Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 11 mannslíf," segir Terje í greininni og lýsir ástandinu í vöruskemmunni. „Inni er dimmt og kalt. Þefurinn rammur og sætur í senn. Lyfjunum er hlaðið upp í rjáfur. Við flokkun hefur komið í ljós að innan við fimm af hundraði geti komið að gagni. Af- gangnum verður að koma í lóg með sérstökum aðferðum. Sumt er svo hættulegt að minnsta snerting get- ur valdið heilsutjóni." Terje veitir því athygli að sum lyfjanna hafa verið framleidd fyrir meira en 40 árum. Stór pakkning af fúkkalyfjum fyrir börn er merkt „notist fyrir júnílok árið 1962“. „Lyfjunum er pakkað í litlar pakkn- ingar, 2-3 töflur saman, með leið- beiningum á spænsku, norsku, finnsku eða öðru óskiljanlegu tungumáli fyrir heimamenn. Eg fínn norsk lyf í einum staflanum. Lyfin eru óskemmd en geta valdið skaða því enginn veit hvemig á að nota þau,“ segir í greininni. Einar nefnir að Alþjóða heil- brigðisstofnunin hafi látið útbúa litla pakka með snyrtivörum og lyfj- um til bágstaddra í Mostar. „Pakk- arnir voru hreint ágætir, t.d. voru snyrtivörupakkamir með sápu, sjampói og fleiri hreinlætisvörum og átti dreifingin að fara fram í gegnum apótekin. I ferðinni komust við að raun um að ekki höfðu allir pakkamir ratað í réttar hendur því háar stæður vora víða bakatil í apó- tekum í Mostar. Apótekararnir hafa væntanlega ætlað að græða vel á pökkunum á svarta markaðnum eft- ir stríðið,“ segir Einar. Ola Westbye, formaður norrænu lyfjanefndarinnar, segir að farga þurfi um 800 tonnum af ónýtanleg- um lyfjum í Bosníu. Þjóðverjar hafi gefið ofna til að brenna lyfin. Heimafólki hrjósi hins vegar hugur við menguninni og því hafi verið hafíst handa við að steypa stórar kistur til að setja lyfin í og grafa djúpt í jörðu. Eðlilegt að fara eftir viðmiðunarreglum Hvað gjafalyfm varðar leggur Einar áherslu á að náið samstarf þui-fi að vera á milli gefenda og þiggjenda. Heilbrigðisyfirvöld í við- komandi landi þurfi að meta þörfina og óska eftir viðeigandi lyfjum. Lyfjaframleiðendm- ættu að leggja sig fram um að uppfylla óskir hinna nauðstöddu þjóða og fara eftir leið- beiningum Alþjóða heilbrigðisstofn- unarinnar frá árinu 1996. Leiðbeingingar Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar em í tólf lið- um. ítrekað er að lyfjagjafir byggist á þörf fyrir ákveðið lyf í viðkomandi landi. Leitast skuli við að lyf séu eins lík algengustu lyfjum í landinu og kostur sé á. Lyfin verða að upp- fylla gæðastaðla og renna ekki út innan árs frá innflutningi. Ekki ætti að gefa þegar ávísuð lyf og fremur lyf í stómm pakkningum en litlum. Huga þarf að því að heilbrigðis- starfsmenn skilji leiðbeiningar á lyfjunum og flutningur á milli landa fari eftir settum reglum. Síðast en ekki síst þykir eðlilegt að gefandi standi straum af kostnaði við geymslu lyfjanna nema kveðið sé á um annað. Einar segir að Norðmenn hafi gert útflytjendum að taka mið af reglunum í tengslum við útgáfu sér- stakra lyfjaútflutningsleyfa. „Is- lendingar ættu að mínu mati að huga að því að fara svipaða leið enda kemur í raun ekkert í veg fyrir að ónýtanleg lyf séu send út úr landinu," segir hann. Spenna á milli hj álparstofnana Einar minnir á að reyna þurfi að draga úr spennu og ýta undir sam- hæfingu milli hjálparstofnana. Þarna hafi því miður ríkt töluvert skipulagsleysi og ekki hafi allar hjálparstofnanir jafngott orð á sér. „Mér hefur sjálfum fundist hjálpar- samtökin Læknar án landamæra (MSF) og Lyfjafræðingar án landamæra (PSF) ná bestum ár- angri. Þarna er hugsjónafólk að vinna griðarlega merkilegt starf. Arangurinn hefur verið góður enda hefur verið lögð áhersla á að vinna með markvissum hætti.“ Lyf oft send milli- liðalaust RAUÐI krossinn varð fyrst áþreifanlega var við vandann eftir jarðskjálftana í Ai-meníu árið 1988. Hjálpargögn bókstaflega hrúguðust inn og komu í veg fyrir að hægt væri að halda uppi eðlilegri flugumferð um flugvöllinn dögum saman. Lyfjafræðingar og læknar voru fengnir til að greiða úr hjúkrun- argögnum og lyfjum og var gerð grein fyrir niðurstöðunni árið 1990. Aðeins fjórðungur lyfjanna reyndist uppfylla öll skilyrði," segir Guðjón Magnússon, rektor norræna heilbrigð- isháskólans í Gautaborg og formaður Rauða kross íslands til 10 ára. Hann segir að mestri gremju hafi valdið að ýmis lyfjafyrirtæki virtust vera að losa sig við umframbirgðir. „Lyfjafyrirtækin virðast vera að koma sér hjá því að greiða spilligjald með því losa sig við umframbirgðir til bágstaddra. Ekki verður heldur litið framhjá því að í sum- um löndum er veittur skatta- afsláttur vegna þróunaraðstoðai-," segir hann og nefnir dæmi máli sínu til stuðnings. „Eg get nefnt að heill gámur af svo sérhæfðu lyfi að ársnotkunin er 17 kíló í Armeníu var sendur til landsins," segir Guð- jón. Hann segir að greiningin í Ar- meníu hafi verið kynnt í landsfé- lögum Rauða krossins. „Landsfé- lögin voru hvött til að vera á varð- bergi í tengslum við lyfjagjafir. Ekki er hins vegar alfarið á valdi Rauða krossins að leysa vandann því að oftar en ekki em lyfin send milliliðlaust. Lyfin em allt í einu komin til landsins með merkingum um að þama séu lyf vegna hörmunga af ýmsu tagi. Oft vita stjómvöld ekki af því að lyfin séu á leiðinni og enginn einn hefur yfimmsjón með hjálparstarfinu." Ógrynni hjálparstofnana Guðjón segir nauðsynlegt að koma upp slíku kerfi enda starfi ógrynni mannúðar- og hjálpar- stofnana þar sem vá skapist. „Ég spurðist fyrir um fjölda hjálparstofnana á ferð í Króatíu ný- lega. Mér var sagt að 300 hjálparstofnanir væm skráðar í Zagreb. Ekki væri hins vegar um met að ræða því að 600 hjálpar- stofnanir væm skráðar í Bosníu. Eins og gefur að skilja getur skap- ast töluverð ringulreið þegar eng- inn hefur yfírsýn yfir allan hópinn og sífellt bætast nýir við. Aðeins eina manneskju þarf til og era Bretar og Bandaríkjamenn hvað áfjáðastir í að stofna nýjar mann- úðarhreyfingar,“ segir Guðjón og bætir við að velta megi því upp hvort tími sé kominn til að setja ströng skilyrði um starfsemi hjálp- arstofnana. „Verst er hvað þiggj- endurnir em vamarlausir. Fæstar þjóðir hafa til að mynda tök á því að senda ónýtanleg hjúkmnargögn og lyf aftur til baka. Flutningurinn getur kostað peninga og leyfi getur þurft til að flytja vömna aftur til baka.“ Aðspurður sagðist Guðjón ekki vita til að út- mnnin lyf hefðu verið send fr'á Islandi. „Eins og sakir standa getum við hins vegar ekki verið al- veg viss og setjum í rauninni allt okkar traust á hina fáu íslensku lyfjaframleiðendur. Annars ætti auðvitað að tryggja að svona lagað geti alls ekki gerst. Hugsanlegt er að setja siðareglur um gjafir af þessu tagi og lágmark er að lög í landi gefandans séu vægasta viðmiðið er gildi fyrir gjafirnar.“ Guðjón Magnússon Líklegt að misjöfn lyf hafi verið í umferð ÞRÍR íslendingar á hersjúkrahúsinu í Tuzla, f.v. Kristján Rolfsson, yf- irmaður birgðageymslu sjúkrahússins, Guðrún Kristjánsdóttir hjúkr- unarfræðingur og Halldór Baldursson, yfirlæknir sjúkrahússins. TRYGGILEGA var gætt að því að öll lyf sem fóm í gegnum norska hersjúkrahúsið væm í lagi. Hins vegar var heilbrigðisþjónusta heimamanna í lamasessi og því mjög líklegt að misjöfn lyf hafi verið í umferð og komið hafi fyrir að góð lyf væm misnotuð,“ segir Halldór Baldursson læknir. Hann vann á vegum Sameinuðu þjóð- anna og-síðar NATÓ á norsku her- sjúkrahúsi í Tuzla í Bosníu á ámn- um 1995 og 1996. Norska hersjúkrahúsið er aðal- lega ætlað friðarsveitunum. Samt hlutu yfir 20.000 óbreyttir borgar- ar aðhlynningu á vegum þess á árabilinu 1994 og 1996. Langflestir eða 15.000 hlutu þjónustu í flótta- mannabúðum og var þjónustan að mestu leyti í höndum Kjells Nordli majors. Alls voru 5.000 göngu- deildarsjúklingar og 1.500 óbreytt- ir borgarar lagðir inn á sjúkrahús- ið á tímabilinu. Halldór segir að aldrei hafi ver- ið barist inni í Tuzla og ástandið því ekki orðið jafnerfitt og í Most- ar. Engu að síður hafi ástandið verið bagalegt vegna stríðsins og ýmislegt sem við myndum kalla spillingu ekki bætt úr skák. „Ljótt er ef satt er að ónýt lyf hafi verið send til landsins. Hins vegar verður að segjast eins og er að svona klúður verður að hluta til að skrifast á reikning heima- manna. Hjálparfólk varð því mið- ur vart við að ekki var alltaf hægt að treysta heimamönnum til að koma varningi til skila. Freisting- in til að koma ættingja eða vini frekar en öðrum til hjálpar eða einfaldlega koma hjálpargögnum í verð varð stundum of mikil,“ segir Halldór. Frumskilyrði að skilgreina þörfina Halldór segir að framskilyrðið í öllu hjálparstarfi hljóti að felast í því að skilgreina þörfina. „Tryggja verður að veitendurnir séu ekki aðeins að losa sig við umfram- bfrgðir heldur að uppfylla brýna þörf. Dreifingin verður að ganga fljótt fyrir sig og vera skilvirk allt til inntöku enda hefur því miður komið fyrir að ekki hefiir reynst nægjanlegt að koma með lyfin inn á heimili sjúklingsins. Stundum freistast aðrir í fjölskyldunni til að koma lyfjunum í verð og dæmi em um að sjúklingamir hafi sjálfir talið að lyfjunum væri betur varið til kaupa á öðmm nauðsynjum. Eftirlitið er erfitt og getur því miður spillt samskiptum, en raun- in er einfaldlega sú að ekki verður hjá því komist.“ Ekki gefín útrunnin lyf E* G HEF því mið- ur heyrt að lyfja- fyrirtæki víða úti í heimi hafi notað bág- staddar þjóðir eins og raslakistu fyrir um- frambirgðir af lyfjum. Hér þekkist ekki svo- leiðis hugsunargangur og engum dettur í hug að gefa útmnnin lyf enda langt fyrir utan allt velsæmi," segir Ólafur Ólafsson deild- arstjóri kynningar- deildar lyfjafyrirtæk- isins Delta hf. Ólafur segir sjald- gæft að óskað sé eftir því að ís- lenskir lyfjaframleiðendur gefi lyf til bágstaddra þjóða. „Mig rekur minni til nokkurra dæma. Við gáf- um til að mynda lyf við sýkingum til Bagdad með Astþóri Magnús- syni um jólin. Með ósk um að lyfin væru gefin fylgdu skilaboð að utan um að öll lyf vantaði. Aldrei kom hins vegar til greina að senda allt. Fyrirtækið var ekki aflögufært um öll lyf og af birgðunum var reynt að meta hvað kæmi sér best,“ segir Ólafur og tekur fram að farið hafi verið eftir leiðbein- andi reglum um lyfjagjaffr. „Á síð- asta alþjóðaþingi lyfjafræðinga í Vancouver í Kanada vom sam- þykktar leiðbeinandi reglur um hvernig skuli farið að við lyfjagjafir til þróunar- landanna. Reglurnar eiga að koma í veg fyrir að um bjamar- greiða sé að ræða eins og því miður hefur borið við. Ég get nefnt að tekið er fram að tryggja verði að heimamenn kunni að nota lyfin o.s.frv.,“ segir hann og bætir því við að allar merk- ingar á lyfjum til Bagdad hafi verið á ensku og pakkningar samkvæmt ströngustu kröfum. Skilyrði fyrir gjöfinni Hann sagði að sett hefðu verið ákveðin skilyrði fyrir gjöfinni. „Undirrituð var yfirlýsing um að Rauði hálfmáninn myndi taka við lyfjunum og sjá um dreifinguna. Énnfremur var sérstaklega tekið fram að lyfin væm gjöf og því ekki til endursölu," sagði hann. Aðspurður sagði hann að sér væri ókunnugt og efaðist raunar um að gjöfin veitt skattaafslátt. Tilgangurinn væri heldur ekki að fyrirtækið nyti góðs af heldur hin- ir bágstöddu. Ólafur Ólafsson Fengum skilaboð um að öll lyf vantaði VIÐ fengum skila- boð um að öll lyf vantaði og snemm okkur í framhaldi af því til íslenskra lyfja- framleiðenda. Allir þrír tóku vel í erindið og létu af hendi rakna lyf að verðmæti yfir eina milljón íslenskra króna. Lyfjafræðing- ar í hverju fyrirtæki tóku ákvörðun um hvaða lyf yrðu send og tekið var mið af því að heimamenn kynnu að nota lyfin. Engin lyf voru útrunnin og fyrstu lyfin renna út á miðju árinu 1998,“ segir Ástþór Magnússon, forsvarsmaður Friðar 2000. Ást- þór flaug með gjafir og lyf til Bagdad um jólin. Ástþór er ekki að fljúga með lyf og gjafir til bágstaddra í fyrsta sinn. „Almennt tel ég ágætlega staðið að hjálparstarfi. Eins og gengur verða stundum hnökrar og algengt er að hnökrarnir séu blásnir út. Ekki er t.a.m. alltaf rétt að gagnrýna að send séu út lyf með stuttan gildistíma. Þörfin er oft einfaldlega svo brýn að lyfin hreinlega renna út. Ég get nefnt að við fómm með töluvert að lyfj- um með stuttan gildistíma til Hvita Rússlands í jan- úar árið 1995. Lyfin þurfti öll að nota áður en gildistíminn rann út. Ekki var hins veg- ar farið með lyf til SarajevÖ enda ekki talin þörf á því af stjómvöldum fyrir jól- in 1995,“ sagði Ástþór og tók fram að mikil- vægt væri að vera í góðum tengslum við heimamenn. „Við vor- um í tengslum við Rauða hálfmánanna í Bagdad. Þar afhent- um við lyfin, mest sýklalyf, vítamín og lýsi.“ Innsiglaðar umbúðir Ástþór sagðist ekki vita hvemig lyfin hefðu verið merkt. „Ég ber ftillt traust til lyfjafræðinganna og veit að einn framleiðandanna strikaði út heilmikið af lyfjum á lager enda var talið að heimamenn kynnu ekki að nota lyfin. Lyfja- fræðingarnar gengju frá lyfjunum í innsiglaðar umbúðir. Umbúðirn- ar voru ekki opnaðar af öðmm en ef til vill tollayfirvöldum. Listi með yfirliti yfir lyfin var sendur til ut- anríkisráðuneytisins og farmurinn skoðaður í Keflavík og Lúxem- borg.“ Ástþör Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.