Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 11 JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ þá heldur ekki að hegða sér eins og þeir hafi það.“ Heilbrigðiskerfið: Togstreita væntinga og fjármuna Heilbrigðiskerfið er alls staðar til umræðu á Norðurlöndum og þá einnig hin siðræna hlið þess. Þar segir Riis að sér sé efst í huga vænt- ingar fólks til heilbrigðiskerfisins annars vegar og fjármuna til þess hins vegar. „Við getum ekki dregið úr væntingum fólks og verðum þvi að spyrja okkur sjálf að því hvort meðferðin sem boðin sé sé ásættan- leg. Læknar geta haft í huga það sem ég hef kallað „frændaprófið“, þar sem maður spyr sig hvort maður sætti sig við að meðferðin væri boðin kærum frænda eða öðrum þeim sem manni þykir vænt um.“ Og með al- kunnu dönsku skopskyni bætir Riis því við með glettnisglampa í augum að hann hafi ekki neinn ríkan frænda í huga. „Læknar verða einfaldlega að spyrja sig í hvert skipti hvort þeir myndu einnig mæla með þessari meðferð ef í hlut ætti einhver þeim nákominn." En Riis er einnig á því að það sé ekki auðvelt að vera stjórnmálamað- ur á Norðurlöndum og útdeila gæð- unum. „Við erum dekruð og kröfu- hörð annars vegar og hins vegar reyna allir að lauma undan skattin- um, svo að hið opinbera í Danmörku er svikið um upphæð, sem er mörg- um milljörðum hærri en árlegt fram- lag til heilbrigðismála upp á um 58 milljarða danskra króna. Það er því ekki auðvelt að vera í þeim sporum að skipta fjármunum, sem varða líf og dauða. Það snertir stjórnmál og hagfræði, en sannai-lega líka sið- fræði.“ Og hér er umönnun gamla fólksins Riis nærtækt dæmi. „Það er ekkert spaug að eiga að gæta gam- allar elliærrar konu á opinni sjúki’a- deild, sem ekki má vera læst sökum hinna sjúklinganna, þegar hún finnst fáklædd úti á hraðbrautinni um miðja nótt að vetrarlagi. Við höfum ekki mannskap til að vakta sjúkling- ana og getum heldur ekki reyrt þá í rúmið, því það má ekki nema þeir hafi farið tvisvar sinnum út. Það eru elliheimili, þar sem rugluð gamal- menni hlaupast á brott, en við meg- um ekki nota jafn einfalt ráð og að setja skynjara í skó þess, sem hringja bjöllu, þegar það fer út um útidymar, því þingmenn og aðrir . með það sem ég kalla „réttu skoðan- irnar“ álíta slíkt kerfi brjóta gegn mannréttindum. Þetta er lífið inni í búrinu, sem ég nefndi áðan, þar sem hinir utan búranna hafa sett okkur reglur, en þeir hafa bara aldrei setið uppi með þennan vanda sjálfir. Ann- að eru svo peningamir. Ég get alveg rissað upp hvemig ég vildi hafa stofnanir fyrir gamla fólkið, en það kostar pening. Á endanum er svo starfsfólkinu kennt um allt sem aflaga fer.“ Hagsmunaárekstrar heildarinn- ar og starfsstétta En spurningin mikla um fé til heil- brigðismála er ekki aðeins spurning um heildarupphæð, heldur einnig um nýtingu húsnæðis og starfsfólks. „Það væri kannski ekki úr vegi að nota skurðstofur líka síðdegis og um helgar. Það er auðvitað hægt, en samningum við starfsfólk er þannig fyrir komið að þetta er of dýrt. Þetta þyrfti að athuga alls staðar á Norð- urlöndum." Riis bendir á að það þurfi ekki alltaf kostnaðarsamar breytingar til að hnika málum til betri vegar og tekur sem dæmi meðhöndlun á kon- um, þegar grunur vaknar um leg- hálskrabba. „Svarið kemur venju- lega fjórtán dögum eftir að skoðun fer fram og það eru fjórtán langir dagar, ef konuna grunar að ekki sé allt með felldu. I raun gæti svarið komið eftir þrjá daga. Og að fengnu svari eiga ekki að líða margar vikur þar til meðferð fæst, heldur ætti að gera aðgerðina strax. Svo mætti kannski líka bæta samskiptin við sjúklingana og huga að orðalaginu í bréfinu, sem konurnar fá sent. Ég hef alltaf lagt metnað í að undir- ski-ifa sjálfur bréf til sjúklinga minna og fengið þakkir fyrh-. Bara svona smáatriði hafa mikla þýðingu í sam- skiptum fólks við heilbrigðiskerfið." Riis neitar ekki að heilbrigðiskerf- ið sé um of skipulagt út frá þörfum starfsfólks, fremur en sjúklinga, „en það aflar mér tæplega vinsælda að segja það. Við sem vinnum í heil- ÉG VILDI til dæmis ekki sjá sýni úr Vestur-Jótum seld til lyfjafyrirtækis í Bandaríkjunum, sem notaði þau til að einangra gen, sem álitin væru stýra áfengisdrykkju, segir Povl Riis. Ef ég ætti eitt líf í viðbót læsi ég forn-íslensku Umræðan spannar jafnt tungumál, bók- menntir og vísindi, þegar danski læknirinn Povl Riis, nýkominn úr 38. Islandsferðinni, er annars vegar, eins og Sigrún Davíðs- dóttir komst að er hún ræddi við hann á dögunum. POVL Riis var uppnuminn eftir vetrarferð til íslands um daginn, þar sem hann keyrði um Snæfellsnes og naut gestrisni vina og starfsbræðra, auk þess að eiga aðgang að sumar- bústað Læknafélagsins. Þau fríðindi fylgja því að vera heiðursfélagi fé- lagsins, segir hann glaðlega, en það hefur hann verið síðan 1978. Gleðin yfir Islandsferðinni var ekkert nýja- brum, því íslandsferðin var 38. ferð- in til Islands, „svo þetta er gleðin yf- ir gömlu ástarsambandi" bætir hann við með bros á vör. í Danmörku hef- ur Riis fyrir löngu markað sér bás í umræðum um heilbrigðismál og nú síðast talar hann gjarnan um málefni eldri borgaranna. I fyrra lét hann af prófessorsstörfum við Hafnarhá- skóla og á löngum ferli hafa honum hlotnast viðurkenningar og heið- urstitlai- af öllu tagi. Þessi glæsilegi og keiki maður er eftirsóttur fyrir- lesari og ferðast víða, svo samtalið einn vetrardag á heimili hans í Hell- erup var rofið af símhringingu vegna ráðstefnuferðar til Hong Kong, sem er á dagskrá næsta haust. Þó hann vilji ekki gera mikið úr því sjálfur þá hefur hann lagt sig eftir íslensku og segist geta lesið einfaldan texta með hjálp orðabókar og kynnin af ís- lenskunni hafi auðgað skilning sinn á dönskunni. „Kynnin af íslenskunni hafa auðgað dönskuna mína“ Tengslin við ísland eiga rætur að rekja til áhuga Riis á norðurslóðum, auk þess sem kona hans Else Riis, sem lést í haust, átti fjölskyldu á ís- landi. Um aðdráttarafl norðurslóð- anna segir Riis að þær hafi einfald- lega þessi áhrif „á okkur sem höfum þörf fyrir vítt útsýni og kyrrð“. Og það er ekki síður menning þessara slóða, sem hrífur hann. Menning, sem er sprottin upp af lífsbaráttunni og baráttunni við náttúruöflin og mótar bæði lífssýn og hugarfar. Sjálfur er Riis ættaður frá Vestur- Jótlandi og segist finna margskonar samsvörun með fólki þar og á Græn- landi og á Islandi. „Auðvitað búum við í Danmörku fjarri þessari hörðu lífsbaráttu, en ég hef notið þeirra forréttinda að ferðast um þessar slóðir og það hafði mikil áhrif á mig að koma til Thule og kynnast lífi fólks við aðstæður, sem fæstir Danir þyldu og heyra sögur þess og kynn- ast list þar. Ég hef séð svipað í Suð- ur-Ameríku, Afríku og á Nýja-Sjá- landi og dáist að því, en þar sakna ég hinnar menningarlegu víddar, sem mér finnst ég verða var við bæði á Grænlandi og íslandi." Fyrstu kynnin af íslandi voru þeg- ar Riis eftir ráðstefnu þar ferðaðist um með Else og þremur börnum þeirra, fór til Akureyrar, Mývatns og eignaðist góða vini í hópi starfs- bræðra og vina þeirra. En það voru ekki síst kynnin af íslenskunni, sem höfðu áhrif á Riis. Þau segir hann hafa aukið skilning sinn á sínu eigin móðurmáli og hjálpað sér við að eiga við vísindatexta í ESB-samstarfinu, því eins og hann segir þá eru ekki svo margir „generalistar" til og því hefur hann víða komið við sögu í sambandi við fræðiorð. .Auðvitað hefur danskan þegið margt frá lat- ínu, grísku, ensku, frönsku og þýsku, en ég hef auðgast á kynnum af ís- lenskunni og af að skoða dönskuna með hana í huga. Ég segi oft að ís- lenskan sé svo gegnsæ og ef ég er spurður hvað ég eigi við með því, þá rifja ég upp nafnið Herðubreið. Þeg- ar ég spurði hvað það þýddi þá benti vinur minn mér á fjallið og sagði að það gæti ég væntanlega séð. Kynnin af íslenskunni hafa auðgað dönskuna mína.“ Læknisfræði og ljóðagerð Riis hefur einnig lesið íslenskar bækur og séð íslenskar kvikmyndir, að ógleymdri uppáhaldssögunni sinni, Laxdælu. „Hún hefur að geyma freudisma löngu áður en nokkrum hafði dottið sálin í hug, samanber „Þeim var ég verst er ég unni mest“.“ Hann hrífst af djúpu innsæi sagnanna og djúpu skop- skyni, höfnu yfir nútíma skopskyn, sem oft einkennist af ögn af illkvittni á kostnað annarra. Líkt og hjá H.C. Andersen sé sálrænt innsæi túlkað með skopi og aðeins gefið í skyn, „eitthvað annað en í þessari hræði- legu Disney-menningu, sem veltur yfir bæði Islendinga, Dani og aðra, þar sem lesandinn er neytandi, sem situr með hálfopinn munn og er mat- aður.“ Og það er ekki hægt að skilj- ast við íslenskar bókmenntir án þess að nefna að Riis hefur snarað „A Sprengisandi“ á dönsku. „Ef ég ætti eitt líf í viðbót læsi ég forn-íslensku, ekki af því ég vildi flytjast til Is- lands, heldur af því ég held mikið upp á sameiginlega sögu norðurs- ins.“ En Riis hefur markað sér bás víð- ar en í læknisfræðinni og þeir eru ekki ófáir söngtextar hans, sem dönsk tónskáld hafa tónsett. í tilefni afmælis Konunglega bókasafnsins tónsetti danska tónskáldið Per Norgárd texta Riis, fyrir silfurbrúð- kaup Margrétar Þórhildai- Dana- drottningar gerði hann texta við tón- verk, sem kom út á geisladiski, jóla- kantötu hefur hann skrifað og vinnur nú að texta við kórverk fyrir danska útvarpið. Söngtextana getur hann prófað á dóttur sinni, sem er söng- kona og honum er annt um að auðga danska sönghefð og færa til nútím- ans. Bókmenntirnar hafa verið upp- spretta ánægju, en aldrei keppt við læknisfræðina, segir hann, en bætir við að starfsþrekið hafi alltaf verið mikið og hann hafi hvorki látið áfengi, sjónvai’p, né samkvæmislíf glepja sig um of, heldur notað kvöld- in til að vinna heima, sem ekki veitti af þegar hann var um árabil ritstjóri danska læknaritsins. Hann nýtir tímann, er illa við hugtakið „að drepa tímann“, en viðurkennir að konan hans hafi kannski á stundum verið afbrýðissöm út í pappírana, sem hafi tekið huga hans allan, þótt það hafi kannski verið saklausara en framhjáhald af öðru tagi. Orðabókin var alltaf innan seilingar, líka Blön- dal bætir hann við. Þræðirnir flétt- uðust milli fræðanna og annarra áhugamála, milli ljóðlistar og læknis- fræði. f dýragarði læknisfræðinnar Riis tók á sínum tíma þátt í gerð Helsinki-sáttmálans um læknisrann- sóknh- á fólki og þar var talað um að stofna ætti siðanefndir í hverju landi til að meta læknisfræðilegar rann- sóknir. I framhaldi af því beitti hann sér fyrir stofnun vísindalegrai' siða- nefndar heima fyrir 1979 og er nú að láta af störfum þar eftir nýár. Nefndin hefur árlega metið um þrjú þúsund rannsóknarverkefni. A veg- um þeiiTai- nefndar hefur Riis oft verið þinginu til ráðgjafar og meðal annars við stofnun Siðaráðsins, en þar eru rædd almenn mál er snerta vísindi. Riis hefur einnig starfað mikið á norrænum vettvangi og álít- ur að einmitt á siðfræðisviðinu hafi önnur lönd margt að læra af þeirri hlið norræns samstarfs. „Það má segja að læknisfræðin sé nokkurs konar dýi’agarður í þessu tilliti, þar sem heimspekingar og aðrir sér- fræðingar geta virt fyrir sér hvað sé á seyði innan rimlanna. Og við sem erum eins og ljón eða höfrungar inni í búrunum getum líka horft út og miðlað til þeiiTa, sem standa utan okkar sviðs.“ Læknar eru oft nefndir sem dæmi um sérfræðinga, er séu dómarar í eigin sök. Riis tekur undir að þessi skoðun heyrist svo oft að það sé erfitt að andæfa henni, en hún eigi undantekningalítið ekki við rök að styðjast, því a.m.k. í Danmörku sé víða hægt að kvarta yfir læknum og læknastörfum. „Ég er þvi orðinn svolítið þreyttur á að heyra þessar ásakanir endurteknar æ ofan í æ. Við athuguðum til dæmis nýlega hvernig klögumálum hefði lyktað og þá kom glögglega í ljós að úrskurðir féllu nokkuð jafnt bæði með og móti. Mér finnst ekki að læknar þurfi að hafa slæma samvisku og þeir þurfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.