Morgunblaðið - 16.12.1997, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Seðlabankinn kaupir ríkisverðbréf af bönkum og sparísjóðum
Lausafjárstaða batnar
um fimm milljarða
SEÐLABANKINN efndi í gær í
fyrsta sinn til svonefnds skyndi-
uppboðs á endurhverfum verð-
bréfakaupum. Þar gafst bönkum
og sparisjóðum kostur á að selja
Seðlabankanum ríkisverðbréf, en
þeir skuldbinda sig til að kaupa
þau til baka eftir einn mánuð á
umsömdu verði. Samtals keypti
bankinn bréf fyrir rúma 5 millj-
arða. Batnar lausaíjárstaða bank-
anna um það sem þessu nemur,
en þeir hafa búið við erfiða stöðu
að undanförnu sem aftur hefur
þrýst upp vöxtum á peningamark-
aði.
Snörp lækkun varð á ávöxtun
skuldabréfa á Verðbréfaþingi í
kjölfar tilkynningar bankans, bæði
á verðtryggðum og óverðtryggðum
Talningavogir
• Hágæða vogir
• Verð frá 39.900
án vsk
Síðumúla 13. Sími 588 2122
Snörp vaxtalækk-
un varð í kjölfarið
bréfum. Lækkaði ávöxtunarkrafa
verðtryggðra langtímabréfa um 4
punkta og var ávöxtunarkrafan í
nýjasta flokki húsbréfa komin í
5,37% við lokun markaðarins. Hef-
ur krafan þá lækkað um 8 punkta
frá því á föstudag. Þá lækkaði
ávöxtun ríkisvíxla um 7 punkta.
Viðskiptin á Verðbréfaþingi í
gær urðu þau mestu á einum degi
í sögu þingsins og námu alls 3.367
milljónum, en fyrra metið er frá
3. júlí s.l., 2.882 milljónir. Þessi
miklu viðskipti í gær má að hluta
rekja til ákvörðunar Seðlabankans.
Mest viðskipti voru með banka-
víxla og ríkisvíxla, alls 1.734 millj-
ónir, spariskírteini 786 milljónir
og húsbréf 458 milljónir. Hluta-
bréfaviðskipti námu 11 milljónum.
og hækkaði hlutabréfavísitalan um
0,44%.
Áhrifa ákvörðunar Seðlabank-
ans gætti einnig á gjaldeyrismark-
aði þar sem bankarnir nýttu sér
aukið svigrúm í lausafjárstöðunni
til að bæta sinn gjaldeyrisjöfnuð.
Veiktist gengi krónunnar í kjölfar-
ið. Gengisvísitalan var í upphafi
113,86 ogfór hæstí 114,83. Geng-
ið styrktist hins vegar að nýju
þegar leið á daginn og var gengis-
vísitalan í lok dags 114,35.
Lausafjárstaðan jafnan
erfið í desember
Yngvi Öm Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Seðlabankanum,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að lausafjárstaða banka og spari-
sjóða væri jafnan erfið í desember-
mánuði. Ríkissjóður tæki mikið fé
til sín og innlánaþróun væri slök.
Eftir því sem staða ríkissjóðs væri
betri þeim mun dýpri yrði árstíða-
sveiflan. Bankinn hefði nú gripið
til þess að efna til uppboðs á endur-
hverfum verðbréfakaupum til
bankans í einn mánuð.
„Lausafjárhallærið hefur þrýst
upp vöxtum á millibankamarkaði
og ávöxtun á bankavíxlum veru-
lega frá því í síðustu viku. Ávöxtun
bankavíxla hafði hækkað um 100
punkta og millibankavextir enn
meira. Einnig voru vextir á verð-
tryggðum bréfum bytjaðir að
hækka, sérstaklega á stuttum
bréfum. Ef við hefðum ekki hlut-
ast til um málið hefðu vextir hækk-
að ennfrekar. Okkar mat var það
að ekki væri tilefni til frekari
hækkana og þess vegna ákváðum
við að stuðla að því að vextir færu
niður á svipað stig og í nóvember.
Bankinn hækkaði þá vexti á pen-
ingamarkaði um 0,3 prósentustig.“
Kurr á markaðnum vegna
tafa á upplýsingagjöf
Tilkynning bankans olli nokkr-
um kurr á verðbréfamarkaðnum í
gærmorgun, þar sem hún var ein-
ungis send bönkum og sparisjóðum
fyrir kl. 10. Aðrir aðilar fengu til-
kynninguna kl. 10.08, en þá höfðu
þegar orðið töluverð viðskipti með
skuldabréf á Verðbréfaþingi.
Yngvi Örn Kristinsson segir að
bankarnir hafi fengið tilkynning-
una frá Seðlabankanum um kl.
9.30-9.45, en frétt verið send Verð-
bréfaþingi kl. 9.55. Þingið hefði
ekki sent fréttina út fyrr en um
kl. 10.08 og það hefði verið óheppi-
legt. Af hálfu þingsins hefði tækni-
legum ástæðum verið borið við.
Hins vegar benti hann á að engin
tilkynningaskylda væri vegna
lausafjárviðskipta Seðlabankans
við bankana. Seðlabankinn veitti
bönkunum fyrirgreiðslu alla daga
án þess að Verðbréfaþinginu væri
tilkynnt um það.
Amerískir
svefnsófar
Óvæntir næturgestir?
Amerísku svefnsófarnir eru frábær
lausn þegar sameina þarf
fallegan sófa við gott rúm.
Fallegur sófl sem sómlr sér
hvar sem er breytist með
ttaki í....
eínu hand
„..vandaðan svefnsófa
með innbyggðri
springdýnu.
Hjá okkur er
fjölbreytt úrval af
amerískum
svefnsófunum á
góðu verði.
Verið velkomin.
HÚSGAGNAHÖLUN
Bfldshöföi 20-112 Rvík - S:510 8000
Hlutabréfasala ríkissjóðs frá 1991
Söluverð milljónir kr. Hluti ríkis % Ríkishluti á núvirði milljónir kr.
| Engin hlutabréf seld 1991 |
ÁRIÐ 1992
Prentsmiðjan Gutenberg 85,6 100,0% 102,5
Jarðboranir hf. 63,3 50,0% 75,8
Ferðaskrifstofa íslands hf. 18,9 33,0% 22,6
Þróunarfélagið hf. 130,0 29,02% 155,7
íslensk endurtrygging 162,2 ■ 36,54% 194,2
SAMTALS 1992: 459,9 550,9
ÁRIÐ 1993
Jarðboranir hf. 6,8 8,1
íslensk endurtrygging, leiðr. v. 1992 -11,1 -13,2
SR-mjöl hf. 725,0 100,0% 862,5
Rýni hf. 9,0 10,7
SAMTALS 1992: 729,7 868,1
ÁRIÐ 1994
Jarðboranir hf. 14,2 50,0% 16,4
Lyfjaverslun ríkisins hf. 201,0 100,0% 231,2
Þormóður rammi hf. 86,6 40,0% 99,6
SAMTALS 1992: 301,7 347,2
ÁRIÐ 1995
Lyfjaverslun íslands hf. 201,0 100,0% 222,6
Jarðboranir hf. 3,2 50,0% 3,6
Slippstöðin Oddi hf. 0,5 0,5
SAMTALS 1992: 204,7 226,7
ÁRIÐ 1996
Jarðboranir hf. 160,6 50,0% 172,9
Þörungaverksmiðjan hf. 29,0 65,0% 31,2
Skýrrhf. 12,1 50,0% 13,0
SAMTALS 1992: 201,7 217,1
ÁRIÐ 1997
Skýrr hf. 81,0 50,0% 81,0
Bifreiðaskoðun íslands hf. 90,0 44,0% 90,0
SAMTALS 1992: 171,0 171,0
Hlutabréf seld fyrir 2,4
milljarða frá 1991
RÍKISSJÓÐUR hefur selt hluta-
bréf í fyrirtækjum fyrir hátt í 2,4
milljarða króna að núvirði frá árinu
1991, en þar af nemur sala bréfa
á þessu ári um 171 milljón.
Frá þessu var að hluta til skýrt
í svari fjármálaráðherra á Alþingi
nýlega við fyrirspurn frá Svavari
Gestssyni um sölu ríkiseigna.
Fyrirspyijandi óskaði eftir upplýs-
ingum um hvaða ríkiseignir hefðu
verið seldar að einhveiju eða öllu
leyti frá árinu 1991. Spurt var um
samkvæmt hvaða heimildum eignir
hefðu verið seldar, söluverð,
eignarhlut ríkisins og söluaand-
virði ríkishlutans á verðlagi í des-
ember 1997.
Á meðfylgjandi töflu, sem unnin
er úr svari fjármálaráðherra og
upplýsingum frá fjármálaráðuneyt-
inu, sést að þyngst vegur sala bréfa
á árinu 1993. Það ár seldi ríkissjóð-
ur Síldarverksmiðjur ríkisins fyrir
725 milljónir. Ekki var greint frá
sölu bréfa á þessu ári í svarinu, en
samkvæmt upplýsingum úr fjár-
málaráðuneytinu voru seldir hlutir
í Skýrr og Bifreiðaskoðun í ár fyrir
samtals 171 milljón.
Vænta má stóraukningar á
næsta ári í þessum efnum því þá
stendur til að selja tæplega helm-
ings hlut ríkissjóðs í Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins ásamt hluta-
bréfum í Landsbanka íslands hf.,
Búnaðarbanka Islands hf. og Is-
lenska járnblendifélaginu.
Visa Island í 136. sæti yfir stærstu
kortaútgefendur í heiminum
Veltan um hundrað
milljarðar í fyrra
VISA ísland skipar 136. sætið á
heimslistanum yfir stærstu korta-
útgefendur heims miðað við við-
skiptaveltu árið 1996. Á listanum
sem birtur er í The Nilson Report,
bandarísku hagtöluriti, kemur
fram að velta Visa íslands á árinu
1996 var tæplega 1,4 milljarðar
bandaríkjadala eða samtals um
100 milljarðar íslenskra króna með
kreditkortum og debetkortum,
samkvæmt frétt frá Visa íslandi.
Visa ísland er í 43. sæti í Evr-
ópu miðað við kortaveltu af þeim
215 fyrirtækjum sem eru á listan-
um. Sé hins vegar miðað við lönd
er ísland í 17. sæti af 37 löndum
sem þar eru talin upp og er þá
velta beggja kortafyrirtækjanna
lögð saman. ísland er hins vegar
í 15. sæti miðað við Visa-við-
skipti. Þannig er ísland t.d. fyrir
ofan Holland og með þriðjungi
meiri viðskipti enda þótt þar séu
kortin einni milljón fleiri.
Nú lætur nærri að um 70% allra
smásöluviðskipta hér á landi séu
með greiðslukortum (bæði debet-
og kreditkortum), þ.e. yfir 80% í
sérverslunum og um 60% í mat-
vörubúðum.
Nýr afgreiðslusalur Visa
Visa ísland hefur tekið í notkun
nýjan afgreiðslusal í höfuðstöðvum
sínum á Álfabakka 16, í Mjódd,
Reykjavík, þar sem þjónustumið-
stöð fýrirtækisins er til húsa. I
stækkuðum og endurbættum salar-
kynnum á 1. hæð er til húsa mark-
aðsþjónusta VISA og þjónustumið-
stöð korthafa. Starfsmenn VISA
er nú um 70 en fyrirtækið verður
15 ára á næsta ári. Auk þess starfa
yfir 200 starfsmenn við VISA-kerf-
ið í bönkum og sparisjóðum.