Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 4/1 -10/1 ► ÍSLENSKA Magnesíum- félagið hefur sdtt um starfs- leyfi fyrir 50 þúsund tonna magnesíumverksmiðju til Hollustuverndar rfkisins. ► SAMKVÆMT bráða- birgðaupplýsingum Hag- stofu var algengast á ný- liðnu ári að börnum væru gefin nöfnin Jdn og Anna. Næst í vinsældaröðinni hjá drengjum vom nöfnin Aron og Daníel og hjá stúlkum Helga og Margrét. Sérfræðingar segja upp samningum í BYRJUN vikunnar höfðu 112 sér- fræðilæknar sagt upp samningi við Tryggingastofnun og er það þriðjung- ur þeirra sem starfa fyrir stofnunina. Sérfræðingarnir krefjast hækkunar á gjaldskrá. Formaður samninganefnd- ar læknanna sagði að líklega myndu margir í viðbót segja upp í lok mánað- arins. Engin þörf fyrir Evr- ópusambandsaðild ► VIÐRÆÐUR hafa farið fram um flutning Bústaða- safns Borgarbdkasafns í Borgarleikhúsið. Leigu- samningur Bústaðasafns í Bústaðakirkju rennur út í lok næsta árs. ► EVRÓPU S AMBANDIÐ hefur bannað sölu á fersk- um Nílarkarfa úr Viktorfu- vatni vegna kdlerufaraldurs í Uganda. SH hefur sinnt sölu karfans og vonast for- svarsmenn fyrirtækisins til þess að banninu verði fljdt,- lega aflétt. ► VERÐ á mjdlkurvörum hækkaði um 3-5% um ára- mdtin og hafa hækkanir á undanförnum mánuðum verið meiri en á verðlagi að meðaltali. ► SÖLUMIÐSTÖÐ hrað- frystihúsanna seldi í fyrra 133.700 tonn af afurðum að verðmæti 29 milljarðar krdna samkvæmt bráða- birgðatölum. Það er 4% aukning frá árinu 1996 sem var metár hvað varðar magn og það næstbesta í verðmætum. DAVID Steel, fyrrverandi leiðtogi Frjálslynda flokksins í Bretlandi, sagði í heimsókn sinni til Islands í vik- unni, að engin knýjandi þörf væri á því fyrir íslendinga að ganga í Evr- ópusambandið. Hins vegar væri það Bretum pólitísk nauðsyn. Fjögur útgerðar- fyrirtæki sameinast Borgey hf. STJÓRNIR fjögurra smærri útgerð- arfyrirtækja samþykktu að sameinast Borgey hf. á Höfn í Homafirði og fá eigendur þeirra í skiptum hlutabréf í Borgey. Veiðiheimildir fyrirtækisins verða með sameiningunni 6.400 þorskígildistonn. Sjómenn samþykkja verkfallsboðun MIKILL meirihluti þeirra sjómanna innan aðildarfélaga Sjómannasam- bands íslands sem atkvæði greiddu samþykktu að fara í verkfall 2. febrú- ar ef samningar hefðu ekki náðst. Tvö lítil félög felldu boðunina. Sjö af átta félögum skipstjóra og stýrimanna í Farmanna- og fiskimannasambandinu samþykktu einnig verkfallsboðun. Öll spjót standa á Benjamin Netanyahu ÖLL spjót standa nú á Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra ísraels, sem hefur reynt að draga úr spennu í sam- skiptum sínum við Yitzhak Mordechai, vamarmálaráðherra landsins, og banda- rísk stjórnvöld. Mor- dechai hefur hótað af- sögn standi ísraelska stjómin ekld við gefin loforð um eftirgjöf landsvæða til Palest- ínumanna og Banda- ríkjamenn eru ósáttir við þá ákvörðun stjómar Netanyahus að stækka landnemabyggðir gyðinga. Stjórn Netanyahus stendur tæpt eft- ir að David Levy utanríkisráðherra sagði af sér um síðustu helgi. Stjómin stóðst þó fyrstu eldraunina á mánudag þegar þingið samþykkti fjárlög næsta árs. Nyrup lét engan bilbug á sér fínna í Færeyjum POUL Nymp Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, lét engan bil- bug á sér finna meðan á dvöl hans í Færeyjum stóð á þriðjudag og mið- vikudag. Tveir af sjö ráðhermm Færeyja kusu að vera ekki viðstaddir fund með forsætisráðherranum í mót- mælaskyni við að hann skyldi leggja leið sína til eyjanna níu dögum áður en skýrsla rannsóknar á færeysku bankakreppunni liggur fyrir. Nyrap sagði að danska stjórnin hefði sýnt full heilindi í málinu. Óánægðir Færeyingar efndu til mótmælafundar þegar Nymp kom til Þórshafnar og kröfðust þess að Færeyingar fengju að semja sína eig- in stjórnarskrá. Bcnjamin Netanyahu ► EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur ákveðið að senda full- trúa til Alsírs til að kynna sér ástandið í landinu eftir hrinu ofbeldisverka sem hefur kostað um 1.000 AI- sírbúa lifið á tíu dögum. Fólkið var ýmist brennt inni, skorið á háls eða háls- höggvið. ► P.W. Botha, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verð- ur sóttur til saka fyrir að neita að koma fyrir Sann- leiksnefndina svokölluðu og virða stefnur hennar að vettugi. Botha á allt að tveggja ára fangelsisdóm yfir höfði sér. ► STJÓRNVÖLD á Ítalíu hafa sætt harðri gagnrýni aðildarlanda Schengen-sam- komulags Evrópusambands- ins fyrir að segja kúrdíska flóttamenn velkomna til landsins. Um 1.200 Kúrdar, fiestir frá Tyrklandi, hafa farið á bátum til Ítalíu. ► MOHAMMAD Khatami, forseti írans, sagði í viðtali við CNN á miðvikudag að Iranar vildu efla tengsl sín við Bandaríkin en kvaðst hins vegar ekki sjá neinn flöt á því að svo stöddu að ríkisstjórnir landanna tækju upp bein samskipti. ► VALDAS Adamkus var kjörinn forseti Litháens á sunnudag en sigur hans var naumur því munurinn á fylgi frambjóðendanna tveggja var aðeins 0,6%. Adamkus er 71 árs og flutti búferlum til landsins frá Bandaríkjunum í fyrra. ttKfiHllt Hugmyndir um flutning Bústaðasafns Kirkjan verður af 1.400 þúsundum króna í leigutekjur Viðbygging við Melaskóla FRAMKVÆMDIR eru hafnar við viðbyggingu við Melaskólann í Reykjavík. Nýja byggingin mun hýsa 12 almennar kennslustofur, en auk þess verður þar rými til raungreina- og sérkennslu svo og vinnuaðstöðu kennara. Viðbyggingin verður samtals um 1.400 fermetrar að stærð, reist á tveimur hæðum og því einni hæð Iægri en gamla skólahúsið, en svip- aðrar hæðar og nærliggjandi íbúð- arhús. Allar kennslustofur munu snúa í vesturátt meðfram Furumel, en stigahús og miðrými snúa til austurs út að leiksvæðum í Gamla porti. Eins og sjá má á meðfylgjandi tölvumynd, sem unnin var á vinnu- stofu Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts hússins, tekur form ný- byggingarinnar mið af lögun nú- verandi skólahúss og verður sveigð í boga meðfram Furumelnum. Gamla skólahúsið var tekið í notkun 1946 þegar Melaskólinn tók til starfa. Þá var byggð að rísa og risin á Melunum og þörf á skóla- byggingu brýn. Skólabyggingin var gerð eftir uppdráttum Einars Sveinssonar arkitekts. BÚSTAÐAKIRKJUSÓKN verður af tæplega 1.400 þúsund króna leigutekjum árlega ef útibú Borg- arbókasafns í kjallara kirkjunnar flytur í Borgai'leikhúsið. Umræður um ílutning safnsins, sem sagt var frá í Morgunblaðinu sl. fóstudag, hafa farið fram milli yfirmanna Borgarbókasafns og Borgarleikhúss, en Ögmundur Kristinsson, formaður sóknar- nefndar Bústaðakirkju, segir að ekkert formlegt erindi hafi borist varðandi málið. Leigusamningur safnsins og kirkjunnar rennur út í lok næsta árs. „Ég veit ekki hversu þungt leigutekjurnar vega nú,“ segir Ög- mundur. ,Auðvitað hafa þær verið Bústaðakirkju drjúgar í gegnum árin, sérstaklega fyrst eftir að byggingu hennar var lokið.“ Anna Torfadóttir yfirbókavörður Borgarbókasafns segir að núver- andi aðstaða Bústaðasaftis sé of lít- il og óhentug. Húsnæðið er rúmir þrjú hundmð fermetrar að stærð, en óskað hefur verið eftir tæplega þúsund fermetmm undir safnið ef það flytur til Borgarleikhússins. Að einhverju leyti verður húsrými samnýtt með leikhúsinu. Ánægja hjá Leikfélaginu Þórhildur Þorleifsdóttir, leikhús- stjóri, og Þórhallur Gunnarsson, formaður leikhúsráðs lýsa bæði mikilli ánægju með hugmyndir um það að fá Bústaðasafnið til Borgar- leikhússins. Samstarfssamningur heilbrigðisráðuneytisins og SÁÁ um forvarnaverkefni undirritað 13 milljónir til for- j varna næstu 2 árin INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra og Þórarinn Tyrf- ingsson, formaður SÁÁ, undirrit- uðu á föstudag samstarfssamning ráðuneytisins og SÁA um for- vamaverkefni í sveitarfélögum víða um land til næstu tveggja ára. Verkefnið miðar að því að samhæfa krafta allra lykilaðila sem koma að forvömum í hverju sveitarfélagi, svo sem starfsmanna skóla, for- eldrafélaga, lögreglu, íþróttahreyf- ingar og heilsugæslu. Samhliða sveitarfélagaverkefn- inu verður unnið að kynningar- og fræðsluverkefni gagnvart starfs- fólki innan heilbrigðisþjónustunn- ar, með það að markmiði að fræða heilbrigðisstarfsmenn um hvemig greina eigi óhóflega áfengisneyslu og ólöglega vímuefnaneyslu skjól- stæðinga þeirra og hvernig gripið verði til viðeigandi ráðstafana. Heilbrigðisráðuneytið leggur fram til verkefnanna 13 milljónir króna, sem verða greiddar með jöfnum greiðslum ársfjórðungslega á tveggja ára tímabili. SÁA mun leggja fram sérhæft starfsfólk, þekkingu og afnot af fræðslu- og kynningarefni, auk þess sem sam- starfsaðilar í sveitarfélögunum munu leggja fram vinnu, aðstöðu og fjármagn eftir nánara sam- komulagi. Á miðju tímabilinu verð- ur staldrað við, skoðað hvað áunn- ist hefur og haldin námsstefna um stöðu verkefnanna, framgang þeirra og árangur. Aðdragandi verkefnisins er sá að á árinu 1996 fékk SÁÁ 1,5 millj- óna króna styrk úr forvamasjóði til þess að undirbúa víðtækt for- vamastarf í nokkmm sveitarfélög- um, í samvinnu við sveitarstjórnir og þá sem að forvörnum starfa á hverjum stað. Verkefnið fór af stað í fimm sveitarfélögum á síðastliðnu ári og fékk þá aftur 1,5 milljón króna í styrk úr forvamasjóði. Sveitarfélögin marki sér stefnu í forvörnum Að sögn Einars Gylfa Jónsson- ar; deildarstjóra forvarnadeildar SAÁ, er verkefnið nú komið á góð- an skrið og hafa ýmsir hnökrar verið sniðnir af því og sveitarfélög- in hafi gert sér skýrari grein fyrir skyldum sínum. Hann segir reynsluna yfirleitt góða, sérstak- lega á þeim stöðum þar sem náðst hafi breið samstaða innan sveitar- félagsins um vinnu að verkefninu. Nú er ætlunin að taka upp sam- starf við nokkur sveitarfélög til , viðbótar og fjölga þeim smátt og smátt. Einar Gylfi segir meginhug- , myndina vera þá að sveitarfélögin marki sér stefnu í forvömum og hver og einn skilgreini sitt hlut- verk. Framlag SÁA verði fyrst og fremst faglegs eðlis, þ.e. að fræða lykilaðila í forvörnum, þar með talda foreldra, því það séu þeir sem þurfi að koma skilaboðunum áfram til barnanna og unglinganna. Vinna j sem þessi verði aldrei eingöngu unnin af utanaðkomandi fagaðilum eins og SÁÁ, heldur hljóti ábyrgðin að liggja hjá íbúunum sjálfum, unglingunum og þeim sem þjóna þeim og vinna með þeim að þeima hugðarefnum. Hjá Þórarni Tyrfingssyni og Ingibjörgu Pálmadóttur kom fram sú vissa að þegar saman færi markviss samvinna og samhæfing krafta sveitarfélaganna og lykilað- í ila innan þeirra, og fagleg leiðsögn j og fræðsla SÁÁ sem hefur mikla reynslu af forvömum gegn neyslu áfengis og annarra vímuefna, hlyti það að skila góðum árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.