Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Vörumerkið á boltanum mín- um ergir þig, er það ekki, herra? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Móðir Teresa - þjónn Krists Frá Konráði Friðfinnssyni: „ENGINN kveikir ljós og setur það í felur né undir mæliker, heldur á ljósastiku, svo að þeir, sem inn koma, sjái ljósið." (Lúk: 22.33). Eiga þessi orð frelsarans ekki vel við er við leiðum hugann að móður Teresu og þeim verkum sem hún vann í lif- anda lífí meðal fátækra manna, frá árinu 1948 til dánardags 1997? Ég hygg svo vera. Þessi kona, sem faeddist í Alban- íu 1910, var kölluð til starfa af frelsaranum ung að árum. Starf hennar var að fara til fátækra- hverfana í Kalkútta á Indlandi og vinna meðal bágstaddra þar. Til að bregðast ekki köllun sinni gaf hún allt frá sér og hóf að byggja upp starfsemi á framandi stað og veita örlitla skímu inn í líf manna sem á strætunum gistu og áttu hvergi höfði sínu að halla. Raunverulega reisti hún lampa sinn hátt á loft. Já, svo hátt að allur heimurinn gat séð hann. Ekki fór móðir Teresa leynt með það fyrir hvern hún starfaði. Hver húsbóndi hennar er. Því ávallt mátti sjá Jesúm Krist í störfum hennar, til dæmis í aðhlynningu hvers kon- ar, þjónustu við sjúka og er hún veitti heimilislausu fólki afdrep og fóðurlausum og móðurlausum styrk og athvarf. Þessu mikilvæga atriði mega menn ekki gleyma er talið berst að hinni merku konu. Móðir Teresa (réttu nafni Agnes Gonxha Bojaxhiu) var sjálf vel meðvituð um þann sannleika að enginn maður getur í eigin mætti unnið hið mikla starf sem framkvæmt var með höndum hennar. Því hún var aldrei efnuð manneskja. Með tvær hendur tómar hóf hún verkið í fullvissu þess að sá sem sendi hana og máttinn hefur sé með í starfínu og sjái henni fyrir þeim hlutum sem nauðsynlegir eru til að gera það kleift. I krafti trúar, bænar og kærleika gekk dæmið líka upp og fjárframlög fóru að berast til starfsins. Þá fyrst var unnt að hefja starfsemina sem hef- ur síðan veitt fjölmörgu fólki nýja von og leitt ófáa til trúar á soninn. Með öðrum orðum lagði Teresa allt í hendur honum sem getur og fjarri fer því að hún hafí gerst vantrúuð er á móti blés, heldur styrktist kon- an í trúnni við hverja raun. Og þá uppskar hún í samræmi við trú sína. Éinnig skulum við hugleiða að í engu var þessi kona frábrugðin öðr- um. A sig sjálfa leit hún sem iðrandi syndara sem þráði að biðja herra sinn að fyrirgefa sér syndirnar á hverjum degi. Að tarna kann ef til vill að hljóma ankannalega í eyrum einhverra. En þannig eru málin engu að síður vaxin. Þessi auðmýkt og trú Teresu barst til annarra landa sem fyrr segir. Sannleikurinn er að 1996 vöru stofnuð alþjóðleg samtök, Sam- verkamenn móðir Teresu, sem hafa það að markmiði að sjá Krist í öllum mönnum. Feta á þann hátt í spor hinnar kærleiksríku konu. Að endingu era hér orð úr. Jó- hannesarguðspjalli sem eru vel við- eigandi í umfjölluninni um rhóður Teresu og verk hennar. Þau hljóma svona: „Sá sem þjónar mér, fylgi mér eftir, og hvar sem ég er, þar mun og þjónn minn vera. Þann sem þjónar mér, mun faðirinn heiðra.“ (Jóh:12.26.) KONRÁÐ FRIÐFINNSSON, Fífuhvammi 1,701 Fellabæ. Að hreyfa við steingervingum Frá Bergþóri Bjarnasyni: FORMAÐUR Leigjendasamtak- anna, Jón frá Pálmholti, hefur farið mikinn í dagblöðum landsmanna vegna hækkunar á leigu á félagsleg- um íbúðum hjá Reykjavíkurborg. Svo virðist sem staðreyndir málsins hafi farið framhjá formanninum. Hækkun leigunnar mun ekki koma niður á þeim sem hafa litlar tekjur, því þeim mun bættur mismunurinn með húsaleigubótum eða félagslegri aðstoð. Reglurnar á eftir að útfæra en ég hef fulla trú á að meirihluti Reykjavíkurlistans geri það vel eins og flest annað sem hann hefur gert. I tíð Sjálfstæðisflokksins voru leigumál borgarinnar með allt öðr- um hætti. Þá þekktist jafnvel að íbúðum væri úthlutað beint af borg- arstjóra og að einstaklingar í góðum efnum byggju í lúxusíbúðum og borguðu smáaura fyrir. A meðan sátu þeir sem höfðu raunveralega þörf á félagslegu leiguhúsnæði úti í kuldanum og komust ekki lengra en á biðlista því aldrei flytur neinn út sem einu sinni er kominn í íbúð hjá borginni. íbúðirnar hafa orðið fleiri og fleiri með árunum, að því er virð- ist án þess að þeir kæmust að sem þyrftu. Með félagsíbúðum og hækk- un á húsaleigu á að reyna að koma hreyfingu á þessi mál svo að þeir sem hafa góðar tekjur búi ekki í húsnæði niðurgreiddu af Reykjavík- urborg en þeir sem búa við erfiðar aðstæður hafi raunverulega mögu- leika á félagslegu húsnæði. Þá ættu skjólstæðingar Jóns frá Pálmholti kannski möguleika á að komast í fé- lagslegt leiguhúsnæði. Um það snú- ast þessar breytingar, ekki neitt annað. BERGÞÓR BJARNASON, Stapaseli 11, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.