Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 47
JÖKULL
SIG URÐSSON
+ Jökull Sigurðs-
son fæddist í
Reykjavík 28. jan-
úar 1955. Hann lést
á Akureyri 5.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Sigurður Þor-
valdsson og Guðrún
Jónsdóttir.
Eftirlifandi eig-
inkona Jökuls er
Sigríður Kr. Kristj-
ánsdóttir. Börn
þeirra eru Tinna,
f. í Reykjavík 1978,
Orri, f. í Ósló 1984,
og Sunna f. í Reykjavík 1988.
Útför Jökuls fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Það varð okkur samstarfsmönn-
um Jökuls Sigurðssonar mikið áfall
þegar okkur var símleiðis tilkynnt
lát hans af hörmulegum slysförum
í starfi norður á Akureyri. Eitt ör-
lagafullt andartak og þessi stóri,
sterki maður, fullur af orku, vilja
og væntingum kveður þessa jarðvist
að eilífu. Þetta er því miður eins
víst og það er með öllu óskiljanlegt
okkur sem eftir eru og þekktum
hann og skilur eftir gríðarlegt tóma-
rúm í öllu þessu tilgangsleysi, að
okkar mannanna mati.
Jökull Sigurðsson var Reykvík-
ingur að uppruna, fæddur og uppal-
inn þar. Eftir hefðbundna skóla-
göngu lá leið hans í Vélskóla ís-
lands og lauk hann þar prófi á 4.
stigi með fullum réttindum árið
1977. Á námstímanum stundaði
hann sjóinn af miklum dugnaði og
vann sem vélstjóri á flestum gerðum
skipa, bæði á bátum, togurum og
farmskipum, og öðlaðist þar víð-
tæka og góða reynslu. En hann vildi
menntast meira og, eftir framhalds-
nám í Tækniskóla Islands, fór hann
til náms i véltæknifræði við Odense
Teknikum í Danmörku og lauk þar
prófi í tæknifræði með B.Sc.-gráðu
vorið 1981, með varmaorkufræði
sem aðalnámsgrein, en tók einnig
skipatækni sem aukafag. Að því
námi loknu bauðst honum starf við
aðalskrifstofu skipa-flokkunarfé-
lagsins Det norske Veritas í Ósló,
sem hann þáði og fluttist þá þangað
með fjölskyldu sína, en fyrsta barn-
ið var þá fætt. í Ósló starfaði hann
við ýmis verkefni, en aðallega við
að yfirfara og samþykkja útreikn-
inga og teikningar nýsmíða skipa
hvaðanæva frá í heiminum. Eins og
hans var von og vísa óskaði hann
eftir að flytjast milli deilda til þess
að fá sem mesta reynslu og starfaði
fyrst í vélabúnaðardeild, síðan við
yfirferð á teikningum af stálvirki
skipa, aðallega minni skipa og fiski-
skipa, og síðast við sjálfstýringu og
viðvörunarkerfi vélbúnaðar, sem er
undirstaða svonefndra mannlausra
vélarúma.
Leiðir okkar Jökuls lágu fyrst
saman, þegar hringt var í mig frá
Noregi og var það deildarstjóri Jök-
uls, Finni nokkur, og mikið finnsk-
ur, sem spurði sisona hvort ég hefði
ekki not fyrir duglegan íslending
til að leysa af við skipaeftirlitið á
skrifstofu Det norske Veritas á Is-
landi, sem ég hafði þá nýlega sett
á laggirnar í Reykjavík, en Jökull
hafði þá hug á að prófa þetta líka.
Þetta var stuttu fyrir jólin 1981 og
vildi svo til, að ég var í hálfgerðum
vandræðum, því bæði þáverandi
starfsmaður minn og ég höfðum þá
áhuga á að fara af landi brott í jól-
afrí. Varð það úr, að Jökull kom
og leysti okkur af þennan tíma og
gerði það með sóma. Sumarið 1983
kom hann svo aftur heim í tveggja
mánaða afleysingu hjá okkur vegna
sumarleyfa og til að létta undir í
sumarönnum okkar. Sumarið 1984
hætti þáverandi starfsmaður minn
í starfí og sótti Jökull þá um að
koma heim í þá stöðu, sem var auð-
sótt mál. Byijaði hann hér 1. ágúst
1984 í fullu starfi og fluttist heim
með fjöskyldu sína.
Hafi ég ekki verið
sannfærður áður varð
mér fijótt ljóst, að hér
var kominn maður sem
átti ákaflega auðvelt
með að vinna sjálfstætt
og sem mátti treysta í
hvívetna. Hann var
einnig mjög hollur fyr-
irtækinu og áttum við
tveir, þótt ólíkir værum
í mörgu, ákaflega auð-
velt með að vinna sam-
an. Oft er mikið að
gera og mörg skip und-
ir og útgerðarmenn eða
áhafnir eru ekki þekkt
fyrir þolinmæði þegar mikið liggur
við. Það var því oft ákaflega gott
að geta falið Jökli verkefni þegar
ekki virtist sjást út úr verkum og
svarið var jafnan: Þetta er ekkert
mál, ég klára dæmið. Fleiri orð voru
ekki viðhöfð og þau þurfti ekki, því
að þessu gat maður treyst og þar
með snúið sér að öðru. Slíkt sem
þetta er ómetanlegur verðleiki hjá
samstarfmanni.
Mér kom það ekkert á óvart, að
þegar Jökull var búinn að vinna
héma í nokkur ár gaf hann í skyn
að hann gæti vel hugsað sér til
hreyfíngs innan fyrirtækisins og
sækja reynslu í aðra heimshluta og
annars konar skip. Það varð því úr,
eftir nokkurn undirbúning, að hann
fluttist vorið 1991 með alla fjöl-
skylduna, sem nú orðið taldi þrjú
böm, til Singapore til skipaeftirlits-
starfa hjá DNV þar. Þar var hann
í liðlega þrjú ár, fluttist svo um set
til Persaflóa og starfaði á DNV-
skrifstofunni í Dubai í Sameinuðu
furstadæmunum í tvö ár, eða þar til
í ágúst 1996 er fjölskyldan kom öll
heim og hann tók aftur til starfa á
skrifstofunni hér. Starf í Austur-
löndum jók enn á víðsýni Jökuls og
öðlaðist hann þarna geysilega
reynslu og kunnáttu á þessu sviði,
þar sem skipin, sem vom af öllum
gerðum og stærðum, vom yfirleitt
ekki minni en 10 þús. tonn að stærð
og allt upp í um 300 þús. tonn. Það
þurfti því oft að taka á honum stóra
sínum við klifur og tankaskrið og
aldrei of varlega farið. Þar var einn-
ig við annars konar útgerðarstjóra
og áhafnir af ýmsum þjóðerni að
eiga, oft með venjur og háttemi í
viðskiptum sem við eigum ekki að
venjast hér á Fróni eða Vesturlönd-
um almennt. Er skemmst frá því að
segja að Jökull gat sér mjög gott orð
í starfi og leik í Austurlöndum fjær
og nær og vissi ég að honum hafði
verið boðið að halda áfram í starfí
þar, eða hjá DNV annars staðar í
heiminum, með boðum um stöðu-
hækkanir með meim. En hann kaus
að koma heim og gmnar mig að þar
hafí hagur fjölskyldunnar haft for-
gang eins og stundum vill verða.
Jökull var þægilegur í umgengni
og góður samstarfsmaður með af-
brigðum. Hann vann fljótt og mark-
visst, skildi hismið frá kjarnanum,
var skjótur að taka ákvarðanir og
Iauk málunum. Hann var ekki fyrir
að draga verkefnin til yfírvinnu ef
hann komst hjá því, en vann mögl-
unarlaust á hvaða tíma sólarhrings
sem var, þegar nauðsyn bar til.
Hann var ekki margorður um eigin
persónulega hagi eða tilfínningar
og þeir sem ekki þekktu hann kunna
að hafa talið hann lokaðan og frá-
hrindandi við fyrstu kynni. En því
fór flarri. Það fór ekkert á milli
mála, að hér fór maður sem var vel
í jafnvægi við sjálfan sig, sáttur í
fjölskyldulífi sínu og sem bar hag
hennar fyrir brjósti fyrst og síðast,
hamingjusamlega giftur og góður
félagi barna sinna, sem hann var
stoltur af. Missir konu og barna er
mikill og átakanlegur. Mínar hugs-
anir eru hjá þeim þessa stundina.
Það er kaldhæðni örlaganna, að
Jökull, sem var þekktur meðal sjó-
manna og starfsmanna slippstöðva
fyrir varkárni og nákvæmni í verki
og var öðrum fordæmi í slíku, að
hann skyldi verða fyrir slíku slysi
sem raun bar vitni. Það er eins og
hann hafi ekki mátt sköpum renna,
hversu sorglegt sem það nú er.
Nú birtist Jökull ekki framar á
skrifstofunni með sitt glaðværa við-
mót og jákvætt hugarfar og skrif-
borðsstóllinn horfir tómlegur til okk-
ar. Starfsmenn fyrirtækisins nær
og fjær syrgja Jökul sem mikilhæfan
samstarfsmann og góðan félaga og
sárin verða sein að gróa. Blessuð
sé minning hans.
Agnar Erlingsson.
Sjaldan hefur okkur þótt dauðinn
slá til á jafn óvæginn og ósanngjarn-
an hátt eins og þegar kær vinur
okkar Jökull Sigurðsson lést á
hörmulegan hátt í vinnuslysi. Við
sitjum eftir með allar spurningarnar
sem við fáum aldrei svör við.
Við kynntumst Jölla fyrst að ráði
fyrir 16 árum þegar við vorum sam-
tíða í Noregi þar sem hann var í
sinu fyrsta starfi hjá Veritas. Við
frænkurnar vorum báðar heima með
elstu börnin okkar og vorum iðnar
við að heimsækja hvor aðra. Sam-
verustundimar urðu bæði margar
og ánægjulegar og sóttum við hjón-
in mörg góð ráð í reynslubrunn Jök-
uls og Siggu.
Við gerðum okkur strax grein
fyrir því að Jökull kom ávallt til
dyranna eins og hann var klæddur.
Hann lét skoðun sína í ljós, umbúða-
laust, og þó hreinskilni hans hafí
stundum komið illa við viðmælend-
uma var öllum ljóst að það var ekki
ætlun hans að særa aðra. Hann var
einfaldlega hreinn og beinn, en það
var að okkar mati einn af hans
stærstu kostum. Hann var líka þeim
eiginleikum gæddur að geta séð
möguleika þar sem aðrir sáu ann-
marka. Hann var opinn gagnvart
umhverfí sínu og hafði gaman af að
kynnast menningu annarra þjóða,
en þess átti hann kost í starfi sínu.
Hann dvaldi langdvölum erlendis við
nám og störf ásamt fjölskyldunni og
átti þess kost að sjá meira á alltof
stuttri ævi en flestum öðmm hefði
tekist á langri ævi. Umhyggja Jök-
uls og áhugi á samferðafólkinu var
líka einn af kostum hans. Við velkt-
umst aldrei í vafa um að hann hafði
áhuga á því sem við tókum okkur
fyrir hendur og vom þau hjónin sam-
hent i umhyggju sinni fyrir öðram.
Það var okkur öllum ljóst að
kærleikur Jökuls og umhyggja fyrir
Siggu, Tinnu, Orra og Sunnu sat í
fyrirrúmi hjá honum. Hann var
stoltur af þeim og hafði unun af
því að fylgja þeim eftir í leik og
starfi. Hann var mikill pabbi og gaf
fjölskyldunni sinni besta veganesti
sem nokkur getur gefið, ást sína
og umhyggju.
Við sitjum eftir og yljum okkur
við yndislegar minningar, en fyrir
þær erum við ákaflega þakklát. Við
emm þakklát fyrir að hafa verið
samferða Jölla þessi ár, hann auðg-
aði Iíf okkar allra og við söknum
hans sárt.
Elsku Sigga, Tinna, Orri og
Sunna. Hugur okkar er hjá ykkur
og við biðjum Guð að styrkja ykkur
og varðveita. Foreldmm, systkinum
og öðmm aðstandendum sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Jökuls Sig-
urðssonar.
Bergþóra Valsdóttir.
Það voru hörmuleg tíðindi þegar
okkur barst fréttin um að Jölli hefði
farist við skyldustörf, svo ungur, svo
fullur af lísfþrótti og faðir glæsilegr-
ar fjölskyldu. Hann hafði helgað
starf sitt öryggi og velferð sjófar-
enda, á Islandi og víðar um heim.
Eins örlagaþmngið og hugsast get-
ur var þetta slys, þar sem unnið var
við að auka lífínu forgjöf og tryggja
öryggi sjófarenda. Að leikurinn
skyldi tapast þar í baráttu upp á líf
og dauða.
Það var alltaf þægilegt að vera
í námunda við Jölla og hann sá eða
hugsaði alltaf út möguleika og tæki-
færin. Hann gat gefíð góð ráð og
leiðbeint ef á þurfti að halda. Sigga
og Jölli höfðu einstakt lag á að
gera skemmtilega hluti saman jafn-
framt því sem þau héldu sínu striki
æðrulaus og jákvæð í auðmýkt
gagnvart lífínu. Þeirra daglega
amstur hefur alltaf átt hjá þeim
skemmtilegar hliðar.
Lífið er alltaf stutt, hvort sem
menn skilja við seint eða snemma,
en sárast er að sjá af hamingjuríku
lífí. Jölli og Sigga gengu í að auðga
sitt líf og bamanna af krafti og
festu. Þau hafa kynnst mörgu og
fengið áorkað miklu, meiru en fólk
flest á langri ævi. Jölli skyldi eftir
sig glæsilegan vitnisburð um kær-
leikann sem hann auðsýndi sam-
ferðafólki með lífi sínu, í sínu hjóna-
bandi og með uppeldi barna þeirra,
Tinnu, Orra og Sunnu sem munu
bera merki þeirra í glæsileik áfram.
Ég votta ykkur, góða fjölskylda,
mína dýpstu samúð.
Sorg okkar er mikil á þessari
átakanlegu stundu. Sorgin á tví-
burasysturina gleðina, en þær em
getnar af kærleikanum og bomar
af ástinni. Kærleiksríkt viðmót Jölla,
Siggu og bamanna er það sem við
höfum metið mest að verðleikum frá
samverastundum með fjölskyldunni.
Jölli gaf okkur og sinni fjölskyldu
svo ríkuglega af gleði sinni sem er
svo sárt saknað. Jölli hefði á slíkri
stundu sannfært okkur um að við
gætum grætt eitthvað sárin og not-
að eitthvað af liðnum gleðistundum,
t.d. með því að rifja upp hlátrasköll-
in í huganum með honum.
Þannig minnumst við glaðværð-
arinnar og þín, Jölli: „Því að ekki
gaf Guð anda hugleysis heldur anda
máttar og kærleiks og stillingar,“
eins og þú hefur sýnt okkur fram
á með lífí þínu.
Björn Erlingsson.
Þau sorgartíðindi hafa borist að
okkar góði vinur og bekkjarbróðir
Jökull Sigurðsson sé látinn. Það er
erfitt fyrir okkur félagana að heyra
og skilja slíka sorgarfregn og eram
við allir harmi slegnir.
Hálft annað ár er síðan hann
flutti heim til íslands eftir að hafa
búið ásamt fjölskyldu sinni í fímm
ár erlendis, fyrstu þijú árih í Singa-
pore og síðan í Dubai.
Jökull lærði skipa- og véltækni-
fræði í Danmörku að loknu námi í
Vélskóla íslands og starfaði frá ár-
inu 1981 hjá Det Norske Veritas
við skoðun og eftirlit skipa, mest
hér heima en einnig í Ósló, Singa-
pore og Dubai.
Kynni okkar hófust í Vélskóla
íslands þaðan sem við útskrifuð-
umst árið 1977. Við komum hver
úr sinni áttinni, menn með ólíka
eiginleika og reynslu eins og geng-
ur. En þessi hópur náði þó fljótt
saman og sú samheldni hefur varað
æ síðan. Námslok og mismunandi
lífshlaup okkar félaganna breytti
þar engu um nema síður væri.
Við höfum hist reglulega á hveiju
ári í öll þessi ár og alltaf valið til
þess einn dag milli jóla og nýárs.
Þá höfum við rifjað upp gömlu árin
í skólanum, störfin til sjós og lands,
rætt um vélar og skip, hagi hvers
annars o.s.frv. Þetta hafa verið okk-
ur öllum afar dýrmætar og ánægju-
legar stundir sem styrkt hefur sam-
heldnina og samhjálpina enn frekar
eftir því sem árin hafa liðið.
Það er óhætt að segja að Jökull
átti frá upphafi stærstan þátt í því
að halda hópnum saman. A ferðum
sínum um landið vegna starfs síns
var hann sá sem hafði mest og flest
samskipti við okkur hina. Það kom
eins og af sjálfu sér að allir biðu
eftir að Jökull kæmi eða hringdi til
að tilkynna næsta stað og stund sem
við kæmum saman og til að tryggja
að sem flestir gætu komið.
Það kom reyndar strax í ljós á
námsárunum hversu mjög hann bar
velferð okkar hinna fyrir brjósti.
Hann mátti aldrei til þess vita að
einhver okkar ætti í vandræðum eða
stæði uppi með óleyst mál, t.d. varð-
andi starf eða nám. Þá var hann
strax boðinn og búinn að hjálpa.
Hann var alltaf svo ráðagóður,
ákveðinn og næmur á að fínna út
hvað hentaði hæfileikum hvers og
eins. Þegar horft er til baka má t.d.
sjá að margir okkar hafa hafið nám
eða störf að tilhlutan Jökuls sem
með einstakri hjálpsemi og útsjónar-
semi hafði komið því í kring á sinn
hljóðláta hátt.
Hann var alltaf hress og gaman-
samur og bjó yfír einstökum frá-
sagnarhæfileika sem varð til þess
að allir vildu vera nálægt honum
og hlusta á það sem hann lagði til
málanna. Hann var röskur í hveiju <,
sem hann tók sér fyrir hendur og
duglegur svo af bar og lagði metnað
sinn í að ná í sem víðtækasta
reynslu. Þessir hæfileikar komu
fljótlega í ljós á skólaáranum. Þá
notaði hann oft jólafrí og önnur frí
að vetri til að „skreppa túr á sjó“
auk þess sem hann var vélstjóri á
ýmsum skipum á sumrum.
Að leiðarlokum viljum við þakka
fyrir samverastundimar. Við munum
minnast hans með hlýhug og sem
trausts vinar sem veitti okkur ávallt
gleði og styrk þegar þörfín var mest.
Börnum Jökuls, eiginkonu og öðr-
um þeim, sem eiga um sárt að binda,
vottum við okkar innilegustu sam-
úð. Megi góður Guð styrkja þau í
þessari miklu sorg.
Bekkjarbræður úr
Vélskóla tslands.
Vinahópurinn er sem lamaður.
Óvænt og hörmuleg tíðindi um frá-
fall vinar okkar Jökuls Sigurðssonar
bárast okkur svo óvænt að varð
vart trúað. Ekki hafði sá möguleiki
hvarflað að okkur að atburður sem
þessi gæti verið svo nálægur í því
öragga og notalega umhverfi sem
við eigum að venjast.
Það stóð jú ekki annað til en að
taka rúbertu á mánudögum með
Jölla eins og áður. Veiðitúrinn næsta
sumar var bókaður, og nú skyldi sá
væni handsamaður sem Jölli missti
í fyrra.
Hin árlega útilega var að sjálf-
sögðu á dagskrá og ljúfar eru minn-
ingamar frá síðasta sumri. Eins og
stundum áður lamdi regnið tjöldin.
En Jölli og Sigga höfðu séð við því
og stækkað húsakostinn með stóra
bedúínatjaldinu frá Dubai. Nú fór
vel um alla. Áramótin voru tilhlökk- <
un, prúðbúnir gestir, kræsingar og
hlátur. Traustur og ljúfur drengur
er genginn.
Elsku Sigga, Tinna, Orri og
Sunna. Hugur okkar allra er hjá
ykkur. Megi guð og góð öfl vera
með ykkur um ókomna framtíð.
Björn, Fjalar, Guðni,
Ragnar, Siguijón
Ogmundur og eiginkonur.
Okkur var mjög bragðið er við
fréttum að æskufélagi okkar, Jökul
Sigurðsson, hefði látist í hörmulegu
slysi. Við kynntumst Jökli er hann
kom í bekk okkar í bamaskóla. Hann
var þá þegar sérlega tápmikill og \
öflugur í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur hvort sem það var knatt-
spyma eða rökræður. Hann varð
snemma tæknilega sinnaður og
braust það í fyrstu út í endurbótum
á reiðhjólinu. Álls kyns tæknileg leik-
föng svo sem bandstýrðar flugvélar
vora honum einnig hugleikin. Síðar
tóku vélhjólin við. Um tíma stýrði
hann nánast bandstýrðu vélhjóli.
Hann hóf snemma útgerð eldri bif-
reiða og gerði við bilanir og sá við
skorti á varahlutum á hugvitssam-
legan hátt. Á unglingsáram fóram
við í íjölmörg ferðalög og útilegur.
Jökull leysti útbúnaðarvandann á
skilvirkan og einfaldan hátt, bakpoki
og svefnpoki úr Sölunefnd vamarl- ^
iðseigna. Ekki gerði hann sér heldur
neinar grillur yfir nestinu, kíló af
kexi per úthaldsdag leysti þann
vanda. í skíðaskálanum var oft kalt
og þurfti þá að ná hámarksafköstum
úr kyndingum og kamínum. Okkar
maður var þar jafnan fremstur í
flokki. Á okkar uppvaxtarskeiði
fengu ungir menn gjaman útrás í
tónlist. Hjá Jökli þýddi þetta tromm-
ur. Jökull fór í vélskólann og stund-
aði sjómennsku og fór síðan í tækni-
skólann. Þar var hann á réttri hillu
og efuðumst við ekki um að atorka
hans nyti sín vel á því sviði. Eftir •<
tvítugt skildu leiðir okkar og höfðum
við óreglulega samband eftir það.
Við þau tækifæri gustaði frísklega
af honum því hann hafði ætíð frá
mörgu að segja og hafði uppi stór-
huga áætlanir. Við syrgjum fallinn
félaga og sendum fjölskyldu hans
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Helgi og Hrólfur.