Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 OSKAR LOGASON Óskar Logason fæddist í Reykja- vík 30. maí 1980. Hann lést mánudag- inn 5. janúar síðast- liðinn. Foreldrar Óskars eru Logi Guðjónsson, f. 19.12. 1949, og Ingunn Lár- usdóttir, f. 30.12. 1949.. Systkini hans eru Gylfi Már, f. 11.5. 1972, og Oddný Þóra, f. 28.10. 1973. ^ títför Óskars fer fram frá ríkissal Votta Jehóva við Sogaveg í Reykjavík mánudag- inn 12. janúar og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er erfitt að setjast niður og skrifa kveðjuorð um systurson minn Oskar, hann var mér svo kær eins og öll systkinabörn mín. Fyrstu minningarnar um hann eru síðan við bjuggum saman í Aspar- fellinu. Brosandi glókollur, sem leiddi frænku sína, hana Björgu mína, sem var ári yngri en hann. Síðan liðu árin, við gerðum margt s«jnan, ferðuðumst saman utan- lands sem innan. Unglingsárin tóku við en ekki breyttist viðmótið, alltaf tók hann utan um mig þegar við hittumst, alltaf jafnþakklátur og hlýr hversu lítið sem það var sem fyrir hann var gert. Við sem vorum svo lánsöm að fá að eiga Óskar munum ávallt geyma allar góðu minningamar um hann. Stórt skarð hefur myndast í fjöl- skyldunni, en við verðum að halda áfram að halda hvert utan um ann- Elsku Inga, Logi, Gylfi og Odda, þið standið ekki ein. Megi algóður Guð styrkja ykkur og varðveita. Sigríður. Það voru bjartir dagar seinni hluta maímánaðar árið 1980. En í minningunni er 30. maí sérstaklega heiður og bjartur eins og Óskar sem fæddist þennan dag fyrir tæp- lega 18 árum. Óskar var yngsta barn Ing- unnar Lárusdóttur og Loga Guðjónssonar, eldri eru Gylfi Már og Oddný Þóra. Óskar var vel gerður og góð- ur drengur. Hann naut góðs atlætis í æsku og hlaut gott uppeldi. Hann bjó við mikið ástríki og kærleika og óx upp sem mikill efnispiltur. Að loknum grunnskóla stefndi hugurinn til þess að læra bakara- iðn og hafði hann hafið störf á því sviði þegar hann lést. Óskar var glaðvær og ávallt stutt í brosið. Hann hafði áhuga á íþróttum og var sjálfur stæltur og vel á sig kominn. Hann var vinmargur og vinsæll og fyrirmynd ungra manna í framkomu og hjálpsemi. Óskar var trúaður og trúði á hið góða í manninum og tók því mjög nærri sér þegar móðurbróðir hans var myrtur í Heiðmörk í október á síðasta ári. Óskar bar ekki tilfinningar sínar á torg og aldrei varð ég var við að hann væri dapur. Hann hefur þó eflaust átt sínar döpru stundir eins og aðrir. Arin sautján sem ég fékk að vera samferðamaður Óskars hér á jörð gefa mér vissu fyrir því að vel mun verða fyrir honum séð þegar hann mætir Skaparanum. Elsku Inga, Logi, Gylfi og Odda, megi trú ykkar styrkja ykkur í sorginni. Þorsteinn. MINNINGAR Elsku dúlli litli. Nú ertu farinn frá okkur. Hvílík sorg og hvílíkur harmur. Þú varst minn besti vinur og stórkostlegm- bróðir hreint út sagt. Eg mun minnast þín, Skari, á hverjum degi, oft og mörgum sinn- um á dag. Og hugsa fallega til þín, hversu hress og skemmtilegur þú alltaf varst, enda ekki kallaður Skari skrípó íyrir ekki neitt. Og hugsa um allt það skemmtilega og ánægjulega sem við brölluðum og fífluðumst saman í gegnum tíðina og ég tala ekki um gegnum ævina. Eg mun ætíð elska þig. En samt er svo erfitt að koma orðum að því hversu vænt mér þótti um þig, Óskar minn. Og ég veit líka að þér þótti vænt um mig, Óskar minn, og um mömmu og pabba og Oddu stóru systur. Við eigum billjón minningar hvor um annan og flest- ar alveg meiriháttar. Og þær munu svo sannarlega varðveitast að ei- lífu. Sofðu vært því ég veit að við munum hittast aftur. Þinn ástkæri Blues brother, Gylfi. Að skrifa minningargrein um Óskar frænda er nokkuð sem ég hélt að ég myndi aldrei gera. Hann var einu ári eldri en ég og frá því ég man eftir mér hef ég alltaf litið upp til hans. Hann var góður strák- ur, blíður, hress og vildi öllum vel. Hann var alltaf að segja brandara og alltaf brosandi. Það er varla liðin vika frá því að við töluðum um það þegar við vor- um lítil og lékum okkur í feluleik á Sogaveginum hjá ömmu og afa, þú, ég og Eiríkur. Og þegar við leigð- um Bond-spólurnar og fórum í sund. Mér fannst alltaf svo gaman að heimsækja þig. Elsku Óskar, það var bara í síð- ustu viku að við sátum í herberginu mínu og hlustuðum á uppáhalds- tónlistina okkar. Mér þykir svo vænt um þig og ég veit að þér þótti vænt um okkur öll. Ég gleymi þér aldrei. Þín frænka, Björg. Elsku Óskar. Hver hefði getað trúað því að við þyrftum að kveðja þig svo skyndilega? Það er mjög sárt að hugsa til þess að við mun- um aldrei framar fá að sjá þitt hlýja bros og njóta návistar þinn- ar. Við munum varðveita vel minn- ingarnar um allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum með þér. Tíundabekkjar- ferðalagið til Vestmannaeyja þar sem við héldum okkur vakandi alla nóttina. Öll þau skipti sem við fór- um í vatnsslag og hættum ekki fyrr en allir voru orðnir gegn- drepa. Einnig þegar við áttum öll að vera heima að læra undir próf, en þið strákarnir voruð úti í körfu- bolta og við inni að njósna um ykk- ur, bíðandi þess með eftirvæntingu að þið færuð úr bolunum. Og nú síðast á nýársnótt þegar við heilsuðum árinu 1998 í samein- ingu. Þú varst yndislegur vinur, ávallt brosandi og reiðubúinn að gera allt fyrir alla. Við erum því mjög þakk- látar fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér. Þú varst svo sannarlega vinur vina þinna. Enginn getur meinað mér minning þína’ að geyma. Kring um höll, sem hrunin er, hugann læt ég sveima. - M, sem heyrir hrynja tár, hjartans titra strengi, græddu þetta sorgarsár, svo það blæði’ ei lengi. (Erla) Foreldrum hans, Ingu og Loga, systkinum, Gylfa og Oddu, og besta vini, Samma, viljum við votta okkar dýpstu samúð. Þínar vinkonur í Grafarvoginum, Fanney, Gunnþórunn, Þyrí, Vala, Guðbjörg, Berglind, Bára, Sigrún, Hulda María og Hildur Rakel. MORGUNBLAÐIÐ Það var á fallegu ágústkvöldi núna í haust að við hittum gamlan vin okkkar úr bamaskóla. Eftir stutt samtal kemm- vinur hans hoppandi til okkar og kynnir sig sem Skara. Við vinkonumar horfð- um dolfallnar á þessa hressu, sætu og einlægu stráka. Eftir að hafa tal- að við þá kvöddu þeir okkur með kossi og faðmlagi. Við áttuðum okkm’ á því að lánið hafði leikið við okkur. Kunnings- skapur okkar þróaðist í góða vin- áttu og vomm við níu saman í vina- hóp. Þrír vinir hans og við vinkon- m-nar. Stundimar sem við áttum með honum vora ófáar en allar jafn ynd- islegar. Það vora alltaf miklir fagn- aðarfundir með tilheyrandi kossaflensi og faðmlögum. Alltaf var dansað, spjallað, sungið og hleg- ið. Og ávallt var það Óskar sem dró okkur með sér út á gólfið og hristi upp í okkur. Tónlistin var stór þátt- ur í Mfi hans og eiga hljómsveitir eins og Maus, Skunk Anansie, Pix- ies og Radiohead alltaf eftir að minna okkur á hann og þá sérstak- lega lagið með Skunk Anansie sem við kölluðum „Mjólkin hans pabba“. Við vonum og vitum að núna ertu á góðum stað og líður vel, því þú átt það svo sannarlega skilið. Þann tíma sem við þekktum þig þá kom það berlega í ljós að þú hugs- aðir alltaf fyrst um aðra áður en þú hugsaðir um sjálfan þig. Við viljum að þú vitir að þú og vinir þínir era einu strákarnir sem við gátum umgengist og verið al- gjörlega við sjálfar, því helsti kost- ur þinn var að þú tókst fólki eins og það var og mast það að eigin verð- leikum og vildir að maður gerði það sama um þig. Elsku Óskar, við þökkum fyrir að hafa kynnst þér og við eigum alltaf eftir að muna eftir þér og fal- lega brosinu þínu. Kæru Logi, Ingunn, Gylfi, Odd- ný og aðrir aðstandendur, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Valgerður, Inga, Christine, Hulda og Þóra. + Inga Lára Matthí- asdóttir fæddist á Patreksfirði 20. júní 1926. Hún lést á Droplaugarstöðum ♦nánudaginn 5. janú- ar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Matthíasar Guð- mundssonar og Stein- unnar Guðmunds- dóttur, sem bæði eru látin. Inga Lára var sjöunda í röðinni af 12 systkinum. Þau sem látin eru: Olgeir Haukur, Ásmundur, Guðmundur Kristinn, Áslaug og Lárus. Eftiriifandi eru: Þórdfs, Málfríður, Haukur, Erna, Jón og Hallgrímur. •FÞað er skammt stóri'a högga á milli hjá fjölskyldunni, því systir Ingu Lára, Aslaug, lést 16. desem- ber sl. og era því ekki meira en þrjár vikur á milli andláts þeirra. Inga Lára átti góð uppvaxtarár í faðmi yndislegra foreldra, systkina og ömmu sem bjuggu á Strandgötu 3 á Patreksfirði. Nú, við vetrarsól- hvörf, þegar ljósið er að sigra myrkrið þá slokknaði lífið hennar Ingu Láru. Lífið hennar hefur oft markast af baráttu ljóss og skugga. Því heilsuleysi hefur markað líf t«:nnar. En alltaf birti til og hún átti góð ár. Hvar sem hún bjó var heimilið hennar fallegt, hún var svo einstaklega snyrtileg og smekkleg. Það hafa alltaf verið góð tengsl milli systkinanna og til hennar var gott að koma. Kristinn, sonur henn- ar, var alinn upp hjá foreldram hennar á Patreksfirði, þar til hann Inga Lára eignað- ist soninn Kristin Is- feld, f. 15.10. 1944, d. 18.2 1973. Maður Ingu Láru er Páll Finnbogason, f. 12. maí 1919. Eftir hefð- bundna skólagöngu vann Inga Lára ýmis störf á Patreksfírði. Ung fluttist hún til Reykjavíkur og var í vistum og stundaði margvísleg störf, síð- ast vann hún hjá Ör- yrkjabandalaginu við saumaskap. títför Ingu Láru fer fram í Fossvogskapellu á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 15. flutti suður og stundaði sjó- mennsku frá Reykjavík, þá var hann að mestu hjá móður sinni. Það varð henni þungur missir þegar hann féll frá aðeins 29 ára gamall. Fyrir 14 áram kynntist hún honum Palla sínum var það þeirra beggja gæfuspor, þau áttu svo einkar vel saman, virtu hvort annað og sam- band þeirra var kærleiksríkt. Þau voru dugleg að ferðast, bæði inn- anlands og utan, það var skemmti- legt að hlusta á ferðasögurnar, því þær vora sagðar af innlifun, að ég tali nú ekki um veiðiferðirnar. Þetta var frábær tími. Með Palla fékk hún yndislega fjölskyldu, börnin hans og fjölskyldur þeirra tóku henni einkar vel og var mikill samgangur á milli þeirra. Nú í þessu veikindastríði hennar hafa þau reynst henni afar vel og fyrir það þökkum við af alhug. Palli hefur staðið eins og klettur og verið Ingu Lára akkerið sem alltaf hélt. Þótt hann hafi farið í erfiðan hjartaskurð á síðasta ári lét hann sig ekki vanta einn einasta dag við sjúkrabeð hennar eftir að hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Hjúkranarfólki á Droplaugarstöð- um era færðar kærar þakkir fyi’ir góða umönnun og elskulegheit. Elsku Palli, ég votta þér og ástvin- um hennar dýpstu samúð. Elsku- lega mágkona, far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir samfylgdina. Kveikt er ljós við ljós burt er sortans svið. Angar rós við rós opnast himins hlið. Niður stjömum stráð engill íram hjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. (Stefán frá Hvítadal.) Arnfríður Aradóttir. Elskuleg stjúpa mín og vinkona Inga Lára Mattíasdóttir lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 5. janúar síðastliðinn. Þessi glæsilega og góða kona fékk lausn frá löngu og ströngu veikindastriíði í svefni það kvöld og þakka ég drottni fyrir það. En mikið sakna ég hennar eins og ég man best eftir henni, hógværrar, fremur orðfáiTar en alltaf frábærlega vel til hafðrar, jafnvel þótt heilsan væri í slakara lagi. Hún hafði gaman af að vera innan um fólk þegar heilsan var góð og þótt hún legði ekki margt til málanna átti hún þó til að lauma út úr sér athugasemdum og hugsun- um sem komu manni til að veltast um af hlátri, því húmor og greind skorti hana ekki og naut hún sín vel sem gestgjafi og húsmóðir á sínu fallega heimili sem hún bjó fóður mínum þegar heilsan leyfði, sem því miður lauk alveg íyrir nokkram áram, þegar annar sjúkdómur alzheimer bættist við hinn 614103 þunglyndissjúkdóm sem hrjáði hana meira eða minna með óreglu- legu millibili áratugum saman. En Inga Lára hafði orðið fyrir þeirri óbærilegu sorg að missa einkason og einkabarn sitt en hann var á þrítugsaldri. Það var mikil blessun fyrir þau föður minn og Ingu Láru þegar leiðir þeirra lágu saman og gerði sú sambúð þeim báðum gott, hún eignaðist góðan og umhyggjusaman mann sem hún þreyttist aldrei á að dásama og hann konu sem hugsaði um hann af stakri umhyggju og alúð og hann vildi allt íyrir gera sem í hans valdi stóð og hún fyrir hann á þann hátt sem henni lét best, að hann Palli hennar væri alltaf ánægður, fínn og umkringdur öryggi góðs og fal- legs heimilis, sem hann kunni vel að meta og var stoltur af, þótt hann léti stundum í ljós á sinn gaman- sama hátt að hún dekraði allt of mikil við hann, sem ég er viss um að hún gerði nú stundum. Á þeim áram sem Inga Lára hafði sem besta heilsu fóra þau saman í veiði- túra sem vora og eru yndi fóður míns og virtist hún hafa mikla ánægju af þeim líka og stundum komu þau við hjá okkur hjónunum og litu á hvernig okkur gekk við að klambra saman smásumarhúsi og gróðurreit austur í Rangárvalla- sýslu, en þangað lá leið þeirra oft- ast í veiði og vora það okkur ógleymanlegar stundir er þau komu við með sitt glens og gaman- semi og að sjálfsögðu góðar gjafir. Leið þeirra lá einnig til fjar- lægra landa á þessum góðu tímum og vora þau glöð sem börn og end- umærð þegar heim kom og yndis- legt að sækja þau heim og heyra ferðasöguna og hversu mikið þetta gaf þeim bæði andlega og líkam- lega. En svo fór að syrta í álinn, styttra varð á milli veikindatíma- bila Ingu Lára og sjúkrahúsvista en þó brá af henni af og til og hún gat komið heim og sinnt sínu og hittumst við þá oftar en á spítalan- um og ræddum þá mikið um trú- mál og báðum saman, en hún þráði Guð og hans blessun inn í sitt líf, enda var hún mikið Guðs barn. Eins töluðum við um þetta hugðar- efni hennar á sjúkrahúsunum, síð- ustu árin og fannst mér það veita henni ró. Á liðnu ári veiktist faðir minn mikið af sjúkdómi sem hafði hrjáð hann alla ævi, en til að bjarga lífí hans þurfti að gera einhverja stærstu hjartaaðgerð sem gerð er hér á landi, en hún tókst vel, Guði sé lof. En Inga Lára var einmana þessa mánuði sem Palli hennar gat ekki heimsótt hana daglega eins og hann hafði ætíð gert, en sem betur fór bráði af henni um tíma svo að ég gat farið með hana í heimsókn til hans og mikil var gleði beggja þá. Hann fór nú fyrr á stjá en æski- legt hefði verið til að heimsækja hana og Ijómaði hún þá eins og sól í heiði og eins var, þessi fáu skipti sem mér tókst að líta til hennar og áttum við þá yndislegar stundir saman. En svo dró aftur ský fyrir sólu og líkamleg veikindi eyddu öllum lífsþrótti frá þessari yndislegu manneskju sem nú hefur fengið hvíldina og er komin heim til föð- urins sem líknar öllum þjáðum. Við hjónin viljum þakka fyrir hönd föður míns öllu því fólki sem sýndi henni umhyggju og kær- leika í hennar dvöl á Droplaugar- stöðum, og vottum systkinum hennar, mágfólki og öllum ætt- ingjum, okkar dýpstu samúð og sérstaklega biðjum við Guð að styrkja föður minn í hans miklu sorg og gefa honum frið í hjarta sitt í fullvissu þess að okkar elsku- lega Inga Lára er komin heim. Unnur og Kristján. INGA LÁRA MA TTHÍASDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.