Morgunblaðið - 16.12.1997, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 69
I DAG
BRIPS
Bmsjón Guðmundur Páll
Arnarson
ÞEGAR Edgar Kaplan,
ritstjóri The Bridge Word,
lést í haust, birtust eftir
hann spil í bridsdálkum
út um allan heim. Eitt sem
oft sást (og hefur reyndar
áður verið í þessum dálki)
er perlan hér að neðan,
sem líklega er hans besta
spil:
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
♦ KG762
V 1043
♦ 5
♦ Á973
Vestur Austur
♦ 94 4 3
V ÁG2 IIIIH ¥ K9865
♦ Á1096 111111 ♦ 8432
♦ KG105 ♦ D82
ÁRA afmæli. í dag,
þriðjudaginn 16. des-
ember, er sjötug Sigrún
Þorleifsdóttir kaupmaður
Merkurgötu 11, Hafnar-
fírði. Sigrún tekur á móti
gestum á morgun, miðviku-
daginn 17. desember, kl. 19
í húsi frímúrara við Lækjar-
götu í Hafnarfirði.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesend-
um sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
Sent í bréfsíma
569-1329, sent á net-
fangið ritstj@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Ámað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,103
Reykjavík.
ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 1.434
til styrktar Rauða krossi íslands. Þeir heita Anna Margrét
Arthúrsdóttir og Guðbjörg Lára Rúnarsdóttir.
HÖGNIHREKKVÍSI
Suður
♦ ÁD1085
V D7
♦ KDG7
♦ 64
Kaplan var í suður,
sagnhafi í fjórum spöðum
eftir þessar sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
- -- 1 spaði
Dobl 4 spaðar Allir pass
Vestur kom út með
spaðafjarka og Kaplan
virti fyrir sér blindan. Út-
litið var ekki gott: tveir
tapslagir á hjarta og einn
á tígul til að byija með,
og síðan líklega annar á
lauf. Eini ekta vinnings-
möguleikinn er að spila
austur upp á tígulásinn -
spila litlu úr borði að
mannspilunum. Eigi aust-
ur ásinn, verður hann ann-
að hvort að fórna slagnum
eða fría KDG, sem þá má
nýta til að henda niður
þremur laufum í borði.
En þetta er tálvon, því
tígulásinn hlýtur að vera í
vestur. Hann opnunar-
doblaði, en kom þó ekki
út með háhjarta eða há-
lauf, sem bendir til að
austur eigi mannspil í þeim
litum. Austur getur því
ekki átt tígulásinn til við-
bótar.
Kaplan sá annan mögu-
leika: Hann tók fyrsta slag-
inn í borði, spilaði strax
tígli og lét sjöuna heima!!
Vestur fékk á níuna og sá
ekki ástæðu til stórátaka
og trompaði aftur út. Sem
var nákvæmlega það sem
Kaplan ætlaðist til, því nú
gat hann trompsvínað fyrir
tígulásinn og síðan hent
niður tveimur hjörtum í
hátígla. Ef Kaplan hefði
látið hátígul strax, hefði
vestur séð sig tilneyddan
til að spila hjarta í þeirri
von að makker ætti kóng-
inn.
Með morgun-
kaffinu
SKÁK
llmsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á heims-
meistaramótinu í Groning-
en. Indveijinn Vyswanat-
han Anand (2.765) hafði
hvítt og átti leik, en Pre-
drag Nikolic (2.630) frá
Bosníu var með svart.
27. Hxd7! - Kxd7 28. Hb4
(Nú er svarta drottningin
fönguð. 28. - Df5 er svarað
með 29. g4 og hún á sér
ekki undankomu auðið) 28.
- Dxb4 29. Bxb4 - Hhc8
30. Bd6 - Hc4 31.
Rd2 - Hd4 32. c3 -
Hd3 33. c4 - Hxd2
34. Dxd2 - bxc4 35.
Dxh6 og Nikolic gafst
upp. Anand vann líka
fyrri skák þeirra og
komst því örugglega
upp í þriðju umferð.
Þar byijaði hann á að
gera jafntefli með
svörtu við Khalifman
frá Rússlandi.
Heigi Áss Grétars-
son sló Spánveijann
Illescas mjög óvænt
út í fyrstu umferð, en varð
svo að lúta í lægra haldi
fyrir Artúr Júsupov, sem
nú teflir fyrir Þýskaland.
Fyrstu tveimur skákum
þeirra Jóhanns Hjartarson-
ar og Aleksandrovs frá
Hvíta-Rússlandi lauk með
jafntefli. Sömu úrslit urðu
í fyrri atskák þeirra, en í
þeirri seinni tefidi Jóhann
of stíft til vinnings í enda-
tafli og tapaði afar slysa-
lega.
Alþjóðlega Guðmundar
Arasonar mótið. 4. um-
ferðin hefst i kvöld kl. 17 í
íþróttahúsinu við Strand-
götu í Hafnarfirði.
HVÍTUR leikur og vinnur.
STJÖRNUSPÁ
cftir Frances Drake *áv\+
BOGMAÐUR Afmælisbam dagsins: Þú ert ævintýramaður og ferð ótroðnar slóðir. Þú tekur óhræddur stórar ákvarðanir.
Hrútur (21. mars- 19. aprfl) Láttu það ekki draga úr þér kjark, þótt vinir þínir séu ekki sammála þér. Þú færð góðar fréttir af fjármálum.
Naut (20. apríl - 20. maí) Láttu allt hafa sinn gang og sýndu örlitla þolinmæði. Gerðu eitthvað skemmtilegt í kvöld til að lyfta þér upp.
Tvíburar (21.maí-20.júní) Reyndu að hafa taumhald á skapi þínu þótt þú hafir fulla ástæðu til að blása úr þér. Þú færð fréttir úr fjar- lægð.
Krabbi (21. júní - 22. júlí) *iB Nú er kominn tími til að njóta samvista við fjölskyld- una. Gættu þess þó að vera ekki of örlátur á peningana.
Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Það er allt upp á við hjá þér svo þú skalt láta Ijós þitt skína. Þú gætir fengið nýtt verkefni að glíma við.
Meyja (23. ágúst - 22. september) <Í.^' Ef þú hefur fjárhagsá- hyggjur skaitu ræða málin við félaga þinn. Það léttir á að ræða málin. Kvöldið verður gott.
V°g ^ (23. sept. - 22. október) Betra er um að tala en í að komast. Umberðu þann sem gefur þér ráð, án þess að hafa verið beðinn um það.
Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Það gæti reynt á vináttuna núna. Notaðu kvöldið til að hitta gamla vini. sem þú hefur lengi ætlað að sjá.
Bogmaður (22. nóv. -21. desember) fSO Einhver útgjöld gætu orðið varðandi bömin. Rómantík- in blómstrar og kvöldið upp- lagt til að sýna sig og sjá aðra.
Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það gæti reynst þér erfítt að sannfæra ættingja þinn um að þú hafir rétt fyrir þér. Ekki hafa allir sömu skoðanir.
Vatnsberi (20.janúar-18. febrúar) Þér gengur erfiðlega að koma þér að verki, en þegar það hefur tekist muntu heldur betur láta hendur standa fram úr ermum.
Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Það er kominn tími til að setja fjölskylduna og heim- ilið í forgang. Bjóddu til þín- um góðum vinum í kvöld.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vfsindalegra staðreynda.
CASIO G-SHOCK TILBOÐSVERÐ
Garðar Ólafsson úrsmiður,
Lækjartorgi, slmi 551 0081
‘Jaííegar jóíagjajir - jóíasfaeytingar
Interjíora
Blómastofa Friðfinns
Suðurlandsbraut 10, simi 553 1099, fax 568 4499.
I Fallegar jólagjafír
Mikið úrval af fallegum kvenpeysum
úr ull og bómull.
Rauðarárstíg 1, sími 561 5077
PÓST\^H/?SL L/A///V
E
1 /l\.l í Pósthólf 10210. 130 Reykjavík
l# ÆgM B \B M B Kennitala 620388 - 1069
W M ■ I VI VI Sfmi 567 3718 - Fax 567 3732
'IIOiTii 'PAiíJÉ
Satín- og bómullarnáttföt
Stærðir S-XXL
Verð frá 2.990.
Pöntunarsími 567 3718
j.iiiiaí'imiii.iii'inimai
BfiDMINTON
Spaðar, boltar, fatnaður
Toppmerki
á hagstæðu verði
Viðgerðarþjónusta
á spöðum
Hellas
Suöurlandsbraut 22. bakhús
Símar 5688988 - 5515328