Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ stöðug þróun. Spergilkál er til dæmis mjög spennandi tegund sem er mjög gott að rækta hér á landi en helsta vandamálið er hvað það geymist stutt. Við erum núna að skoða hvemig er hægt að lengja geymslutímann. Spergilkál þarf stuttan tíma til að vaxa og því henta sumrin hér mjög vel. Hún þolir líka illa mikinn hita sem er einmitt vandamálið sem aðrir Evrópubúar eru að glíma við. Ég á von á því að það verði gríð- arleg aukning í ræktun og neyslu á spergilkáli." Er hægt að rækta hvað sem er hér á landi? „Við getum búið til skilyrði til að rækta hvað sem er. Við höfum hit- ann úr jörðinni og raforkuna. En vegna raforkuverðsins borgar sig bara ekki að rækta hvað sem er - enn sem komið er.“ Georg segir að neysla á grænmeti aukist stöðugt hér á landi. Hann segir Sölufélagið fylgjast með þeim tölum sem gefnar eru út - þótt þær séu ekki alltaf mjög nákvæmar. „En sem dæmi má nefna að neysluaukn- ing um hálft kíló á mann á ári er töluverð aukning og mér sýnist að það hafi verið þróunin á síðustu ár- um.“ Neytendum mismunað Nú njóta aðrar landbúnaðar- greinar í matvælaframleiðslu og alls konar niðurgreiðslu greiðslu. Er ekki verið að mismuna neytendum? Þýðir þetta ekki að þeir sem lifa á grænmeti eru að borga óþarflega háan matarreikning? „Jú, það má segja það vegna þess að allar niðurgreiðslur hafa áhrif á neytendur. Ef við fengjum þá lækk- un á rafmagni sem við þurfum yfir vetrarmánuðina; fengjum til dæmis kílówattsstundina á 1,20 eins og gerist í Kanada í staðinn fyrir 3- 3,50, myndi það þýða um 70 króna lækkun á gúrkukílói yfir vetrar- mánuðina. Ég nefni Kanada sem dæmi vegna þess að við fórum nokkuð stór hópur til Kanada á síðasta ári til að kynna okkur hvernig þeir standa að málum. Kanadamenn framleiða gríðarlega mikla raforku og geta hæglega selt hana alla til Bandaríkjanna. En þeir velja að halda mikium hluta innanlands til að byggja upp sína grænu stóriðju. Við garðyrkjubændur höfum haft áhyggjur af umræðunni um að ís- lenskt grænmeti sé dýrt en Sölufé- lag garðyrkjumanna er stærsti inn- flutningsaðili á grænmeti hér á landi og við þekkjum því verðið er- lendis frá mjög vel. Það er oft ekk- ert hagstæðara en okkar verð, vegna þess að til að geta selt okkar framleiðslu verðum við að miða við verðlag á innfluttu grænmeti. Því miður er innflutt grænmeti ekki alltaf aðgreint frá því íslenska í verslunum, þannig að neytandinn getur ekki sjálfur sannreynt þetta.“ Gatt-samningurinn ekki einkasamningur fyrir fslenska neytendur Hvað með Gatt-samninginn? Átti hann ekki að tryggja okkur lægra verð á, ja, til dæmis grænmeti? „Gatt-samningurinn átti aldrei að lækka landbúnaðarvöru einn tveir og þrír. Þetta er alþjóðlegur samn- ingur og ég hef væntingar til að hann geti breytt því verði sem er á erlendum mörkuðum - og virki þá í báðar áttir." Er grundvöllur fyrir útflutningi á grænmeti frá íslandi? „Já, ef við stöndum okkur vel og hugsum vel um okkar garð, getum við innan örfárra ára staðið mun betur að vígi gagnvart innflutningi en við gerum í dag. Ennþá höfum við vernd yfir sumarið með magn- tollum og við verðum að nýta þann tíma vel til að geta staðist sam- keppnina þegar þeir tollar verða endanlega afnumdir. Gatt-samningurinn var gerður til fimm ára og hann á að endurskoða um aldamótin. Við vitum ekkert um hvað verður samið. Það standa 180 þjóðir að þessum samningi. Þetta er ekki prívat samningur fyrir íslenska neytendur, eins og virðist almennt álitið hér á landi. Því miður kynntu stjórnvöld samninginn ekki nógu vel. En ég er ekkert hræddur við þennan samning ef hann virkar í báðar áttir. Með samkeppninni fá- um við aðhald til að standa okkur enn betur. Ef við notum aðlögunar- tímann ekki vel, getum við gleymt garðyrkju hér eftir fimm ár. En rík- isstjómin þar líka að fylgjast með því að hin samningslöndin standi sig gagnvart okkur. I því sambandi er hægt að benda á það sem gerðist í Hollandi fyrir tveimur árum - en eins og flestir vita skipta Hollendingar miklu máli í þessari grein. Grænmeti er þeirra aðalútflutningur. En fyrir tveimur árum fóru 400 tómatabændur á hausinn í Hollandi. Það var mikil samkeppni og verðið var mjög lágt. Næsta ár á eftir hækkaði markaðs- verð á tómötum umtalsvert. Þessu þurfum við að fylgjast með og vera á varðbergi. Ef einhver vara, sem er flutt hingað inn, lækkar umtals- vert, hefur það áhrif á okkar vöru.“ En hvaða vörur eru ræktaðar hér, fyrir utan gúrkur, papriku og nú jarðarber? „Við ræktum gulrætur, blómkál, hvítkál, kínakál, púrrur, sellerí og rauðkál, Iceberg í litlum mæli, mjög margar tegundir af salötum - og þar er neyslan og fjölbreytnin að aukast mjög mikið. Síðan erum við með hliðargreinar eins og eggaldin og sérrítómata. Núna erum við líka að þróa víntómata. Það hefur farið hægt af stað en við ætlum að sinna því í sumar. Síðan er kúrbítur að- eins ræktaður hér við hliðina á gúrkum. Auk þessa ræktum við alls konar kryddjurtir og finnum fyrir mikilli aukningu í neyslu á þeim.“ Lífrænar varnir og lífræn ræktun Mynduð þið kalla ykkar ræktun lífræna? „Við erum með lífrænar vamir gagnvart meindýrum í gróðurhús- unum. Áður þurfti að sprauta eitri en það hefur orðið alger bylting hvað þetta varðar. Við Islendingar erum til allrar hamingju fljótir að tileinka okkur nýjungar. Lífræn vöm snýst um það að ein tegund éti aðra. Við getum tekið lúsina sem dæmi. Hún hefur verið vandamál í framleiðslu á papriku. En þegar við setjum ákveðna vesputegund - sem er til úti í nátt- úmnni á íslandi og étur lús af trján- um - inn í gróðurhúsin, eyðir hún lúsinni. Hún er sett inn í miklu magni í lokað rými og útrýmir lúsinni. Þetta er mjög mikil nákvæmnis- vinna. Ef þú setur vespuna inn 2-3 dögum of seint, nærðu ekki að halda jafnvægi. Þetta er bylting í gróður- húsaræktun ef rétt er staðið að mál- um. Einn af kostunum hér á landi er að við þekkjum ekki þau meindýr sem samkeppnisaðilar okkar er- lendis em að berjast við. Eftirlit með innflutningi hefur aukist hér og ég verð að segja að eftirlitsstofnanir hafa staðið sig þokkalega. En af því að ég var að tala um Kanadamenn, þá eiga þeir mjög erfitt með að rækta papriku vegna meindýra. I tveimur stöðvum sem við heimsóttum, stóðu tveir fullgall- aðir menn allan daginn við að úða eitri. Kanadamenn em því mun skemmra á veg komnir í meindýra- vömum en við. En hvað varðar lífræna ræktun, þá held ég að hún eigi ekki eftir að yfirtaka markaðinn. Hún er hins vegar nauðsynlegt aðhald fyrir okk- ur hina og á ömgglega eftir að þró- ast og aukast á næstu ámm, sam- hliða annarri ræktun. Ef allir þessir þættir verða já- kvæðir; við bændur stöndum okkur vel og skilyrði hér verði jákvæð, þá vil ég meina að garðyrkjan geti orð- ið græn stóriðja og þá er ég með út- flutning í framtíðinni í huga. Þá er ég ekki aðeins að tala um grænmeti, heldur hka blómarækt. Menn em ennþá í vamarbaráttu hér. Það vantar sóknarhuginn. En það sem er verst fyrir okkur, er að við getum ekld horft langt fram í tímann. Ef hægt væri að fá pólitíska stefnu í þessa grein, þá em mögu- leikarnir alveg ótrúlegir í framtíð- inni. Flutningatækni breytist mjög hratt, sem og flutningatími. Það er ekkert erfiðara að flytja út blóm og grænmeti en fisk.“ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 27 ..■■■■■■ .. ■■■ ..■ Viltu styrkja stöðu þína ? Áhugavert og spennandi skipulagt starfsnám Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun og veita nemendum innsýn í notkunarmöguleika á útbreiddustu ritvinnslu- og töflureikniforritum sem eru á markaðinum í dag. Námið er 120 kennslustundir og hentar þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Boðið er upp á morgun og kvöldtíma tvisvar sinnum í viku. Skráning og upplýsingar í síma 5685010 Rafiðnaðarskólinn Skeifunni 11B • Sími 568 5010 mmtmrn. gfSsjjl WSlíS J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.