Morgunblaðið - 16.12.1997, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 16.12.1997, Qupperneq 41
40 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 41 flforjgttttMitfrií STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NORRÆNT SJÓNVARP HORFUR ERU á því, að innan örfárra ára geti norræn- ir sjónvarpsáhorfendur horft á útsendingar frá öllum Norðurlöndunum. Það eru stórstígar framfarir í fjar- skipta- og sjónvarpstækni sem gera þetta mögulegt og munu notendur geta notað sama móttökubúnað til að ná útsendingunum í gegnum kapal, frá sendi á jörðu niðri, gervihnetti eða gegnum stafrænar símalínur. Norrænu ríkisútvarpsstöðvarnar, símafélög og dreifingarfyrirtæki, þ.á m. Póstur og sími h.f., vinna nú að gerð nýs norræns staðals fyrir stafrænar útvarps- og sjónvarpssendingar. Norrænt sjónvarp hefur lengi verið á dagskrá, m.a. að tilhlutan Norðurlandaráðs, en fyrri áætlanir miðuðu að því að koma á fót einni norrænni sjónvarpsstöð, sem sendi út dagskrár frá norrænu ríkissjónvarpsstöðvunum um gervihnött. Ýmis ljón voru á vegi þessara áætlana, m.a. kostnaður, erfiðleikar á samningum við höfundarréttar- hafa efnis og loks var áhuginn mjög mismunandi eftir löndum. Sú stefna, sem nú hefur verið mörkuð, um að- gang notenda að efni hverrar sjónvarpsstöðvar fyrir sig að eigin vali, gengur þvert á fyrri áætlanir, en virðist miklu líklegri til að bera árangur. Norðurlandaráð samþykkti á fundi sínum í Helsinki í nóvember tillögu þess efnis, að ríkisstjórnir Norðurlanda veiji fé til eflingar samstarfs norrænna sjónvarpsstöðva með þeim hætti, að fólk nái sjónvarpsútsendingum ná- grannaþjóðanna, svo og að samvinna um dagskrárgerð verði aukin verulega. Áhugi Norðurlandaráðs á norrænu sjónvarpssamstarfi er fyrst og fremst af menningarlegum ástæðum. Miðlun sjónvarpsefnis á milli landanna eflir samskiptin og eykur skilning á menningu og tungum frændþjóðanna. Þá hafa stjórnmálamenn og menningar- frömuðir tiltölulega lítilla málsvæða lengi haft miklar áhyggjur af áhrifum sjónvarpsefnis á ensku á þróun ann- arra tungumála. Á það ekki sízt við um Norðurlönd. Aðgangur íslendinga að norrænum sjónvarpsstöðvum verður ný leið að menningarheimi frændþjóðanna. Ekki er að efa, að margir munu notfæra sér þann valkost mið- að við miklar vinsældir norræns sjónvarpsefnis, sem sýnt hefur verið hér, og nægir þar að nefna t.d. dönsku þátta- röðina „Matador" sem sýnd var fyrir nokkrum árum. ís- lenzk stjórnvöld eiga því að stuðla að því, að fyrirhuguð sjónvarpssamvinna verði að veruleika. LÁN SHÆFISM AT Á ÍSLANDSBANKA FYRSTA íslenzka einkafyrirtækið, íslandsbanki hf., hefur gengizt undir mat alþjóðlegs matsfyrirtækis á stöðu sinni á lánsfjármarkaði. Bankinn hlaut lánshæfisein- kunnina A3, en Qárhagslegur styrkur hans fær einkunn- ina D-plús. Það er bandaríska matsfyrirtækið Moody’s, sem kemst að þessari niðurstöðu á grundvelli alþjóðlegs mælikvarða og felst matið á víðtækri skoðun á starfsemi bankans og stöðu hans. Fyrirtæki, sem gangast undir lánsfjárskoðun fá einkunnir á bilinu Aaa, sem er hæsta einkunn, til D. Mat á fjárhagslegum styrk fyrirtækja er hins vegar á einkunnabilinu A til E. íslandsbanki er fyrsta einkafyrirtækið á íslandi, sem gengizt hefur undir slíkt mat, en áður hafa aðeins ríkið og fyrirtæki í opinberri eigu látið meta sig með þessum hætti. Góð lánsfjáreinkunn bankans styrkir hann sem lána- stofnun, en mat á fjárhagslegum styrkleika endurspeglar að sögn forráðamanna bankans það viðskiptaumhverfi, sem hann starfar í. Engu að síður hljóta menn að nema staðar við þá niðurstöðu, sem væntanlega segir þá ein- hverja sögu um það hvert mat slíkra matsfyrirtækja yrði á öðrum fyrirtækjum að þessu leyti. Frumkvæði íslandsbanka að því að óska eftir lánshæfis- mati hlýtur að leiða til þess að aðrir bankar og fjármála- stofnanir fylgi í kjölfarið, svo og stærri fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum. I þeim tilvikum að niðurstaðan verði já- kvæð mun það auðvelda fyrirtækjunum lántökur erlendis og tryggja þeim aðgang að ódýrara lánsfé. Viðgerðir á Víðimýrarkirkju Morgunblaðið/Helgi Bjarnason ALLT torf var rifið af Víðimýrarkirkju og hlaðið að nýju. JENS Kristjánsson og Bragi Skúlason smiðir gera við bekk og kirkjubrúðu. UNNIÐ hefur verið á við- gerðum á Víðimýrar- kirkju í Skagafirði frá því í haust og eru smiðir að ljúka verkinu þessa dagana. Fyrir- hugað er að ráðast í endurbætur á umhverfi kirkjunnar á næsta ári. Víðimýrarkirkja er ein af merkustu minjum á vegum Þjóðminjasafnsins og hún var önnur tveggja mann- virkja á íslandi i sameiginlegri tillögu Norðurlandanna um nýja staði í heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð- anna. Hitt mannvirkið er Snorralaug í Reykholti. Talið er að kirkja hafi verið á Víðimýri, eins og öðrum höfuðbólum landsins, fljótlega eftir kristnitöku árið 1000, að því er fram kemur í grein Harðar Ágústssonar, Kirkjur á Víðimýri, sem birtist í Skagfirð- ingabók 1984 og hér er stuðst við í umfjöllun um sögu kirkjunnar. Sú kirkja sem enn stendur á Víðimýri er liðlega 160 ára gömul. „Um vorið snemma lét Einar Stefánsson stúd- ent á Víðimýri rífa Víðimýrarkirkju og byggja nýja miklu betur en hún var áður byggð, að viðum og veggj- um,“ segir Jón Espólín árið 1834. Forsmiður var Jón Samsonarson, bóndi og síðar alþingismaður frá Keldudal, og með honum Eiríkur Þorsteinsson frá Breið. „Ljót“ og „tilkomulaus" í grein Harðar kemur fram að löngum hafi litlu munað að þessum þjóðarkjörgrip, Víðimýrarkirkju, yrði fargað. Tilgreindar eru heimildir um nýbyggingarhugmyndir allt frá 1895 þegar byijað var að taka upp gijót og flytja í fyrirhugaðan grunn en ekki varð úr frekari framkvæmdum. Kirkjan var alla tíð bændakirkja, það er að segja í eigu prests eða bónda á Víðimýri. Kirkjusjóðurinn gildnaði og var talinn nægja til að byggja „veglegt guðshús" í stað hinnar gömlu kirkju sem sögð var „fornfá- leg og tilkomulaus og á eftir tíman- um“ og seinna lýstu yfirvöld því yfir að kirkjan væri „hin sama gamla, ljóta og hrörlega torfkirkja sem fyrr“ og sögðust ekki efast um smekk kirkjueigandans og vilja til að reisa nýtt hús. Umræður um nýja kirkju fyrir Víðimýrarsókn héldu áfram á öðrum og þriðja áratug aldarinnar en alltaf varð eitthvað til að fresta því, hver vandræðin tóku við af öðrum, versl- unarhöft, dýrtíð og kreppan og alltaf beið kirkjusjóðurinn. Þegar kirkjan varð aldargömul tók Matthías Þórð- arson þjóðminjavörður af skarið og átti frumkvæði að því að ríkið keypti Víðimýrarkirkju af kirkjubóndanum, til varðveislu. Tveimur árum seinna var gert við kirkjuna og aftur 1975. Timburverk hefur haldist í haust var tekið til við viðgerðir að nýju. „Kirkjan var farin að láta á sjá og alvarlegir gallar komnir fram í henni,“ segir Hjörleifur Stef- ánsson, arkitekt hjá Þjóðminjasafn- inu. Gallarnir voru þeir að gólfbitar höfðu sums staðar losnað úr tengsl- Umhverfið þarfnast lagfæringar Verið er að ljúka viðgerð á einum af gimsteinum íslenskrar byggingarlistar, Víðimýrarkirkju í Skaga- firði. Á næsta ári er síðan fyrirhugað að hefja fram- kvæmdir við umhverfi kirkjunnar svo hægt sé að taka þar á móti ferðafólki á sómasamlegan hátt. Helgi Bjarnason kynnti sér verkið og rifjar upp sögu kirkjunnar. um við veggi kirkjunnar svo gólfíð lék á reiðiskjálfi þegar gengið var um hana. Var þetta lagað með því að lyfta húsinu um 10 sentímetra og setja nýja gólfbita undir þá gömlu og var þannig hægt að láta gömlu bitana halda sér. Taka þurfti upp gólfið að hluta og laga fúa í burðar- grind. Eldra timburverk var látið halda sér eins og mögulegt var. Bragi Skúlason, smiður hjá Tré- smiðjunni Borg hf. á Sauðárkróki, sem unnið hefur að viðgerðunum, segir að það hafi komið sér á óvart hvað viðir kirkjunnar eru í góðu lagi eftir lagfæringarnar 1936. Grindin sé lítið farin að láta á sjá. Hjörleifur og Bragi segja að þrátt fyrir viðgerðir nú og fyrr hafi timbur- verk kirkjunnar haldist lítið breytt frá upphafi. Kirkjan var byggð úr rekaviði af Skaga og Bragi segist einnig hafa séð viði úr eldra húsi, líklega kirkjunni sem hún tók við af. Þannig séu gólfborðin væntanlega úr eldri kirkjunni. Torfið er ekki eins varanlegt bygg- ingarefni. Það var orðið ónýtt og því rifið af þekju og úr veggjum. Helgi Sigurðsson á Ökrum var fenginn til að hlaða allt að nýju. Hjörleifur seg- ir að torfveggirnir hafi verið end- urnýjaðir að hluta 1975. Við það hafi ytri hluti veggjanna slitnað frá innri hlutanum og hleðslan eyðilagst. Viðgerðirnar kosta 5-6 milljónir, að sögn Hjörleifs, og hafa orðið dýr- ari en til stóð, eins og oft vill verða þegar byijað er á viðgerðum gam- alla húsa. Víðimýri er vinsæll við- komustaður ferðafólks þótt þar sé varla boðleg aðstaða. Hjörleifur Stef- ánsson segir að unnið sé að gerð deiliskipulags fyrir staðinn. Gert er ráð fyrir að bílastæði verði útbúin vestan við veginn, við Víðimýrará og þar verði jafnframt komið upp snyrtingum fyrir ferðafólk, væntan- lega hlöðnum. Kirkjugarður Víðimýrarkirkju var á sínum tíma hlaðinn úr torfi, spor- öskjulagaður að fornum hætti. Hann er nú löngu afmáður og rimlagirðing komin í staðinn. Hjörleifur segir fyr- irhugað að hlaða garðinn að nýju. Ætlunin er að heijast handa við einhveijar af þessum framkvæmdum á næsta ári. Þjóðminjasafnið greiðir viðgerðir á kirkjunni en Hjörleifur segir að fleiri aðilar komi að umbót- um á umhverfinu og nefnir sóknar- nefnd Víðimýrarkirkju, Vegagerð- ina, Ferðamálaráð og sveitarsjóð. Segir hann að allir þessir aðilar og fleiri hafi tekið vel í að leggja þessu þjóðþrifamáli lið. Fegursti minjagripur Ekki er hægt að efast um gildi verndunar Víðimýrarkirkju enda segir Hjörleifur Stefánsson að hún teljist vera með merkari minjum á vegum Þjóðminjasafnsins. Með því að fulltrúar allra Norðurlandanna hafa tekið hana upp í tillögu sína um skráningu í heimsminjaskrá fær hún sess meðal merkustu minja á Norðurlöndunum. Hörður Ágústsson segir í grein sinni að not, tækni og fegurð sé sú þrennd, sem upp verði að ganga í eitt, ef hús eigi að teljast listaverk. „Öll þessi skilyrði uppfyllir Víðimýr- arkirkja í hæsta máta að mínum dómi.“ Kristján Eldjárn kveður jafn- vel fastar að orði er hann segir í riti sínu Hundrað ár í Þjóðminjasafni að Víðimýrarkirkja sé „einn stíl- hreinasti og fegursti minjagripur ís- lenskrar gamallar byggingarlistar, sem til er.“ t Ljósmynd/Snorri Snorrason VÍÐIMÝRARKIRKJA, Glóðafeykir í baksýn. Myndin er birt í bókinni Landið þitt ísland. Niðurstöður fimm ára rannsókna sýna mikla sveiflu í Brúar- og Dyngjujökli Rýrnun Vatnajökuls margfaldar rennsli í ám Helgi Bjömsson er einn helsti sérfræðingur ís- lendinga um jökla. Hann hefur nú tekið saman niðurstöður rannsókna á stöðu Vatnajökuls und- anfarin fimm ár og ræddi þær við Karl Blöndal. HELGI Björnsson jöklafræð- ingur við Háskóla íslands hefur undanfarin fimm ár gert nákvæmar mælingar á vestan- og norðanverðum Vatna- jökli og komist að því að mikil sveifla hefur verið í afkomu hans. Á síðasta ári gekk mjög á jökulinn og ein afleið- ingin er að rennsli frá jökli til Jökuls- ár á Brú og Jökulsár á Fjöllum ferfald- aðist miðað við það sem var 1993. Úti var 11 gráða hiti í gær þótt komið væri fram í miðjan desember og í hlýju rokinu hrikti í Haga, nýju útibúi Raunvísindastofnunar Háskóla íslands við Hofsvallagötu. Var því nærtækast að spyija Helga hvort ekki væri vegið að jöklum landsins þegar svona viðraði. „Það er öðru nær,“ sagði Helgi. „Menn ætla að þetta veður fari illa með jökla, en það er þveröfugt. í svona vetrarveðri rignir hér á láglend- inu, en upp til jökla kyngir niður snjó. Það, sem hins vegar hefur getur vald- ið rýrnun jökla er lítil úrkoma að vetri og hlýindi á sumrin.“ Helgi kvaðst undanfarið hafa unnið með samstarfsmönnum sínum að mælingum á afkomu Vatnajökuls. Fyrst væri mælt það sem á jökulinn kæmi yfir veturinn. Það væru tekjurn- ar. Síðan væri farið að hausti og mælt hvað mikið hefði horfið eftir sumarið. Það væru útgjöldin. Það, sem bætist við jökulinn yfir veturinn, er mælt með því að taka sýni, sem er því næst vigtað og vatns- magnið reiknað út. Auðvelt er meta snjómagn neðst í jöklinum vegna þess að þar er komið niður á ís. Ofar ligg- ur hins vegar snjólagið frá vetrinum ofan á snjófyrningum fyrra árs og þá sjást mörkin einkum á því að í yfirborði gamla snjólagsins eru meiri óhreinindi en í nýja snjólaginu. Ákomusvæði og Ieysingasvæði Því næst eru skildar eftir mælistik- ur þar sem sýnin voru tekin og þeirra vitjað með haustinu þegar ætla má að bráðnun sé lokið og bætast fari á jökulinn á ný. Helgi sagði að eftir því sem ofar kæmi á jökulinn drægi úr sumarleysingu og fyrir ofan vissa hæð yrði eftir hluti af vetrarsnjónum, svo- kallaðar fyrningar. Það svæði héti ákomusvæði. Þar fyrir neðan væri svokallað leysingasvæði. Þar bráðnaði meira yfír sumarið, en bæst hefði við um veturinn. Skilin á milli svæðanna hétu jafnvægislína eða hjarnmörk. Á ákomusvæðinu eru tekin sýni að hausti og vigtuð eins og að vori til að fjnna megi vatnsmagnið, sem eftir er. Á leysingasvæðinu hefur hins veg- ar gengið á jökulísinn þannig að mælistikurnar þurfa að ganga niður í jökulinn eigi þær ekki að falla þegar líður á sumar. „Ef þetta væru einu ferlin, sem ættu sér stað í jöklinum, yrði hann jafnt og þétt brattari af því að neðst hyrfi ís af honum, en ofar bættist við hann,“ sagði Helgi. „En það gerist ekki vegna þess að á ákomusvæðinu skríður snjórinn niður, sígur fram á leysingasvæðinu og hefur þá breyst í jökulís. Þessar hræringar valda því að yfirborðið lítur nokkuð svipað út frá ári til árs þótt mikið sé að gerast í jöklinum. ísskriðið jafnar þetta.“ Mælingarnar, sem Helgi lýsir hér að ofan, hafa staðið frá árinu 1993 og sýna sérstaklega niðurstöður frá Dyngjujökli og Brúaijökli. „A árunum 1993 til 1996 bættust rúmlega 1,5 metrar jafndreift yfir þessa jökla á hveijum vetri,“ sagði Helgi. „Árið 1997 dró hins vegar mjög úr. Rýrnunin var lítil sumrin 1993 og 1994 þannig að það varð afgangur á jöklinum þegar allt árið var skoðað. Sumarið 1995 hvarf nokk- urn veginn jafn mikið og bæst hafði við. Árin 1996 og 1997 hvarf hins vegar það mikið að tap varð í afkomu jöklanna." Sveiflan er sláandi. Þegar litið er á línuritin, sem sýna jafndreifða árs- afkomu á jöklinum, sést að árið 1993 hækkaði yfirborð jökulsins um rúman einn metra. 1997 lækkaði yfirborð hans hins vegar um tæpa 1,5 metra. Snjókoma og leysingar „Árin 1993 til 1996 voru tekjur jafnar og afkoman réðst alfarið af útgjöldum, sem sveifluðust milli ára, en árið 1997 dettur niður snjókoma á jöklinum og um sumarið verða meiri leysingar," sagði Helgi. „Litlar tekjur og mikil útgjöld lögðust á eitt svo að afkoman varð hörmuleg, en afrennsli til jökulánna að sama skapi mikið. Ein ástæðan fyrir því að leysingarnar verða svona miklar er að það var hlýtt, en þetta snýst ekki aðeins um lofts- lag. Þegar snjóar lítið á jöklana kem- ur gamli snjórinn fyrr í ljós. Hann er skítugur og dregur í auknum mæli í sig geislun sólarinnar í stað þess að kasta henni frá sér.“ Hann sagði að nýfallinn snjór gæti endurkastað allt að 90% sólargeislun- ar. Þegar liði á sumarið færi hlutfall- ið niður í 60-70%. Hins vegar færi það niður fyrir 50% þegar komið væri niður í gamla snjóinn vegna þess að hann væri svo skítugur og enn lægra þegar gamall ís kæmi í ljós. „Það er því ekki bara sumarveðrið, sem ræður leysingu," sagði hann. „Snjóléttur vetur veldur því að gamli hluti jökulsins kemur fyrr fram og þá gengur meira á höfuðstólinn." Hefur áhrif á árnar Staða jökulsins hefur mikil áhrif á árnar, sem undan honum koma. Að sögn Helga hefur mælst stöðugt vax- andi afrennsli til ánna frá jöklunum á þessum fímm árum, sem mæling- arnar hafa staðið yfir. „Rennslið var nær fjórfalt meira frá Brúaijökli í ár en árið 1993,“ sagði hann. „Um leið færist jafnvægislínan upp frá 1100 metrum upp í nær 1500 metra. Það er aðeins þar fyrir ofan, sem bætist við jökulinn. Fyrir neðan línuna gengur á hann og það er ljóst að jökullinn mun ekki þola framhald á slíku ástandi, þótt hann þrauki tíma- bundna sveiflu." Hann sagði að það væri næsta rannsóknarverkefni að kanna hvað rýrnun jökulsins gerðist hratt. „En það er Ijóst að hann verður orðinn vesæll í lok næstu aldar sé þetta það, sem koma skal,“ sagði hann. „Þá mun mikið vatn hafa runn- ið til sjávar. Heildarvatnsmagn Vatnajökuls er nærri því 5000 rúm- kílómetrar, sem jafngildir 45 metra vatnslagi, sem væri dreift jafnt yfír allt Island eða aldarfjórðungsúrkomu yfír íslandi. Einnig verður að hafa í huga að hverfí jökullinn kemur hann ekki aftur við núverandi loftslag." Helgi sagði að á landnámstíð hefðu jöklar verið minni hér á landi en nú. Þeir hefðu byijað að vaxa upp úr 1400 og vöxturinn hefði aukist um 1600 og staðið fram undir lok síðustu aldar í þeim stærstu. Snemma á þess- ari öld hefðu stóru jöklarnir byijað að hopa. Sú tilhneiging hefði aukist um 1930 en um 1960 hefði væntan- lega farið að bætast á þá aftur. Lítið svæði ofan jafnvægislínu Nú væri hins vegar svo komið að lítið svæði væri ofan jafnvægislínu, sem síðasta ár hefði verið í um 1450 metra hæð yfír sjávarmáli. 1997 hefði aðeins verið að bætast við á 15% af yfirborði Brúaijökuls, en árið 1993 hefði það átt við um 75% af yfirborði hans. Ástandið væri ekki jafn alvar- legt á Dyngjujökli vegna Bárðar- bungu, sem gnæfír hátt og safnar á sig snjó. Þar hefði bæst við á helm- ingi yfirborðs jökulsins 1997, en 80% árið 1993. Að sögn Helga hefur Vatnajökull áhrif á úrkomudreifingu yfir íslandi. Lægðir gengju yfir Vatnajökul og úrkoman helltist úr þeim. „Á Vatnajökul sunnanverðan falla á ári íjórir til fímm metrar af vatni, en á hálendinu fyrir norðan hann er úrkoman aðeins um 400 millimetrar,“ sagði Helgi. „Jökullinn hirðir úrkom- una. Ef jökullinn hyrfi myndi landhæð yfir sjávarmáli lækka. Aðeins 10% af landinu undir Vatnajökli eru yfir 1100 metrum yfir sjávarmáli. Urkoman myndi því ná lengra inn á austanvert hálendið og aukast mikið þar.“ Samband jökuls og loftslags Rannsókn Helga snýst um samband jökulsins og loftslags. Kenningar um aukin gróðurhúsaáhrif segja til um hlýnandi loftslag. „Það þarf ekki að vera að aukin hlýindi dragi úr úrkomu," sagði hann. „Urkoma gæti aukist þannig að upp kæmi sú mótsögn að jökullinn stækk- aði. Á Svalbarða er að fínna dæmi. um slíkt. Upp úr 1920 fóru lægðir að ganga norðar en venjulega og þá hlýnaði þar um fímm gráður á örfáum árum. Um leið jókst úrkoma þannig að bættist við jökla á Svalbarða. Þetta er því ekki eins einfalt og ætla mætti. Hlýnun vegna aukinna gróðurhúsa- áhrifa, einkum að sumri, myndi valda aukinni leysingu, en það eitt segir ekki alla söguna um áhrif á afkomu jökla. Það sem ræður öllu eru afleið- ingar aukinna gróðurhúsaáhrifa á ferli lofthringrásar, brautir lægða og hafstraumar. Frá því í sumar hefur ferli þeirra verið óvenjulegt. Varanleg breyting í þá veru að íslandslægðin myndi hætta að koma hingað mundi hafa mikil áhrif. í ár hefur lofthring- rás verið óvenjuleg. En það er alveg óvíst hvort um er að ræða sveiflu eða varanlega breytingu. Eftir stendur að mælingarnar í Vatnajökli endurspegla miklar sveiflur í veðri á undanfömum fimm árum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.