Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 37
LAUS við trega eftir Bjarna Þór Bjarnason.
Viðhorf mannslíkamans
Mikil að-
sókn að
Guggen-
heim-
safninu
AÐSÓKN að hinu nýja Gugg-
enheim-safni í Bilbao á Spáni
hefur farið fram úr björtustu
vonum aðstandenda þess. Á
þeim rúma mánuði sem liðinn
er frá opnun þess hafa fleiri
gestir heimsótt það en komið
hafa á öll önnur listasöfn á
Spáni samanlagt, á sama tíma.
Um 3.000 gestir hafa sótt
safnið heim virka daga og um
7.000 manns um helgar. Hver
rútuiyllin á fætur annarri af
áhugafólki um myndlist hefur
skoðað safnið, nú þegar eru gest-
imir orðnir um 100.000. Haldi
svo fram sem horfír næst tak-
mark safnstjómarinnar um
400.000 gesti á ári fyrr en varir.
Sá galli er þó á gjöf Njarðar
að hinn mikli fjöldi gesta veldur
því að safnið minnir stundum
fremur á skemmtigarð en lista-
safn, þar sem fjöldi gesta tekur
með sér börn og virðist fyrst
og fremst koma í þeim tilgangi
að sýna sig og sjá aðra. Hefur
þetta orðið til þess að fjöldi list-
unnanda hefur lagt fram kærur
þar sem þeir vilja fá að skoða
verkin í friði og ró.
Til að mæta þessum kröfum
hefur sýningartíminn verið
lengdur um fjórar klukkustundir
á viku en enn er lokað á mánu-
dögum, nema fýrir forframaða
gesti á borð við bandaríska kvik-
myndaleikarann Brad Pitt en
safnið var opnað sérstaklega
fyrir hann á mánudegi er hann
var á ferð í Bilbao. Aðrir verða
að gera sér að góðu að bíða í
langi'i röð til að komast inn í
byggingu Franks Gehrys, bygg-
ingu sem „Lonely Planet" ferða-
bókin kallar „ruslahaug úr
málmi, séðan með augum þess
sem hefur fengið sér vænan
LSD-skammt“.
MYNPLIST
Gallcrí Hornið
EINÞRYKK
BJARNIÞÓR BJARNASON
Opið alla daga frá kl. 11 -23.30. Sýn-
ingin stendur til 23. desember.
MYNDLISTIN getur brugðið sér
í allra kvikinda líki og það er nú af
að listamenn séu takmarkaðir af
aðeins fáum mótífum í list sinni,
Biblíuþemum, kyrralífi eða hetjusög-
um úr goðafræði og rómverskri
sögu. Hins vegar eru nokkur hinna
eldri mótífa sem ekki vilja hverfa
heldur skjóta upp kollinum aftur og
aftur. Þannig virðist landslagið seint
ætla að tæmast íslenskum málurum
og mannslíkaminn virðist líka vera
málurum og teiknurum óþtjótandi
uppspretta. Þetta kemur ekki til af
einhverri íhaldssemi eða af því einu
að listamönnum séu innrætt þessi
vinnubrögð ungum í skóla. Sannleik-
urinn er bara sá að það er fátt sem
haft getur sterkari áhrif á menn en
myndir af öðrum mönnum, og fátt
sem getur flutt okkur meiri merk-
ingu en viðhorf mannslíkamans,
jafnvel þegar hann er nakinn og í
einföldum stellingum.
Þó bregður við að listamenn haldi
sig við þessi þemu af tómri leti; það
er ekkert auðveldara en að teikna
andlit eins og kvæðið um Óla prik
kennir okkur og auðveldasta aðferð-
in til að láta líta svo út að málverk
hafí eitthvað að segja okkur er að
skella inn í það manneskju. Nánari
athugun greinir þó alltaf hismið frá
kjarnanum og áhorfandinn þarf ekki
að staldra lengi við myndir Bjarna
Þórs til að sjá að hér er á ferðinni
listamaður sem teiknar mannslíka-
mann af einlægri tjáningarþörf.
Myndirnar á sýningu Bjarna Þórs
á Horninu eru allar einþrykk, tutt-
ugu og átta talsins. Þær birtast í
mörgum litum og oft sterkum, og
liturinn rennur um myndflötinn í
flóknum þokum, skellum og strok-
um. í öllum verkunum er það þó
mannslíkaminn sem myndar hinn
táknandi kjarna; merking myndanna
og höfðun þeirra til áhorfandans
liggur í mannamyndunum. Einfald-
leiki myndanna er ögrandi, þrátt
fyrir litaflæðið, og titlarnir eru hafð-
ir mjög almenns eðlis svo þeir veita
enga leiðsögn inn í þennan nauma
merkingarheim. Þama er ekkert sem
auðveldar okkur verkið, að spá í
inntak myndanna.
En á hvern hátt er þetta þá öðru
vísi en einföld módelteikning eins
og hún er iðkuð í myndlistarskóium
og á kvöldnámskeiðum um allan
bæ? Jú, hér er greinilegur tilgang-
ur með teikningunni og hann er
útfærður af styrk og kunnáttu.
Samt sem áður er módelteikning-
unni ekki beitt sem tæki til að ná
fram einhverju öðru, setja manns-
líkamann í eitthvert samhengi,
klæða fólkið og láta það gera eitt-
hvað sem hægt væri að rýna í og
túlka, fjalla um, meta og leggja
út af. Hér stendur maðurinn einn
með aðeins þau merkingarform
sem nakinn líkami hans getur laðað
fram og gagnvart honum hefur
áhorfandinn heldur engin viðmið
nema sinn eigin nakta líkama.
Jón Proppé
Jólatónleikar
Kórs Landa-
kirkju
JÓLATÓNLEIKAR Kórs Landa-
kirkju verða haldnir miðvikudaginn
17. desember og hefjast í Landa-
kirkju kl. 20.30.
Flutt verða jólalög frá ýmsum lönd-
um auk þekktra kórverka og einsöng-
slaga tengd aðventu og jólum.
Einsöngvari með kórnum er Ólaf-
ur Árni Bjarnason tenórsöngvari
sem nú starfar við óperuna í Bol-
ogna. Auk hans koma fram með
kórnum hljóðfæraleikarar úr Tón-
listarskóla Vestmannaeyja. Stjórn-
andi og undirleikari er Guðmundur
H. Guðjónsson.
Aðgangseyrir kr. 800.
----».......
Jólatónleikar
kórs FB
KÓR FJ ÖLBRAUTASKÓLAN S í
Breiðholti verður með jólatónleika í
Seljakirkju miðvikudaginn 17. des-
ember kl. 20.30.
í kórnum eru nú um þrjátíu ung-
menni sem hafa æft jóladagskrá sem
saman stendur af gömlum íslenskum
og erlendum jólaiögum auk nýrra
laga. Nokkrir kórfélagar syngja ein-
söng eða í minni hópum innan kórs-
ins. Einnig leika kórfélagar á hijóð-
færi. Stjórnandi kórsins er Erna
Guðmundsdóttir. Aðgangur að tón-
leikunum er ókeypis.
♦ ♦ ♦---
Jólatónleikar
Tónlistarskóla
Rangæinga
TÓNLISTARSKÓLI Rangæinga
heldur tvenna jólatónleika og verða
þeir fyrri haldnir í Hellubíói 16.
desember, og hinir síðari í Heima-
landi 17. desember. Báðir tónleik-
amir hefjast kl. 20.30.
Nemendur sýna afrakstur starfs-
ins á þessari önn sem nú er senn
lokið og verður boðið bæði upp á
söng og hljóðfæraleik, en einnig
mun lúðrasveit skólans leika.
Viðbót við
„Veröld
Soffíu“
í KJÖLFAR hinnar geysivinsælu
bókar norska rithöfundarins og
heimspekingsins Josteins Gaarders,
hefur verið skrifað ítarefni um efni
bókarinnar og nefnist sú bók „Orða-
bók Soffíu". Hún er eftir Otto A.
Böhmer, sem þýddi „Veröld Soffíu"
á þýsku.
Vinsældir bóka um heimspeki
hafa verið ótrúlegar síðustu ár en
„Veröld Soffíu" sló öllum að óvörum
í gegn árið 1992. Hugmyndin að
uppsláttarritinu kviknaði hjá Böhm-
er er hann vann að þýðingu á bók
Gaarders og hófst hann handa við
skrifin þegar að henni lokinni.
í bók sinni rekur hann 130 hug-
tök og nöfn úr heimspekinni og vís-
ar í texta bókar Gaarders. Bækurn-
ar eru þó sjálfstæð verk hvor um
sig. Segist Böhmer hafa reynt að
skrifa afslappaðan og jafnvel bros-
legan uppdrátt að heimspekinni.
-----------♦ ♦ ♦-----
•MYNDLISTARMAÐURINN
Kristín Þorkelsdóttir hlaut fyrir
skemmstu Ryvard-styrkinn
norska sem veittur er einum
listamanni árlega. Styrkurinn er
að upphæð um 200.000 ísl. kr.
og fær Kristín einnig boð um að
dvelja í 4-6 vikur í menningar-
miðstöðinni Ryvarden í Sveio.
Þá býðst henni í kjölfarið að
halda sýningu í galleríi Ryvard-
en. Alls sóttu 18 um styrkinn.
FINNG0MF0RT
&■
v Madr xn Gtrmany /
Linz
Svartir
/brúnir
St. 35-47
12.990,-
- toppurinn í skófatnaði fyrir preytta fœtur
Riva
Svartir/vínr.
St. 36-42
12.990,-
Tölz
Brúnir
St. 35-47
15.890,-,
Ems
Svartir
St. 36-42
kr. 12.990,-
Dublin
Svartir
St. 39-47
12.990,-
Kissingen
Svartir
St. 39-47
kr. 12.990,-
FinnComfort skórnir eru gerðir fyrir innlegg.
Sérstakur afsláttur fyrií þá sem eru með sérsmíðuð innlegg.
Ath. Gottúrvalaf
inniskóm og kuldaskóm.
Opið mánud. - föstud. kl. 9-18
Aukasett af alvöru nuddinnleggi fylgirmeð.
FinnComfort hefur sameinað hefðbundið
aldargamalt handverk og nýjustu niðurstöður úr
rannsóknum lækna til að skapa einstakan fótabúnað
sem stuðlar að vellíðan þinni. Niðurstaða þessara
rannsókna er rétt hannaðir skór sem taka fullttillittil
fótalags og leyfa eðlilega hreyfingu. Þeir eru ekki
aðeins þægilegir heldur líka heilsusamlegir.
Innleggin eru létt og auðvelt að taka þau úr skónum
og þvo með vatni og mildri sápu.
FinnComfort skófatnaður veitir góðan stuðning og
frábæra fjöðrun til verndar fótum, hnjám, mjöðmum
og hrygg. Sólarnir eru óvenjulóttir gúmmísólar
(polyurethane) sem dreifa álaginu með sérhæfðri
loftdempun undir hæl og tábergi, til að minnka álag á
liðamót og vöðva. Innbyggð loftgöng í skónum
tryggja góða útöndun.
Xi
STOÐTÆKNI
k'vktrndJíaMÆÆŒ&éMMiíáámmli&ÆMámM&r
Lskjargötu 4 - Reykjavik • S: 551 4711