Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Valaá góðu róli VALA Flosadóttir, heims- methafí unglinga í stangar- stökki úr ÍR, er óðum að jafna sig eftir slæm meiðsli í baki sem settu stórt strik í reikninginn hjá henni á síð- ari hluta liðins árs. Hún hef- ur æft af kostgæfni síðustu vikur og á miðvikudaginn stökk hún 4,05 m á æfíngu eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá frjáls- íþróttadeild ÍR í gær. Þessi árangur lofar góðu fyrir Völu sem verður á fijáls-í- þróttamóti ÍR eftir rúmar tvær vikur. Þar fær hún verðuga keppni þar sem fyrrum Evrópu- og heims- methafí, Daniela Bartova frá Tókklandi, mætir til leiks í stangarstökki. Vala setti heimsmet sitt, 4,20 m, á Af- mælismóti ÍR í Laugardals- höll í lok janúar í fyrra. Seles ekki með í Ástralíu BANDARÍSKA tenniskonan Monica Seles tilkynnti í gær að vegna persónulegra að- stæðna yrði hún ekki með á Opna ástralska meistara- mótinu sem hefst 19. janúar. Seles, sem er í fímmta sæti á heimslistanum, hefur fjórum sinnum keppt á þessu móti ogalltaf sigrað, síðast 1996. Hún var þá nýkomin á temi- isvöllinn á ný eftir 27 mán- aða hvfld eftir að hún var stungin með hm'fí á móti í Þýskalandi árið 1993. Reuters WAYNE Gretzky til vinstri og Brian Leetch, fyrirliði NY Rangers, eru samherjar í New York og voru báðir valdir i úrvalslið heímamanna á móti úrvalsliði útlendinga í Stjörnuleik NHL. Gretzky var á föstudaginn útnefndur besti íshokkíleikmaður sögunnar af sérfræðingum . Urvalslið heimamanna í íshokkí á móti útlendingunum Wayne Gretzky í Stjömuleik í 17. WAYNE Gretzky var valinn í stjörnulið heimamanna (Kanada og Bandaríkjanna) sem mætir stjörnuliði erlendra leikmanna í NHL-íshokkídeildinni 18. janúar. Þetta verður í 17. sinn sem Gretzky spilar Stjörnuleik en aðeins Gordie Howe hefur leikið fleiri leiki - hann var með í 23 leikjum. Til þessa hefur úrvalslið Austur- deildar mætt úrvalsliði Vestur- deildar í Stjömuleiknum en nú var valið lið heimamanna á móti liði út- lendinga til að byggja upp spennu fyrir íshokkíkeppnina á Vetrar- ólympíuleikunum í Nagano í Japan í febrúar en þá verða leikmenn úr NHL-deildinni með í fyrsta sinn á Ólympíuleikum. Almenningur kaus byrjunarliðin en síðan var 15 leikmönnum bætt í hvom hóp. í byrjunarliði heima- manna em markvörðurinn Patrick Roy hjá Colorado. Vamarmenn- irnir Brian Leetch hjá Rangers og Ray Bourque hjá Boston, en hann hefur leikið 15. Stjömuleiki. Kant- mennimir John LeClair hjá Phila- delphia og Brendan Shanahan hjá Detroit og miðherjinn Eric Lindros hjá Philadelphia. Gretzky hefur gert fleiri mörk í Stjömuleik en nokkur annar leik- maður, 12 samtals, en stig hans (mörk og stoðsendingar) í leikjun- um til þessa em 20. Mario Lemi- eux náði líka 20 stigum en hann er hættur. í hópnum em 14 Kanadamenn og sjö Bandaríkjamenn en athygli vekur að Paul Kariya hjá Anaheim var ekld valinn. Hann hefur misst úr marga leiki á tímabilinu vegna samningamála en verður í liði Kanada á Ólympíuleikunum. Sjö Rússar í hópnum Rússar eiga sjö leikmenn í út- lendingahópnum en reyndar að- eins einn í byrjunarliðinu. Fjórir Svíar eru í hópnum, þrír Finnar, þrír Tékkar og þar af tveir í byrj- unarliðinu, tveir Slóvakar, einn Letti og einn Þjóðverji. Tékkneski markvörðurinn Dom- inik Hasek hjá Buffalo Centers var valinn í byrjunarliðið. Aðrir leik- menn era vamarmennirnir Sandis Ozolinsh frá Lettlandi, sem leikur með Colorado, og Rússinn Slava Fetisov hjá Detroit, kantmennim- ir Jaromir Jagr hjá Pittsburgh og Teemu Selanne hjá Anaheim og sænski miðherjinn Peter Forsberg hjá Colorado. Finninn Selanne er markahæst- ur í deildinni, en í hópnum era kunnir skorarar, Rússinn Pavel Bure hjá Vancouver, sem er þriðji markahæsti leikmaður deildarinn- ar, og Slóvakinn Peter Bondra hjá Washington, sem er í fjórða sæti. Eftirtaldir leikmenn vora valdir (nafn, heimaland, félag): Heimamenn Miðherjar • Eric Lindros, Kanada Philadelphia Way- ne Gretzky, Kanada NY Rangers Mike Modano, Bandar. Dallas Joe Sakic, Kanada Colorado Doug Weight, Bandar. Edmonton Kantmenn • John LeClair, Bandar. Philadelphia • Brendan Shanahan, Kanada Detroit Keith Tkachuk, Bandar. Phoenix Tony Amonte, Bandar. Chicago Shayne Corson, Kanada Montreal Theoren Fleury, Kanada Calgary Mark Recchi, Kanada Montreal Varnarmenn • Ray Bourque, Kanada Boston • Brian I.eetch. Bandar. NY Rangers Chris Chelios, Bandar. Chicago Scott Niedermayer, Kanada New Jersey Scott Stevens, Kanada New Jersey Darryl Sydor, Kanada Dallas Markverðir • Patrick Roy, Kanada Colorado Martin Brodeur, Kanada New Jersey Ed Belfour, Kanada Dallas@millifs: Utlendingar Miðherjar • Peter Forsberg, Svíþjóð Colorado Saku Koivu, Finnl. Montreal Mats Sundin, Sví- þjóð Toronto Bobby Holik, Tékkl. New Jersey Kantmenn • Jaromir Jagr, Tékkl. Pittsburgh • Teemu Selanne, Finnl. Anaheim Pavel Bure, Rússl. Vancouver Peter Bondra, Slóvakiu Washington Daniel Alfredsson, Svíþjóð Ottawa Valeri Kamensky, Rússl. Colorado Zigmund Palffy, Slóvakíu NY Is- landers Jere Lehtinen, Finnl. Dallas Varnarmenn • Sandis Ozolinsh, Lettl. Colorado • Slava Fetisov, Rússl. Detroit Nicklas Lidstrom, Svíþjóð Detroit Igor Kravchuk, Rússl. Ottawa Dmitri Mironov, Rússl. Anaheim Sergei Zubov, Rússl. Dallas Markverðir • Dominik Hasek, Tékkl. Buffalo Nikolai Khabibulin, Rússl. Phoenix Olaf Kolzig, Þýskal. Washington • í bytjunarliði. Backley æfir með Zelezny BRETINN Steve Backley, fremsti spjótkastari þjóðar sinnar og silfurverðlauna- hafi á síðasta heimsmeist- aramóti er á leið til S-Af- ríku þar sem hann ætlar að æfa með heimsmethafan- um Jan Zelezny. Backley, sem leggur kapp á að halda Evrópumeistaratitl- inum og Samveldistitlinum í spjótkasti í sumar, segist hafa hringt í Zelezny meira í gamni en alvöru til þess að athuga hvort möguleiki væri á að heims- methafinn vildi leyfa sér að æfa með sér og gefa sér góð ráð. „Mér til fúrðu sagði hann strax já,“ segir Backley. Zelezny hefur lengst kastað 98,48 m sem er um sex metrum lengra en sá sem næstlengst hefur kastað, en Backley á best 91,46 m. Bretinn telur að á Evrópumótinu í Búdapest í sumar standi keppnin á milli sín og Boris Henry frá Þýskalandi. Kelly Holmes fremsti miUivegahlaupari Breta í kvennaflokki æfír einnig í S-Afríku um þessar mund- ir og býr sig undir átök sumarsins, en sl. ár var henni vonbrigði er hún meiddist í 1.500 m hlaupi á heimsmeistaramótinu í Aþenu. Holmes segist hafa náð sér að fullu af meiðsl- unum. Andy Hunt með Austurriki? ANDY Hunt miöheiji WBA, sem er borinn og barnfæddur á Englandi, er tilbúinn að leika fyrir Austurríki ef kallið kemur. Hunt, sem er 27 ára og markakóngur WBA, er löglegur i austurríska landsliðið vegna þess að amma hans er frá Austurríki. Hunt, sem hefur gert 12 mörk fyrir WBA á tímabilinu, sagði í gær að WBA hefði tiikynnt Knattspyrnusambandi Austurríkis að hann mætti spila fyrir Austuirfld en enn hefðu engin viðbrögð borist þaðan og því vildi hann ekki gera of mikið úr þessum möguleika. „Ef tækifærið gefst væri gaman að láta á það reyna,“ sagði miðherjinn, sem WBA keypti frá Newcastle fyrir 100.000 pund 1993 en hann gerði 11 mörk í 43 deildarleikjum með Newcastle.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.