Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Mismunandi áherzlur forseta, forsætisráðherra og biskups íslands VITRINGARNIR þrír bjóða ekki allir upp á gull, reykelsi og myrru. Stakfell ÞH 360 var selt til Færeyja síðastliðið haust. Norðmenn neita Stakfellinu um veiðar í norskri lögsögu Salan á togaran- um gengur til baka STAKFELLIÐ, sem Hraðfrysti- stöð Þórshafnar hf. seldi til Færeyja í haust, kemur aftur til landsins í dag, sunnudag, þar sem salan á skipinu hefur gengið til baka í kjölfar þess að norsk stjórn- völd hafa bannað því veiðar í norskri lögsögu. Að sögn Jóhanns A. Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrysti- stöðvarinnar, er afstaða norskra stjórnvalda óhagganleg í þessu máli í dag, en spurning sé hvemig það samsvari sér gagnvart heildar- reglum Norðmanna í þessum efn- um þar sem önnur fyrrum íslensk skip séu nú við veiðar í norsku lög- sögunni. Jóhann sagði að Hraðfrystistöð- in hefði ekki beðið tjón af þessu máli og skipið kæmi einfaldlega aftur inn á veiðiheimildir Hrað- frystistöðvarinnar og úreldingu. Hraðfrystistöð Þórshafnar gekk frá sölu Stakfells ÞH 360 til Færeyja síðastliðið haust og var kaupandinn fyrirtækið Arnbæk í Suðurey sem Hraðfrystistöðin á hlut í. Skipið hlaut nafnið Sverrir Ólafsson og fór til veiða við Sval- barða og í rússneskri lögsögu í Barentshafi, en auk þess hafði það leyfi til veiða á ufsa í Norðursjó. Um miðjan desember var greint frá því að Norðmenn ætluðu að aft- urkalla veiðileyfi skipsins vegna þess að Stakfellið hefði stundað veiðar í Smugunni. Byggist afstaða norskra stjómvalda á reglugerð um veiðar útlendinga innan norskrar lögsögu, en samkvæmt henni má neita þeim skipum og út- gerðum um veiðileyfi sem tekið hafa þátt í óheftum veiðum á al- þjóðlegu hafsvæði svo framarlega sem veitt hefur verið úr stofni sem lýtur norskri fiskveiðistjóm. Færeyingar mótmæltu þessari ákvörðun norskra stjórnvalda hvað viðkemur Stakfellinu og blandaði landstjómin sér í málið, en Jóhann segir að það hljóti jafnframt að koma inn í heildarumræður milli ís- lenskra stjómvalda og norskra um sjávarútvegsmál. Ailsherjar hringavitleysa Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, sagði að afstaða norskra stjómvalda í þessu máli væri með endemum. Á síðasta ári hefðu tvö skip verið seld héðan til Noregs, Bliki frá Dalvík og Geiri Péturs frá Húsavík, sem bæði hefðu áður veitt í Smugunni, og af því að Norðmenn ættu þar í hlut sem kaupendur væru skipin ekki undir sama merki og önnur skip. „Það er því mismunandi brenni- merki sem þeir setja á skipin eftir því hvort kaupendurnir era Norð- menn eða t.d. Færeyingar. Þetta er frá venjulegum sjónarhóli orðið ein allsherjar hringavitleysa. Þama er um að ræða færeyska út- gerð sem átti veiðiheimiidir og það stóð aldrei tii annað en að veiða úr færeyskri heimild, en mér finnst með ólíkindum ef Norðmenn ætla að brennimerkja skipin eftir því hver kaupir þau en ekki eftir því hvað þau kunna að hafa gert. Mér finnst einnig fáránlegt að það sé eitthvert skip sem líði fyrir þetta, eitthvert stál, en ekki sú útgerð sem hlut á að máli. Þetta getur tor- veldað sölu á íslenskum skipum sem hafa veitt í Smugunni, nema þá til Noregs að því er virðist, því þá líta þeir á stálið einhverjum öðr- um augum,“ sagði Kristján. Hlaut nýsköpunarverðlaun Barnaheimspeki grunnur fyrir allt nám Nýsköpunarverðlaun forseta íslands voru veitt síðastliðinn fimmtudag. Fyrstu verð- laun hlaut Brynhildur Sig- urðardóttir fyrir verkefnið Tengsl heimspeki og nátt- úrafræðikennslu í grann- skólum. „Aðdragandi þess að ég fór að huga að tengslum heimspeki og náttúrafræði er að ég kynntist námsefn- inu í náttúrafræði þegar ég starfaði sem kennari og var ósátt við það að ýmsu leyti. Fram til þessa hefur að- búnaður fyrir náttúra- fræðikennslu verið slakur og sjaldnast hvetjandi fyrir kennara til að gera kennsl- una lifandi. Sú krafa er lögð fram að kennarar hafi kennsluna verklega og lif- andi, fari í vettvangsferðir og leggi m.a. áherslu á umhverf- ismennt en síðan er lítið gert til að þessir möguleikar geti orðið að veraleika. Það er erfitt að fá að skipta bekkjum og nauðsynleg tæki ekki til. Þar að auki hefur það verið ómótað að miklu leyti hvemig kennslunni skal háttað, hversu mikill hluti hennar á að vera verklegur og svo framvegis. - Hvernig leggur þú til að heimspeki og náttúrufræði séu tengd saman? „Ég hef töluvert skoðað af bæði fagtímaritum og bókum um tengsl heimspeki og náttúra- fræðikennslu. Oft er heimspeki og samfélagsfræði fléttað inn í náttúrafræðina. Heimspekin leggur til hugmyndir um eðli vís- inda og viðhorf manna til náttúr- unnar. Það era í raun stærstu sviðin sem ég kem áhuga á í þessu sambandi og tek afstöðu til.“ Brynhildur segir að nauðsyn- legt sé að kynna sér hvaða hug- myndir era í gangi og velja síðan milli þeirra. „Þetta hefur ekki verið gert í náttúrafræðikennslu fram til þessa. Að vísu má geta þess að nokkur breyting er að verða á núna við endurskoðun námskrárinnar. Þar er horft til heimspekilegra þátta, eins og hvað heimspekin segir um eðli vísinda og hvernig vinna má úr því.“ Brynhildur bendir á að heim- speki nýtist vel í stefnumótun og í verkefni sínu segist hún leggja fram hugmyndir um hvernig hægt sé að kenna náttúrufræði á heimspekilegan hátt. - Hvernig er hægt __________ að kenna náttúrufræði á heimspekilegan hátt? „Með því að nota barnaheimspeki. Hún á upprana sinn að rekja til Bandaríkjanna og ““”— upphafsmaður hennar er Matt- hew Lipman. Barnaheimspeki byggist á því að börn taka þátt í heimspekilegri samræðu. Þau velja sér viðfangsefni og þeim er síðan gefin fyrirmynd að því hvernig hægt er að ræða saman, með sögum sem síðan geta verið efniviður í umræðuefni. í gegn- um svona samræðu þjálfast börn mjög í að skipuleggja hugsanir sínar og setja fram eigin skoðan- ir. Auk þess skerpa samræður gagnrýna rökhugsun og þjálfa grandvallarhugarfærni sem nýt- ist í námi og starfi síðar meir.“ Biynhildur segir að samræð- Brynhildur Sigurðardóttir ►Brynhildur Sigxirðardóttir er fædd í Reykjavík árið 1970. Hún lauk prófi úr Kennaraháskóla íslands árið 1994 og kenndi að því loknu í Síðuskóla á Akureyri í tvö ár. Brynhildur hóf nám í heimspeki við Háskóla íslands árið 1996. Stefnir saman náttúruvís- indum og heimspeki urnar gefi einnig möguleika á að taka fyrir erfið hugtök. - Á hvaða hátt er það gert?? „Oft eiga börn í erfiðleikum með að ná skilningi á flóknum hugtökum. Hugtök era oft notuð á mismunandi hátt eftir aðstæð- um og samhengi og börn kunna að ragla þessu saman og jafnvel gleyma hversdagslegum skilningi á hugtaki þegar þau heyra það í vísindalegu samhengi. I samræð- unni sé ég möguleika á að ná þessum tengslum, skoða hvernig hygtakið er notað á ólíkan hátt og jafnvel hvemig það hefur breyst með áranum og hvernig það varð til. Krakkarnir fá líka tækifæri til að nota sinn orða- forða og æfa hugtökin á sínu plani.“ - Nýtist heimspekin fleiri námsgreinum? „Já, á því leikur enginn vafi. Barnaheimspekin er grannur undir nám, nokkurskonar vinnu- aðferð og hægt að taka öll við- fangsefni inn í hana. I mörgum tilfellum er augljósara hvernig hægt er að nota hana en í nátt- úrafræði. Matthew Lipman hefur lagt fram námsefni í bamaheim- speki þar sem tekið er á þáttum s.s. tungumálinu, samfélagsfræði, ritsmíðum og siðfræði og einnig hefur hann prófað sig áfram með ung börn og náttúru- fræðinám." - Mun verkefnið þitt verða notað við mótun kennsluefnis? „Ég veit það ekki. Ég hef próf- að kennsluefnið í Heimspekiskól- anum með hjálp Hreins Pálsson- ar og það gekk ágætlega. Mér finnst það þurfa endurskoðun og mun ekki kenna það aftur eins og það er núna. Á hinn bóginn er þetta gott hráefni í frekari vinnu á þessu sviði." - Kennir þú náttúrufræði núna? „Nei, ég stunda núna nám í heimspeki við Háskóla Islands og er því ekki að kenna. Væntanlega fer ég síðan í framhaldsnám í bamaheimspeki næsta haust.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.