Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 1
104 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 8. TBL. 86. ARG. SUNNUDAGUR 11. JANUAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞÚSUNDIR óttasleginna Indónesa börðust um hrísgrjón, matarolíu og aðra matvöru á mörkuðunum í höfuðborginni, Jakarta, í gær. Ótt- ast fólk yfirvofandi matarskort þótt stjórnvöld fullyrði, að á honum sé engin hætta. Ottast ókvrrð í Indón- esíu vegna kreppunnar Yokohama, Tókýó, Seattle. Reuter. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í Japan í gær, að Asíuríkin yrðu að grípa strax til umfangsmikilla umbóta í efnahags- og fjármálalífinu en kreppan í Suðaustur-As- íu, einkum í Indónesíu, versnar með degi hverjum. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, ræddi á fimmtudag í síma við Goh Chok, for- sætisráðherra Singapore, og Suharto, for- seta Indónesíu, um ástandið og Lawrence Summers, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, er á ferð um Suðaustur-Asíu í sömu erinda- gjörðum. Henry Kissinger, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, segist óttast vaxandi andúð á Bandaríkjamönnum í Asíu vegna strangrar kröfu IMF, Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, um umbætur í efnahagslífi ríkj- anna. „Vilji Asíuríkin komast hjá enn meiri kreppu í efnahagslífinu verða þau að beita sér fyrir miklum umbótum í efnahagslífinu og einkum í því skyni að gera fjármálalífið gagn- særra,“ sagði Blair, sem er í fjögurra daga heimsókn í Japan. Hefur hún verið mikil sig- urför fyrir hann og segja sumir Japanir, að byði hann sig fram í kosningum þar í landi Afsagnar Suhartos krafíst og almenningur hamstrar matvæli myndi hann gjörsigra japönsku leiðtogana. „Við eigum í raun enga leiðtoga, við erum í herfjötri gamals hugsunarháttar og þurfum mann eins og Blair til að hrista upp í þjóð- inni,“ sagði maður nokkur. Tillögnr IMF hunsaðar Indónesíustjórn lagði fram fjárlög sl. þriðjudag og þar virðist ekkert tillit tekið til tillagna IMF. Afleiðingin var sú, að á fimmtu- dag féll gengi gjaldmiðilsins, rúpía, enn um 20%. Er almenningur skelfingu lostinn og hamstrar matvæli af ótta við enn meiri hremmingar og efnahagshrun. Telja margir hættu á verulegri ókyrrð í landinu og sérstak- lega fari að gæta matarskorts í landinu. I Indónesíu hafa margir krafist þess, þar á meðal Megawati Sukarnoputi, kunnasti leið- togi stjórnarandstöðunnar, að Suharto, sem er 76 ára að aldri, segi af sér og axli þannig ábyrgð á efnahagsóreiðunni en háifbróðir hans sagði í gær, að forsetinn ætlaði að vera við stjórnvölinn þar til fram kæmi maður, sem gæti tekist á við vandann. Summers, fjármálaráðherra Bandaríkj- anna, er nú á ferð um Suðaustur-Asíu til að kynna sér ástandið og fullvissa stjórnvöld um stuðning Bandaríkjastjórnar. Fer hann til fundar við indónesísk yfirvöld á mánudag. Varað við andúð á Bandaríkjamönnum Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði í Seattle í fyrrakvöld, að mikil hætta væri á auknum andamerískum áróðri í Suð- austur-Asíu vegna efnahagsþrenginganna þar og krafna IMF um umbætur. Sagði hann, að þær hefðu betur komið fram fyrr, að minnsta kosti fyrir þremur árum. Jeffrey Sachs, hag- fræðingur við Harvard, hefur einnig áfellst IMF og segir hann, að sjóðurinn hafi aukið á óttann og þar með kreppuna með skyndileg- um kröfum um, að ýmsum bönkum verði lok- að. Hann kvaðst þó viss um, að kreppan í Suð- austur-Asíu væri aðeins tímabundið áfall. Mannskæður jarðskjálfti í Kína Peking. Reuters. TALIÐ er minnst 47 manns hafí látið líf- ið í öflugum jarðskjálfta í norðurhluta Kína í gær. Að sögn starfsmanns jarð- skjálftamælinga í Kína slösuðust 2000 manns í skjálftanum, sem mældist 6,2 á Richter-kvarða. 250 manns eru sagðir í lífshættu. Skjálftinn reið yfir rétt fyrir hádegi í gær að staðartíma og hrundu mörg hundruð hús í sýslunum Zhangbei og Shangyi. Að sögn Xinhua-fréttastofunn- ar misstu 10 þúsund manns heimili sín í Shangyi. Þar er nú 20 gráðu frost. Tekist hefúr að fínna skjól handa öllu þessu fólki. Sagt var að 20 þúsund manns hefðu misst heimili sín í Zhangbei og hefðu komið fram sprungur í 90% húsa þar. Skjálftinn fannst í Peking og þustu óttaslegnir íbúar á götur út. Sama varg- öldin í Alsír Algeirsborg. Reuter. FIMMTÍU og fimm óbreyttir borgarar hafa fallið í þremur nýjum árásum hryðjuverkamanna í Alsír og talið er, að um 1.000 manns hafi verið myrt á 10 dögum. Alsírsk dagblöð sögðu, að múslimskir hryðjuverkamenn hefðu myrt fólkið, 20 manns, í bænum Tablat á föstudag og 26 manns í bænum Sour E1 Ghozlan, þar á meðal 11 börn. í Saida, 330 km suður af Algeirsborg, var níu manna fjölskylda drepin. Sendinefnd frá ESB kemur til Alsírs á næstu tveimur vikum og Evrópuþingið ætlar einnig að senda sérstaka nefnd til að kynna sér ástandið í landinu. Blair vill stokka upp á N-frlandi London. Reuter. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, kvaðst í gær tilbúinn til að taka mikla áhættu í von um frið á N-írlandi en vildi ekki tjá sig um fréttir um, að hann vildi róttækar breytingar á stjóm hér- aðsins. Blair lét þessi orð falla í heimsókn sinni í Japan en vildi hins vegar ekkert segja um frétt í dagblaðinu The Daily Telegraph, að hann ætlaði að leggja fram tillögur um að N-írlandi yrði ekki lengur sljómað frá London, heldur af nýju þingi kaþólikka og mótmælenda ásamt fúlltrúum írskra og breskra stjórnvalda. Sagði blaðið, að fulltrúar mótmælenda hefðu tekið vel í hugmyndina en óvíst væri með undir- tektir kaþólikka. DÝRARA TÓBAK DREGUR ÚR REYKINGUM B íSÁRIN LANDINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.