Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 38

Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Tölvuver í Varmahlíðarskóla Morgunblaðið/Helgi Bjamason UNNUR Erla Sveinbjömsdóttir og Svanhildur Pálsdóttir leið- beina nemendum 2. og 3. bekkjar í tölvuveri Varmahlíðarskóla. Tölvunám í öllum bekkjum Kennslu frá upphafi grunn- skólanáms er markviss í Varmahlíðarskóla. Helgi Bjamason skoðaði nýtt og vel búið tölvu- ver skólans og ræddi við skólamenn. VARMAHLÍÐARSKÓLI í Skagafirði hefur fengið fyrirtaksaðstöðu til tölvu- kennslu við það að sett hefur verið upp tölvuver með tólf öflugum tölvum sem allar eru tengd- ar Netinu. Jafnframt hefur verið mörkuð stefna um markvissa upp- byggi.ngu tölvunámsins, allt frá því bömin hefja þar nám í fyrsta bekk og þar til þau útskrifast. Góð fjárfesting Páll Dagbjartsson, skólastjóri Varmahlíðarskóla, segir að skólinn hafí átt gamlar og úreltar tölvur og vélritun hafí verið kennd á ritvélar sem nemendumir lögðu sér til sjálf- ir. Hafí verið til umræðu í nokkur ár að tölvuvæða skólann og sveitar- félögin sem að honum standa ákveð- ið að ráðast í það síðastliðið vor. Komið var upp töluvustofu með öflugum tölvubúnaði auk þess sem keypt hafa verið flest þau kennslu- forrit sem eru á markaðnum. Kostn- aður við tölvustofuna er um 2 millj- ónir kr. „Ég sé ekki eftir því að hafa beð- ið aðeins með að tölvuvæða skólann. Skólar hafa verið að fara í þetta á ýmsum tímum og keypt mismunandi búnað. Sumsstaðar hafa mistök orð- ið. Nú er alveg ljóst að PC-einka tölvukerfíð hefur orðið ofan á og þó þróunin haldi áfram eru ekki sjáan- legar kollsteypur á allra næstu árum. Ég held því að nú hafí verið rétti tíminn til framkvæmda og að tölvu- verið sé góð fjárfesting,“ segir Páll. Mörkuð stefna í tölvumálum Kennarar skólans voru misvel í stakk búnir til að nýta sér tölvuver- ið við kennslu. Því var Salvör Gissur- ardóttir, lektor við Kennaraháskóla íslands, fengin til að halda nám- skeið fyrir þá í haust. „Mikilvægt er að ýta öllum kennurunum af stað í einu og það eykur líkurnar á að tölvustofan nýtist við almenna kennslu. Allir kennarar þurfa að geta nýtt aðstöðuna, ekki er nóg að hafa einn sérfræðing í tölvumálum," sagði Svanhildur Pálsdóttir tölvu- kennari þegar hún sýndi blaðamanni tölvuverið en þá voru þar að störfum nemendur 2. og 3. bekkjar, flestir í slönguspili sem notað er til að kenna grundvallaratriði í stærðfræði. Börn- in komast áfram í spilinu þegar þau hafa leyst þrautir sem tengjast nám- inu. I tengslum við tölvunámskeið kennaranna mótuðu þeir og skrifuðu niður stefnu Varmahlíðarskóla í tölvumálum. í stefnuskránni kemur meðal annars fram að stefnt er að því að nemendur læri að umgangast tölvur og tileinki sér jákvæða af- stöðu gagnvart tölvunotkun. Við lok grunnskólans er ætlast til þess að þeir hafí yfir að ráða undirstöðuþekk- ingu og fæmi í tölvunotkun sem nýtist við áframhaldandi nám og störf. Talað er um að kennarar skól- ans nýti tölvur markvisst í starfí og kennslu sem flestra námsgreina og að skólinn sýni sig á veraldarvefnum. Fjölbreytt úrval forrita Til þess að ná þessum markmiðum eru sérstakir tölvutímar I öllum bekkjum skólans, frá fyrsta til tí- unda, auk þess sem kennarar nota tölvustofuna við kennslu annarra greina. Svanhildur segir að tölvuver- ið sé mikið notað, suma daga séu allir tímar bókaðir. Hún segir að til sé fjölbreytt úr- val kennsluforrita fyrir yngstu nem- endur grunnskólans. Það eru teikni- forrit, leikir, lestrar- og skriftarfor- rit, stærðfræði, forrit til að læra á klukku og margt fleira. Skólinn reynir að kaupa sem flest forritanna um leið og þau eru gefín út. Svan- hildur segir Námsgagnastofnun hins vegar fátækari af forritum til kennslu eldri nemenda en vonandi standi það til bóta. Verkefni á Veraldarvefnum Eins og kennararnir hafa nemend- ur og foreldrar mismunandi mikla þekkingu á tölvum. Svanhildur segir að yngri bömin séu mjög fljót að yfirstíga alla þröskulda í tölvuheim- inum. Hins vegar séu eldri börnin hræddari. Segir hún að það hafí komið sér á óvart. Sömu sögu er að segja af foreldrunum. Skólinn bauð foreldrum barna í átta neðstu bekkjum skólans að koma í tölvuver- ið til að sjá hvað börnin eru að gera þar og segir Svanhildur að það hafí mælst vel fyrir. Fyrirhugað er að bjóða þeim aftur í tölvuverið seinna í vetur. Þá segir hún að stöðugt fjölgi verkefnum á Veraldarvefnum sem hægt sé að nota við kennslu. Nefnir sem dæmi að kennari 4. og 5. bekkj- ar hafí nýtt sér Landnám íslands sem kennari og nemendur í Vest- mannaeyjum hafí sett út á vefínn. „Við erum að hefja vinnu við verk- efni af þessu tagi, um norræna matarsiði, í samstarfí við Byggða- safn Skagfírðinga og með styrk frá norrænum sjóði. Safnið vinnur texta sem við notum til að gera verkefni í tengslum við efnið. Ætlunin er að nemendurnir eigi samskipti við starfsmenn Byggðasafnsins með aðstoð Netsins og vinni verkefnið sem mest á Netinu, þannig að þeir þjálfist í að nota tölvurnar í þessu umhverfi," segir Svanhildur. Þegar verkefninu er lokið eiga aðrir skólar að geta notið góðs af starfínu í V armahlíðarskóla. MEÐ opnum nýs tölvu- vers er Varmahíðar- skóli orðinn mjög vel búinn til kennslu. Páll Dagbjartsson skólastjóri segist þó Ieggja mesta áherslu á vand- aða kennslu, hún verði að hafa forgang en ekki ýmis konar aukaatriði sem fengið hafi of mikið rúm og tekið mikinn tíma frá kennurum. Starfið virðist skila árangri því Varmahlíðar- skóli kom betur út úr samræmdu prófunum síðastliðið vor en aðrir grunnskólar á Norðurlandi. ÁHERSLAN Á GÓÐA KENNSLU Morgunblaðið/Björn Blöndal GUÐJÓN Guðmundsson, Sambandi sveitarfélaga á Suður- nesjum, Ellert Eiríksson, Reylg'anesbæ og Björn Bjarnason. Miðstöð símenntunar MIÐSTÖÐ símenntunar á Suður- nesjum er fræðslustöð handa fullorðnum og var stofnuð 11. desember síðastliðinn. Markmið hennar er að efla endur- og sí- menntun Suðurnesjamanna, samstarf atvinnulífs og skóla og tengsl grunn- og endurmenntun- ar. Stofnendur miðstöðvarinnar eru Samband sveitarfélaga á Suðumesjum, Fjölbrautaskóli Suðumesja, félög launafólks á Suðurnesjum, félög vinnuveit- enda á Suðurnesjum og Reykja- nesbær. Hugmyndin er að bjóða ein- staklingum, fyrirtækjum og stofnunum námskeið sem ekki heyra beint undir formlegt náms- framboð skóla. Kennslan er mið- uð við fullorðna. Lengi beðið eftir íþróttahúsi Varmahlíðarskóli var stofnaður árið 1973 með samningum tíu sveitarfélaga í Skagafirði og menntamálaráðuneytisins um uppbyggingu heimavistarskóla í Varmahlíð og tók til starfa haustið 1975. Páll Dagbjartsson hefur verið skólastjóri frá upphafi. Hann kom að beru skólahúsnæði þar sem flest vantaði. Eigendur skólans og starfsfólk hafa síðan smám saman verið að byggja upp aðstöðu og skólastarf. „Eg var búinn að bíða lengi eftir íþróttahúsi, það var slæmt að reka heimavist án þess,“ segir Páll. Sá draumur rættist fyrir tveimur árum. Auk þess má nefna að við skólann er stór útisundlaug, vel búið kennslueldhús, handmenntastofur o.fl., auk nýja tölvuversins. Þriðjungur nemenda skólans stundar nám í Tónlistarskóla Skagafjarðar, jafnframt grunnskólanáminu. I skólanum eru nemendur í öllum bekkjum grunnskóla. í yngstu árgöngunum eru nemendur úr þremur sveitarfélögum, Seylu-, Staðar- og Skarðshreppi, en síðan safnast í Varmahlíð nemendur úr fjórum öðrum sveitaskólum til að ljúka grunnskólaprófi. Nemendum hefur farið fækkandi vegna fækkunar fólks í sveitunum. Nú eru rétt innan við 100 nemendur í skólanum, lengi vel voru þeir nálægt 130 en urðu flestir 165. Skólinn er eini heimavistarskólinn á Norðurlandi vestra ogþangað sækja nemendur víða að, til Morgunblaðið/Helgi Bjarnason NÁTTÚRUGRIPASAFN Skagafjarðar er í Varmahlíðarskóla. Páll Dagbjartsson stendur hér við „fuglabjarg i Drangey" og fyrir gesti er Ieikin hljóðupptaka úr bjarginu. dæmis eru þar þrír nemar úr Hrísey. Páll segir að lok og upphaf kennslu um helgar falli ágætlega að áætlun Norðurleiðar og Hríseyjarfeijunnar og séu Hríseyingarnir ekki mikið lengur að komast heim en nemendur skólans sem koma úr Fljótum. námsgreinarnar hafa verið mjög útundan og í raun eins og aukaatriði sem er sorglegt. Ég hef reynt í mínu starfi að hafa áhersluatriðin í öfugri röð - fyrst er það kennslan og síðan aukaatriðin, “ segir Páll. Vel menntað starfsfók nær árangri Páll segir að aldrei hafi verið vandamál að fá kennara með full réttindi að skólanum, yfirleitt hafi verið hægt að velja úr kennurum. Hann segir að góðan árangur nemenda skólans í samanburði við aðra megi skýra með þessu, gott og vel menntað starfsfólk nái einfaldlega betri árangri. Lögð er áhersla á góða reglu og aga. „Kennslan sjálf er alltaf í brennidepli hjá okkur. Hún skiptir mestu máli í öllu skólastarfi, ekki allskonar aukaatriði sem fengið hafa allt of mikið rúm í skólamálaumræðunni nú hin síðari ári og taka of mikinn tíma hjá kennurum. Þar má nefna mikil fundahöld og fræðilega fyrirlestra og umfjöllun sem reynslan sýnir að er heldur haldlítil þegar á vígvöllinn kemur. Mér finnst oft sem umræða og umfjöllun skólaspekinga okkar um skólastarf almennt fjarlægist meir og meir raunveruleikann sem við er að fást dags daglega í skólunum. Kennslan sjálf og Ásgeir Guðmundsson. Heiðurs- félagi ICEM DAGANA 11. og 12. nóvember síðastliðinn var aðalfundur ICEM, International Council fo'r Educational Media, haldinn í Lissabon í Portúgal. Aðild að samtökunum eiga 30 þjóðir sem eiga þar sameiginlegan vettvang fyrir fundi, ráðstefn- ur, tölvusamskipti og kaup og sölu á fræðslumyndum og hvers konar fræðsluefni í tölvu- tæku formi. Siðastliðin fímm ár hefur Ásgeir Guðmunds- son, for- stjóri Náms- gagn- fistmar, ggnt for- mennsku í amtökunu m og jafnf ramt verið aðalfulltrúi íslands í þeim. Alls eru 10 skráðir félagar í ICEM á íslandi, flestir fulltrúar menntastofnana eða framleið- endur fræðsluefnis. Á fundinum lét Ásgeir af formennsku ICEM og um leið af starfi aðalfulltrúa Islands. Við formennskunni tók Dr. Ric- hard Cornell frá University of Central Florida, en aðalfulltrúi íslands hjá samtökunum verður nú Tryggvi Jakobsson, deildar- stjóri í Námsgagnastofnun. Um leið og formannaskiptin fóru fram kunngerði hinn nýi for- maður einróma samþykkt aðal- fundarins um að Ásgeir hefði verið kjörinn heiðursfélagi ICEM i þakklætisskyni fyrir óeigingjarnt starf hans að mál- efnum samtakanna undanfarin ár. í tengslum við aðalfundinn var haldinn ráðstefna á vegum Universidade Aberta í Lissabon undir yfírskriftinni Education for Media. Á ráðstefnunni voru haldnir fjölmargir fyrirlestrar um nýbreytni á sviði kennslu um fjölmiðla, kvikmyndir og margmiðlun og hvernig þessir miðlar eru nýttir í fræðslu- og skólastarfi. Næsti stóri við- burður á vettangi IECM er kynningar- og kaupstefnan Media Week, sem að þessu sinni verður haldin í Luleá í Svíþjóð í byijun mars 1998.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.