Morgunblaðið - 16.12.1997, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 16.12.1997, Qupperneq 72
—72 PRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 HÁTÍÐARTILBOÐ Charmeuse 100% silki Láttu drauminn rætast og láttu fara vel um þig í Charmeuse silkirúmfatnaðinum yflr hátíðarnar Nú gefst þér einstakt tækifæri til að eignast 100% silki-rdmfatnað á frábæru verði. Silkið er einstakiega þykkt og f fjórum fallegum litum. Bjóðum einnig upp á silki ungbarnasængurverasett. Aðcins það bcsta fyrir barnið! Frábært verð, aðeins kr. 8.900 — Ungbarnasængursett kr. 3.500 Hringdu og pantaðu strax! Takmarkað niagn. K. Kristinsson ehf., póstverslun, sími 5671654. beurer beure i 1 i r j Nytsamar jólagjafir fg)Beurer) rafmagnshitapúðar Yfir 40 ára reynsla hér á landi Fæst í apótekum, kaupfélögum og raftækjaverslunum um allt land 75 ára reynsla ©Beurer) á framleiðslu sími 55 20 300 ‘Miiiidu r HEILSUJ0LAGJ0FINA ♦♦ APÓTEKINU Medisana " ngsmælir á úlnliö Handa þeim sem eru þér hjarta næst. Mælir púls, ýtarlegar íslenskar leiðbeiningar nandi smásöluverð Dreifing: i&d... ehf. MORGUNBLAÐIÐ TQ]\LIST Geisladiskiir LÍNUDANS OG SVEITASÖNGVAR Línudans og sveitasöngvar, breið- skifa hljómsveitarinnar Farmalls. Hljómsveitina skipa Þröstur Har- aldsson gítarleikari, Haratdur J. Baldursson söngvari, Sigurður Ómar Hreinsson trommuleikari og Jóhann Ólafur Ólafsson dansstjóri. Aðstoðarmenn á plötunni eru ýms- ir, þar á meðal Daniel K. Cassidy fiðluleikari, Þorsteinn Magnússon og Guðmundur Pétursson gítar- leikarar og Ingimundur Óskarsson og Jón Ólafsson bassaleikarar. Óm- ar Ragnarsson, Sigrún Eva Ár- mannsdóttir og Þorvaldur Hall- dórsson syngja auk fleiri. Lögin eru velflest erlend við íslenska texta eftir Ómar Ragnarsson, Þor- stein Eggertsson, Jón Sigurðsson og Harald J. Baldursson, en Har- aldur á að auki tvö lög og Ómar eitt. Hljómsveitin og Rymur gefa út, Japis dreifir. 34,19 mín. BANDARÍSK sveitatónlist er samsuða úr áhrifum úr ótal átt- um. Fyrsti sveitasöngvarinn vestan hafs sem eitthvað kvað að, Jimmy Rodgers, brá eins fyrir sig blús og þjóðlagasöng og treg- inn hefur verið snar þáttur í tón- listinni, samþættur kalvíniskri trú á hið góða og hreina. Textar við bandaríska sveitatónlist eru hylling ástarinnar sem er ævin- lega innan seilingar og snúast sjaldnast um sveitina sem slíka, glímu við nautgripi og rekstur milli beitarhólfa. Það vekur ein- hverjum kannski furðu en sveita- tónlist er vinsælasta tónlistar- form vestan hafs og söluhæsti tónlistarmaður sögunnar er ekki bleiknefjinn Michael Jackson, heldur Garth Brooks, sem átti fyrir fáum árum þrjár breiðskíf- ur samtímis á topp tíu á banda- riska breiðskífulistanum; þar á meðal skífurnar í fyrsta og öðru sæti. Undanfara mánuði hefur línu- dansæði gengið yfir land og þjóð; annar hver maður er að læra línudans eða semja og flyta tón- list sem hentar fyrir slíka iðju. Snörurnar gerðu það gott á síð- asta ári með línudansplötu, þó þær stefni þaðan á þessu ári, og snemmsumars kom út sú skífa sem hér er gerð að umtalsefni, Línudans og sveitasöngvar, með hljómsveit sem heitir því ein- kennilega nafni Farmalls. Braut- ryðjandi í flutningi á sveitatónlist yfir í íslenskt umhverfi vai- Björgvin Halldórsson sem lagði með hljómsveit sinni Brimkló, grunninn að íslenskri sveitatón- list sem lagt hefur fyrir róða kalvínismann og ástin hefur vikið fyrir eðlunarfýsn. Þannig er því háttað á þessari skífu Farmalls og kemst næst botnum i flutningi Omars Ragnarssonar á texta sín- um við Sveitaball. „íslenskri“ sveitatónlist miðar því lítt áleiðis með þessari skífu Farmalls og reyndar virðist hún lítt lífvænleg ef marka má þetta framlag Farmalls. Tónlistin á þessari plötu Farmalls stendur yfirleitt nær hreinræktuðu poppi eða rokki en sveitatónlist, til að mynda er lag sem Sigrún Eva Ármannsdóttir syngur dæmigert rokklag í út- setningu Farmalls-flokksins. Textar plötunnar eru og yfirleitt frekar þunnir og óttalegt hnoð á köflum („hjartað ,,tikkar“„). Ekki eru nema þrjú frumsamin lög á skífunni eins og getið er, en það fyrsta þeirra, Yfir heiðina, hefur notið nokkurrar hylli, enda vel flutt af Þorvaldi Halldórs- syni. Það stingur þó í stúf á plöt- unni, er frekar í anda gamallar sveitatónlistar en þeirrar tónlist- arstefnu sem risið hefur hæst vestan hafs undanfarin ár. Önn- ur lög eru erlend við íslenska texta. Flutningur, þ.e. hljóðfæra- sláttur, er víða með ágætum, því þeir Farmalls kunna ekki síður að velja sér aðstoðarmenn en lög. Mikið ber á Daniel Cassidy á skífunni, sem stendur sig að vanda vel, og inn á milli eru frá- bærir gítarsprettir, til að mynda í upphafslagi plötunnar og í öðru lagi hennar. Arni Matthíasson Kline í Astin víkur fyrir eðlunarfýsn FÓLK nógu að snúast ► KEVIN Kline verður fimmtug- ur á þessu ári og á þeim tíma- mótum hefur hann í nógu að snúast. Hann leikur í tveimur kvikmyndum og í leikritinu Ivanov eftir Chekov á Broad- way. Kvikmyndirnar eru ann- ars vegar In & Out undir leik- stjórn Franks Oz og hins veg- ar The Ice Storm sem leik- stýrt er af Ang Lee. Sú fyrrnefnda verður bráðlega tekin til sýninga hérlendis. Þar fer hann með aðalhlutverk á móti Tom Selleck og kyssast þeir í myndinni. Vakti kossinn spurningar í fjölmiðlum ytra um samkynhneigð Sellecks og hefur hann þurft að margsverja það af sér. Kline giftist leikkonunni Phoebe Cates fyrir átta árum og eiga þau saman tvö börn. Það eru Owen, sem er fimm ára, og Greta, sem er 3 ára. Þessi afbragðs góði leikari hefur átt erfitt með að velja á milli fjölskyldunnar og vinnunn- ar og það er ef til vill þess vegna sem hann hefur ekki verið meira áberandi undanfarin ár en raun ber vitni. Cates er um þessar mundir í leyfi frá störfum til þess að sinna fjölskyldunni og stendur fast á því að aðskilja vinnuna og einka- lífið. Einhveiju sinni voru þau saman úti að borða á veitinga- stað á Manhattan og hún tók eft- ir því að annar viðskiptavinur beindi einhveiju að þeim. „Þetta fífl er með myndbandsupptöku- vél og er að kvikmynda okkur,“ sagði hún við Kline og gnísti tönnum. Hann svaraði: „Er hárið á mér í Iagi?“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.