Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 33

Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 33 Dómari hafnar beiðni um að láta „Sjakalann“ lausan Verjendurnir gengu út í mótmælaskyni París. Reuters. YVES Corneloup, dómarinn í rétt- arhöldunum yfir „Sjakalanum Carlos" í Paris, hafnaði í gær kröfu hermdarverkamannsins um að hann yrði leystur úr haldi og réttarhöldunum yrði hætt á þeirri forsendu að handtaka hans í Súd- an árið 1994 hefði verið ólögleg. Lögfræðingar Carlosar gengu út úr réttarsalnum i mótmælaskyni við ákvörðun dómarans en hægt var að halda réttarhöldunum áfram þar sem sakborningurinn ákvað að veija sig sjálfur. „Ákvörðun þín er í andstöðu við þær reglur sem ég hef svarið að veija,“ sagði aðalveijandi Car- losar, Isabelle Coutant-Peyre, eft- ir að dómarinn hafnaði beiðninni um að láta sakborninginn lausan. Dómarinn fyrirskipaði Coutant-Peyre að halda áfram að veija Carlos en hún neitaði því. Hugsanlegt er að dómarinn víki henni frá sem veijanda Carlosar en Coutant-Peyre kvaðst ekki telja að hún myndi missa lög- mannsréttindi sín. „Ég hef ekki lengur lögfræð- ing. Þetta er ólöglegt," sagði Carlos eftir að veijendurnir gengu út. Handtakan sögð ólögleg Carlos, réttu nafni Illich Ram- irez Sanchez, fæddist í Venezuela og var álitinn hættulegasti hermdarverkamaður heims þegar hann barðist fyrir málstað Palest- ínumanna á áttunda áratugnum og þar til hann var handtekinn í Súdan fyrir þremur árum. Hann hefur verið ákærður fyrir morð á tveimur frönskum leyniþjónustu- mönnum og Líbana, sem hafði gengið til samstarfs við leyniþjón- ustuna, í París árið 1975. Carlos lýsti drápunum sem lið í samsæri ísraelsku leyniþjón- ustunnar Mossad og háttsettra embættismanna í frönsku leyni- þjónustunni sem hann sagði hafa viljað egna Frökkum gegn Palest- ínumönnum. Coutant-Peyre sagði að saksóknarar hefðu ekki gert nóg til að hafa upp á vitnum að drápunum, en eitt þeirra er nú þekktur prófessor í fjölmiðlafræði í Venezuela. Carlos hélt því fram að réttar- höldin væru ólögleg þar sem hon- um hefði verið rænt í Khartoum árið 1994 og hann síðan fluttur með ólöglegum hætti með flugvél til Frakklands. Lögfræðingar hans sögðu einnig að franskir leyniþjónustumenn, sem báru hann í poka um borð í fiugvélina, hefðu ekki haft lagalega heimild til handtökunnar. Dómarinn sagði hins vegar að æðsti dómstóll Frakklands hefði lagt blessun sína yfir handtökuna. Dómarinn hafnaði einnig beiðni Carlosar um að SOS Attentats, samtökum fórnarlamba hryðju- verkamanna, yrði meinað að taka þátt í réttarhöldunum. Samtökin eru undir stjórn gyðingsins Francoise Rudetskis og Carlos sakaði þau um „kynþáttahatur, öfgastefnu, síonisma og endur- skoðunarstefnu". Segir dómarann vanhæfan Carlos varð æfur yfir ákvörðunum dómarans og krafð- ist þess að hann viki þar sem hann væri vanhæfur vegna fyrri starfa sinna sem rannsóknardóm- ari. Hann sagði að Corneloup hefði tekið þátt í rannsókn sprengjutilræðis í veitingahúsi í París árið 1983 þar sem Rudetski særðist. Corneloup rannsakaði einnig annað sprengjutilræði í París árið 1979 sem Carlos er grunaður um. Carlos var dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir drápin á leyniþjón- ustumönnunum og samstarfs- manni þeirra i réttarhöidum sem fram fóru að honum flarstöddum fyrir fimm árum. Frönsk lög heim- ila að málið sé tekið upp að nýju til að hann geti varið sig fyrir rétti. Frönsk yfirvöld hyggjast einnig sækja Carlos til saka fyrir sprengjutilræði sem urðu 17 manns að bana í Frakklandi á árunum 1979-82. Að minnsta kosti tvö önnur ríki vilja leiða hann fyrir rétt: Þýskaland vegna sprengjutiiræðis í Frönsku menn- ingarmiðstöðinni í Berlín og Aust- urríki vegna gíslatöku á fundi Samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, í Vin árið 1975, þar sem ellefu olíumálaráðherrum var rænt. Nýkomið glæsilegt úrval af velúrgöllum - bæði pils og buxur Einnig stakar jakkapeysur. Pantanir óskast sóttar. Reuters Farrakhan yfirgefur ísrael LOUIS Farrakhan, leiðtogi Þjóð- ar íslams, mest áberandi sam- taka múslima í Bandaríkjunum, yfirgaf Israel í skyndingu í gær þar sem hann kvaðst óttast um öryggi sitt. Farrakhan kom til Israels öllum að óvörum á sunnu- dag en hann var í heimsókn í nágrannaríkinu Jórdaniu. Hugðist Farrakhan m.a. halda að mosku í Austur-Jerúsalem en hætti við er honum bárust fregn- ir af því að hópur gyðinga hygð- ist standa fyrir mótmælum þar. Þrátt fyrir að ísraelsk yfirvöld reyndu að sannfæra hann um að öryggi hans yrði tryggt, ákvað Farrakhan að halda heim á leið. Sagði hann að kæmi eitthvað fyrir sig yrði það til að sam- skipti gyðinga og blökkumanna í Bandaríkjunuin myndu versna enn frá því sem nú væri en löng- um hefur verið stirt á milli hóp- anna. Hlutafjárútboð Þorbjörn hf. Þriðjudaginn 16. desember hefst almennt sölutímabil f hlutafjárútboði Þorbjörns hf. Helstu upplýsingar um útboðið: Nafnverð Ailt að krónur 30.000.000 að nafnverði, ný hlutabréf. Gengi 7,57. Útgefandi Þorbjörn hf. Sölutímabil Sölutímabil er 16. desember 1997 til 16. janúar 1998. Forkaupsréttur Á forkaupsréttartímabilinu, 24. nóvember 1997 til 12. desember 1997, seldust 5.110.862 kr. að nafnvirði, eða. 17% af heildarfjárhæð útboðs. Skilmálar í almennri sölu er lágmarks fjárhæð kr. 130.000 af markaðs- virði á hverja kennitölu. Hlutabréf í almennu útboði skulu staðgreidd við kaup. Umsjön með útboði íslandsbanki hf„ kt. 421289-5069, Kirkjusandi, 155 Rvík. Söluaðilar Bréfin verða til sölu hjá VÍB, Kirkjusandi, 105 Reykjavík, auk eftirfarandi útibúa íslandsbanka: íslandsbanki hf., Lækjargötu 12,101 Reykjavík, íslandsbanki hf„ Háaleitisbraut 58,108 Reykjavík. íslandsbanki hf„ Suðurlandsbraut 30,108 Reykjavík íslandsbanki hf„ Kringlunni 7,103 Reykjavík. íslandsbanki hf„ Hafnargötu 60, 230 Keflavík. íslandsbanki hf„ Strandgötu 1, 220 Hafnarfirði. íslandsbanki hf„ Garðatorgi 7, 210 Garðabæ. íslandsbanki hf„ Skipagötu 14,600 Akureyri. íslandsbanki hf„ Kirkjuvegi 23,900 Vestmannaeyjum. íslandsbanki hf„ Austurvegi 9,800 Selfossi. íslandsbanki hf„ Hafnarstræti 1,400 Isafirði. Útboðs- og skráningarlýsingu og önnur gögn s.s. samþykktir og síðasta ársreikning er hægt að nálgast á skrifstofu Þorbjörns hf„ hjá viðskiptastofu íslandsbanka, Kirkjusandi, 155 Reykjavík, Verðbrétamarkaði Islandsbanka hf. og ofangreindum útibúum íslandsbanka hf. ÍSLANDSBANKI Fjármálamiöstöö Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sfmi: 560 8000, bréfasfmi: 560 8921

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.