Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ UMUVERFISVERNDARSINNAR hafa spáð því að fbúaQöldinn aukist hraðar en matvælaframleiðslan í heiminum en framleiðslan á hvert mannsbarn hefur aukist um 20% frá 1961. dómsdagsspámanna. Birtar voru uggvekjandi fréttir af mikilli hnign- un skóga í Þýskalandi, sagt var að helmingur trjánna væri í hættu. Sameinuðu þjóðimar skýrðu frá því árið 1986 að 23% allra trjáa í Evr- ópu hefðu orðið fyrir verulegum eða alvarlegum skaða vegna súrs regns. Hvað gerðist? Þau náðu sér. Líf- þyngd evrópskra skóga jókst í reynd á síðasta áratug. Skaðinn varð næstum að engu. Skógunum hnignaði ekki, þeir þrifust vel. Svipuð gjá milli skynjunar og raunveruleika kom fram í Banda- ríkjunum. Græningjar kepptust um að lýsa því yfir að skógar Norður- Ameríku væru að súrna og deyja. „Engar vísbendingar eru um altæka eða óvenjulega hnignun skóga í Bandaríkjunum eða Kanada vegna súrs regns,“ var niðurstaða skýrslu um tíu ára rannsókn, sem kostaði 700 milljónir dala, andvirði 50 millj- arða króna. Þegar einn skýrsluhöfundanna var spurður hvort lagt hefði verið að honum að vera bjartsýnn sagði hann að það hefði verið þveröfugt. „Jú, það var pólitískur þrýstingur... Súrt regn varð að vera umhverfís- stórslys, mönnum var sama hvað staðreyndimar sýndu.“ Gróðurhúsagrýlan Nú em loftslagsbreytingar í heiminum móðir allra umhverfis- grýlna. í þvi máli hefur dómur ekki enn verið kveðinn upp, þótt Bill Clinton Bandaríkjaforseti telji að flestir hafí komist að sameiginlegri niðurstöðu. En áður en menn flýta sér að fallast á það álit ættu þeir að bera saman tvær tilvitnanir. Sú íyrri er úr Newsweek frá 1975: „Veðurfræðingar deila um or- sök og umfang kólnunarinnar... En þeir eru næstum á einu máli um að þessi þróun muni draga úr landbún- aðarframleiðslunni það sem eftir er af öldinni." Hin tilvitnunin kemur frá A1 Gore, varaforseta Bandaríkjanna, og er frá 1992: „Vísindamenn komust að þeir niðurstöðu - næst- um einróma - að upphitun loft- hjúpsins sé raunvemleg og grípa þurfí til aðgerða strax.“ (Letur- breytingin er okkar.) Hættumar era margar Ákafír svartsýnismenn hafa margt annað til að gera sér grýlu út af nú þegar aldamótin nálgast. Út- rýming fíla, hættan sem stafar af kúariðu, útbreiðsla Ebola-veirannar og efni sem líkjast kynhormónum, allt er þetta í tísku. Þessar hættur era þó af öðram toga en fyrrnefnd- ar grýlur. Þróunin í öllum þessum málum er vissulega ekki til góðs, en hún er ýkt. Sameinuðu þjóðirnar staðhæfðu árið 1984 að eyðimerkur gleyptu 21 milljón hektara lands á hverju ári. Þeirri staðhæfingu hefur gjörsam- lega verið kollvarpað. Eyðimerk- urnar hafa alls ekki stækkað og era Gore hélt því fram árið 1992 að 20% Amazon-skóganna hefðu eyðst og að 80 milljónir hektara eyddust á hverju ári. Menn era nú sammála um að rétta talan sé 9% og eyðing skóganna hafí numið 21 milijón hektara þegar hún náði hámarki á síðasta áratug, en hún hafí nú minnkað í 10 milljónir hektara. Aðeins ein grýla umhverfísvernd- arsinna síðustu 30 árin hefur stað- fest svartsýnustu spárnar á þeim tíma: áhrif skordýraeyðisins DDT á ránfugla, otra og fleiri rándýr. Allar aðrar viðvaranir umhverfísvemdar- sinna hafa annaðhvort reynst rang- ar eða stórlega ýktar. Ætla menn að trúa þeirri næstu? Fyrirsjáanleg umíjöllun Grýlusögumar era orðnar svo fyrirsjáanlegar að við getum lýst þræðinum í megindráttum. Fyrsta árið er ár vísindamannsins, sem uppgötvar einhverja hugsanlega hættu. Annað árið er ár blaða- mannsins, sem einfaldar og ýkir hlutina. Það er ekki fyrr en þriðja árið sem umhverfisvemdarsinnar slást í hópinn (græningjar hafa því sem næst aldrei átt upptökin að grænu grýlunum). Þeir kljúfa menn í andstæðar fylkingar í málinu. Annaðhvort fallast menn á að heimsendir sé í nánd og fyllast rétt- látri reiði eða era úthrópaðir sem launaðir skósveinar stórfyrirtækja. Fjórða árið er ár skriffinnans. Rökrætt er um ráðstefnu, sem kem- ur opinberam embættismönnum í sviðsljósið og tryggir þeim ferðir á íyrsta farrými. Þetta beinir rökræð- unni frá vísindum til reglugerða. „Tótem-markmið“ er þar aðalatrið- ið: 30% minnkun brennisteinslosun- ar; gróðurhúsalofttegundum haldið í sama horfí og var árið 1990; 140.000 heilbrigðum kúm slátrað við helgiathöfn í Bretlandi. Fimmta árið er tímabært að finna skálkana og gera aðsúg að þeim. Þeir eru yfirleitt Bandaríkjamenn (loftslagsbreytingar) eða Bretar (súrt regn), en Rússar (kolflúor- kolefni og ósonlagið) eða Brasilíu- menn (eyðing skóga) hafa þegar fengið sinn skammt. Hljóðlát sinnaskipti Sjötta árið er ár efasemdamanns- ins, sem segir að hættan sé ýkt. Það verður til þess að græningjar fá hof- móðug reiðisköst. „Hvernig dirfíst þið að upphefja öfgaskoðanir?" hrópar þetta fólk að ritstjóram blaðanna. Nú snúast visindamennirnir, sem vöktu íýrst máls á hættunni, oft á sveif með efasemdamönnunum. Roger Revelle, uppnefndur „Dr. Gróðurhús", sem tendraði trúna á loftslagsbreytingarnar í A1 Gore, skrifaði skömmu áður en hann lést árið 1991: „Vísindalegur grannur loftslagsbreytinga af völdum gróð- urhúsaáhrifa er of óviss til að rétt- læta róttækar aðgerðir á þessari stundu.“ Sjöunda árið er ár hljóðlátra sinnaskipta. Opinbera matið breyt- ist og dregið er í land um umfang vandamálsins svo lítið ber á. An þess að nokkur tæki eftir því varð þannig „mannfjölgunarsprenging- in“ að aðfelluferli sem náði hámarki í aðeins 15 milljörðum; þetta mat var lækkað niður í 12 milljarða, síð- an í tæpa 10 milljarða. Það merkir að mannfjöldinn mun aldrei tvöfald- ast aftur. Upphitun lofthjúpsins af völdum gróðurhúsaáhrifanna var í fyrstu sögð verða „gegndarlaus". Síðan var hún sögð verða 2,5-4 stig á öld. Seinna varð hún 1,5-3 stig (að sögn Sameinuðu þjóðanna). A tveimur árum breyttust fílar í dýr í bráðri útrýmingarhættu í dýr sem þurfa á getnaðarvömum að halda (stað- reyndirnar breyttust ekki, aðeins umfjöllunin). Skaðlegar goðsagnir Er það ekki af hinu góða að ýkja hugsanleg umhverfisvandamál sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir frekar en að gera of lítið úr þeim? Ekki endilega. í nýrri bók, sem Melissa Leach og Robin Meams við Sussex-há- skóla ritstýrðu („The Lie of the Land“) er fjallað um hversu skaðleg goðsögnin um eyðingu skóga og mannfjölgun hefur verið íyrir hluta Sahel í Vestur-Afríku. Vesturlanda- búar hafa neytt óviðunandi aðgerðir upp á íbúa svæðisins í því skyni að verða við óskum umhverfisvemdar- sinna, sem hafa myndað sér skoðan- ENSKA ER OKKAR MAL NÁMSKEIÐIN HEFJAST I4.JANÚAR INNRITUN STENDURYFIR Julie Ingham fll IÁRIR skólastjóri Hj FULLORÐNA SÉR NÁMSKEIÐ Almenn enskunámskeið Samræðuhópar Málfræði og rituð enska Viðskiptaenska FYRIR BÖRN Leikskóli 5-6 ára Enskunámskeið 7-12 ára Unglinganámskeið 13-15 ára Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk Sérnámskeið, hámark 4 í bekk TOEFL/GMAT (mat og námskeið) FYRIRTÆKI Bjóðum upp á sérhæfð námskeið fyrir starfsmenn fyrirtækja. ENSKUSKÓLINN FAXAFENI 10 • HRINGDU í SÍMA 588 0303/588 0305 OG KANNAÐU MÁLIÐ ir fyrirfram á umhverfisbreyting- um. Goðsögnin um að olía og jarðgas séu að ganga til þurrðar, ásamt áhyggjum af gróðurhúsaáhrifunum, eiga sök á því að forljót vindorkubú, sem njóta ríkisstyrkja og stuðla því að lokum að atvinnuleysi, hafa söls- að undir sig villta náttúra í Wales og Danmörku. Skólabækur ýta und- ir örvæntingu og sektarkennd (sjá „Environmental Education", sem Institute of Economic Affairs gaf út), gefa enga von um sigur í stríð- inu við hungursneyð, sjúkdóma og mengun og hvetja þannig til for- lagatrúar frekar en staðfestu. Mannhatur og frelsisskerðing Ýkjur um mannfjölgunarspreng- ingu leiða íyrst og fremst til mann- haturs sem jaðrar ískyggilega við fasisma. Fyrrnefndur Ehrlich skammast sín ekki fyrir þá skoðun sína að nauðsynlegt sé að takmarka fjölskyldustærð með þvingunarað- gerðum. Annar kennifaðir í um- hverfismálum, Garrett Hardin, hef- ur látið þau orð falla að „frelsið til að auka kyn sitt sé óþolandi". Telji menn að mannfjölgunin sé „stjórnlaus" kynnu þeir að fallast á svo harkalega frelsisskerðingu. Viti menn hins vegar að farið er að draga úr fólksfjölguninni kynnu þeir að mynda sér umburðarlyndari skoðanir á meðbræðram sínum. Menn geta verið hliðhollir um- hverfinu án þessa að vera svartsýn- ismenn. Það ætti að vera svigrúm í umhverfisverndarhreyfingunum fýrir þá sem telja að tækniframfarir og efnahagslegt frelsi geri heiminn hreinni og dragi einnig úr hættunni á útrýmingu dýrategunda. Slíkir bjartsýnismenn eru hins vegar enn óvelkomnir meðal um- hverfisvemdarsinna. Ehrlich hefur oft lýst hagvexti sem trúarjátningu krabbameinsframunnar. Hann er ekki einn um það. Breski embættis- maðurinn Sir Crispin Tickell hefur látið þau orð falla að hagfræðingar séu „vangefnir frekar en ömurleg- ir“. Umhverfisvemdarsinnar era fljótir að saka andstæðinga sína í atvinnulífinu um að þjóna eigin- hagsmunum. En tekjur þeirra sjálfra, upphefð, frægð og tilvist þeirra getur verið undir því komin að þeir styðji uggvænlegustu útgáf- umar af umhverfisgrýlunum. „Markmiðið í hagnýtum stjóm- vísindum," sagði bandaríski gagn- rýnandinn og blaðamaðurinn H.L. Mencken, „er að halda almúganum hræddum - og því háværum í kröf- um um að verða leiddur í öryggið - með því að hræða hann á endalaus- um sögum af púkum, sem allir era ímyndaðir." Að minnsta kosti virð- ist spá Menckens hafa verið rétt. The Economist ALHLIÐA TOLVUKERFI HUGBUNAÐUR FYRIRWINDOWS Yfir 1200 notendur KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.