Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Bjargræði bjarnargrei Almenningur dregur sjaldnast í efa að bág- stöddum sé rétt hjálparhönd í oeigingjörn- um tilgangi. Anna G. Olafsdóttir kemst að því að sorgleg dæmi um lyfjagjafír segi aðra sögu. Lyfjafyrirtæki í betur stæðari löndum hafí gert bágstöddum þjóðum bjarnargreiða með ónýtanlegum lyfjum. ---------------------——/-- Þrátt fyrir skort á löggjöf virðast Islend- ingar ekki vera sökudólgar. EITT af því sem að veldur því að erfiðlega gengur að ráða bót á vanda í tengslum við lyfjagjafir til bág- staddra þjóða er skortur á samráði á milli hjálparstofnana. Að ofan færir ómerktur hjálparstarfsmaður móður og barni nauðþurftir í Rúanda. EINN liður í aðstoð til nauðstaddra þjóða hef- ur falist í lyfjagjöfum. Lyfín hafa víða komið að góðu gagni og orðið almenningi bjargræði á hörmungar- tímum. Þó er ekki alls staðar sömu sögu að segja því að alltof oft hafa lyfjagjafirnar reynst hreinn bjam- argreiði. Mýmörg dæmi tala sínu máli. Fimmtíu manns voru sex mán- uði að flokka 5.000 tonn af gjafalyfj- um og sjúkravörum að verðmæti tæplega fjórir milljarðar íslenskra króna eftir jarðskjálftana í Armeníu árið 1988. Alls voru 8% lyfjanna út- runnin og 4% eyðilögðust í frostinu. Af hinum 88% vora 33% rétt merkt og aðeins 42% komu að gagni við neyðaraðstoðina. Erítreu-búar tóku fagnandi á móti 7 bílförmum af asperíni í frels- isstríðinu árið 1989. Gleðin var ekki langlíf því að fljótlega kom í ljós að lyfin voru útrunnin. Aðeins fyrir- höfnin við að koma lyfjunum í lóg hlaust af sendingunni. Ekki hefur heldur alltaf uppgötvast í tíma að sjúklingar væru betur settir án lyfj- anna eða ættu að fá annað lyf. Ell- efu konur urðu t.a.m. tímabundið blindar vegna rangrar lyfjagjafar í Litháen árið 1993. Mótun lyfjalaga Nýjustu og einna skelfilegustu dæmin í nútímanum eru frá lýðveld- um fyrrverandi Júgóslavíu. Eftir hræðileg stríðsátök tóku gjafalyf að streyma inn í viðkvæmt stjórnmála- ástand nýfrjálsra lýðveldanna. Vegna skorts á samráði við heima- menn, eftirliti og fullnægjandi dreifikerfi, hafa lyfin ekki komið að fullu gagni og jafnvel valdið skaða. EINAR Magnússon bendir á skotgöt í lyfjaflutningbfl í Sarajevo í júlf- mánuði árið 1996. Nú er svo komið að heimamenn eiga í eríiðleikum með að koma 800 tonnum af ónothæfum lyfjum í lóg. Einna fróðastur hér á landi um nýjustu dæmin um alvarlegar af- leiðingar lyfjagjafa til nauðstaddra þjóða er Einar Magnússon, skrif- stofustjóri í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, en hann hef- ur m.a. ásamt samstarfsmönnum sínum skrifað grein um lyfjagjafir í Bosníu í British Medical Journal þar sem bent er á að lyfjagjafir eru oft til meira ógagns en gagns. Einar var lánaður til skrifstofu Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) um sjö mánaða skeið haustið 1995. Aðalverkefni Ein- ars var að aðstoða við mótun lyfjalöggjafar fyrir nýfrjáls lýðveldi Sovétríkjanna og gömlu Júgóslavíu. Hann safnaði saman lögum og reglugerðum WHO-ríkja og samdi í framhaldi af því drög að lyfjalöggjöf fyrir Túrk- menistan, Georgíu og Armeníu. Þrjár flugur í einu höggi Einar kannaði ástand lyfjamála í Bosníu og Serbíu í tveimur ferðum til lýðveldanna á árunum 1996 og 1997. Hann segist ekki draga í efa að lýðveldi fyrrverandi Júgóslavíu þurfi á lyfjum að halda. Vandinn felist í því að skipulagsleysi við lyfjagjafir hefur haft alvarlegar af- leiðingar í för með sér. Erlend lyfja- fyrirtæki, jafnvel í betur stæðari Evrópulöndum, hafi t.a.m. sent ónýtanleg lyf til Bosníu. Með því hafi lyfjafýrirtækin slegið þrjár flugur í einu höggi; komið vel út í fjölmiðlum, losað sig við lyfin án spilliefnagjalds og jafnvel fengið skattaafslátt. Stundum hafi lyfja- fyrirtækin setið uppi með lyf af einni tegund vegna stefnubreyting- ar í lyfjamálum heima við. Þannig hafi t.a.m. komið sér ákaflega vel fyrir lyfjafyrirtækin að svara eftir- spurn eftir róandi lyfjum í Bosníu. Afleiðingamar til lengri tíma litið gætu orðið alvarlegar enda hætta á að almenningur ánetjist lyfjunum. Önnur dæmi eru um að lyf hafi ekki komist til sjúklinga, séu ekki merkt á viðkomandi tungumáli, blönduð öðrum lyfjum eða óþekkt í landinu. Staðhæft hefur verið í því sambandi að aðeins um helmingur allra gjafalyfja til Bosníu hafi komið að gagni. Eflaust hefur fjöldi fólks látið lífið vegna skipulagsleysisins við lyfjagjafimar. Eldfímt stjórnmálaástand Einar segir að vanda valdi hversu stjórnmálaástandið í lýðveldunum sé eldfimt. „Einna mest lýsandi er að þótt við sama vanda sé að etja í sambands- ríki múslima og Króata í Bosníu og á yfirráða- svæði Bosníu-Serba í Bosníu hefði ekki verið árangursríkt að greina vandann eins,“ segir Einar og tekur fram að gerð hafi verið grein fyrir niðurstöðu Bosníuferðarinnar í tveimur skýrslum. Hópurinn kemst að því að sérstaklega þurfi að huga að þrennu. Að móta heildarstefnu í lyfjamálum, taka ákvörðun um far- veg lyfjagjafa, móta lög- og reglu- gerðir og treysta fjármögnun. Almennt er minnt á að huga þurfi að skammtíma- og langtímamark- miðum, tryggja þurfi gæði lyfja og taka ákvörðun um greiðsluhlutfall ríkis og sjúklings enda sé nauðsyn- legt að venja almenning smám sam- an við að greiða fyrir lyfin. Ónýtanleg lyf valda vanda Nú felst vandinn í birgðum af ónýtanlegum lyfjum. Vandanum eru gerð skil í nýlegu norsku vikuriti. Greinarhöfundurinn Terje Olsen segist ásamt bosníska yfirlækninum dr. Fadila hafa komið í vöru- skemmu með 340 tonnum af ónýt- anlegum gjafalyfjum frá öðrum Evrópulöndum skammt fyrir utan borgina Mostar. „Vopnaðir verðir gæta vöruskemmunnar dag og nótt. Lyfin eru nefnilega verðlögð dýrum dómum á svarta markaðnum. Hér er eitt þýskt mark dýrmætara en Farga þarf um 800 tonnum af ónýtanlegum lyfjum í Bosnfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.