Morgunblaðið - 11.01.1998, Side 32

Morgunblaðið - 11.01.1998, Side 32
32 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MARIE TUVNES THORODDSEN ' Marie Tuvnes I Thoroddsen fæddist á Fröya í Þrændalögum, Nor- egi, 8. júlí 1912. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 3. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Hans Anker Tuvnes, skipasmiður á Fröya, og Anna Margrethe Utseth. Systkini hennar voru Arne, I Haakon, Kristian og Nikoline. Eiginmaður Marie var Jean Valgard Thoroddsen, f. 27. júlí 1906, d. 10. júní 1978. Hann starfaði hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur og Rafmagns- eftirliti ríkisins 1936-1938, VAR rafveitustjóri í Hafnarfirði 1938- 1961, yfirverkfræðingur hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur 1961- 1964, slökkviiiðssljóri í Reykja- vík 1964-1966 og rafmagnsveitu- stjóri ríkisins 1966-1976. Börn þeirra eru: 1) Anna Margrét Thoroddsen, ritari, f. 8. nóv. 1935, gift Sverri Sigmundssyni, tæknifræðingi. 2) Björn Thoroddsen, flugstjóri, f. 11. aprfl 1937, kvæntur Mar- gréti Lindu Gunn- laugsdóttur Björns- son, hönnuði. 3) Sig- urður Thoroddsen, arkitekt, f. 17. apríl 1940, kvæntur Sig- rúnu Magnúsdóttur, húsmóður. 4) Þórdís Thoroddsen, flug- freyja, f. 30. ágúst 1947, gift Jóni B. Jónassyni, lögfræð- ingi. Barnabörn Marie eru 14 og langömmuböm- in em orðin 7. Marie var húsmóöir frá því að hún kom til ísiands árið 1936, en mestallan búskap sinn bjó hún í Hafnarfirði eða frá 1938-1987. Hún fiuttist þá til Reykjavíkur og bjó þar til ársins 1995. Frá 1995 dvaldist hún á Hrafnistu í Hafnarfirði. Bálför Marie Tuvnes Thorodd- sen fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. janúar og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar til að minnast nokkrum orðum hennar ömmu minnar, Marie Tuvnes Thorodd- sen, sem lést hinn 3. janúar síðast- liðinn. Amma fæddist í Noregi og kynntist hún afa þegar hann var þar við nám. Fluttust þau hingað 1936 með móður mína, Önnu, sem þá var á fyrsta ári. Þótt hún hafi , búið meira en 60 ár hér á íslandi leit hún alltaf fyrst og fremst á sig sem Norðmann. Hún og afi byggðu sér hús við Suðurgötu 66 í Hafnar- firði og bjuggu þar meðan afi var á lífi. Lýsti hún oft fyrir mér hvemig þau fluttust fyrst í kjallarann áður en þakið var komið á húsið. A nokkrum árum kláruðu þau síðan húsið og bjó hún afa þar glæsilegt heimili. Það var alltaf mikið ævin- týri sem barn að koma í jólaboðið á jóladag. Á jólatrénu héngu pokar með góðgæti, eldur logaði í amin- um, ijúffengur matur á borðum og vindlareykur í lofti. Amma hafði gaman af því að ferðast og naut hún þess að fara til t Ástkær móðir okkar .tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN FINNSDÓTTIR frá Skriðuseli f Aðaldal, Kleppsvegi 68, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 13. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Hallfríður F. Elíasdóttir, Guðmundur Haraldsson, Svava Eyland, Katrfn B. Eyjólfsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Þorfinnur Jóhannsson, Már Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ólöf G. Elíasdóttir, Jenný S. Elíasdóttir, Elfas Elíasson, Kristján S. Elíasson, Jens Elfasson, Aðalsteinn Elfasson, Margrét Elíasdóttir, Marfna Elíasdóttir, t Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, afi og langafi, HRÓBJARTUR LÚTHERSSON fyrrv. heilbrígðisfulltrúi, lést á dvalarheimilinu Seljahlíð laugardaginn 3. janúar síðastliðinn. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 13. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Steinunn Hróbjartsdóttir, Lúther Hróbjartsson, Hróbjartur Jónatansson, Valgerður Jóhannesdóttir, Jóhann Egill Hólm, Pjetur E. Árnason, Agnar Þ. Árnason, Áslaug Árnadóttir, Hróbjartur Lúthersson, Helga Jónsdóttir, Unnur Hansdóttir, Lára Ingólfsdóttir, Sigurður Harðarson, Anna Rósa Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. framandi landa með afa. Einnig fór hún reglulega til Noregs og hélt alltaf góðu sambandi við fólkið sitt þar. Oft stytti hún skammdegið með ferðum til suðlægra landa, fyrst með afa, en eftir að hann dó á eigin vegum og með skyldmennum. Hún amma var sterkur persónu- leiki og fór ekki á milli mála þegar hún var nærstödd. Hún hafði ákveðnar skoðanir og var ekkert að fara í launkofa með þær. Hún hafði gaman af því að segja frá og var yfirleitt miðdepilinn þar sem hún var stödd. Amma Maja greindist með ill- kynja æxli síðastliðið haust og voru síðustu mánuðirnir erfiðir. Varð henni tíðrætt um afa og var hann henni greinilega ofarlega í huga. Elsku amma mín. Eg gleymi aldrei okkar síðasta samtali, nokkrum dögum áður en þú lést. Þú veltir fyrir þér hvort teldð hefði verið á þínu lokastríði á annan hátt í Hollandi, þar sem ég var við nám, en gert er hér á landi og sagði ég þér að svo hefði ekki verið. Þegar hvíldin loksins kom var hún þér kærkomin. Guð veri með þér, elsku amma mín. María Sverrisdóttir. Með nokkrum orðum vil ég kveðja tengdamóður mína, Marie Tuvnes Thoroddsen, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 3. janúai- sl., eftir stutt en erfið veikindi og þakka henni samfylgdina og vel- vilja í minn garð um langt árabil. Það var fyrir um það bil 35 ár- um, sem ég fyrst kom á heimili þeirrra Marie og Valgarðs Thoroddsen á Suðurgötu í Hafnar- firði. Þegar ég lít til baka sé ég að það hlýtur að hafa verið þeim mikið áhyggjuefni þegar 17 ára gamall menntaskólastrákur tók að draga sig eftir 15 ára gamalli dóttur þeirra, sem var yngst bama þeirra og bjó ein ennþá heima hjá foreldr- um sínum. Hins vegar tóku þau mér ávallt vel og það var aðeins þegar ég var farinn að halda vöku fyrir þeim og dótturinni seint á kvöldin, að mér var kurteislega bent á hvað klukkan væri orðin. Á glæsilegu heimili þeirra Marie og Valgarðs í Suðurgötu ríkti festa, bæði varðandi umgengni og hátt- semi alla. Ekki þannig að heimilis- lífið væri þvingað eða samskiptin stirð heldur miklu frekar á þann veg að það veitti bæði heimilisfólki og þeim sem þar komu þá tilfinn- ingu að hér væri tryggt og gott að vera. Þau hjón höfðu byggt húsið fljótlega eftir að þau fluttu heim að loknu námi Valgarðs í Noregi. Frá húsinu var fagurt útsýni yfir höfn- ina í Hafnarfirði og Marie, sem var dóttir skipasmiðs og alin upp við báta og opið haf, kunni vel að meta það. Á árinu 1978 lést Valgarð skyndilega á heimili sínu. Nokkrum árum eftir lát hans seldi Marie hús sitt í Hafnarfirði og keypti sér íbúð á tíundu hæð í Sól- heimum í Reykjavík þar sem hún hafði stórkostlegt útsýni yfir sund- in og fjöllin. Hún bjó síðan með glæsibrag í Sólheimum um nokk- urra ára skeið, en aldur og þó eink- um augnsjúkdómur leiddu til þess að hún ákvað að flytja á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún undi hag sínum vel. Marie var um margt einstök kona. Hún var alla tíð afar glæsileg og bar sig tiginmannlega. Aldurinn bar hún með slíkri reisn að aðdáun og undrun sætti. Hún lagði mikið upp úr því að líta sem best út og búa sig í samræmi við það. Slíkt er vafalaust kallað hégómi af mörgum en í hennar huga var þetta spum- ing um sjálfsvirðingu. Sjálfsvirðing hennar og virðing hennar fyrir eig- inmanni sinum og fjöiskyldu var mikil. Jafnframt þessu var Marie skapmikil kona og þegar þessir tveir eiginleikar fóru saman, gat það stundum leitt til árekstra við þá sem ekki voru henni að skapi eða sýndu ekki þá framkomu sem henni þótti sæma hverju sinni. Þetta var óhjákvæmilegt en hins vegar er það svo, að án þessara eiginleika verður einstaklingurinn oft ósköp litlaus og það var Marie sannarlega ekki. Þótt stundum skærist í odda skynjaði maður ávallt, að Marie væri reiðubúin að láta væringar niður faUa. Enda þótt Marie hafi búið á Is- landi í meira en 60 ár og væri ís- lenskur ríkisborgari, fann maður ávallt að hún var mjög stolt af sín- um norska uppruna. Leiddi þetta, frekar í gamni en alvöru, stundum til samanburðar á þjóðunum tveim- ur, sem ekki var okkur aUtaf hag- stæður. Hún fylgdist vel með því sem gerðist í Noregi og fagnaði velgengni Norðmanna á hvaða sviði sem var; hvort sem það var sigur í Eurovision-keppni, ólymp- íumót á skíðum eða eitthvað annað sem ástæða var tU að gleðjast yfir. Hún sótti ættingja sína í Noregi oft heim og hélt við þá góðu sambandi tU hinstu stundar. Henni varð tíð- rætt um bemskuheimiU sitt á Fröya í Þrándheimsfirði og á ég margar góðar minningar um skemmtilegar frásagnir hennar frá þeim dögum. Hún var af alþýðu- fólki komin sem aflaði sér lífsviður- væris með sjósókn og landbúnaði eins og tíðkaðist hér á landi. Tengdamóðir mín var óvenju sterk kona bæði andlega og líkam- lega. Þegar hún lagðist banaleguna og ljóst var að hverju stefndi, tók hún því með slíkri stillingu að með ólíkindum er. I síðasta skipti sem ég hitti hana, meðan hún mátti mæla, hvíslaði hún sárþjáð að mér, að sér þætti ekki gaman að vera svona komin. Maður getur hins vegar frekar sætt sig við slíkt þeg- ar oft hefur verið gaman á lífsleið- inni og sannarlega var oft gaman hjá tengdamóður minni. Það var gaman að ærslast sem ung stúlka á Fröya, eða ferðast á opnum pallbfl með Valgarð og krökkunum og tjalda á pallinum, fara á Rafveitu- dansleik með Valgarð eða bara hitta kátt og gott fólk. Og þá hló hún Marie sínum smitandi innilega hlátri. Hafðu bestu þakkir fyrir sam- fylgdina, kæra tengdamóðir. Jón B. Jónasson. Hún Maja mágkona mín er látin. Maja var ekki aðeins mágkona mín heldur vorum við mjög góðar vin- konur. Dauðastríð hennar var ekki mjög langt en erfitt. Þó Maju sé sárt saknað af ættingjum og vinum samgleðjumst við henni að vera laus við þjáningar og halda aftur til fundar við Valgarð, sem hún unni hugástum og var búin að syrgja í nærri 20 ár. Hjónaband Valgarðs og Maju var mjög farsælt. Þau voru sér- staklega samrýnd og eignuðust 4 mannvænleg og yndisleg böm og marga afkomendur, sem öll eru mætir þjóðfélagsþegnar. Maja var af norsku bergi brotin, fædd og uppalin á Fröya, eyju rétt fyrir utan Þrándheim, en Valgarð kynntist henni í Þrándheimi, þar sem hann var við nám í rafmagns- verkfræði. Þau giftust í Noregi ár- ið 1935, en fluttu til íslands ári síð- ar og komu þá með frumburðinn, yndislega litla stúlku, Önnu Mar- gréti. Maja var yngst af sínum systkin- um og eina dóttirin og hlýtur að hafa verið erfitt fyrir foreldra hennar að sjá á bak henni til ann- ars lands. Einnig fyrir Maju að flytja frá ættlandi sínu og skyld- mennum. En þó hún saknaði Nor- egs, tók hún strax ástfóstri við ís- land og samlagaðist fljótt íslenskri fjölskyldu Valgarðs. Á styrjaldarárunum gat hún lítið samband haft við fjölskyldu sína í Noregi, en eftir stríð fóru þau Val- garð margsinnis til Noregs og einnig fór Maja til æskustöðva sinna á Fröya með böm sín og barnaböm eftir að hún varð ekkja. Ég sá Maju fyrst, þegar þau Val- garð fluttust til íslands árið 1936. Ég var í fyrstu hálffeimin við þessa útlendu mágkonu mína en það lag- aðist fljótt og urðum við bestu vin- konur. Maja samdi sig fljótt áð ís- lenskum siðum og eignaðist marga vini hér á landi. Hún var frjálsleg í framkomu, hafði sérstaka kímni- gáfu og átti sérstaklega auðvelt með að umgangast fólk. Valgarð og Maja bjuggu lengst af í Hafnarfirði, þar sem Valgarð var rafveitustjóri um árabil. Þau byggðu sér fallegt hús að Suður- götu 66. Þar ræktuðu þau fallegan garð og heimili þeirra var sérstak- lega notalegt, enda Maja fyrir- myndar húsmóðir. Hún var mikil hannyrðakona og oft sat Valgarð við flygilinn og lék ljúfa tónlist, ef mann bar að garði. Nokkmm árum eftir að Valgarð dó seldi Maja húsið og flutti til Reykjavíkur að Sólheimum 23. Ég held að hún hafi samt alltaf saknað Hafnarfjarðar og þegar sjónin fór að daprast sótti hún um vist að Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar dvald- ist hún síðustu árin við nokkuð góða heilsu og naut efri áranna. Maja vakti ætíð sérstaka athygli fyrir hve vel hún bar sig og var fal- lega klædd. Hún hafði yndi af að dansa og þó hún væri komin á ní- ræðisaldur bar hún sig sem ung stúlka á dansgólfinu. I júní sl. mætti Maja í afmæli mitt glæsileg að vanda, en um 4 mánuðum síðar uppgötvaðist sú meinsemd, sem leiddi hana til dauða. Ég vil þakka Maju sérstaklega fyrir þann hlýhug, sem hún bar til foreldra minna, enda kom það skýrt fram í útvarpsviðtali, sem Sveinn Sæmundsson átti við hana á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí, fyrír mörgum árum. Við Einar sendum bömum Maju og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur og minnumst hennar með söknuði. Margrét Thoroddsen. Það er sjaldgæft að eignast nýja vini þegar komið er hátt á níræðis- aldurinn. En þannig lít ég á kynni mín af Maríu Thoroddsen. Við vor- um búsettar á Hrafnistu í Hafnar- firði og þekktumst ekkert áður en þangað kom. Ég veitti Maríu strax athygli vegna þess hve glæsilega hún bar aldurinn. Hún var ein þeirra kvenna sem alltaf verða fal- legar, hversu gamlar sem þær verða. Af tilviljun sátum við saman við matborð. „Hvað á ég að segja við þessa fálátu norsku konu?“ hugsaði ég með mér og um leið sá ég að mín eigin ósk gæti ræst. Mig langaði að tala um Noreg við ein- hvem. Ég átti tvo syni og mörg bamaböm í því landi. En hver kærir sig um að ræða um fjarlægt land? Síst gamalt fólk. En við Mar- ía fórum að tala um Noreg og auð- heyrt var að það land stóð hjarta hennar næst. Hún sagði mér frá stóm eynni Fröja í Þrándheims- firði og sýndi mér myndir af reisu- legu setri ættar sinnar. Þar var bæði rekin útgerð og landbúnaður, reglulegt höfðingjasetur. Einu sinni vomm við María að horfa á myndband af Þrándheims- dómkirkju, þjóðarhelgidómi Norð- manna. í þeirri kirkju var María gift Valgarð Thoroddsen. Það birti yfir svipnum þegar hún rifjaði upp þær liðnu stundir. Hún fylgdist mjög vel með norskum stjómmál- um og lánaði mér bæði bækur og blöð um þau mál. Aftur á móti sagði ég Maríu frá gengi afkom- enda minna í Noregi og fann um leið vel hve það gladdi hana þegar fréttir mínar vom góðar. Við kynni mín af Maríu Thoroddsen varð mér ennþá ljósari tign og fegurð norska þjóðsöngs- ins: „Ja, vi elsker dette landet Minningin um Maríu mun ávallt koma mér í hug þegar norski þjóð- söngurinn heyrist. Blessuð sé minning Maríu Tuve- nes Thoroddsen. Sigurveig Guðmundsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfírði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.