Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 51

Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 51 AÐSEMPAR GREiiMAR Sjálfstæðir eða strengjabrúður LAUGARDAGINN 25. okt. sl. skrifar Guð- mundur Hallvarðsson alþingismaður, grein í Mbl. sem átti að vera Sj álfstæðisflokknum til framdráttar í próf- kjöri flokksins til borg- arstjórnarkosninga á vori komandi. En heiti greinarinnar var „Kjörorðið stétt með stétt ráði ferð“. Fyrir nokkrum árum Iágu leiðir okkar Guðmund- ar saman í gegnum starf mitt og kynntist ég honum nokkuð og að góðu einu og ég er viss um að hann vill engum nema gott eitt. Hann sýnir fulla viðleitni í þeim efnum með tillögu til þings- ályktunar, sem hann flytur ásamt öðrum um að setja á stofn embætti umboðsmanns aldraðra. Pólitíska Hvaða glóra er í því, spyr Guðmundur J6- hannsson, að verka- maður styðji Sjálf- stæðisflokkinn? litrófið tel ég hins vegar ekki frum- legt, Stétt með stétt ætti að vera útbrunnið slagorð í munni sjálf- stæðismanna, sem hafa leynt og ljóst unnið að því að gera stétta- skiptingu sem ljósasta sem felst í iaunamismun. Hvaða glóra er í því t.d. að verkamaður styðji Sjálfstæð- isflokkinn? Hvað hefur hann gert til að veija kjör verkamannsins, annað en gefa fögur loforð fyrir kosningar? Það má svo nefna það í leiðinni að aldraðir og öryrkjar hafa ekki gleymst hjá stjórnarfl. þegar þurft hefur að skerða kjör þeirra. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að alþingis- menn hafi sjálfstæða skoðun á málum og greiði atkvæði í þeim samkvæmt sannfær- ingu sinni. En ansi hef ég sterkan grun um, Guðmundur að þegar um er að Jóhannsson ræða mál sem stjórnar- forustan vill koma fram, þá séu hendur stjórnarliða eins og strengjabrúður sem kippt er í. Nú er mér kunnugt um að frumvarp til laga liggur fyrir þingr inu frá stjórnarandstæðingum um að launagreiðslur frá Trygginga- stofnun ríkisins fylgi almennri launaþróun í landinu, en ekki geð- þóttaákvörðun stjórnvalda. Það verður fróðlegt að fylgjast með af- greiðslu þessa frumvarps og sjá hve sjálfstæðið og réttlætiskenndin er rik í liði stjórnarliða. Ég vona að alþingismenn verði þeir sjálfír en ekki strengjabrúður. Ps. Meðan þessi grein hefur beð- ið birtingar, hefur höfuðinnihald hennar, sem er að launagreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins verði launatengdar við almenna launa- þróun í landinu, verið samþykkt af stjórnvöldum, og er það vel. Það má því segja að greinin sem slík hafi misst markmið sitt. Höfundur er eftirlaunaþegi. V >-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.