Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ The Economist gagnrýnir ýkjur í málflutningi um yfírvofandi umhverfíshættur DÓMSDAGSSPÁRNAR SEM RÆTTUST EKKI Reynslan af dómsdagsspám í umhverfísmálum er svo herfílega slæm að fólk ætti að taka þeim með fyrirvara í stað þess að gleypa þær í sig af áfergju, að því er fram kemur í grein í breska tímaritinu The Economist sem hér fer á eftir. THOMAS Robert Malthus hóf um- hverfishyggjuna miklu árið 1798 með metsölubæklingi sínum um mannfjölgun. Malthus hélt því fram, með óaðfinnanlegri rökfærslu þótt forsendurnar væru augljóslega rangar, að þar sem íbúafjöldinn hneigðist til að aukast í jafnhlut- fallarunu (1,2,4,8...) og mat- vælaforðinn í jafnmunarunu (1,2,3,4) væri hungursneyð óhjá- kvæmileg og yfirvofandi í Bretlandi. Því sem næst allir töldu að hann hefði á réttu að standa. Hann hafði rangt fyrir sér. Stanley Jevons hélt því fram i áhrifamikilli bók árið 1865, með álíka góðri rökfærslu en jafn gölluð- um forsendum, að Bretland myndi verða uppiskroppa með kol innan fárra ára. Námastofnun Bandaríkj- anna spáði því árið 1914 að olíuforði landsins myndi endast í tíu ár. Bandaríska innanríkisráðuneytið sagði 1939 og aftur 1951 að olían myndi endast í 13 ár. Rangt, rangt, rangt og rangt. í þessari grein eru færð rök fyrir því að reynslan af dómsdagsspám í umhverfismálum, m.a. þeim nýj- ustu, sé svo herfílega slæm að fólk ætti að taka þeim með fyrirvara í stað þess að gleypa þær í sig af áfergju. Þrýstihópar, blaðamenn og framagosar munu vafalaust halda því linnulaust áfram að ___________ breiða út kenningar um vistfræðilegar hörmung- Þótt það hljómi undar- lega virðast þessir menn halda að þar sem þeir hafa “” undantekningarlaust haft rangt fyr- ir sér sé líklegra að þeir hafi á réttu að standa í framtíðinni. Betra væri fyrir okkur hin að minnast þess hvað varð um síðasta dómsdag þeg- ar við verðum vöruð við þeim næsta. Tómar ímyndanir Rómarklúbburinn (hópur vísinda- manna, hagfræðinga, fjármála- manna, embættismanna og þjóð- höfðingja frá fímm heimsálfum) birti árið 1972 mjög áhrifamikla skýrslu sem nefnd var „Endimörk vaxtarins“. í augum margra um- hverfisvemdarsinna er sú skýrsla enn leiðarljós skynsemi í heimsku- legum heimi hagfræði. En rættust spárnar? í „Endimörkum vaxtarins" var sagt að heildarolíuforðinn í heimin- um næmi 550 milljörðum fata. „Við gætum gemýtt allan þekktan olíu- forða alls heimsins fyrir lok næsta áratugar," sagði Jimmy Carter, þá- verandi forseti Bandarílqanna, skömmu síðar. Rétt er að á tímabilinu frá 1970 til 1990 notaði heimsbyggðin 600 millj- arða fata af olíu. Samkvæmt Róm- arklúbbnum vora því 50 milljarðar fata nýttir umfram forðann til árs- ins 1990. Staðreyndin er að það ár nam ónýttur olíuforði heimsins 900 milljörðum fata - og þá er ekki tek- ið tillit til leirsteinssetlaga, en í að- eins einu slíku setlagi í Alberta í Vestur-Kanada era rúmlega 550 milljarðar fata af olíu. í skýrslu Rómarklúbbsins komu fram álíka rangar spár um jarðgas, silfur, tin, úran, ál, kopar, blý og sink. í öllum tilvikunum var sagt að takmarkaður forði þessara jarðefna myndi brátt ganga til þurrðar og verð þeirra snarhækka. I öllum þessum tilvikum, nema hvað varðar tin, hefur þekkti forðinn í reynd aukist frá því skýrsla Rómarklúbbs- ins var birt; í sumum tilvikum fjór- faldast. Höfundar „Endimarka vaxtarins" misskildu einfaldlega merkingu orðsins „forði“. Mistök Rómarklúbbsins hafa ekki rýrt sjálfstraust hans. Seinna gaf hann út „Yfír endimörkin", bók sem fékk góðan hljómgrann og meginboðskapur hennar var: Þótt við höfum áður verið of svartsýn á framtíðina, þá erum við enn jafn svartsýn á framtíðina nú. Umhverfisverndarsinnar hafa þó verið svolítið varkárari í að spá jarðefnaþurrð frá árinu 1990. Það ár sendi lofsæll umhverfisverndar- sinni, Paul Ehrlich að nafni, hag- fræðingnum Julian Simon ávísun að andvirði 570,07 dala vegna veðmáls og orð hans era óþrjótandi (þó ekki óendanlegur: á því er munur) forði rangra spádóma í þessari grein. Veðjað um verð málma Ehrlich hélt því seinna fram að hann hefði verið „knúinn til að veðja -------- við Simon um efni sem hefur lágmarksþýðingu í umhverfismálum". Samt sagði hann þegar hann tók veðmálinu að hann vildi fyrir alla muni „taka ” þessu furðulega tilboði Simons áður en aðrir ágjarnir menn verða fyrri til“. Ehrlich valdi fimm málma: wolfr- am, nikkel, kopar, króm og tin. Þeir komu sér saman um hvað hægt hefði verið að kaupa mikið af þess- um málmum fyrir 1.000 dali árið 1980 og tíu áram seinna reiknuðu þeir síðan út hversu mikið sama magn af málmunum kostaði (tekið var tillit til verðbólgunnar) og Ehrlich féllst á að greiða mismun- inn ef verðið lækkaði en Simon ef það hækkaði. Simon vann auðveldlega; reyndar hefði hann unnið þótt þeir hefðu ekki tekið tillit til verðbólgunnar og þótt Ehrlich hefði valið nánast hvaða málm sem er; af 35 málmum lækkaði verð 33 þeirra á síðasta áratug. Mangan og sink voru einu undantekningamar (1. línurit). Simon hefur oft boðist til þess að Umhverfis- grýlurnar geta verið skaðlegar 140 40 Verð málma og jarðefna Vísitala 1960=100 i----1---1----1---1— -1---1---ri 1960 1970 1980 1990 FÓRNARLAMB hungursneyðar af völdum styrjaldar og óstjórnar marxista í Eþíópíu á siðasta áratug. Ýmsir umhverfisverndarsinnar hafa spáð hungursneyðum vegna mannfjölgunar en þær spár hafa ekki ræst. Dauðsföll af völdum hungursneyðar, sults eða vannæringar eru færri en nokkru sinni fyrr. endurtaka veðmálið með hvaða þekktum dómsdagsspámanni sem er en hefiir ekki enn fundið neinn sem vill taka því. Aðrir hafa ekki enn áttað sig. I breskri kennslubók fyrir grann- skóla frá árinu 1983 sagði að sink- forðinn myndi endast í tíu ár og jarðgas í 30 ár. Árið 1993 hafði höf- undurinn tekið þá hyggilegu ákvörðun að sleppa því að fjalla um sink (frekar en að útskýra hvers vegna það hefði ekki gengið til þurrðar) og hann sagði að jarðgasið myndi endast í 50 ár, sem gerði spá hans frá því tíu árum áður hlægi- lega. Enn var þó ekkert minnst á verðið, villandi eðli „forðans" eða hvort annað gæti komið í staðinn fyrir hann. „Hundruð milljóna manna svelta þá í hel“ Látum þetta nægja um málmana. Reynslan af röngum spám um mat- vælaforðann er enn verri. Hér era tvær tilvitnanir í metsölubækur Pauls Ehrlichs á áttunda áratugn- um: „Landbúnaðarsérfræðingar segja að matvælaforði heimsins þurfi að þrefaldast á næstu 30 áram eða þar um bil til að hægt verði að fæða 6-7 milljarða manna sem gætu lifað árið 2000. Fræðilega kann slík aukning að vera hugsanleg en menn gera sér æ betur grein fyrir því að hún er öldungis ómöguleg í reynd.“ „Baráttunni fyrir því að brauð- fæða mannkynið er lokið. Á áttunda áratugnum mun heimsbyggðin ganga í gegnum hungursneyð - hundruð milljóna manna svelta þá í hel.“ Hann var ekki einn um þessa skoðun. Lester Brown, hjá World- watch Institute, tók árið 1973 að spá því að íbúafjöldinn myndi brátt aukast meira en matvælaframleiðsl- an og hann heldur því áfram í hvert sinn sem hveitiverð hækkar tíma- bundið. Eftirfarandi sagði hann árið 1994, eftir að hafa haft rangt fyrir sér í 21 ár: „Eftir metframleiðslu- aukningu í 40 ár hefur framleiðslan á hvert mannsbam tekið að minnka með óvæntum hraða.“ Metuppskera var tvö næstu árin og hveitiverðið Matvæla framleiðsla —aJ Vísitala 1961 =100 H-----1---1----1---h I---1---h 1960 1970 1980 1990 varð lægra en nokkru sinni fyrr. Svartsýni Browns er enn jafn óhagganleg og hylli hans meðal blaðamanna. Staðreyndirnar um matvæla- framleiðsluna í heiminum vekja svo sannarlega furðu meðal þeirra sem aðeins hafa heyrt skoðanir dóms- dagsspámanna. íbúafjöldi heimsins hefur næstum tvöfaldast frá 1961 en matvælaframleiðslan er orðin rúmlega tvöfalt meiri. Matvæla- framleiðslan á hvert mannsbarn hefur því aukist um 20% frá 1961 (sjá 2. línurit). Þessar framfarir einskorðast ekki við auðugu löndin. Að sögn Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) er hita- eininganeyslan á hvert mannsbarn 27% meiri í þriðja heiminum en hún var 1963. Dauðsföll af völdum hung- ursneyðar, sults eða vannæringar era færri en nokkra sinni fyrr. Fimmfaldast verð matvæla? Nefnd stórmenna og góðmenna skrifaði skýrslu („Global 2000“) fyr- ir forseta Bandaríkjanna árið 1980. Hún hafði svo mikil áhrif að einn þáttarstjórnenda CNN „breyttist úr hlutlausum blaðamanni í mál- pípu“ dómsdagsspámanna í um- hverfísmálum. I skýrslunni var því spáð að íbúa- fjöldinn myndi aukast hraðar en matvælaframleiðslan í heiminum, þannig að verð matvæla myndi hækka um 35-115% fyrir árið 2000. Síðan hefur vísitala matvælavið- skipta í heiminum lækkað um 50% (sjá 3. línurit). Nú eru tvö ár til árs- ins 2000 og verð matvælanna getur enn fimmfaldast og spá skýrsluhöf- undanna ræst. Vill einhver veðja? Ef til vill telur lesandinn að tónn- inn í þessari grein sé nokkuð ósann- gjam. Þessar spár kunni að hafa verið býsna rangar, en mönnunum hafi gengið gott eitt til. Sé það svo hljóta þeir sem hér hefur verið vitn- að í að geta viðurkennt mistök sín, en það hafa þeir ekki gert. Til vora menn sem spáðu gnægð matar árið 1970, spáðu ódýrri olíu árið 1975, spáðu ódýrari málmum og meira framboði af þeim árið 1980. Þessir menn - þeirra á meðal Norman Macrae á The Economist, Julian Simon og Aaron Wildavsky - eru nú virtir að vettugi í fjölmiðl- unum og rægðir á meðal umhverfis- vemdarsinna. Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Krabbameinsvaldandi efni sögð í öllu Á meðan hefur athyglin beinst að menguninni. Efni sem valda krabbameini era nú allt einu sögð vera út um allt: í vatni, í matvælum, í umbúðum. Edward Goldsmith kenndi efnum um dauða bróður síns, sir James, síðastliðið sumar; öll krabbamein era af völdum efna, sagði hann, og krabbameinstilfell- um fjölgar. Það er ekki rétt. Tíðni dauðsfalla af völdum krabbameins, sem tengist ekki reykingum, fer í reynd síminnkandi meðal fólks á aldrinum 35-69 ára - hefur minnkað um 15% frá 1950. Lífrænt ræktað spergilkál og kaífi er fullt af nátt- úralegum efnum sem era alveg eins krabbameinsvaldandi og efni gerð af mannahöndum í stórum skömmt- um og alveg eins hættulaus í minni skömmtum. Súrt regn og hnignun skóga í byrjun síðasta áratugar varð súrt regn vinsælt viðfangsefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.