Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 23 Eykur verðhækkun smygl á tóbaki? ÞEGAR rætt er um umtalsverðar hækkanir á tóbaki heyrast þær raddir, að smygl mundi stór- aukast. Ekki er kunnugt um neina rannsókn á því hér á landi, en Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin (WHO) lýsti því yfir á síðasta ári að röksemdum af þessu tagi væri haldið á lofti til að hvelja stjórnvöld til að lækka, eða a.m.k. ekki hækka, skatta á tóbak. „Á sama tíma hagnast tóbaksfyrir- tækin gríðarlega á ólöglegri sölu á sígarettum. Þau fá venjulegan hagnað sinn með því að selja þessar sígarettur til dreifenda vörunnar. Sígaretturnar fara síð- an á ólöglegan markað og þar sem skattar og gjöld hafa ekki verið greidd af þeim er hægt að selja þær á lægra verði en aðrar tegundir, sem jafnframt eykur eftirspurnina," segir WHO. WHO segir að yfirvöld séu alls ekki úrræðalaus gagnvart smygli. „Sem dæmi má nefna að mörg lönd hafa tekið upp þá að- ferð að merkja sígarettupakka svo skýrt sé að gjöld hafi verið greidd af þeim, svo greina megi milli löglegrar og ólöglegrar vöru. Þegar ólöglega varan er auðþekkjanlegri verður eftirlit auðveldara.“ áhrif á framfærsluvísitölu." í samræmi við þetta var eitt markmiða heilbrigðisáætlunarinn- ar: „Verð á tóbaksvörum skal hækka árlega umfram almennar verðhækkanir.“ Aætlunin var ekki samþykkt þetta þingið og lagði ráðherra hana fram að nýju haustið 1989. Þar var ofangreint ákvæði óbreytt. Sagan endurtók sig 1990, en þegar heil- brigðisáætlun var loks afgreidd frá Sameinuðu þingi, 19. mars 1991, hafði ákvæðið um tóbaksverð verið mildað. Lokaútgáfan var: „Verð á tóbaksvörum ætti að hækka um- fram almennar verðhækkanir." Framkvæmdavaldið hefur ekki alltaf talið sig bundið í báða skó af yfirlýsingu þingsins um hvað ætti að vera svona eða hinsegin. Raunin hefur þó verið sú, eins og áður er tíundað, að tóbak heíúr hækkað umfram almennar hækkanir frá samþykkt heilbrigðisáætlunar. Núverandi heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, lýsti því yf- ir í viðtali við Morgunblaðið 25. október 1995 að hún vildi hækka verðið til að draga úr tóbaksreyk- ingum. „Við eigum að hækka verð- ið umfram almenna verðlagsþróun. Þessi hækkun getur orðið smám saman, á 5-10 ára tímabili, en hún þjónar hins vegar ekki tilgangi sín- um nema um leið sé lögð mikil áhersla á að hjálpa fólki, svo það eigi val. Verð á tóbaki á hins vegar að vera svo hátt að það komi við pyngjuna að reykja." Reykingar og vísitala í lokaútgáfu heilbrigðisáætlun- arinnar voru engar hugleiðingar um að óeðlilegt væri að hækkun tó- baksverðs hefði áhrif á framfærslu- vísitölu (nú vísitölu neysluverðs). Sú tenging hefur farið fyrir brjóst- ið á þeim sem berjast gegn reyk- ingum. Þeir benda á, að engin rök hnígi til þess að reykingar 30% fullorðinna Islendinga hafi áhrif á vísitöluna og verðhækk- un á tóbaki hækki þar með almennt verðlag. Þegar frumvarp til breytinga á tóbakslög- um, sem varð að lögum 1996, var rætt í heilbrigð- is- og trygginganefnd Alþingis kom til álita að hækka verð á tóbaki í forvarnaskyni, en nefndin taldi það tæknilega erfitt vegna tengsla tób- aks við vísitölu neysluverðs. Aður höfðu þingmenn ítrekað lagt fram tillögur um afnám þessarar teng- ingar. Árið 1994 svaraði Davíð Oddsson forsætisráðherra fyrirspurn á þingi, sem laut að því hvaða rök væru fyrir því að áfengi og tóbak væru hluti af grunni framfærslu- vísitölunnar. Fyrirspyrjandi, Björk Jóhannsdóttir (SK-VF), benti á töl- ur Hagstofu Islands um að tóbak vægi 1,6% í vísitölunni og áfengi sömuleiðis. Hins vegar væru barnaheimilisútgjöld og húshjálp aðeins 1,1%, fiskur og fiskvörur 1,1%, Póstur og sími 1,1% og skóla- ganga 1,4%. Davíð Oddsson sagði landsmenn neyta bæði áfengis og tóbaks og þau væru hluti af heimilis- og einkaneysluútgjöldum þjóðarinnar. „Enginn greinarmunm' er gerður á útgjöldum eftir tilefni þeirra og engin afstaða tekin til þess hvort þau eru nauðsynleg eða ónauðsyn- leg, gagnleg eða gagnslaus, heilsu- samleg eða heilsuspillandi. I þessu efni er beitt hliðstæðum aðferðum og erlendis." Davíð sagði engar breytingar fyrirhugaðar á grunni vísitölunnar aðrar en þær sem kynnu að leiða af breyttri neyslusamsetningu sam- kvæmt neyslukönnun. Hann kvaðst telja eðlilegt að áfengi og tóbak hafi áhrif á vísitöluna. „Að fella niður þessa eða aðra liði neyslunnar við gerð vísitölunnar og breyta þannig út af meginreglunni að mælingin taki til allra flokka vöru og þjónustu sem einstaklingar neyta væri að gefa ranga mynd af verðbreytingunni," sagði forsætis- ráðherra. Árið 1994 var lögð fram þings- ályktunartillaga um að samið yrði frumvarp til laga sem miðaði að því að reiknuð yrði út sérstök vísitala framfærslukostnaðar án áfengis og tóbaks og að sú vísitala yrði notuð við ákvarðanir um breytingar á lánskjaravísitölu og öðrum viðmið- unum. Þessi tillaga, sem Þuríður Backman (Ab-Al) og Svavar Gests- son (Ab-Rv) fluttu, hlaut ekki af- greiðslu. Fordæmi þriggja Evrópulanda Þuríður var enn fyrsti flutnings- maður tillögu sama efnis árið 1996. Hún vísaði til þess, að þrjú Evr- ópulönd, Belgía, Frakkland og Lúxemborg, hefðu farið þá leið að reikna sérstaka vísitölu án tóbaks til að nota við ákvarðanir um láns- kjör. „Evrópusambandið beinir þeim tilmælum til aðildarlanda sinna að fara þessa leið og því hlýt- ur hún að vera fær ef pólitískur vilji er fyrir hendi eins og var í Belgíu, Frakklandi og Lúxemborg,“ sagði Þuríður. Friðrik Sophusson fjármálaráðheri'a sagði að vissulega væru rök fyrir þvi að fara þessa leið hér á landi. „Ef menn ætluðu að hækka útsöluverð verulega, þá kæmi slíkt auðvitað til álita. Eg ætla ekki að segja neitt eða hafa álit á því á þessari stundu. Mér finnst eðlilegt að málið fái skoðun í nefndinni,“ sagði ráðherra og vís- aði þar til heilbrigðis- og trygg- inganefndar Alþingis. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagði nauðsynlegt að kanna hvaða áhrif afnám vísitölu- tengingar hefði haft í umræddum þremur Evrópulöndum. „Mér finnst að við eigum ekki að láta neins ófreistað til að minnka reyk- ingar í landinu og ef þetta er sú leið sem er fær, þá fórum við hana.“ Málinu var vísað til heilbrigðis- og trygginganefndar, sem óskaði umsagna ýmissa aðila. Þeim um- sögnum var skilað í janúar á síðasta ári, en málið er enn í nefndjnni. Tóbaksvarna- nefnd vildi hækka pakk- ann í 500 kr. Leðursófasett Áklæðasófasett Hornsófar, eldhúsborð og stólar o.m.fl. Seljum lítið útlitsgölluð húsgögn með miklum afslætti Sími581-2275■ 56&S375m Fax56&-5275 Dúndurver^ Hjá okkur eru sl Visa- og Euroraðsamningar I ávisun á staðgreiðslu Armúla 8-108 Reykjavík s Kf kl* Eá BC «f u- s «f *— 9 Z Z | ek iee Hý" Tölvu- og kerfisfræðinámið er tveggja ára nám. Kennt er tvö kvöld í viku frá kl. 18:00-21:30 og laugardaga frá kl. 8:30-12:00. Námið er að fullu lánshæft. g -sr so Stöðumat — 1 ■ Forritun 1 Kerfisfræði Umsjón og rekstur tölvuneta u Vefsíðustjórnun n n Nýsköpun í tölvuiönaði Lokaverkefni Lokaverkefni rl Lokaverkefni - Lokaverkefni 70 g 5' *> 70 z i RAFIÐNAÐARSKÓLINN Skeifan 11 b • Sími 568 5010 Z g c íii viAina nniA i m viAiaa nniA i m vuiaa nniA i m vuiaa nniA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.