Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FJARSKIPTAÁRAMÓT ÞESSI áramót eru mikilvæg tímamót í fjarskiptamálum Evrópu þar eð þau boða lokaskrefið í opnun fjarskiptamarkaðarins í flestum löndum Evrópska efnahagssvæðis- ins. Opnun markaðarins hefur átt sér stað í áfóngum hin síðustu ár en nú mun falla úr gildi í flestum ríkj- um EES einkaréttur á talsímaþjón- ustu og rekstri almennra fjarsldpta- neta og má þá segja að síðustu vígi einkaréttar séu fallin. Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá notendum fjarskiptaþjón- ustu að síðustu áratugir hafa verið tímar mikilla breytinga. Hvort sem um er að ræða hefðbundna síma- þjónustu, gagna- eða myndflutning hefur úrval þjónustu, framboð á notendabúnaði og ekki hvað síst gæði þjónustu aukist notendum mjög í hag um leið og verð þjónustu hefur farið lækkandi að raungildi. Að baki þessarar þróunar hafa legið stórfelldar tæknilegar framfarir og ný stafræn tækni, sem fengin er að hluta til frá tölvugeiranum, hefur ekki einungis gert mönnum kleift að byggja hagkvæmari og betri síma- kerfi, notendabúnaður er orðinn minni en samt áreiðanlegri íyrir til- stilli sömu tækni og nægir líklega að benda á farsímana sem dæmi um þetta. Þessi mikla og snara breyting á fjarskiptasviðinu á sér vart hlið- stæðu nema í tölvuheiminum og það þarf ekki að koma á óvart að sam- runi þessara þátta, tölvuvinnslu og fjarskipta, er sífellt að verða meiri. En það er ekki enn komið að enda- mörkum endurbóta í fjarskiptum og á næsta leiti eru gervitunglafarsím- ar, sem munu gefa kost á símasam- bandi hvarvetna í heiminum sem og gagnaflutningi, þ.m.t. tengingu við Intemetið og að margra áliti munu radíósímar færast inn á heimilin og koma í stað koparstrengjanna, sem hingað til hafa tengt notendur við símastöðvamar. Það má jafnvel sjá fyrir samrana á heimilissímanum og farsímanum þar sem vasasíminn verður orðinn persónusími hvers. Fyrirkomulag fjarskipta Það er önnur hlið fjarskiptanna, sem ekki blasir jafn augljóslega við notendum, en það er stjóm fjar- skiptamála og markaðsaðstæður. AUt frá fyrsta hluta aldarinnar, sem nú er að ljúka, hefur í flestum lönd- um heims verið litið á símaþjónustu og seinna aðra fjarskiptaþjónustu sem eðlilegt athafnasviðs hins opin- bera og símanum skipað í sama flokk og vegum, rafmagni, vatni og öðra sem telst tii sameiginlegra HUGBÚNAÐUR FYRIRWINDOWS Á annaö þúsund notendur KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Ákvörðunin um að gera allt landið að einu gjaidsvæði, segir Gústav Amar, styrkir -------------------^--- stöðu Landssíma Is- lands enn frekar. þarfa þjóðfélagsins. Um þessi lífsins gæði gildir að talið hefúr verið þjóð- hagslega hagkvæmt að leggja að- eins eina veitu á hverju svæði, það er erfitt að sjá skynsemi í því að leggja mörg samhliða dreifikerfi t.d. fyrir rafmagn eða vatn og hið sama hefur fram að þessu gilt fyrir fjar- skipti. Notendur fjarskipta era flestir tengdir miðstöðvum með koparvíraneti í jörðu og það mundi í dag kosta gífurlega fjárfestingu að grafa niður annað ámóta net. Breið- bandskerfi, sem byggja á Ijósleið- ara, breyta hér engu um, það er ekki hagkvæmt að leggja marga ljósleiðara inn í hvert hverfi eða byggðarlag. Annað á við um þráð- laus notendakerfi eða radíósíma, þar er auðvelt að sjá fyrir sér fleiri en einn rekstraraðila og náin fram- tíð mun skera úr um möguleika slíkra kerfa. Fjarskiptaþjónusta Það er samt eitt atriði þar sem fjarskipti skera sig frá öðram veit- um og það era fjölbreyttir þjónustu- möguleikar. A koparvíranum og Ijósleiðuranum er hægt að veita margs konar fjarskiptaþjónustu; grannþjónustan og sú sem flestir nota sér er að sjálfsögðu talsíminn, en gagnaflutningur með mótöldum er einnig algengur eins og fjöldi þeirra, sem tengist Intemetinu, ber vitni um. Stafræn tækni hefur gert myndflutning mögulegan á kopar- víram. Innan þessara þjónustu- flokka er síðan hægt að bjóða not- endum ýmsa aukaþjónustu og má nefna sem dæmi um aukaþjónustu í talsíma símtalaflutning, þriggja manna tal, númerabirtingu og síma- torg. Upphaf breytinga Allir þeir þættir, sem hér hafa verið nefndir: stafræn tækni í fjar- skiptanetum, nýr og minni notenda- búnaður, skjót útbreiðsla farsíma og fjölbreytt úrval þjónustu hafa að sumu leyti orðið til vegna aukinnar samkeppni í fjarskiptum og sumu leyti sjálf stuðlað að aukinni sam- keppni. I Bandaríkjunum þar sem fyrirkomulag var svipað og í Evr- ópu, nema að þar var einkaréttur- inn á hendi einkafyrirtækis en ekki ríkisins, komst samkeppni fyrst á í langlínusímtölum og í leigulínum vegna þess að ný tækni gaf kost á ódýrari þjónustu en einkaréttarfyr- irtækið hafði veitt notendum. Afleiðingin var stóraukin notkun fjarskipta i fyrirtækjum, sem hafði mikil áhrif á viðskiptalífið. Þegar hinn sameiginlegi markaður Efna- hagsbandalags Evrópu var mynd- aður, komst framkvæmdastjóm bandalagsins fljótt að þeirri niður- stöðu að einkaréttur ríldsins á síma- þjónustu væri hindran í vegi fram- fara og aukinna viðskipta og hófst á Gœðavara Gjafdvard — iridlar orj kdlíislcll. Allir veröflokkdr. ^ VERSLUNIN Heiinsfræqir hönnuöir m.d. Gianni Versacc. Laugavegi 52, s. 562 4244. seinni hluta níunda áratugsins handa við að marka nýja stefnu í fjarskiptum. Stefnumörkun ESB Fyrstu aðgerðir til frjálsræðis miðuðu að því að gera sölu not- endabúnaðar óháða einkarétti og auðvelda sölu hans milli landa. Með þessari aðgerð stækkaði markaður hvers einstaks fram- leiðanda og úrvalið, sem notendum bauðst, jókst. Jafnframt vora gerðar ráðstafanir til þess að auka hlut staðla og samræmisprófana á símabúnaði í því skyni að tryggja að búnaður framleiddur í einu landi væri nothæfur í öðram löndum Efnahagsbandalagsins. Útkoma grænu bókarinnar um þróun sam- eiginlegs markaðar fyrir fjarskipta- þjónustu og búnaðar árið 1987 setti tóninn fyrir margþættar aðgerðir í fjarskiptamálum, sem áttu að koma á fót sameiginlegum markaði árið 1992. í kjölfarið fylgdu margumtal- aðar tilskipanir frá 1990 um frjálsan aðgang að fjarskiptanetum og sam- keppni á markaðinum fyrir fjar- skiptaþjónustu. Framkvæmda- stjómin taldi ekki tímabært að inn- leiða samkeppni í talsíma né í rekstri almennra fjarskiptaneta en þessar tilskipanir áttu að tryggja að nýir aðilar fengju möguleika til þess að veita ýmsa aðra fjarskiptaþjón- usta og fá þann aðgang að netum einkaréttarhafanna, sem er for- senda fyrir því að selja notendum þjónustu. Á næstu áram herti fram- kvæmdastjórnin á markaðsþróun- inni með því að gefa út tilskipun um opinn aðgang að leigulínum og aðra um opinn aðgang að talsíma. Hin fyrri kom fyrirtækjum til góða en hin seinni sér í lagi einstaklingum. Tilskipanir um opinn aðgang að netum og um samkeppni á markað- inum ollu straumhvörfum í fjar- skiptamálum innan ESB, en ekki var látið staðar numið og á miðjun ári 1993 ályktaði Evrópuráðið um frekari breytingar m.a. að einka- réttur í talsíma og rekstri fjar- skiptaneta skyldi afnuminn 1. janú- ar 1998, nema í þeim ríkjum, þar sem vanþróuð símakerfi væra greinilega ekki undir samkeppni búin. Síðan hafa þessar aðgerðir verið undirbúnar á margvíslegan hátt. Enda þótt megintilgangur að- gerðanna sé að opna markaðinn, af- nema einkarétt og örva fjárfestingu í netum og þjónustu, allt í þeim til- gangi að lækka kostnað atvinnulífs- ins af fjarskiptum, verður að undir- strika að stofnanir ESB hafa gert sér grein fyrir að óheft frelsi gæti haft vankanta í för með sér fyrir ýmsa notendahópa og gæti jafnvel orðið til þess að ákveðin landssvæði og hópar hefðu ekki lengur aðgang að símaþjónustu á viðráðanlegu verði. Þess vegna hefur verið ákveð- ið að leggja skuli á eitt eða fleiri símafyrirtæki kvaðir um að veita öllum landsmönnum lágmarksþjón- ustu á verði, sem telja verði innan kaupgetu alls almennings. Þessi þjónustu hefur hlotið heitið alþjón- usta. Alþjónusta Ætlunin er að hvarvetna, þar sem hætt er við því að samkeppni um arðvænlegasta hluta markaðarins verði til þess að enginn samkeppnis- aðilanna vilji þjóna afskekktum landssvæðum eða notendahópum, sem þurfa síma sem öryggistæki án þess að veraleg notkun símans sé fyrirsjáanleg, verði einn eða fleiri aðilanna skyldaðir til að veita al- þjónustu. Gera má ráð fyrir að oft- ast verði alþjónustuhlutverkið lagt á herðar stærsta símafyrirtækisins. í sumum löndum hef- ur alþjónustuskyldan þegar verið lögð á með lögum, annars staðar er beðið átekt- ar til að sjá hvemig markaðurinn þróast. I tilskipunum ESB er eftirfarandi þjónusta talin falla undir al- þjónustuhugtakið: ★ Almenn talsíma- þjónusta ★ Aðstoð talsímavarð- ar (handvirk þjónusta) ★ Aðgangur að neyð- arþjónustu ★ Áðgangur að upp- lýsingum um simanúmer ★ Almenningssímar Innifalinn í almennri talsímaþjón- ustu skal vera möguleiki þess að senda og taka á móti faxsendingum og gagnaflutningur með mótöldum. Alla þessa þjónustu á að veita á við- ráðanlegu verði. Samtenging neta Einkaréttur fyrri póst- og fjar- skiptastofnana til að reka farsíma- kerfi var í flestum löndum ESB af- numinn þegar fyrir mörgum árum. Um leið og það gerðist kom fram þörf fyrir að tengja saman net tveggja eða fleiri rekstraraðila svo að notendur í einu neti geti haft samband við notendur í öðra neti. Til þess þarf samtengingu neta, sem er að sumu leyti tæknilegt mál en einnig viðskiptalegt að því leyti að fyrir hvert samtal, sem flyst á milli neta þarf að greiða gjald. Það varð fljótt ljóst að ágreiningur mundi viða verða um samtengingar- gjaldið, enda ójöfn samningsaðstaða milli tveggja aðila, þegar annar hef- ur verið áratugi í einkaréttarhlut- verki en hinn er að byrja í sam- keppni. Af þessum ástæðum hefur framkvæmdastjóm ESB látið þessi mál til sín taka í æ ríkari mæli og hefur m.a. gefið út tilskipun um samtengingu sem og leiðbeiningar um verðlagningu og skilyrði. Aðgreining stjórnsýslu Ýmsar hindranir geta orðið í vegi samkeppni í fjarskiptum. Að mörgu leyti er samkeppnisstaðan ójöfn milli fyrri einkaréttarstofnana og ríkisfyrirtækja, sem hafa byggt upp net og þjónustu á mörgum áratug- um og eiga leiðslur inn til flestra, ef ekki allra notenda og nýrra fyrir- tækja, sem byrja nánast með tvær hendur tómar og verða að koma á fót þjónustu, sem er annað hvort ódýrari eða betri en fyrirliggjandi þjónusta, ef þeim á að takast að ná fótfestu á markaðinum. Þess vegna þarf ekki að koma á óvart að fyrstu aðgerðir stjómvalda við að opna markaðinn hafa verið að aðsldlja stjómsýslu fjarskiptamála frá rekstri neta og þjónustu. í nær öll- um löndum innan EES hafa verið stofnaðar eftirlitsstofnanir, sem hafa það hlutverk að setja leikregl- ur til þess að samkeppni komist á og kveða á um ýmsar skyldur rekstraraðila gagnvart notendum og öðram rekstraraðilum. Einnig er talið nauðsynlegt að fjárhagslegt eftirlit með rekstraraðilum sé hluti af starfsemi þessara stofnana til þess að tryggja að gjöld séu byggð á tilkostnaði og fjármagn sé ekki flutt milli mismunandi þjónustu til að hindra samkeppni. Verðlagning fyrir alþjónustu og samtengingu er oftast háð samþykki fjarskipta- stofnananna, sem kallar einnig á fjárhagslegt eftirlit með kostnaðar- bókhaldi. Tenging gjalda við til- kostnað er ásamt opnu aðgengi að netum, alþjónustu og samtengingu neta homsteinn hins opna markað- ar og vísir að eðlilegri þróun sam- keppni. Sumir kunna að telja það orka tvímælis að setja þurfi sérstakar Gústav Arnar strangar leikreglur um fjarskipta- markaðinn, þegar yfirlýstur til- gangur ESB er að opna hann fyrir öllum. Hér hefur verið minnst á mörg atriði, sem talin era réttlæta slíkar leikreglur og líklegt er að ný- ir aðilar á markaðinum mundu fljótt verða undir án þeirra. Til lengri tíma litið er hins vegar gert ráð fyr- ir minni stýringu og í nýjustu drög- um að tilskipun um leyfisveitingar fyrir fjarskiptarekstri má sjá merlri þess að dregið verði úr afskiptum hins opinbera, eftir því sem mark- miðum um opinn markað er náð. Það er samt rétt að minnast þess að á síðasta ári var samrani stórra fjarskiptafyrirtækja meira umfjöll- unarefni í fjölmiðlum en tilkoma nýrra fyrirtækja í ríkjum EES. Það virðist vera talsverð hætta á því að í stað fyrri ríkiseinkaréttar komi yf- irburðastaða einstakra fyrirtækja, sem munu ekki aðeins ráða markaði í einu landi heldur mörgum. Staðan á íslandi Þróun löggjafar um fjarskipti á íslandi hefur að mörgu leyti verið samhliða breytingum í öðram lönd- um. Sala notendabúnaðar var reyndar gefin frjáls hér á landi á undan flestum öðram Evrópulönd- um. Þar eð við stóðum utan Efna- hagsbandalagsins höfðu frum- ákvarðanir þess um fjarskipta- stefnu ekki áhrif á okkur til að byrja með en með inngöngu í EES skuldbatt íslenska ríkið sig til að fylgja í megindráttum sömu stefnu. Fjarskiptalögin frá 1996 bera því vitni og innihalda nauðsynleg ákvæði annars vegar til þess að opna markaðinn að fullu og hins vegar til að tryggja jafnvægi milli markaðsfrelsi og grunnþarfa al- mennings fyrir símaþjónustu á við- ráðanlegu verði. Þannig era í lögun- um ákvæði um alþjónustu og sam- tengingu neta auk fyrirmæla um leyfisveitingar og eftirlit með leyfis- höfum. Ákvæði til bráðabirgða um einkarétt Pósts og síma hf á tal- símaþjónustu og almennum fjar- skiptanetum fellur úr gildi nú um áramótin. Lög frá 1996 um Póst- og fjarskiptastofnun skilgreina hins vegar nánar verksvið og hlutverk hennar í því að ná fram markmiðum hinnar opinbera stefnu í fjarskipta- málum. Islenski markaðurinn Enda þótt íslensk fjarskipta- stefna og löggjöf dragi dám af stefnu ESB og þar með EES má ekki gleyma að íslenski fjarskipta- markaðurinn er mjög smár á Evr- ópumælikvarða. Það er þess vegna alls ekki gefið að sú samkeppni, sem ESB stílar á og er að sumu leyti þegar fyrir hendi, verði einnig til staðar hér á landi. Hér skiptir miklu máli, hver afstaða Landssíma ís- lands verður til hins opna markaðar og samkeppni. Sú skoðun hefur komið fram erlendis að opnun fjar- skiptamarkaðarins muni ekki ganga nema lítillega á hlut fyrri einkarétt- arhafa, því að heildarmarkaðurinn muni stækka með tilkomu nýrra fjarskiptafyrirtækja. Ef Landssími Islands kemur til með að deila þessum sjónarmiðum, mun hann væntanlega ekki reyna að standa í vegi samkeppnisaðila. Landssími íslands hefur við þessi áramót yfir- burðastöðu, fjarskiptanet hans er nútímalegt, nær til alls landsins og hefur yfirleitt mikla flutningsgetu og gjaldskráin er lág miðuð við önnur lönd í Evrópu og þó víðar væri leitað. Það að allt landið hefur verið gert að einu gjaldsvæði verð- ur líklega til þess að styrkja stöðu Landssímans enn frekar, því að hún dregur úr öðram aðilum að byrja samkeppnina á sviði langlínu- þjónustu eins og gerðist t.d. í Bandaríkjunum. Engu að síður kæmi á óvart, ef einhverjir nýir að- ilar auk Islenska farsímafélagsins reyna ekki fyrir sér á einhverju sviði fjarskipta. Eftir þessi áramót má segja að tækifærin bíði eftir hinum áræðnu. Höfundur er forstöðumaður Póst- og tjarskiptastofnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.