Morgunblaðið - 16.12.1997, Síða 62

Morgunblaðið - 16.12.1997, Síða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mun færri grunaðir um ölvun FYRSTU 14 daga þessa mánað- ar hefur 31 ökumaður verið stöðvaður og kærður vegna gruns um ölvun við akstur. Á sama tíma árið 1996 voru þessir ökumenn 47 eða umtalsvert fleiri. Það er von lögreglu að sú umfjöllun og þær ábendingar sem lögreglan og aðrir hafa haft uppi til að koma í veg fyrir slík- an akstur hafi borið árangur. Ekki er það samt svo að lögregl- menn þurfi ekki að sinna þessum málum. Á föstudagsmorgun urðu lögreglumenn á eftirliti í Árbæ varir við ungling á vél- hjóli sem ók án þess að hafa öryggishjálm. Hann var auk þess með farþega sem er óheimilt auk þess sem hann var einnig hjálm- laus. Lögreglumönnum tókst að stöðva aksturinn og reyndist hér vera 15 ára bam á ferðinni og við frekari rannsókn kom í ljós að það var undir áhrifum áfeng- is. Lögreglan lítur þetta brot mjög alvarlegum augum og ekki þarf að hafa mörg orð um þá hættu sem pilturinn skapaði sér og öðrum. Umferðarslys Kona varð fyrir ökutæki um miðjan dag á föstudag á Skóg- arseli við Breiðholtsbraut. Atvik- ið var ekki tilkynnt lögreglu fyrr en síðar um daginn, en konan sem slasaðist fór sjálf og leitaði sér aðhlynningar. Ökutæki var ekið á ijósastaur í Síðumúla að morgni laugardags. Ökutækið varð að flytja af vettvangi óöku- fært en ökumaður ætlaði sjálfur á slysadeild vegna verkjar í höfði. Líkamsmeiðingar Tveir menn réðust á mann á Laugvegi laust eftir miðnætti á laugardag. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild af lögreglu en árásarmenn handteknir og fluttir á lögreglustöð. Slagsmál milli tveggja vina laust eftir klukkan þrjú aðfaranótt laugar- dags enduðu með því að annar kastaðist á framrúðu bifreiðar og braut hana. Maðurinn hlaut áverka á höfði og var fluttur á slysadeild af lögreglu. Á föstudag varð að flytja karl- mann á slysadeild eftir að hann hafði rotast í handalögmálum í miðborginni. Árásarmaður var handtekinn og fluttur á lögreglu- stöð. Laust eftir miðnætti á laug- ardag var ráðist að leigubílstjóra og honum veittir áverkar á höfði. Árásarmaður var handtekinn og færður í fangamóttöku. Að morgni sunnudags var ráð- ist á karlmann á Lækjargötu við Bókhlöðustíg. Maðurinn hlaut áverka í andliti og fleira og var fluttur á slysadeild. Árásarmað- ur er ófundinn. Skemmdir á flugvél Á föstudaginn var lögreglu tilkynnt um að skemmdir hefðu orðið á flugvél á Reykjavíkur- flugvelli. Skemmdirnar urðu er stöng á sökkli féll á væng vélar- innar. Innbrot Á föstudaginn var kært til lög- reglu innbrot í húsgagnaverslun í miðborginni. Þar hafði verið stolið borðbúnaði fyrir andvirði hálfrar miljónar. Þjófamir eru ófundnir. Karlmaður var hand- tekinn á veitingastað laust fyrir klukkan hálf átta að morgni laug- ardags. Maðurinn hafði brotist inn í veitingahúsið og unnið nokkrar skemmdir. Síðan hafði hann sest að veigum hússins og drukkið þær ótæpilega. Pilturinn, sem er 19 ára, var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þrennt var handtekið eftir inn- brot í Breiðholti að morgni sunnu- dags. í kjölfarið var gerð húsleit sem skilaði nokkru magni af þýfi. Annað Um miðjan dag á laugardag stóð yfir leit lögreglu að 3 ára dreng sem saknað var í Grafar- vogi. Auk fjölmenns lögregluliðs úr Reykjavík og Kópavogi tóku björgunarsveitir þátt í leitinni. Rúmri klukkustund eftir að til- kynning barst lögreglu fannst pilturinn heill á húfí en hann hafði falið sig. HJÓNIN Róbert Amfínnsson og Stella voru á fyrsta hand- verksmarkaði eldri borgara í Kópavogi sem haldinn var í nóvember sl. og þótti takast vel. Handverksdag- ur í Gjábakka ELDRI borgarar í Kópavogi selja í dag, þriðjudaginn 16. september, handverk sitt í Gjábakka, Fannborg 8, og hefst salan kl. 13. Á handverksmarkaðnum, sem er opinn til kl. 18.30, eru margir eiguleg- ir munir til jólagjafa. Allir eru þeir unnir af eldri borgurum sjálfum og verðið ætti ekki að spilla fyrir við- skiptum. -----» ♦ ♦----- LEIÐRÉTT Fulltrúi Cuxhaven í FRÉTT fyrir helgi var sagt frá því að þýski sendiherrann myndi tendra ljósin á jólatré á Flensborgarhöfn í Hafharfírði á laugardag. Þetta reynd- ist rangt því Jurgen Donner, fulltrúi Cuxhaven, kveikti á jólaljósunum. Kostnaður við félags- og þjónustumiðstöðvar aldraðra GYÐA Jóhannsdóttir skrifaði grein í Morgunblaðið sl. föstudag um þrýstihóp aldraðra. í greininni segir að félags- og þjónustumiðstöðvar sem Reykjavíkurborg hefur byggt víðsvegar um borgina muni nú vera 15 talsins og með búnaði sem til heyrir hafa þær ekki kostað skatt- greiðendur undir 15 milljörðum króna. Hið rétta er að þar átti að standa 1500 milljónir. Nákvæmni. Tækni er ekki eingöngu vísindi, heldur líka list. AUt frá því fyrsta Samurai sverðið var smíðað, hefur Japan verið þekkt fyrir að skapa heimsins vönduðustu tækni. Hjá EPSON trúum við á það að lifa í samræmi við þann orðstír, með því að gefa þér fremstu tækni og hafa þannig áhrif á líf þitt og starf. Skuldbinding okkar við stöðugar nýjungar hefur skipað EPSON afurðum sess í fytkingarbroddi tækninnar. PhotoReal™ blekdæluprentarar með einstakri EPSON Piezo kristaltækni eru að gerbylta heimi borðlitaprentara. Háþróuð tölvumyndspeglunartækni leysir sköpunargleði þína úr læðingi. Feikn skýr, hásamþjöppuð, margmiðla sýningarvél gæðir allar hugmyndir þínar lífi. EPSON, því tækni er líka list. http://www.epson.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.