Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 37
I I I I I I I ► I I \ \ \ j MORGUNBLAÐIÐ SUNNlÍDAGUR 11. JANÚAR1998 37 MINNINGAR JÓN HJÖRTUR GUNNARSSON + Jón Hjörtur Gunn- arsson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. janúar siðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnar Jónsson, f. 15. júní 1897, d. 17. nóv. 1954, og Guðný Sæmunds- dóttir, f. 15. nóv. 1893, d. 23. júní 1981. Systk- ini Jóns: Sigríður, f. 12. okt. 1923, verslunar- maður í Hafnarfirði, Steinunn, f. 21. des. 1926, ekkja í Banda- ríkjunum, Sæmundur, f. 1. sept. 1929, látinn, Baldur, f. 13. nóv. 1930, lagerstjóri, býr í Hafnar- firði, Sæunn, f. 23. nóv. 1931, tækniteiknari í Reykjavík, Guðný Gunnur, f. 23. 1. 1933, bókavörð- ur í Hafnarfirði. Jón kvæntist 26. okt. 1950 Sesselju Steingrímsdóttur, f. 13. sept. 1930, foreldrar hennar voru Steingrímur Einarsson, sjómaður í Reykjavfk, og kona hans Þuríð- ur Ágústa Símonardóttir. Börn Jóns Hjartar og Sesselju eru: 1) Sigurður Guðjón, f. 22. ágúst 1948, sjómaður í Vestmannaeyj- um. Börn hans og Jónínu Þórðar- dóttur eru Berglind Þóra, f. 3. maí 1977, nemi í Kópavogi, Eva María, f. 21. apríl 1981, nemi í Kópavogi. 2) Sigríður, f. 12. feb. 1951, ekkja eftir Michael R. Lepore. Sambýlismaður hennar er S. Guðni Pétursson. 3) Gunnar, f. 19. okt. 1952, sagnfræðingur í Reykjavík. 4) Steingrímur Ágúst, f. 15. maí 1954, sjúkraliði í Vest- mannaeyjum, kvæntur Þórönnu M. Sigurbergsdóttur, leikskóla- stjóra, börn þeirra: Ríkharður Örn, f. 23. apríl 1976, sjúkraliði og lögreglumaður í Vestmanna- eyjum, Sigurjón, f. 18. nóv. 1978, dáinn 30. maí 1996 (í bílslysi), Björk, f. 27. ágúst 1980, fram- haldsskólanemi í Vestmannaeyj- um, Daníel, f. 13. jan. 1986, Kristný, f. 15. jan. 1988, Hanna, fædd andvana 18. jan. 1991, Gunnar, f. 15. ágúst 1993. 5) Jón Hjörtur, f. 10. júlí 1956, mat- reiðslumaður og sjómaður, Nes- kaupstað, kvæntur Katrínu S. Högnadóttur, sjúkraliða. Dætur í dag kveðjum við undirritaðir góðan vin og samstarfsmann til margra ára. Við kynntumst Jóni Hirti Gunnarssyni þegar hann starfaði sem húsasmiður hjá Helga Kristjánssyni húsasmíðameistara. Hann vann þá við að byggja verk- smiðjuhús Péturs Snæland hf. í Ananaustum á miðjum sjötta ára- tugnum. Hann vakti strax athygli okkar bræðranna fyrir þær sakir að hann var sívinnandi, prílandi upp og niður stillansa á ógnar- hraða og virtist alltaf vera í góðu skapi. Auk þess blístraði, eða öllu heldur hvissaði, hann einhverjar laglínur með alveg sérstökum hætti sem okkur þótti gaman að heyra. Við hændust að þessum manni sem okkur þótti svo gaman að sjá vinna og greinilega hafði svo gam- an af því sjálfur. Þrátt fyrir ungan aldur okkar leyfði hann okkur að taka til hendi og lét okkur fínna að við værum að vinna merkileg störf. Við nutum þess að vinna með þess- um manni. Til aðgreiningar frá öðrum Jón- um kölluðum við þennan bamgóða afkastamann Jón smið og hefur hann æ síðan heitið það hjá okkur og okkar fjölskyldum og vinum. Leiðir okkar bræðra og Jóns smiðs lágu saman oftar á næstu ámm, svo sem við byggingu Eymunds- sonarhússins í Austurstræti 18 og við framkvæmdir við ýmsa laxa- stiga í Langá á Mýrum, svo eitt- hvað sé nefnt. A þessum tíma tókust þannig þeirra: Kristín Harpa, f. 1. jan. 1977, Sesselja Rán, f. 27. maí 1980, Anna Margrét, f. 28. nóvember 1995. 6) Sesselja, f. 4. sept. 1958, verslun- armaður í Reykja- vík, gift Kim Mort- ensen, rafvirkja. Börn þeirra: Sesselja María, f. 8. mars 1984, Jón Hjörtur, f. 5. maí 1987. 7) Garðar, fæddur 25. mars 1960, starfsmaður hjá Sól hf. Barn hans og Fannar Eyþórs- dóttur Einar Ágúst Garðarsson, f. 8. sept. 1990. Sambýliskona Garðars er María Breiðfjörð. Barn þeirra: Alexandra Diljá, f. 25. aprfl 1997. 8) Sæmundur Ingi, f. 6. nóv. 1961, öryggisvörður í Reykjavík, sambýliskona hans er Elfur Magnúsdóttir. Barn þeirra Magnús Máni, f. 18. apríl 1994. 9) Ástríður Ó., f. 4. sept. 1963, starfsmaður á Hrafnistu, Reykja- vík, var gift Sigurði M. Haralds- syni. Þau skildu. Börn þeirra: Steinunn Þuríður, f. 19. sept. 1985, Helga Hrund, f. 6. júní 1990. 10) Einar Valgeir, f. 21. okt. 1964, sjúkraliði, kvæntur Sigurlín Þ. Sigurjónsdóttur. Börn þeirra: Jósúa, f. 16. sept. 1994, Kaleb Örn, f. 12. maí 1997. Jón Hjörtur fæddist í Reykjavfk og bjó þar til 1930 er hann fluttist með ömrnu sinni, Sigríði Ólafs- dóttur, til Akureyrar, þar sem hann ólst sfðan upp. Hann lærði trésmíði hjá Guðmundi Tómassyni á Akureyri 1942-1946 og var trésmiður á Akureyri 1946-1951. Jón fékk meistara- réttindi 1951 og vann hjá Helga Kristjánssyni, húsasmíðameist- ara á Lambastöðum á Seltjarnar- nesi 1954-1974. Jón vann ýmis trésmíðastörf 1974-1979. Hann vann hjá Pétri Snæland, síðar Lystadún-Snæland, frá 1979 til dauðadags. Jón Hjörtur var um tíma í varasfjórn Trésmíðafélags Reykjavíkur. Útför Jóns Hjartar fer fram frá Neskirkju á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. kynni með fjölskyldu okkar og hon- um að alltaf þegar eitthvað þurfti að taka til hendinni við smíðar, hvort sem það var heima hjá okkm- eða á vinnustað eða uppi í sveit, var kallað í Jón smið og hann beðinn að bjarga málum, sem hann oftast gerði á sínum ofurhraða. Síðar æxluðust málin þannig að Jón smiður réðst til starfa hjá fyr- irtæki okkar er það stóð á tíma- mótum og miklar framkvæmdir voru framundan. Eins og venjulega var hann í fararbroddi með hamar sinn og sög og dreif aðra með sér með dugnaði og elju. Þegar bygg- ingaframkvæmdum lauk vildum við ekki missa starfskrafta Jóns smiðs og fengum hann til að halda áfram störfum hjá okkur við fram- leiðslustörf og viðhald bygginga. Er skemmst frá að segja að hann var með okkur til dauðadags, allra síðustu árin hjá fyrirtækinu Lystadún-Snæland. Þegar komið er að kveðjustund koma upp í hug- ann margar góðar minningar sem ekki verða tíundaðar hér nánar. Efst er okkur í huga þökk fyrir langt og farsælt samstarf, trú- mennsku og vináttu auðsýnda í garð okkar jafnt í blíðu sem stríðu. Jón smiður var ekki einungis af- kastamaður í starfi heldur einnig í fjölskyldumálum. Þau hjónin eign- uðust tíu mannvænleg börn og var ástríkt samband milli foreldra, barna og bamabarna. Við bræður, fjölskyldur okkar og foreldrar, sendum eiginkonu hans og afkomendum öllum okkar inni- legustu samúðaróskir og biðjum Guð að blessa minningu Jóns smiðs. Sveinn, Halldór og Gunnar Snæland. Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta. (Sálm.90,12) Hinn 3. janúar sl. voru dagar Jóns Hjartar Gunnarssonar taldir. Dauðinn er alltaf óvinur. Jón Hjörtur átti góða ævi, hann var sáttur við alla og lifði í friði. Ég hef þekkt Jón Hjört í tæp 25 ár frá því að ég varð tengdadóttir hans og Stellu. Mér var tekið eins og ég væri ein af fjölskyldunni og hefur það verið síðan. Ég er þakklát fyrir að hafa átt tengdaföður sem Jón. Jóni Hirti leið vel á heimavelli, þar var hann sístarfandi, eitthvað að smíða eða laga í kjallaranum eða uppi að lesa. I góðu veðri naut hann þess að sitja sunnan undir húsvegg og lesa eða ráða krossgát- ur. Það þarf engan Meðal-Jón til að sjá 10 bömum sómasamlega far- borða. Jón Hjörtur og Stella hafa verið saman í tæpa hálfa öld og það hefur oft þurft úthald og samstöðu að fæða og klæða 10 böm. Þau bjuggu á Tunguvegi 68 í nær 40 ár og heimilið var alltaf opið vinum og vandamönnum. Það var oft margt fólk á heimilinu og mikið spjallað og tekist á um hlutina. Það hvemig Jón Hjörtur ræddi um hlutina flokk- ast undir rökræður og heimspeki og miðlaði hann góðu til bama og ann- arra. Jón Hjörtur var trésmiður og hafði hann góða verkþekkingu og leituðu böm og tengdaböm til hans eftir faglegum ráðleggingum og alltaf hafði Jón tíma til að sinna aukaverkefnum. Jón Hjörtur hafði ekkd mörg orð um tilfinningar sínar en ég hef reynt það bæði á gleði og sorgarstundum að hann stóð með mér og fjölskyldunni. Það eru margir sem hafa fengið að gista og það var alltaf pláss, oft svaf einhver í stofunni. Bamabörnin hafa komið með vini sína og ávallt var öllum vel tekið. Jón Hjörtur var heilsu- hraustur og vann fulla vinnu til sjö- tugs, hann vann hálfan vinnudag eftir það. Hann hætti formlega að vinna hjá Lystadún-Snæland 1. jan. sl. og var sáttur við þær breytingar. Sesselja hefur misst elskulegan eiginmann og lífsfómnaut. Það er erfiður tími fram undan og ég veit að hjá Drottni Jesú Kristi er hugg- un að fá. Ég bið þess að huggun Drottins komi yfir heimilið og mæti börnum, tengdabörnum og barna- bömum. Minning um góðan mann lifir. Þóranna M. Sigurbergsdóttir. Með örfáum orðum vil ég kveðja kæran starfsfélaga, Jón H. Gunn- arsson er lést 3. janúar sl. Mér brá ónotalega þegar hringt var í mig og mér tjáð að Jón H. Gunnarsson væri látinn. Ég hafði verið í heimsókn hjá honum í vik- unni og var Jón hress, þrátt fyrir veikindi sem hann hafði átt í síð- ustu 2 mánuði. Hann sagði mér að hann væri allur að hressast, en þyrfti að byggja upp þrekið aftur. Hann ætlaði að fara í göngutúra um hverfið, bytja á stuttum ferð- um og lengja ferðirnar smám sam- an eins og þrekið ykist. Ég kynntist Jóni 1991 þegar fyr- irtækin Lystadún og Snæland sameinuðust. Það þurfti ekld glöggan mann til að sjá að þar fór dugandi og traustur fagmaður. Jón var vinnuþjarkur og mikill afkasta- maður. Laginn var hann og úr- ræðagóður og sést það á því að honum voru falin mörg vandasöm verkefni sem hann leysti ávallt af stakri snilld. Vil ég þakka Jóni fyrir ánægju- legt samstarf á liðnum árum. Um hann lifa góðar minningar. Eftirlifandi konu hans og fjöl- skyldu sendi ég innilegar samúðar- kveðjur og bið hinn Hæsta að gefa þeim styrk í sorginni. Guðmundur H. Baldursson. Engihjalli 11 - íbúð 4A í dag býðst þér og fjölskyldu þinni að skoða þessa fallegu 88 fm, 3ja herb. íbúð sem er á 4. hæð í nýlega viðgerðu og máluðu húsi. Lyfta í húsinu. Flísar og parket á gólfum. Frábært útsýni. íbúðin er laus strax, svo nú er bara að drífa sig og skoða. Ásmundur, sölumaður á Höfða, býður ykkur velkomin í dag milli kl. 15 og 17. Opið í dag frá kl. 13-15. Glæsilegar sérhæðir Grænamýri 8,10,12, Seltjarnarnesi Höfum til sölu 4 nýjar 111 frn. mjög skemmtilegar sérhæðir í nýbyggingum. Ein íbúðin sem er neðri sérhæð, selst fullbúin án gólfefna til afh. 1. feb. n.k., en hinar íbúðirnar seljast tæplega tilbúnar til innréttinga. Sameign verður öll frágengin þar með talin Ióð fúllfrágengin. (f ÁSBYRGI € Suóurlandsbraut 54 vió Faxafon, 108 Raykfnvik, simi 568-2444, fax: 568-2446. F.IGIV4MIÐUNIN Sími ö»}{ i\ ö{{}{ 0005 NÝTT OG GLÆSILEGT ATVINNUHÚSNÆÐI VIÐ SUÐURHRAUN Nýtt og glæsilegt atvinnuhúsnæði við Suðurhraun 1A, Garðabæ er til sýnis á morgun mánudag og síðar eftir nánara samkomulagi. Lýsing: Um er að ræða vandað iðnaðarhúsnæði á einni hæð og eru til sölu margar einingar frá 93 fm til 243 fm. Mikil lofthæð (u.þ.b. 5 m). Frágangur: Plássin afh. tilb. til innréttinga fljótlega. Lóðin er öll hellulögð og frá- gengin. Glæsilegur frágangur m.a. þakskífur á þaki o.fl. Sérinnkeyrsludyr í hvert pláss. Sérrafmagn og -hiti í hverju plássi. Húsnæði í sérflokki. Greiðslukjön Mjög góð kjör, útborgun aðeins 30% og eftirstöðvar til 15 ára. Dæmi um stærðir: Flatarmál fm verð 93 fm 60.000 97 fm 60.000 190 fm 57.000 227 fm 55.000 243 fm 55.000 Einnig eru fleiri pláss til sölu. Upplýsingar gefa Sverrir og Stefán Hrafn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.