Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 25 brigðiskerfinu ættum að reyna að heQa okkur yfir að líta aðeins á okk- ur sem hluta af starfsstétt, heldur hugsa um okkur sem hluta af þjóðfé- lagsheildinni og bera þá hag heildar- innar fyrir brjósti. Þetta kostar hug- arfarsbreytingu, menningarbyltingu skulum við segja og þær taka tíma, samanber bai'áttuna fyrir réttindum kvenna eða umhverfismeðvitund. Það dugir ekki lengur að dæla bara fé í heilbrigðiskerfið. Það þarf hug- arfarsbreytingu til.“ Upplýsingaauðgi vefsýna Undanfarin ár hefur Riis beint at- hyglinni að erfðamassanum og rann- sóknum honum tengdar og um þetta hefur hann skrifað bók. „Við vitum að margir sjúkdómar eru háðir erfð- um. Varðandi brjóstakrabba þá höf- um við grun um að svo sé, en vitum ekki hver genin eru. Hvað eigum við að gera? Eigum við að taka vefsýni úr konum með brjóstakrabba og láta þær vita, án þess að vita hvort eitt- hvað komi út úr slíkri rannsókn, á að gera rannsóknina blindandi og án þeirrar vitundar, eða eigum við að snúa okkur til kvenna og biðja þær að gefa sig fram í svona rannsókn? Sumir segja að ekki eigi að valda ótta að óþörfu, aðrir að það eigi ekki að nota vefsýni úr fólki tíl rannsókna án vitundar þess. Sjálfur er ég hallur undir að gera ekkert í laumi, heldur segja opið ft-á öllu og þetta ræddum við á ráðstefnu í Reykjavík í vor.“ I framhaldi af þessu er Riis um- hugað um hvemig fara eigi með sýni er innihalda erfðaefni, en á Norður- löndum er meira safn sýna úr fólki, sökum þess hve lengi slíku hefur verið safnað og það skráð. „Það er engin spurning að það á að nota slík sýni til rannsókna, en ég vil ekki að þau séu flutt úr landi og notuð í rannsóknir, sem við höfum ekki yfir- lit yfir. Þess vegna tel ég mikilvægt að það séu skýr lög á þessu sviði og þar erum við vel á veg komin hér í Danmörku. Hér gildir að öll sýni, hvort sem er blóðsýni eða annað, tekin í Danmörku, bæði á opinberum sjúkrahúsum og einkasjúkrahúsum, eru eign samfélagsins, því sýnin eru einvörðungu gefin af sjúklingum til ránnsókna, en ekki í ábataskyni fyrir einstaklinga eða stofnanir. Við vilj- um hindra að læknar selji eða af- hendi sýni til fyrirtækja, jafnvel þótt það sé í rannsóknarskyni, því þegar sjúklingar afhenda sýni verða þeir að geta treyst á meðferð þess. Fyrir leikmenn er erfitt að átta sig á hve miklar upplýsingar geta verið í svona sýnum, en það er hægt að lesa fima mikið úr þeim um einstaklinga, til dæmis hvort þeir hafi haft ákveðna sjúkdóma fyrir löngu, hafi tilhneigingu til einstakra sjúkdóma og svo framvegis. Þær persónuupp- lýsingar sem er að finna í banka eins og Landsbankanum em ekki neitt miðað við þær upplýsingar sem er að finna í Blóðbankanum! Það era gíf- urlegir hagsmunir í veði, því svona efni býður upp á feikilega rannsókn- armöguleika og þessu ættu Islend- ingar einnig að huga að varðandi að- gang að slíku efni á íslandi." Riis óskar ekki eftir að ræða ein- stakar rannsóknir af þessu tagi á ís- landi. Hann undirstrikar að auðvitað getí fyrirtæki auglýst eftir blóðsýn- um frá fólki. Öðra máli gildi um sýni, sem safnað sé í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef alls ekkert á móti öflugri vísindastarfsemi eða rekstri fýrir- tækja, til dæmis lyfjaíyrirtækja, en ég held líka að dönsk lyfjafyrirtæki hafi fullan skilning á að danska heil- brigðiskerfið vill hafa stjóm á því hvemig sýni þaðan era notuð. Það er ekkert að einstökum aðferðum, held- ur má gera athugasemdir við hvem- ig aðferðir og niðurstöður era notað- ar og þar vil ég gjaman að eftirlit sé haft. Ég vildi til dæmis ekki sjá sýni úr Vestur-Jótum seld til lyfjafýrir- tækis í Bandaríkjunum, sem notaði þau til að einangra gen, sem álitin væra stýra áfengisdrykkju, þvi það álití ég misnotkun á þessum hópi. Ég sé hins vegar ekkert rangt við að fyrirtæki fái aðgang að sýnabönkum undir eftirliti og hjálpi þá til dæmis við að kosta geymslu sýna, sem er dýr. Ég vil ekki loka á aðgang fyrir- tækja, heldur bara tryggja að sýnin séu ekki misnotuð og þau ekld fjar- lægð úr landi. Sýnin eiga að þjóna hagsmunum samfélagsins, vísinda og líka iðnaðarins, en ekki bara hags- munum eins þessara aðilja. Það verður að ríkja jafnvægi." Nnmskeíð í Kwpalu/óga Stcfnáun, cuý&t, oy veltcclaa Á námskeiðunum eru m.a. kenndar aðferðir til að styrkja og mýkja líkamann, losa um streitu og slaka á. 14. janúar - 2. febrúar mánudags- og miðvikudagskvöld kl. 20-22 Kennari: Guðrún Hvönn Sveinsdóttir. 15. janúar - 3. febrúar þriðjudags- og fimmtudagskvöld k. 20-22. Kennari: Pétur Valgeirsson. Guðrún Hvönn og Pétur eru bæði með kennararéttindi frá Kripalumiðstöðinni. Upplýsingar og skránlng í Jógastöðinni Heimsljðsi, Ármúla 15, og í síma 588 4200 kl. 17-19 virka daga. Dagmar Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur umsjón með fræðsluþætti námskeiðsins. Hún hjálpar þér að hætta að reykja fyrir fullt og allt og fylgist með þér í ár eftir að námskeiðinu lýkur. Hjólabrennsla 2x í viku 5 aðhaldsfundir Hjólabrennsla er fyrir alla. Hefst 16. janúar Láttu skrá þig strax í síma 533 3355 mlmam RGUSTU & HHRFNS Skeifunni 7 simi 533 3355 4-vikna námskeið Frjáls mæting í aðra tíma og tækjasal ut ur reyknum Hjólabrennslunámskeið fyrír þá sem vilja hætta að reykja - kjarni málsins! FRAMTÍÐARSTARFSKRAFTUR FRAMTIÐARSTARFSKRAFTUR FRAMTIÐARSTARFSKRAFTUR FRAMTÍÐARSTARFSKRAFTUR > e*- >> Ul herfisfræðinám ' - 'v % \ I r yv Nýsköpun |-| tölvuiðnaði j_| I __________,4 Tölvu- og kerfisfræðiiigur Tölvu- og kerfisfræðinámið er tveggja ára nám. Kennt er tvö kvöld í viku frá kl. 18:00-21:30 og laugardaga frá kl. 8:30-12:00. Námið er að fullu lánshæft. RAFIÐNAÐARSKOLINN Skeifan 11b ■ Sími 568 5010 m •é ■< S lasjivvinNNiAiv mviDuuoNNiAiv mjommnNNiAiv ravjmjrinNNiAiv mvjmvinNNiAiv mvjmvinNNiAiv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.