, veitinga- og gisti- stöðum KÁ og bensínstöðvum Essó og KÁ, þá fær hann afhentan þátt- tökuseðil þar sem hann skrifar nafn, heimilisfang og símanúmer, og setur í þátttökukassa. Síðan eru dregnir út tveir vinningshafar dag- lega, og þeim tilkynnt um vinning- inn. Þátttökuseðlar gilda allan tím- ann meðan leikurinn stendur yfir. Sami viðskiptavinur getur átt marga seðla í pottinum þegar nær dregur jólum. Vinningurinn er flug og gisting í Orlando í átta nætur fyrir einn, gist er á hótel Best Western Plaza sem er gott hótel í næsta ná- grenni við vinsæla ferðamanna- staði. Ferðir þessar þarf að nota á tímabilinu 5. janúar til 28. febr- úar 1998. Geta vinningshafar pantað hjá Flugleiðum strax þegar þeim hefur verið tilkynnt um vinn- inginn. Morgunblaðið/Sig. Fannar. SARA Guðjónsdóttir setur miða í vinningspottinn. FICRDILUMfi Fyrsta skóflu- stungan að nýju íþróttahúsi Selfossi - Á dögunum tók Gísli Sig- urðsson oddviti Biskupstungna- hrepps fyrstu skóflustunguna að nýju íþróttahúsi í Reykholti. íþróttahúsinu er ætlað að þjóna Reykholtsskóla og öðrum þeim fé- lögum í hreppnum sem þess óska. Áætlun gerir ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun á næsta ári. Kostnaður við bygginguna er í kringum 45 miiljónir en húsið er samtengt Reykholtslaug og hug- myndin er að nýta þannig saman búningsaðstöðuna sem er þar fyrir hendi. Salur íþróttahússins er 608 m2 eða sem nemur löglegum körfu- knattleiksvelli ásamt áhorfenda- stæðum. Gísli Sigurðsson oddviti segir að húsið hafi verið á óskalista hrepps- nefndar ansi lengi og því sé þessi framkvæmd kærkomin. Jöfnunar- sjóður sveitarfélaga greiðir 40% af kostnaði við bygginuna á móti 60% sveitarfélagsins. Gísli segir húsið framtíðaríjárfestingu sem komi til með að skila sér til komandi kyn- slóða. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Fyrsti snjórinn Grundarfirði - Börnin á leik- skólanum Sólvöllum undu sér vel er fyrsti snjórinn kom hér í Grundarfirði, en'þá snjóaði 10-15 sentimetra. Þau renndu sér niður brekkuna af fullum krafti, veltu sér í snjónum og skemmtu sér konunglega eins og börnum er einum lagið. Sum gáfu sér þó tíma til að syngja eitt jólalag fyrir ljós- myndarann. íþróttamiðstöðin í Borgarnesi Ný og betri laug Fáskrúðsfirði - Vígsla nýs íþrótta- húss á Fáskrúðsfirði fór fram laug- ardaginn 13. desember. Vígslan hófst með skrúðgöngu frá gamla íþróttahúsinu að hinu nýja undir fána Ungmennafélagins Leiknis. Við vígsluathöfnina voru flutt nokkur ávörp. M.a. talaði oddviti Búðahrepps, Albert Kemp, formað- ur byggingarnefndarinnar, Ingólf- ur Hjaltason, rakti bygginu húss- ins, síðan fluttu ávörp Reynir Karlsson, íþróttafulitrúi ríkisins, Örn Magnússon, framkvæmda- stjóri HSI, Lúðvík Geirsson, bæjar- fuiltrúi í Hafnarfirði, og formaður Leiknis, Jóna B. Jónsdóttir. Sókn- arpresturinn, sr. Carlos A. Ferrer, blessaði húsið. Húsinu bárust margar gjafir frá nágrannabyggðarlögum og öðrum velunnurum, einnig bárust kveðjur. Eftir ávörp gesta skemmti Magnús Ólafsson, Bjössi bolla, yngri kyn- slóðinni. í tilefni af vígslu hússins komu Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar og léku þama gestaleik en þarna var um hörkuleik að ræða sem endaði með jafntefli, 28:28. Gólfflötur íþróttahússins er 44x22 metrar, bygging hússins hófst árið 1991. Heildarkostnaður er um 118 milljónir kr. Tilkoma þessa hús skapar ýmsa möguleika í íþróttaiðkunum jafnt fyrir börn sem fullorðna og virðist svo vera að mikil aðsókn sé í húsið nú þegar. Morgunblaðið/Sig. Fannar. GISLI Sigurðsson oddviti tekur fyrstu skóflustunguna að nýju íþróttahúsi i Reykhoiti. Borgarnesi - í sumar varð mikil breyting í sundlaugarmálum Borg- nesinga. í byrjun júlí var ný sund- laug ásamt rennibrautum og pott- um tekin í notkun við íþróttamið- stöðina. Við það varð mikill munur á aðstöðunni og jókst aðsóknin mjög mikið. Ekki var öllum framkvæmdum við húsið lokið í sumar. Fyrir skömmu hófst vinna við eimbað og vaktherbergi. Sér Loftorka um þær framkvæmdir. Áætlað er að þeim ljúki í febrúar nk. ✓ I Kringlunni fæst einnig p D I S A N D R O Marco Polo Gott urval af töskum og hönskum __________ J Morgunblaðið/ HAFNARFJARÐARLIÐIN FH og Haukar léku vináttuleik við vígslu hússins sl. laugardag og lauk þeim leik með jafntefli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.