Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 35 sagði Gunnar, „að mér tekst svo vel að ná sambandi við alla heima og geima, verst að eiga ekki rúmgóða bækistöð og þjálfað starfslið að annast þessi fjarskipti þannig að öllum mætti að gagni koma.“ Ekki var kristilegt félag ungra manna sérlega spennt fyrir svoleið- is trúboði og kom þar að Gunnar hvarf úr þeirri sókn. Þó telja marg- ir að trú hans hafí á sinn hátt verið sannari og þar að auki snöggtum skemmtilegri en hefðbundin Lúthersvilla KFUM í Reykjavík, að ekki sé minnst á Gamlatestamentis- þrugl Þjóðkirkjunnar eða andagla- samiðla Sálarannsóknafélagsins með transi á eftir. Þrátt fyrir reglusemi og ástund- un safnaði Gunnar Hjörvar aldrei þeim verðbréfum og auðæfum sem hann lærði á í Háskóla íslands, en tókst þó um síðir að komast yfir íbúðarkytru í gömlu risi vestur í bæ og bjó þar einbúi, - maðurinn enda einfari að upplagi. Aldrei lagði hann illt til nokkurs manns, en var boðinn og búinn til aðstoðar og hughreystingar hverjum og einum innan seilingar, og því fór sem fór. Hann tók inn á sig æskumenn ef það mætti verða til þess að toga þá upp úr vímusolli og óáran. En ekki leið á löngu að gistivinimir sneru dæminu við og rústuðu háaloftið bjargvættarins. Gunnar sagði mér þessa sögu án minnstu beiskju þar sem við sátum saman í strætó á Norðurbrúnarleiðinni, en þar lengst austur í borginni hafði hann fengið inni í vistarverum eldri borg- ara eftir mislukkað hjálparstarf í Vesturbænum. Þarna innfrá bjó Gunnar Hjörvar þar til ævi hans lauk núna milli jóla og nýárs - hann lést á Borgarspítalanum af eftirköstum lungnabólgu á aðvent- unni. Eftirlifandi Hjörvarssystkin- um úr bíókrakkaskaranum sendi ég samúðarkveðjur og þykist vita að margar fleiri slíkar berist úr gamla leiksystkinahópnum í Bröttugötu. Jón Múli Ámason. Þú skalt vera stjama mín Drottinn yfir dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur ég geng í geisla þínum og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum. (Ragnhildur Ofeigsdóttir.) Gunnar Hjörvar lést að kvöldi dags á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 29. desember síðast liðinn. Ástkær afabróðir er látinn, 78 ára að aldri. Mig langar að kveðja þennan öðling með fáum minning- arbrotum. Það var fyrir 14 árum síðan er ég hitti Gunnar fyrst og líkaði mér strax vel við hann en þá bjó ég með bróðursyni hans. Þótti mér hann góður maður, dagfarsprúður og þægilegur í allri umgengni. Hann var ætíð vingjarnlegur við mig og aðstoðaði mig oft með drenginn minn eftir að það slitnaði uppúr samvistum við barnsfóðurinn. Hann hafði þá látið af störfum, en hann hafði unnið við kennslu og síð- ustu 26 árin við lögskráningu sjó manna hjá Tollstjóraembættinu, við miklar vinsældir. Hann vildi allt fyrir alla gera og var mjög barnelskur maður. En sjálfum auðnaðist honum ekki börn. Syni mínum, Daníel, var hann eins og afi og sat hann oft hjá honum á kvöldin meðan ég var við vinnu. Þessar stundir eru dýrmætar minningar fyrir hann og er mikill söknuður í huga hans. Það voru ófáar stundirnar er við sátum yfir kaffibolla og ræddum um tilgang lífsins og um lífið á öðr- um stjörnum. Það var hans einlæg trú að eftir dauðann færi sálin til annarra stjarna þar sem forfeðurn- ir biðu og tækju á móti okkur og að okkar biði annað líf á öðrum hnött- um. Og mikið var nú gaman að gefa honum að borða, því hann var svo þakklátur og að hans mati var allt svo fínt og maturinn svo góður á bragðið. Gunanr var mikill íslenskumaður og að hans áliti var okkar ylhýra móðurmál mál málanna. Allar er- lendar „slettur“ voru honum á móti skapi. Hans heilsubót var að ganga um bæinn þveran og endilangan og átti sú ganga ekki síst þátt í því hversu hraustur hann var. Gunnar var með mikla kímnigáfu og sá oft spaugilegu hliðar lífsins. Oft gat hann ekki annað en hlegið yfir kjánaskap og uppákomu ann- arra. Það var svo á aðfangadagskvöld heima hjá móður minni sem við sá- um hann síðast. Hafði honum verið boðið í mat og sóttum við hann í kirkju á undan. Margt var skrafað og bar á góma, draumar okkar um framhðna og hvort og hvemig þeir létu vita af sér. Gunnar var með ákveðnar skoðanir á því og hlynnt- ur nýaldarfræðum. Hann hafði ver- ið með bók í bígerð um andleg mál, sem hann sat oft við og átti ekki langt í land með að klára. Mikið held ég að hann yrði ánægður ef hægt yrði að ljúka við hana og gefa út. _ Eg vissi ekki hversu veikur hann var orðinn þetta kvöld og er ég innti hann eftir líðan hans, vildi hann sem minnst úr sínum veikind- um gera. En eins og áður sagði, hafði hann verið með einsdæmum hraustur en heyrði frekar illa og háði það honum. Ekki grunaði okk- ur að hann yrði allur fimm dögum seinna og því kom fréttin um andlát hans mjög á óvart. En það er svo skrítið að andlátsfréttir koma alltaf á óvart hvort sem við erum undir- búin fyrir þær eða ekki. Hann fór héðan sáttur og er ég fegin fyrir hans hönd að dauðastundin tók ekki lengri tíma. Hann er farinn þangað sem hann langaði að fara, að hitta þá sem voru famir á undan honum. Ég votta hans nánustu aðstand- endum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Elsku Gunnar, okkur langar til að þakka þér fyrir allar þínar góðu samverustundir og biðja guð og englana um að gæta þín. Blessuð sé minning þín. Sigrún Viðarsddttir, Daníel Hjörvar. Crfisdrykkjur ^^^TVcWnoQhú/ld iwcflpt-mn Sími 555-4477 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa Íslands Suðurhlíó 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. 2 | I § 5 I o 2 1 I I I 3 Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 O!0f#l0l#IO§O Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Stmi 5531099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um hclgar. Skreylingar fyrír öll tilefní. Gjafavörur. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR, Hringbraut 95, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 9. janúar 1998. mSr mSs' - Ólafur H. Jakobsson, Helga Ólafsdóttir, Jón I. Ólafsson, Guðríður M. Ólafsdóttir, Jón B. Ólafsson, Ingunn Ólafsdóttir, Óiafur H. Ólafsson, Sólveig S. Ólafsdóttir, Sverrir Brynjólfsson, Elín Daðadóttir, Gylfi K. Sigurgeirsson, Sigríður Brynjólfsdóttir, Heiðar Ö. Ómarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU EINARSDÓTTUR, Hátúni 10B. Fyrir hönd aðstandenda, Sigfríður M. Vilhjálmsdóttir. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLUR S. GUNNLAUGSSON íþróttakennari, Hjarðarholti 15, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju mið- vikudaginn 14. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Min- ningarsjóð Guðmundar Sveinbjörnssonar. Kristín Hallsdóttir, Gísli Björnsson, Hrönn Hallsdóttir, Hjörtur K. Einarsson, Katla Hallsdóttir, Flosi Einarsson, Heimir Hallsson, Sigþóra Ævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ' N I .... + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN HJÖRTUR GUNNARSSON húsasmiður, Tunguvegi 68 Reykjavík, sem lést laugardaginn 3. janúar sl., verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 12. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Sesselja Steingrímsdóttir, Sigurður Guðjón Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Gunnar Jónsson, Steingrímur Jónsson, Jón Hjörtur Jónsson, Sesselja Jónsdóttir, Garðar Jónsson, Sæmundur Ingi Jónsson, Ástrfður Ólafía Jónsdóttir, Einar Valgeir Jónsson, S. Guðni Pétursson, Þóranna M. Sigurbergsdóttir, Katrín S. Högnadóttir, Kim Mortensen, María Breiðfjörð, Elfur Magnúsdóttir, Sigurlín Þ. Sigurjónsdóttir og barnabörn. + Ástkær kona mín, INGA LÁRA MATTHÍASDÓTTIR frá Patreksfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánu- daginn 12. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Finnbogason. w " ■ K * + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, JÓNU RAGNHEIÐAR VILHJÁLMSDÓTTUR, Akurgerði 2, Akranesi. Fyrir hönd fjölskyldunnar, 9 Hreggviður Hendriksson, Sigrún Sigurjónsdóttir, Vilhjálmur Hendriksson, Aðalheiður Oddsdóttir. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, frú ELÍNAR FANNÝ FRIÐRIKSDÓTTUR frá Gröf í Vestmannaeyjum, Háteigsvegi 19, Reykjavík. Við byðjum ykkur Guðs blessunar á nýju ári. Edda Ágústsdóttir, Kristján Ágúst J. Magnússon, Estelita barnabörn og barnaba S. Júlíusson, Elín Buenaventura, rnabörn. Lokað Lokað verður í verslun okkar í Suðurveri mánudaginn 12. janúar milli kl. 13—15 vegna jarðarfarar ÓSKARS LOGASONAR. Bakarameistarinn Suðurveri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.