Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 1 9 LISTIR Hailgerður langbrdk í Listaklúbbnum Ærið fögur er mær sjá... DAGSKRÁ Listaklúbbs Leikhús- kjallarans mánudaginn 12. janú- ar nk. verður tileinkuð þeirri konu sem löngum hefur verið ein umdeildasta sögupersóna Njálu - Hallgerði langbrók. Dagskráin nefnist Ærið fögur er mær sjá... - Hallgerður langbrók - eigin- menn og elskhugar. Samband Hallgerðar við karlmenn Jón Böðvarsson og Krislján Jó- hann Jónsson íslenskufræðingar Morgunblaðið/Þorkell JÓN Böðvarsson og Kristján Jóhann Jónsson fjalla m.a. um eiginmenn og elskhuga Hallgerðar. tala um Hallgerði og samband hennar við karlmennina sem koma við sögu hennar. Leikar- arnir Sigrún Gylfadóttir og Stef- án Sturla Sigurjónsson lesa valda kafla úr Njálu og flytja atriði úr leikriti Hlínar Agnarsdóttur Gallerí Njála. Jón Böðvarsson hefur um ára- bil stýrt námskeiðum um Njálu og aðrar íslendingasögur. Krist- ján Jóhann Jónsson hefur nýlega sent frá sér viðamikla ritgerð um Njálu sem ber titilinn Njála í notkun. Þar fjallar hann m.a. um Hallgerði langbrók, eiginmenn hennar og elskhuga. Dagskráin hefst kl. 20.30 en húsið er opnað kl. 19.30. Miða- sala er við innganginn. Ekki eru tekin frá borð og er fólki bent á að koma tímanletra. Matthías í evrópsku ljóðaúrvali ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Ammann Verlag í Zurich í Sviss hefur gefið út ljóða- og smásagnaúi-val eftir 33 evrópska höfunda, þeirra á meðal Matthías Johannessen. Bókin nefn- ist Freundschaft der Dichter en ljóðin hefur Werner Söllner valið. Bókin er gefin út í tilefni af tíu ára afmæli listamannahússins í Edenkoben í Þýskalandi. Allir höf- undarnir sem eiga verk í bókinni hafa dvalið í húsinu eða notið góðs af starfi þess á einhvern hátt. Flestir höfundanna sem eiga verk í bókinni eru þýskumælandi, svo sem Hans Bender, Elke Erb og Guntram Vesper en einnig eru þar fjölmargii- suðurevrópskir höfund- ar, til dæmis Italinn Antonio Col- inas, búlgarska skáldkonan Mirela Iwanowa og Ungverjinn György Petri. Frá Norðurlöndum eru tvö skáld, danska skáldkonan Inger Chistensen og Matthías Johannes- sen. Ljóð Matthíasar eru þýdd af Franz Gíslasyni, Uwe Kolbe, Bar- bara Köhler og Ralf Thenior. * Islendinga- þættir á spænsku FIMM íslendingaþættir eru komnir út á Spáni í þýðingu og með inngangi eftir José Antonio Fernández Romero, prófessor 1 málvísindum við Háskólann í Vigo. Meðal þáttanna eru Brands þáttur örva, Þormóðar þáttur og Þorvalds þáttur Tasalda. Bókin kemur út í flokki rita sem kennd eru við Iria Flavia, „E1 Extramundi y los papeles de Iria Flavia", og er 126 síður. Þættirnir sem eru teknir úr Is- lendingasögum og Noregskonunga sögum „opna glugga að heillandi heimi víkingatímanna og norrænna rnanna" eins og þýðandinn kemst að orði í inngangi. Hann hefur áður þýtt Islendingasögur og birtust tíu þættir í þýðingu hans 1984. Hann getur einnig þýðinga Enrique Bernárdez á Islendingasögum og þáttum, en Ber- nárdez er ásamt Fernández Romero meðal helstu þýðenda íslenskra bók- mennta á Spáni. José Antonio Fernández Romero hlaut fyrir nokki-u æðstu verðlaun spænska ríkisins fyrir þýðingar sín- ar á ljóðum íslenskra samtímaskálda sem gefnar voru út í ljóðasafninu Poesía Nórdica (Norræn ljóð). Nú eru að koma út tvær íslenskar bæk- ur í þýðingu hans: skáldsagan Engl- ar alheimsins eftir Einar Má Guð- mundsson og Ljóðasafn efth- Jóhann Hjálmarsson sem Fernández Romero hefur sjálfur valið. Sýning-u lýkur SÝNINGU Haralds Jónssonar í Ingólfsstræti 8 lýkur í dag. Discovery Windsor ▼ FULLNAÐAR5IGUR á íslenskum aðstæðum fslensk náttúra er mesta ólíkindatól og þeir sem hyggja á ferðir um fjöll og fimindi þurfa að vera við ýmsu búnir. (slendingar hafa löngum lagt traust sitt á Land Rover enda hafa bílarnir reynst þrautgóðir á raunastundu. Land Rover Discovery er tignarlegur jeppi sem hefur sannað sig í baráttunni við náttúruöflin víða um heim. Útivistarfólk hefurtekið Discovery fagnandi vegna einstakra aksturseiginleika og frábærs útsýnis. Discovery státar af hinni rómuðu Range Rover fjöðrun sem kemur sér sérstaklega vel á fjallvegum. Discovery Windsor - óskabíll íslendinga Windsor er sérstök útgáfa af Discovery sem er sniðin að þörfum þeirra sem vilja ferðast um fsland. Windsor jeppamir eru með álfelgum, brettaköntum, tveimur topplúgum, ABS bremsukerfi og upphitaðri fram- rúðu. Windsor er því kjörinn farkostur fyrir þá sem vilja takast á við ögrandi aðstæður án þess að slaka á kröfum um þægindi. Windsor hentar þér hvort sem þú þarft að fást við iðuköst (straumharðri á eða erilinn í umferðinni. Hafðu samband og fáðu tækifæri til að kynnast þessum stórkostlega bil. Discovery: Verð frá 2.860.000 kr. Discovery Windsor: Verð frá 3.290.000 kr. B&L ■ Suðurlandsbraut 14 • Sími 575 1200 • Rover söludeild 575 1210 • Fax 588 1205 • Netfang bl@bl.is • Veffang www.bl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.