Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 31 H )\ I, ) i í ) i M i Í >1 > ) i i i i i i > i >1 INGIBJÖRG SIG URÐARDÓTTIR + Ingibjörg Sigurð- ardóttir var fædd á Nautabúi í Mæli- fellsprestakalli, Skagafirði, 4. maí 1919. Hún lést 30. desember 1997 á hjartadeild Landspít- alans. Ingibjörg var dóttir hjónanna Ingi- bjargar Sigfúsdóttur prestdóttur, f. 23. september 1890 í Hvammi í Laxárdal, d. 26. september 1965; en foreldrar hennar voru sr. Sig- fús Jónsson, Mælifelli, Skaga- firði, alþingismaður og kaupfé- lagsstjóri, f. 24. ágúst 1866, d. 8. júní 1937, og Guðríður Petrea Þorsteinsdóttir frá Grund í Þor- valdsdal, Eyjafjarðarsýslu, f. 12. september 1866, d. 16. aprfl 1936; og Sigurðar Þórðarsonar, fyrrum alþingismanns, kaupfé- lagsstjóra og síðar skrifstofú- stjóra í íjárhagsráði, f. 19. júlí 1888 á Fjalli, Sæmundarhlíð, Skagafírði. Ingibjörg Sigurðar- dóttir átti tvo bræður. Sigurð, sem dó ungur að árum, f. 10. desember 1934, d. 25. febrúar 1936. Sigfús, f. 18. október 1910 á Mælifelli, Skagafirði, ólst upp á Nautabúi og kenndi sig við þann stað alla tíð, d. 14. ágúst 1988, giftist Sigurbjörgu Stef- ánsdóttur frá Gili í Svartárdal 5. september 1936, f. 17. janúar 1915, d. 25. nóvember 1937. Þau Ingibjörg, Abba, svo var hún kölluð af vinum og venslafólki, fór í Hjúkrunarskólann 1945, og stund- aði hjúkrunarstörf upp frá því, lengst af hjá Kristjáni Hannessyni nuddlækni. Þangað til að lækna- stofan var lögð niður vegna láts Kristjáns. Þá hóf hún störf hjá heimahlynningu Reykjavíkurborg- ar þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Abba eignaðist marga góða vini, bæði vegna innilegs viðmóts, um- hyggju um aðra, skemmtilegrar frásagnagáfu og ótrúlegs minnis. Persónuleg kynni mín við Öbbu voru mjög góð og elskuleg. Þakka ég Guði fyrir að gefa mér þau for- réttindi að hafa kynnst henni per- sónulega, en það gerðist með þeim hætti að ég giftist bróðurdóttur hennar og uppeldisystur Boggu. Þetta er fátækleg kveðja til merkrar konu, sem lét sig skipta velferð annarra og skilur eftir minningu um betra líf öðrum til handa. Blessuð sé minning hennar. Björgvin. Abba mín, ég sakna þín mikið. Ég sakna þess að heyra hringlið í lyklakippunni þinni þegar þú varst að koma, þess að tala við þig og hlusta á allt það skemmtilega sem þú hafðir frá að segja. Þú hafðir lesið um allt miUi himins og jarðar og vegna áhuga á svo margvísleg- um hlutum vissir þú svo ótal margt. Þú áttir bækur um fom kvæði sem ég hélt að enginn ætti eða læsi ótilneyddur og meðvituð um notk- un bóka tU hilluskrauts spurði ég þig hvort þú hefðir keypt þær til að lesa. Þú svaraðir því að þær væru eignuðust eina dótt- ur, Boggu, sem fæddist 28. október 1937, var hún tæp- lega mánaðar gömul þegar mamma henn- ar dó. Olst hún upp með Ingibjörgu hjá foreldrum hennar og kallaði þau möinmu og pabba. Bogga er póstfulltrúi í Kefla- vík og er gift Björg- vini Lútherssyni, eiga þau eina dóttur, Eydísi Rebekku. Bogga átti þrjá syni frá fyrra hjónabandi, Stefán, Gunnar Stein og Auðun Þór. Seinni kona Sigfúsar, Svanlaug Pétursdóttir, f. 20. júní 1921. Þau giftust á sæluviku, Sauðár- króki, 1945. Þau eignuðust þrjú börn. Sigurð, bónda, Vík, Skaga- firði, giftan Ingibjörgu Hafstað, þau eiga einn son, Jón Árna. Stefaníu, ritara, gifta Snorra Jó- hannssyni, þau eiga tvö böm, Sigfús og Lilju Maríu. Ingvi Þór, forstjóri, giftur Arnrúnu Antons- dóttur, þau eiga þrjú börn, Ant- on Líndal, Þórð og Svanlaugu. Ingibjörg átti uppeldissystur, Ingibjörgu Krisljánsdóttur, f. 11. september 1922, gifta Guðjóni Ingimundarsyni, kennara á Sauðárkróki, f. 12. janúar 1915. Útfór Ingibjargar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. janúar og hefst athöfnin klukk- an 15. svo skemmtilegar og þess vegna hefðir þú keypt þær og vegna þess svars las ég þær með öðru hugar- fari en áður. Engin sýndar- eða yfirborðs- mennska var til í þér. Þú komst fram við alla sem jafningja og þess vegna varstu jafngóð vinkona smá- fólksins og hinna fullorðnu. Þú sagðir fjölmargar skemmtilegar sögur og ævintýri og ég vildi óska að ég gæti munað það allt núna en sumt á ég aðeins í huganum sem minningu um góða skemmtun. Af væntumþykju sagðir þú margar sögur af börnunum sem áður bjuggu í Mávahlíðinni og þú hafðir gaman af að rifja upp öll sniðugu uppátækin þeirra. Með skemmti- legri frásögn þinni urðu þessir at- burðir raunverulegir og fólldð kunnuglegt. Það sama gilti þegar þú sagðir frá fólkinu þínu. Þú skildir það fullkomlega þegar ég neitaði að láta kalla mig „elsku ungann“ þar sem mér fannst ég vera orðin of stór til þess, en þar sem það reyndist þér erfitt að venja þig af þessum „ósið“ reynd- um við í sameiningu öll ráð og smám saman minnkaði fjöldi skipt- anna sem þú gleymdir þér. Seinna þegar ég var ekki eins upptekin af því að vera orðin stór þótti mér vænt um að heyra þig segja „elsku unginn". Stundum sagðir þú í gríni að núna mættir þú segja þetta án þess að móðga mig og ég skamm- aðist mín svolítið fyrir bamaskap- inn sem aldrei móðgaði þig. Þú kenndir mér að þekkja mun- inn á hægri og vinstri sem reyndist svo afar gagnlegt og mér fannst ég þurfa að kenna þér að fara ekki í krummafót. Þú mundir alltaf þessi einföldu ráð líkt og ég mundi þín Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. og minntir mig stundum á þau seinna. Með sterkum persónuleika settir þú svip á líf þeirra sem þig þekktu. Ég vil þakka þér fyrir alla þína góðvild, fyrii- allt sem þú hefur ver- ið mér og öllum hinum sem kynnt- ust þér og óska þess af öllu hjarta að nú líði þér vel. Dýpsta sæla og sorgin þunga svifa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðard. frá Hlöðum.) Aðalheiður. Sem bliknar fagurt blóm á engi svo bliknar allt, sem jarðneskt er. ei standa duftsins dagar lengi, þótt dýran fjársjóð geymi’ í sér. Það eitt er kemur ofan að, um eilífð skín og blómgast það. En vel sé þeim, sem von ei setja á veraldar og tímans hjóm, en anda sinn til himins hvetja og hafa þar sitt fegurst blóm, - þess blessun kemur ofan að, og eilíflega blómgast það. (Vald. Briem.) Mig langar að minnast kærrar vinkonu með nokkrum orðum. Ingibjörg Sigurðardóttir eða Abba eins og hún var alltaf kölluð hefur verið fjölskylduvinur okkar frá því að við fluttum í Mávahlíðina fyrir 42 árum. Ein af mínum fyrstu minningum um Öbbu er þegar hún sat við rúmið mitt og las ævintýri úr 1001 nótt. Hún hafði tekið að sér að gæta okkar systkina því mamma fór í siglingu með pabba. A þessum tíma var ég ekki vön því að lesið væri fyrir mig enda orðin læs sjálf. Ég sé hana enn fyrir mér þar sem hún sat með stóra þykka bók og kvöldin urðu að mörgum ævintýrum. Abba var bókelsk og vel lesin kona enda hafsjór af fróðleik. Ef máltækið „sælla er að gefa en þiggja" hefur átt við einhvem þá átti það við um hana. Þegar hún kom færandi hendi sagði hún alltaf: „Uss, þetta er nú bara lítil- ræði,“ sama hvort það voru heilu staflarnir af smákökum eða eitt- hvað annað. Allt sem hún gerði fyr- ir aðra gerði hún með gleði og kær- leika. Eftir að ég varð fullorðin og eignaðist mína eigin fjölskyldu hef- ur Abba ávallt tekið þátt í öllum okkar tyllidögum, deilt með okkur gleði og sorg og verið mér og fjöl- skyldu minni sannur vinur sem við gleymum aldrei. Lífið í Mávahlíðinni hélt áfram þó svo að mín kynslóð flyttist í burtu. Ég veit að mamma og pabbi missa mikið þegar Abba er farin þvi varla leið sá dagur að ekki var hist, lesin dagblöðin, horft á sjón- varp, farið saman í innkaup, nú eða bara litið inn. Abba var manneskja með stórt hjarta sem öllum þótti vænt um sem kynntust henni, bæði mönnum og málleysingjum. Hún var milrill dýravinur og sinnti vel þeim dýrum sem hún tók að sér. I mörg ár matreiddi hún sérstaklega fyrir fuglana sem komu reglulega í mat. Það var hennar líf og yndi að gera eitthvað fyrir aðra. Oft gerði ég mér ferð til Öbbu til að skoða blómin hennar því allt gat blómstrað í hennar návist. Nú þegar leiðir skiljast um sinn óska ég henni góðrar heimkomu á stað þar sem alltaf er hlýtt og bjart og allt fær að blómstra. Guð blessi minningu elskulegrar vinkonu og hafðu þökk fyrir allt og aUt. Vilhelmína Þorsteinsdóttir. Hve fagurt ljómar ljósa her á loftsins bláa geim. Hve milt og blítt þau benda mér í bústað Drottins heim. (Valdimar Snævarr.) Þakklæti og söknuður komu upp í hugann, þegar við fréttum um andlát Ingibjargar Sigurðardóttur. Minningamar af bernskuheimili okkar í Mávahlíð 40 eru sveipaðar dýrðarljóma, ekki síst fyrir það að á hæðinni fyrir ofan okkur bjuggu heiðurshjónin Ingibjörg Sigfús- dóttir og Sigurður Þórðarson ásamt Ingibjörgu dóttur sinni, sem alltaf var köUuð Abba. Samgangur og vinskapur var mikill, svo mikill að það þótti sjálfsagt að við systk- inin kölluðum Sigurð og Ingibjörgu afa og ömmu. Heimili Öbbu var menningarheimUi og þar fengum við innsýn í heim tónlistar, mynd- listar og ekki síst bókmennta. Abba var óþreytandi að lesa fyiir okkur og leiða okkur um veröld þjóðsagnanna og hinna leyndar- dómsfullu sagna í Þúsund og einni nótt. Abba var hjúkrunarkona af guðs náð og er okkur minnisstæð um- hyggja hennar þegar við vorum lasin, því þá kom hún alltaf með heimalagaðan heilsudi-ykk og las fyrir okkur. Hún var óspör á tíma sinn og það var gott að finna hversu annt henni var um okkur. Allt sitt líf starfaði hún við umönn- un og hjúkraði hún mörgum á lífs- leiðinni í kærleika og af fómfysi. Það voru alltaf aðrir sem skiptu meira máli en hún sjálf og þegar við hugsum aftur í tímann um Öbbu finnst okkur hlutverk hennai- í lífinu hafa verið heilagt. Eftir að fjölskylda okkar flutti úr Mávahlíð 40 hélst vinskapurinn og Abba lét sér ætíð annt um okk- ar hag. Hún var með fjölskyldunni á hátíðarstundum og gladdist yfir hverju spori, hvort sem það var skírn barna okkar, ferming eða annað. Við söknum Öbbu og vitum að svo gerir stór hópur vina og vanda- manna. Við sendum Boggu, Björg- vini og frændfólki hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Öbbu. Ó, lát þá stjörnu lýsa mér um lífsins myrka dal og leiða mig, nær lífið þver, í ljóssins bjarta sal. (ValdimarSnævarr.) Berta, Helgi og Halldór Snorri. Abba var hún kölluð og hana hef ég þekkt frá því ég man eftir mér. Fyrir mér hefur hún alltaf verið eins; reffileg á götu með sitt þykka gráa hár og sterka svip. Hún hvarf aldrei í fjöldann. Þó var hún hóg- vær og hafði sig lítt í frammi á mannamótum, en var síður en svo skoðanalaus. A heimavelli var hún kát, hlý og viðræðugóð. Abba var dálítið sérsinna og hún var nægju- söm. Eiginleiki sem ég og fleiri dáðu hana fyrir og öfunduðu af í laumi. Ekki fannst henni ástæða til að hafa sjónvarp á heimilinu, ein- tóm fimmtudagskvöld hjá Öbbu þar, enda kom hún ýmsu í verk með því að gerast aldrei sjónvarps- þræll. En hún fylgdist grannt með rás 1 í Ríkisútvarpinu, og var áskrifandi að Þjóðviljanum meðan það blað kom út. Eftir það fannst henni ekki taka því að kaupa blöð. Ekki átti hún bíl, fór sinna ferða gangandi eða í strætisvagni. En hún Abba skar ekki gjafir við nögl og ekki hef ég tölu á því hve oft ég og mínir sátum að sunnudags- veisluborði hjá henni. Hún var bókelsk, átti margar bækur og þær átti hún tO að lesa þær og njóta, einkum hafði hún áhuga á sagn- fræði, en hún las allt. Abba var hjálparhella margra, skyldra jafnt sem óskyldra, hún var mætt á sinn hljóðláta hátt til að bjóða fram að- stoð sína þegar og ef þess þurfti. Móðir mín, Lára Gunnarsdóttir saknar nú vinar í stað. Þær þekktust á unglingsárum í Skagafirði, fluttu báðar ungar til Reykjavíkur og svo ánægjulega vildi til að þær hafa búið í næsta nágrenni hvor við aðra milli 40 og 50 ár. Á vináttu þeirra féU aldrei skuggi - þær áttu alltaf hvor aðra vísa. Mikið þótti mér vænt um þessa konu og gleðst nú yfir því að hafa sagt henni áður en hún dó, hve mikils virði hún væri mér og böm- um mínum. Það gerði ég í síðustu heimsókn minni til hennar á sjúkrahúsið. Við töluðum líka um dauðann, sem hún kveið ekki, kvað margt geta hent verra en dauðann. Abba átti engin börn, en böm og unglingar hændust að henni, enda var hún góð við þau og þótti þau skemmtileg. Tilfinningar mínar og Gunnars bróður míns, seinna bama minna og bróðurbama, voru enda eins og um nákominn ætt- ingja væri að ræða. Ábba var á sínum stað í Máva- hlíðinni, hvað sem á gekk. Foreldr- ar hennar, Ingibjörg og Sigurður, vom ein frumbyggja þessarar frið- sælu og grónu götu. Og þar bjó Abba í nákvæmlega 50 ár. Því verður sú gata snöggtum fátækari , að henni genginni - og það er tóm í hugum þeirra sem þar bjuggu og þekktu hana í áratugi. Blessuð veri minning góðrar konu. Guðrún Ægisdóttir. Elsku Abba, mig langar til að kveðja þig hér, fyrst ég gat það ekki meðan þú lást á sjúkrahúsinu. Þakka þér fyrir að hafa alltaf verið góð við mig og Stebba bróður, við tókum því eins og sjálfsögðum hlut þegar við vomm krakkar, að þú værir alltaf á vísum stað ef við þyrftum á því að halda. Þú varst svo hlý og mjúk og dúlluleg, eins- konar vara-amma, og mér fannst öryggi í því að líta út um borðstofu- gluggann hjá ömmu Lám og sjá þig bjástra í appelsínugula eldhús- inu þínu. Þú gafst mér gjafir sem glöddu mig, og það var alltaf hægt að skreppa til þín og spjalla. Þegar ég var minni, gat ég unað tímum saman við að skoða húsgögnin þín sem vora faHeg, leyndardómsfull og öðruvísi, sérstaklega skattholið með mörgu skúffunum. Og ekki amaðist þú við því frekar en öðm. Nú vildi ég að tími hefði unnist til að fara með litla drenginn minn til þín og sýna þér hann, og ekki hefði verið verra að hann hefði fengið að kynnast þér. En svo verður ekki, og að leiðarlokum kveð ég þig og þakka þér fyrir að hafa fengið að vera þér samferða í heil þrjátíu ár. Þín Sigurlaug Guðjónsdóttir. DANSSVEIFLU Á TVEIM DÖGUMI Áhugahópur helgina »»*-» 557 7700 dansþátttöku á íslandi Heimasíða; vAmtolvusko6MömWOgDaí»id/ nmsKTGGNm- SiÁLFSMAT 15. jan. e.h. og 16. jan. f.h. Hótel Saga Leiðbeinendur: HaraldurÁ Hjaltason og Jón Freyr Jóhannsson Lögð áhersla á sjálfsmatslíkanið og notkun þess við mat á starfsemi og stöðu fyrirtækja. Fjallaðumávinning af notkun Innskyggnis, mismunandi aðferðir við framkvæmd sjálfcmats og hlutveik sjálfsmats í daglegri starfeemi fyrirtækja. GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAGISLANDS Tölvupóstur gsfi@vsi.is. Heimasiða http://wmv.skimo.is/gsfi sími 511 5666 fax 511 5667
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.