Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 HUGVEKJA „ Oss langar að sjá Jesú “ í hugvekju dagsins segir sr. Heimir Steinsson: Full ástæða er til að þakka Guðfræðistofnun fyr- ir útgáfu þeirrar rit- raðar, sem hér hefur verið vikið að. LITLU fyrir jól kom út bók, er hafði ofangreind orð Jóhann- esar guðspjalls (12:21) að heiti og yfirskrift. Um var að ræða 11. bindi í ritröðinni „Studia theologica Islandica" eða „ís- lenzkar guðfræðirannsóknir", en efni þetta er gefið út af Guð- fræðistofnun Háskóla íslands og Skálholtsútgáfunni. Ritröðin hóf j .göngu sína árið 1988 og fyllir J 5þannig áratuginn nú á næstu misserum. Þar er að fínna fleiri ritgerðir um guðfræði en annars staðar getur á íslandi, þótt Kirkjuritið og Orðið, rit Félags guðfræðinema, séu bæði liðtæk í því efni einnig. Afmælisrit séra Jónasar Gísiasonar Undirtitill umræddrar bókar er sá, sem hér var hafður að millifyrirsögn. Hinn 23. nóvem- ber 1996 varð séra Jónas Gísla- son, prófessor í kirkjusögu og vígsiubiskup, sjötugur. Af því til- efni senda Guðfræðistofnun og Skálholtsútgáfan frá sér þetta rit. Fyrsti hluti ritsins geymir greinar um séra Jónas. En meginmál bókarinnar birtir rit- gerðir, ræður, ljóð o.fl. eftir af- mæiisbarnið sjálft. Þar kennir ýmissa góðra grasa. Verður nán- ar að þeim vikið hér á eftir. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor og ritstjóri Guðfræði- stofnunar skrifar inngangsorð. Þar greinir m.a. frá því, að séra Jónas var reyndar fyrsti um- sýslumaður þeirrar Ritraðar, sem afmælisbók hans birtist í. Er hann því „sérlega vel að slíkum heiðri kominn", eins og dr. Gunn- laugur tekur til orða. Gunnlaugur kveður ritið hafa verið unnið „í nánu samstarfi“ við Jónas, en hinn síðar nefndi hafði það að leiðarljósi, að niðurstaðan „yrði sem mest við alþýðu hæfí“. Jónas valdi og heiti ritsins sjálfur. Dr. Hjalti Hugason prófessor ritar greinina „Gert upp við kirkjusögukennara", en Hjalti er arftaki Jónasar á kennarastóli við Guðfræðideild Háskóla íslands. Hjalti kveður það almenn sann- indi, að stúdentar geri uppreisn gegn lærifeðrum. En ályktunar- orð hans eru þau, að í öllu upp- '^gjöri felist „menntun og þroski, ef það fær að eiga sér stað án beizkju“. Síðan spyr höfundur: „Er það ekki hlutverk sérhvers kéhnara að beina nemendum sín- um einmitt í þá átt?“ - og svarar sér sjálfur: „Það tókst Jónasi Gíslasyni oft, og fyrir það er að þakka.“ Dr. Páli Skúlason háskólarekt- or sendir Jónasi vinsamlega kveðju undir yfírskriftinni „Að lifa í trú“. Páll hefur fyrr og síðar skrifað af næmum skilningi um , kristinn dóm. Skemmst er að minnast erindis, sem rektor flutti á liðnu hausti í tilefni af 150 ára afmæli Prestaskólans. Hér kveður enn við áþekkan tón. Þórarinn Bjömsson cand.theol., sem um þessar mundir vinnur við að rita sögu KFUM, skrifar stór- fróðlega grein um þátttöku Jónas- k ar Gíslasonar í þeim féiagsskap, en þar lét hann mjög að sér kveða um langt skeið. Hér er raunar að fínna ágrip af ævisögu Jónasar endilangri. Hæfír vel að flíka því efni í upphafí afmælisrits. Meginmál Fyrsti hluti meginmáls þeirrar bókar, sem ég tók mér fyrir hend- ur að kynna í hugvekju dagsins, greinir frá kirkjusögu. Þar eru m.a. „Smábrot úr sögu Skál- holts", „Molar um meistara Brynj- ólf“ og „Deilur um Odda“. Einnig fjallar séra Jónas um Hallgrím Pétursson og lítið eitt um Passíu- sálma hans. Allar eru greinamar gimilegar til fróðleiks hveijum sem ann sögu íslenzkrar kristni. Því næst fara „Fáeinir þankar um predikunina" og að þeim lokn- um flórar predikanir, sem Jónas flutti við ýmis tækifæri á ferli sínum. Sjálfur naut ég þess að heyra sumar predikananna, er þær voru færðar fram. Hlýlegt er að hitta þær hér fyrir í prent- uðu máli. - Séra Jónas Gíslason hefur fengizt við margt í áratug- anna rás. E.t.v. lætur honum bet- ur að predika en nokkuð annað. Næsti kapítuli afmælisritsins nefnist „Almenn guðfræði". Þar ijallar höfundur um „Kross Krists í ljósi guðfræðinnar“, um „Uppris- una“ og „Um Postulasöguna". Nær lokum fyrstu greinarinnar segir höfundur: „Ætli mannleg tilvera væri ekki farsælli, ef sá sannleikur yrði okkur ljósari, að hamingja mannsins er ekki fólgin í efnislegum gæðum einum, þegar allt kemur til alls. Mannleg ham- ingja er miklu fremur fóigin í því að lifa lífínu í samhljóðan við þann tilgang, sem mannlegri til- veru er settur af skapara hennar“. Næsti hluti bókarinnar er tvö prósaljóð. Séra Jónas varð kunnur að þess konar hugverkum, sem hann skrifað vikulega í Morgun- blaðið fyrir fáum árum. Það efni kom út í heild árið 1994 undir yfirskriftinni „Hver morgunn er nýr“. Þetta form lætur Jónasi Gíslasyni að sumu leyti einstak- lega vel. Þá er að finna greinar „Um fáeina samferðamenn", þar minn- ist séra Jónas meðal annarra þeirra Bjarna Benediktssonar og Geirs Hallgrímssonar. Hann þekkti þá náið báða, Bjama og Geir, og skrifar hér af alúð og nærfæmi, en jafnframt af þeirri skarpskyggni, sem honum löng- um er lagin. Meðal annars segir höfundur um Bjama Benedikts- son: „Ég minnist hans með virð- ingu og þökk og tel mér til gild- is, að hann skyldi velja mig sem trúnaðarmann sinn“. Afmælisbókinni lýkur með tveimur ritsmíðum, er lúta að sáru heilsuleysi séra Jónasar Gíslasonar hin síðari ár. Hin fyrri þeirra er m.a. gagnrýni á heil- brigðiskerfíð. Síðari grein rekur sjúkdómssögu höfundar, en vitnar þó öllu öðru fremur um heita guðstrú hans, traust hans til Jesú Krists. Guðfræðiútgáfa Full ástæða er til að þakka Guðfræðistofnun fyrir útgáfu þeirrar ritraðar, sem hér hefur verið vikið að. Guðfræðileg um- ræða er tiltölulega fátíð á ís- landi. Þeir sem iokið hafa námi við Háskóla íslands og em horfn- ir þaðan búa við næsta takmark- aðan kost fræðilegs fömneytis upp frá því. Þeim mun sjálfsagð- ara er að fagna því hveiju sinni, sem vel er gjört. Séra Jónasi Gísiasyni vígslu- biskupi og prófessor óska ég til hamingju með vel heppnað rit og bið honum og ástvinum hans blessunar í hverri raun. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Mér fínnst MÉR fínnst að þak eigi að vera á fjárfestingum lífeyrissjóða erlendis með það fyrir augum að áhættufjármagn vantar í þjóðfélagið, föst upphæð myndi líklegast auðvelda Seðlabanka íslands róðurinn. Mér fínnst að það eigi að banna sölu og leigu á kvóta og vinna upp nýtt kerfi með byggða- stefnu þessa lands í huga. Mér finnst að gmndvöllur þessa lands sem við ís- lendingar höfum státað okkur af, þ.e.a.s. hreint land og fagurt, mætti vera sterkari og því ætti innflutningur á raf- magnsvélum og bygging lítils kjamorkuvers ekki að vefjast fyrir okkur. Mér finnst að slorþrær eða marningsvélar ættu að vera skilyrði í öllum frystitogumm á þessu landi enda um stóraukin aflaverðmæti að ræða þegar á heildina er litið. Mér fínnst líka að hér ætti að vera alþjóðleg ráð- gjafarstofnun sem með samvinnu Háskóla ís- lands, ráðgjafastofum fjármála og tölvufyrir- tækjum, sem og ýmsum aðilum tengdum fískiiðn- aði, gæti fundið verðug verkefni á erlendri grund og væri sú ráðgjöf borguð af þróunarstofnun Sam- einuðu þjóðanna, til dæm- is. Alþjóðlega ráðgjafa- stofa Islands gæti skapað grandvöll fyrir íslensk dótturfyrirtæki og hugvit á erlendri gmnd og stór- aukið útflutning okkar á öðram sviðum en þeim sem fyrir em. Jón Pétur Kristjánsson sjómaður. Mótmæli EIN mesta skemmdar- verkastarfsemi síðustu ára hefur farið fram, sam- eining sveitarfélaga. Með blekkingum og ósönnum áróðri hefur valdaklíkum í þjóðfélaginu tekist að eyðileggja eitt það mikil- vægasta sem þjóðinni hef- ur hlotnast, það er full- trúalýðræðið í sveitarfé- lögum. Ráðist hefur verið á samstarf sveitarfélag- anna, svo sem sameigin- leg útboð á þjónustu. Eitt af þvi sem þessar valdak- líkur hafa að markmiði er að stjóma ofan frá og þagga niður hinar ýmsu raddir fólksins sem em hættulegar valdaklíkun- um og geta komið í veg fyrir að styrkja það vald sem þær keppa að, það er „einveldi". Þjóðin er komin á hættulega braut, og það þarf að bregðast við eins fljótt og hægt er. Mál- gagn lýðræðisins þarf að komast að og í síðasta lagi í næstu alþingiskosn- ingum. Ámi Bjöm Guðjónsson. Osammála Víkverja RAGNA hringdi til Vel- vakanda og bað hann að koma því á framfæri að hún væri algjörlega ósam- mála Víkveija fímmtu- daginn 8. janúar sl. þar sem hann talar um að Landsbankinn sinni við- skiptavinum sínum ekki nógu vel. Hún segist alltaf fá mjög góða þjónustu í Landsbankanum, en hef- ur ekki sömu sögu að segja varðandi íslands- banka. Sérstaklega fínnst henni starfsfólk bankans óliðlegt og gildir þá einu um hvaða útibú er að ræða. Góð grein Þuríðar MÉR fínnst grein Þuríðar Árnadóttur, læknis og sérfræðings í alþjóða heil- brigðismálum, sem birtist í Morgunblaðinu 9. jan- úar, mjög góð og efnis- mikil og tími kominn til að ræða þessi mál frá þessu sjónarhorni. Sú hugsun að stríð sé „eðli- legt ástand" má aldrei festast í huga okkar. Margrét Guðmunds- dóttir húsmóðir. Dýrahald Golden Retriver týndur GOLDEN RETRIVER hundur hvarf frá Mið- braut, Seltjamamesi, á þrettándanum. Þeir sem hafa orðið hans varir em beðnir að hafa samband í síma 551 1278. SKÁK IJmsjón Margeir Fétursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp í rússnesku bikarkeppninni í fyrra á móti sem haldið var í Sochi við Svartahafið. Ildar Ibragimov (2.585) var með hvítt og átti leik, en Andrei Kharitonov (2540) hafði svart. 28. Bxh6!! - Hg8 (Svartur má ekki þiggja drottningarfórnina: 28. - Rxg3? 29. Bxg7+ - Kg8 30. Rh6 er mát) 29. Df4! - Bg6 30. Bxg7+! - Hxg7 31. Hf8+ - Hg8 32. Hxg8+ - Kxg8 33. Dg5 — Rxh4 34. Dxh4 — Bd8 35. Dh6 - Kf7 36. Rf6 - Bxf6 37. exf6 - Kxf6 38. Bh5 og svartur gafst upp. Skákþing Reykjavíkur hefst í dag kl. 14 í félagsheimili TR, Faxafeni 12. í aðalkeppninnni er teflt eftir svissnesku kerfi, allir í einum flokki. Víkveiji skrifar... HEILDARSKULDIR hins opin- bera, ríkis og sveitarfélaga, vora dijúgmiklar í endað árið 1997, eða um 282 milljarðar króna. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þessar skuldir 54%, sem er 3 prósentustigum minna en árið áður. Hreinar skuldir vora á hinn bóginn nálægt 197 milljörðum króna eða 37% af landsframleiðslu. Helmingur þessara skulda var við erlenda sparendur. í framvarpi til fjárlaga var gert ráð fyrir að vaxtagjöld ríkissjóðs yrðu 12.300 m.kr. árið 1998. Þá era ótalin vaxtagjöld sveitarfélag- anna. Vaxtakostnaður ríkissjóðs er langleiðina í áætluð heildar- framlög ríkissjóðs á líðandi ári til hátæknisjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík, sem stjórnmálamenn, sumir hveijir, fjargviðrast sem mest yfír. Vaxtakostnaður ríkisins, hveijir svo sem ábyrgð bera á hon- um, stingur þó mun rneir í augu Víkveija. XXX F RÍKISBÚ SKAPURINN hefði verið rekinn hallalaus síðustu ártugi og áætlaður skulda- kostnaður annó 1998 - að ekki sé nú talað um greiddan vaxta- kostnað síðustu tíu árin eða svo - væri í handraða, þá væri hægt að búa vel að mennta- og heilbrigði- skerfum. Að þessu ættu stjórnmálamenn að hyggja, ekki sízt þingmenn stjórnarandstöðu, sem standa á öndinni í ræðustól Alþingis í há- værri kröfugerð um aukin útgjöld út og suður um samfélagið. Þar geta þeir sameinast í orði og á borði, þó það gangi bæði bág- og broslega á öðrum vettvangi. Norðmenn hafa þegar greitt upp allar erlendar skuldir sínar. Dönum miðar allnokkuð til sömu áttar. Hér hefur tekizt að stöðva skuldasöfnun ríkisins; jafnvel stíga fáein hænufet í grynnkun skuldasúpunnar. En betur má ef duga á! xxx HAGSÆLD er orð sem lýsir vel þjóðarbúskapnum síðustu árin. Samt sem áður vora 67.603 íslendingar undir skattleysismörk- um árið 1996. í þeirra hópi vora 10.136 eldri borgarar (67 ára og eldri). ítem 1.800 einstæðir for- eldrar. Konur voru tvöfalt fleiri en karlar, 41.358 á móti 20.975 körl- um. Þessar tölur sýna glöggt að fjöl- margir einstaklingar vora tekjulitl- ir tilgreint ár. Ástæður geta verið ýmsar: elli, orörka, atvinnuieysi, lág laun. En ekki má horfa fram hjá svartri atvinnu og skattsvikum, þeim sem fram telja smátt en lifa samt hátt. Sveitarlimir hétu þeir fyrr á tið, sem af illri nauðsyn þurftu að leita til samfélagsins. Sveitarlimir í lok 20. aldar eru annarrar tegundar að mati Víkveija, þ.e. þeir sem svíkja undan skatti og láta sam- borgarana greiða hluta sinn í sam- félagslegri þjónustu, m.a. heil- brigðisþjónustu, skólakerfi og al- mannatryggingum. Á þeim þarf að taka með meiri festu hér eftir en hingað til! xxx * IGÆR var 10. janúar. Þann dag árið 1884 var fyrsta góðtempl- arastúkan, ísafold nr. 1, stofnuð norður á Akureyri. Fyrsta stúkan í Reykjavík, Verðandi, var stofnuð 3. júlí 1885. Margar fylgdu síðan í kjölfarið. Hæst reis vegur íslenzkra góð- templara árið 1908, þegar áfengis- bann var samþykkt í þjóðarat- kvæði, og 1915, þegar algert áfengisbann gekk í gildi. Skarð var rofið í bannlögin árið 1922 með innflutningi Spánarvína, en sá gjömingur tengdist sölu ís- lenzks saltfísks til Spánar. Bann- lögin voru síðan afnumin í þjóð- aratkvæði árið 1935. Síðan hefur margur sjússinn verið sopinn á ísa köldu landi, stundum til gleði en í annan tíma til skaða. Hver sem afstaða manna er til stefnumiða góðtemplara neitar enginn sanngjarn maður því, að Reglan, eins og hún var oftast kölluð, hefur margan manninn leitt til betri vegar - og haft laundijúg aðhaldsáhrif á hegðan og viðhorf fólksins í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.