Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
6 SUNNUDAGUR 11. JANTJAR 1998
ERLEIMT
AMEÐALDEGI eru 30
Suður-Afríkubúar
skotnir til bana. Þannig
má gera ráð fyrir að um
11.000 morð hafi verið framin með
skotvopnum á árinu sem var að
líða. Þær raddir gerast nú hávær-
ari í landinu sem krefjast þess að
brugðist verði við þessari lygilegu
tíðni morða, sem er fimm- til sex-
föld á við þá sem ríkir í Bandaríkj-
unum. Líkt og áður þar vestra er
nú ákaft deilt um hvort takmarka
beri byssueign í Suður-Afríku og
margvísleg rök sett fram. Grund-
vallarspumingin er að sönnu hin
samadeiðir byssueign til morða og
annarra glæpa eða eru byssur
tæki sem mönnum eru nauðsynleg
til að þeir geti varið sig í ofbeldis-
fullu samfélagi?
Líkt og Bandaríkjamenn hafa
Suður-Afríkubúar löngum haft
djúpstæða ást á byssum og vopna-
burður þykir víða sjálfsagður.
Þetta á einkum við um afkomend-
ur hvítu landnemanna, sem brutu
undir sig landsvæði á 19. öld í
krafti vopnavalds og treystu eins
og hinir bandarísku á byssur til
að tryggja öryggi sitt þar sem
þeir bjuggu á jaðri „siðmenningar-
innar“. Hvítir menn í Suður-Afríku
hafa verið aldir upp við að vopna-
eign sé sjálfsögð; á seinni árum
hafa margir talið byssuna nauð-
synlegt öryggistæki í fjandsam-
legu og oft stórhættulegu um-
hverfi fátæktar, aðskilnaðar og
kynþáttahaturs.
Blökkumönnum var lengi vel
bannað að eiga skotvopn. Vitan-
lega gat bannið af sér vopnasmygl
og ólöglega sölu en hún var þó
almennt innan marka sem hinir
hvítu herrar réðu við. Þetta snögg-
breyttist hins vegar um miðjan
níunda áratuginn er Sovétmenn
og ríkisstjórnir þeim hliðhollar
tóku að dæla hríðskotarifflum og
skammbyssum inn í þennan hluta
álfunnar til að aðstoða skæruliða-
hreyfingar þær sem börðust gegn
yfirráðum hvíta minnihlutans.
Þetta gat af sér stórfellda vígvæð-
ingu á hinum vængnum og pólitísk
morð urðu daglegt brauð.
Aðskilnaðarstefnan hafði í för
með sér að þjóðfélagið allt var
búið undir átök og vopnaskak. Á
grunni hatursins og hræðslunnar
varð það ríkjandi viðhorf í landinu
að sjálfsagt væri að gera út um
deilumál með vopnavaldi. Suður-
Afríkubúar lifa í skugga þessarar
arfleifðar nú þegar kúgunarstjórn
hvíta minnihlutans heyrir sögunni
til og lýðræði hefur verið innleitt
í landi þeirra.
DAGLEGT brauð í Suður-Afríku. Fórnarlamb byssumanns flutt á brott.
Deilt um rætur ofbeldisins í Suður-Afríku
„Regnbogaþjóðin“
grá fyrir jámum
Hrifningaraldan er tekin að hníga og at-
hygli heimsbyggðarinnar beinist nú í aukn-
um mæli að þeim gífurlega fjölda morða og
annarra óhæfuverka sem framin eru í Suður-
vígvætt samféiag Afríku á hverju ári. Asgeir Sverrísson seg-
ir frá áköfum deilum sem nú hafa blossað
Nú er tekin að hníga sú hrifn-
ingaralda sem reis víða um heim
er Nelson Mandela tók við emb-
ætti forseta Suður-Afríku árið
1994 og boðaði fyrirgefningu og
sættir með þeim ólíku kynþáttum
sem í landinu búa. Þess í stað
hefur athygli umheimsins í aukn-
um mæ!i beinst að því hamslausa
ofbeldi er einkennir þetta samfé-
lag, sem ráðamenn nefna gjarnan
„Regnbogaþjóðina" á hátíðar-
stundum. Segja má að litur blóðs-
ins, seem að vísu er sameiginlegur
öllum kynþáttum, hafí verið ráð-
andi í Suður-Afríku á síðustu miss-
erum.
Rannsóknir sýna svo ekki verð-
ur um villst að Suður-
Afríka er eitt vígvædd-
asta þjóðfélag nútímans.
Rétt tæplega tvær millj-
ónir manna eru á skrá
yfír byssueigendur og _____
eiga þeir 4,1 milljón
skotvopna. Við þetta þarf síðan
að bæta fímm til átta milljónum
ólöglegra vopna til að komast að
hinum raunverulega fjölda dráp-
stóla í Suður-Afríku. Með öðrum
orðum er gengið út frá því að níu
til 12 milljónir skotvopna sé að
fínna í landinu hvar búa um 45
milljónir manna. Mikill meirihluti
þessara vopna er í höndum hvítra
upp um réttmæti þess að takmarka byssu-
eign í landinu.
Eitt vígvædd-
asta þjóflfélag
samtímans
suður-afrískra karla. Svartir karl-
menn á aldrinum 15 til 34 ára eru
hins vegar líklegastir til að kveðja
þetta líf í kúlnaregni.
Glæpatíðnin tengd fjölda
vopna
Hópar sem andvígir eru byssu-
eign og vilja að reglur þar að lút-
andi verði stórlega hertar tóku að
láta á sér kræla árið 1994. Um
svipað leyti tóku stjóm-
völd að veita blökku-
mönnum byssuleyfí.
Þetta hefur m.a. getið
af sér fullyrðingar um
að kynþáttahroki búi að
baki þar sem helstu leið-
togar þessara samtaka eru hvítir.
Þessu hafna talsmenn samtakanna
og segja félag byssueigenda er
nefnist „South African Gun Own-
ers Association" ala á slíkum
áróðri.
Samkvæmt tölum sem „Gun
Free South Africa" (GFSÁ) ,
helstu samtök þeirra sem herða
vilja stórlega reglur um vopna-
eign, hafa birt, helst aukin glæpa-
tíðni öldungis í hendur við aukna
sölu á vopnum. Líkt og í Banda-
ríkjunum sé þar um réttnefndan
vítahring að ræða: aukin byssu-
eign leiði til aukins ofbeldis sem
aftur verði þess valdandi að fleiri
festi kaup á skotvopnum til að
geta varið sig.
Að jafnaði er tilkynnt um 2.700
tilfelli á mánuði hvetjum þar sem
löglega skráðum vopnum hefur
verið stolið. í mjög mörgum tilfell-
um ræðir þar um innbrot þar sem
þjófurinn þefar uppi morðvopnið á
heimilinu. Þetta telja andstæðing-
ar byssueignar enn eina sönnun
þess að beint samband sé á milli
fjölda vopna í umferð og fjölda
unninna glæpaverka. Líklegra sé
að eigandi byssu verði fómarlamb
morðingja við innbrot en sá sem
ekki geymi slík drápstól í sínum
húsum.
Aukningarinnar verður einnig
glögglega vart í fjölgun þeirra
glæpa þar sem illvirkjar beita
byssum við morð, rán og nauðgan-
ir. Á fyrstu sex mánuðum ársins
sem var að líða voru skotvopn
notuð við 25.783 rán, 5.127 morð
og rétt rúmlega 10.000 morðtil-
raunir. Til samanburðar má geta
þess að allt árið 1994 voru byssur
notaðar er framin voru 7.083
morð. Svo virðist því sem fórn-
arlömbum byssumanna á ári hafi
fjöigað um allt að fjögur þúsund
á þessu tímabili, sem væri um 60%
aukning.
Myrtir vegna vopnanna
Samtök lögreglumanna hafa
mjög látið til sín taka í þeirri
umræðu sem fram fer í Suður-Afr-
íku um vopnaeign í landinu. Lög-
reglumenn hafa enda fengið að
kenna illilega á þessari þróun. Á
síðasta ári voru 208 lögreglumenn
myrtir í landinu og féllu flestir
þeirra fyrir kúlum byssumanna.
Til samanburðar má geta þess að
árið 1996 féllu 55 starfsbræður
þeirra fyrir morðingjahendi í
Bandaríkjunum. Fjórum sinnum
fleiri lögreglumenn féllu því í Suð-
ur-Afríku þó svo að
Bandaríkjamenn séu sex
sinnum fleiri. Að sögn
talsmanna lögreglunnar
færist í vöxt að ódæðis-
menn myrði laganna .....—
verði við skyldustörf ein-
ungis til þess að komast yfír vopn
þeirra.
Líkt og í Bandaríkjunum telja
samtök byssueigenda í Suður-Afr-
íku að umræða þessi eigi engan
rétt á sér. Byssur fremji ekki ill-
virkin það geri mennirnir sem þeim
beiti. Ríkisstjórninni hafí gjörsam-
lega mistekist að stemma stigu
við ofbeldinu í landinu og því sé
það sjálfsagður og óumdeilanlegur
réttur manna að fá að veija sig
og sína. Þeir sem haldi öðru fram
hafí brenglað raunveruleikaskyn.
Raunar sé mun heppilegra að
slaka á gildandi löggjöf til að
tryggja að fleiri byssur komist á
skrá. Þeir sem ekki geti uppfyllt
gildandi reglur, oft íbúar fátækra-
hverfa, komist einfaldlega yfir
vopn með ólöglegum hætti, sem
aftur torveldi bæði rannsókn saka-
mála og eftirlit.
Undarleg byssulöggjöf
Nú mætti ætla að byssulöggjöf-
in í Suður-Afríku væri úr hófí fram
fijálsleg en svo er ekki. Hún er
að sönnu sérkennileg í ýmsum
efnum (fljótlega er að komast lög-
lega yfír skammbyssu en hagla-
byssu og slíkt vopn mega menn
bera á sér svo lengi sem það sést
ekki) en vandinn virðist miklu
fremur vera sá að gildandi lögum
er ekki framfylgt.
Almennt þurfa menn að bíða í
einn til þijá mánuði eftir byssu-
leyfí eftir að viðkomandi hefur
fýllt út öll þau plögg sem slíkri
umsókn fylgja. Á pappírnum eru
skráningarreglurnar nokkuð
strangar. Þannig eru fingraför
allra íbúa landsins til á skrá og
þau á að tengja beint við umsókn-
ina. Þess er krafíst að viðkomandi
hafí farið á námskeið og að skáp
úr stáli sé að finna á heimili hans
til að geyma vopnið. Þá er kveðið
á um að viðkomandi skuli hafa
hreint sakarvottorð, fast heimilis-
fang og vera í vinnu auk þess sem
leggja þarf fram nöfn meðmæl-
enda.
Svo virðist sem yfírvöld leggi
ekki tilhlýðilega áherslu á að
kanna hvort framlagaðar upplýs-
ingar standist. Að auki er vitað
að spilling þrífst í þessum geira
og líklegt er að þeir sem komast
vilja yfir byssuleyfí geti í mörgum
tilfellum einfaldlega keypt það.
Yfírmenn lögreglunnar segja hins
vegar að mannafla og fjármagn
skorti til að halda uppi nægilega
traustu eftirliti.
GFSA-samtökin hafa m.a. bar-
ist fyrir að fjárveitingar til lög-
reglunnar verði auknar í þessu
skyni. Jafnframt vilja samtökin
að reglur verði hertar til muna
t.a.m. þannig að endurnýja þurfi
byssuleyfi á ári hveiju. Annað
baráttumál er að afnumin verði
furðuleg grein í gildandi lögum
sem kveður á um rétt leyfishafa
til að lána vopn sitt öðrum sem
ekki hefur slíkt leyfi í allt að tvær
vikur í senn. Þessi regla hefur i
för með sér að menn sem komist
hafa í kast við lögin geta borið
vopn allt árið án þess að gerast
sekir um refisvert athæfi. Al-
gengt mun vera að konur þeirra
hafí byssuleyfi en fylli út „láns-
bréf“ á tveggja vikna fresti.
Pólitískur vilji fyrir hendi?
Enginn vafi leikur á að byssum-
arkaðurinn margfaldaðist er lýð-
ræðið var innleitt í Suður-Afríku
og hinir þeldökku íbúar landsins
fengu leyfi til að kaupa skotvopn.
Á hinn bóginn er það svo að mik-
il fiölgun glæpa og grófra ofbeldis-
verka fylgir oftar en ekki miklum
þjóðfélagslegum umskiptum. Þró-
unin hefur t.a.m orðið þessi í Aiíst-
ur-Evrópu og Rússlandi og nú
verður tæpast um það deilt að hið
sama hefur gerst í Suð-
ur-Afríku.
Nú reynir á pólitískan
vilja ráðamanna þjóðar-
innar til að breyta þessu
ástandi sem tekið er að
skaða stórlega ímynd
hinnar nýfijálsu Suður-Afríku á
alþjóðavettvangi. Reynist sá vilji
fyrir hendi, sem raunar er ástæða
til að efast um, munu stjórnvöld
í samvinnu við samtök áhuga-
manna jafnframt þurfa að knýja
fram mjög róttæka viðhorfsbreyt-
ingu í þjóðfélaginu gagnvart byss-
um og vopnaeign. Það starf mun
bæði reynast erfítt og tímafrekt.
Gildandi lög-
gjöf ekki
framfylgt