Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ 18 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 Islensk tónlistardag- skrá í Gerðarsafni SÍÐARI hluti tónleikaraðar þessa vetrar í Listasafni Kópavogs - hefst mánudaginn 12. janúar kl. 20.30. Sópransöngkon- an Auður Gunn- arsdóttir og Jónas Ingimund- arson píanóleik- ari hefja tón- leikaröðina með íslenskri efnis- skrá og flytja lög eftir nokkUR af okkar fremstu tónskáldum;- út- setningai- á ís- lenskum þjóðlög- um eftir Þorkel Sigurbjörnsson, vögguvísur og barnagælur eftir Fjölni Stefáns- son, Eyþór Stef- ánsson, Sigurð Þórðarson, Emil Thoroddsen og Þórarin Guð- mundsson og Lög fyrir börn, laga- flokk við Ijóð Matthíasai- Johannes- sen eftir Atla Heimi Sveinsson, sem hann tileinkaði Engel Lund á sínum tíma. Síðan verða flutt lög efth' Jón Þór- arinsson, Fjölni Stefánsson, Jórunni yiðar, Ti-yggva Baldvinsson og Jón Ásgeirsson. Auður Gunnarsdótth- er fædd í Reykjavík og nam söng við Söng- skólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur og lauk þaðan 8. stigi árið 1991 en hefur sl. fjögur ár stundað nám við óperu- og ein- söngvaradeild tónlistarháskólans í Stuttgart. A námstímanum söng hún hlutverk í mörgum þekktum verk- um, m.a. Cosi fan tutte, Don Giovanni og Carmen. Auður hefur komið fram sem einsöngvari á fjölda ljóða- og óperutónleika, m.a. með Wurttembergísku Fílharmóníu- hljómsveitinni í Reutlingen og Fíl- harmóníuhjómsveitinni í Stuttgart. f febrúar 1997 lauk hún fram- haldsnámi sínu með hæstu einkunn. tírval tónleika til vors Á tónleikum í Listasafni Kópavogs verður ýmislegt í boði til vors, m.a. spilar Snorri Sigfús Birgisson; Hall- dór Hansen flytur erindi um franska sönglagið og Sóh-ún Bragadóttir og Jónas Ingimundai-son flytja franska tónlist; kammertónleikar verða í um- sjá Martials Nardeau flautuleikara, með honum verða Sigrún Eðvalds- dóttir fíðluleikari, Inga Rós Ingólfs- dóttir sellóleikari, Jonah Chang lág- fiðluleikaj'i og Elísabet Waage hörpuleikari; franski píanóleikarinn D. N’Kaoua flytur verk eftir Debus- sy og Ravel; Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir halda tónleika og kammertónleikar verða með Ármanni Helgasyni klar- inettleikara, Guðmundi Kristmunds- syni lágfiðluleikara og Miklos Dal- may píanóleikara. Páskabarokk verður að vanda laugardaginn fyrir páska. í apríl verða tónleikar með Laufeyju Sig- urðardóttur fiðluleikara og Krystinu Cortes píanóleikara; sónötukvöld með Peter Maté píanóleikara og fiðlutónleikar með Únni Maríu Ing- ólfsdóttur fiðluleikara og Miklos Dalmay píanóleikara. Verð aðgöngumiða á tónleikana mánudaginn 12. janúar er kr. 1.000 og verða miðar seldir við inngang- inn. Auður Gunn- arsdóttir. 9 Jónas Ingi- mundarson. Fjölmennt ehf kynnir Kröftug tungumálanámskeið Fimm vikna námskeið sérstaklega ætlað starfsmönnum fyrirtækja og einstaklingum. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19.00-21.10 Námskeiðið hefst 20. janúar n.k. og lýkur 19. febrúar. VLeiðbeinandi er Katharina Schubert, MA í málvísindum.______ Þýska fyrir lonyra komna: Fimm vikna námskeið ætlað þeim sem hafa nokkra kunnáttu í þýsku, t.d. stúdentspróf. Þriðjudaga og fímmtudaga kl. 16.30-18.40 Námskeiðið hefst 20. janúar n.k. og lýkur 19. febrúar. VLeiðbeinandi er Katharina Schubert, MA í málvísindum. Spænska íyrir byrjenclur: Fimm vikna námskeið sérstaklega ætlað starfsmönnum fyrirtækja og einstaklingum. Mánudaga og miðvikudaga kl. 16.30-18.40 Námskeiðið hefst 19. janúar n.k. og lýkur 18. febrúar. VLeiðbeinandi er Jesus Potenciano.___________________________ Spmm.ka fyrir lonrjra korrina: Fimm vikna námskeið fyrir þá sem hafa nokkra þekkingu í spönsku, t.d. stúdentspróf. Mánudaga og miðvikudaga kl. 19.00-21.10 Námskeiðið hefst 19. janúar n.k. og lýkur 18. febrúar. VLeiðbeinandi er Jesus Potenciano._________________ l'.lonska fyrir útleruiínya byrjonriur: Fimm vikna námskeið. Kennsla bæði að degi til og á kvöldin. I'iloruika tyrir úilonfiinya fyrir lonyra korruia Fimm vikna námskeið. Kennsla bæði að degi til og á kvöldin. Ntinari upplýsinqar op skráninq: Sími 568 9750, fax 568 9754. LISTIFt Erlendar bækur Aftur til framtíðar með Arthur C. Clarke Arthur C. Clarke: „3001 - The Final Odyssey". Ballantine Books 1997. 274 sfður. ARTHUR C. Clarke er heimskunnur vísindaskáld- skaparhöfundur, stjörnu- spekingur og framtíðarfræðingur sem ritað hefur tugi bóka bæði skáldskaparlegs eðlis og fræði- legs um manninn á geimöld. Frægast er samstarf hans við kvikmyndaleikstjórann Stanley Kubrick, sem gerði bíómynd eftir einni af smásögum hans, „The Sentinel", og kallaði „2001: A Space Odyssey". Tvennir tímar Hún fjallaði um þróun manns- ins og leit að óþekktu afli i út- geimi er birtist í svörtum, fer- hymdum steini sem finnst á jörð- inni og á tunglinu. Clarke fylgdi sögunni eftir með „2010: Odyssey Two“, sem Peter Hyams kvik- myndaði, og „2061: Odyssey Three“. Nú er fjórða og síðasta sagan í bálknum komin út í vasa- broti og heitir „3001: The Final Odyssey". í henni lýkur Clarke ferð sem hófst fyrir þúsund árum eða á vorum dögum þegar geim- farinn David Bowman og tölvan HAL tókust á um borð í geim- skipinu Discovery við plánetuna Júpíter. Bæði Bowman og HAL koma við sögu í „3001“ en aðalpersónan er félagi Bowmans, Frank Poole, sem í mynd Kubricks flaut út í geiminn. I upphafi nýju sögunnar finnst hann frosinn við útjaðar sólkerfisins, er fluttur heim og vakinn til lífsins. Hann er ríflega þúsund ára og óhætt er að segja að hann veki nokkra eftirtekt heima. Clarke skrifar langan eftirmála við söguna þar sem hann skýrir BANDARÍSKI vísindaskáld- skaparhöfundurinn og fram- tíðarfræðingurinn Arthur C. Clarke lýkur Odysseifsferð um geiminn með fjórðu sög- unni í bálknum, „3001: The Final Odyssey". hitt og þetta í henni og rekur síð- an sögu Ódysseifsbálksins og af- sakar m.a. að hann og Kubrick hafi kannski verið of fljótir á sér þegar þeir ímynduðu sér geim- stöð á tunglinu, Hilton geimhótel um sporbaug jarðar og mannað geimfar við Júpíter þegar árið 2001. Þeir hafa það sér til afsök- unar að þegar myndin var gerð voru uppi mikil áform í Banda- ríkjunum um sumt af því sem fram kemur í sögunni. Eitt það skemmtilegasta við „3001“, og það er margt ákaflega skondið í sögunni, er að Frank Poole er samtímamaður lesandans en jafn- framt tengiliður við þúsund ára þróun mannsins svo sjónarhorn hans er ákaflega fróðlegt því þessir tvennu tímar kallast í sí- fellu á. Samkvæmt Clarke mun í framtíðinni verða litið á tuttug- ustu öldina sem Öld þjáningarinn- ar. Þúsund árum síðar hefur styrjöldum verið útrýmt, tráar- brögðum einnig, Venus er ný- lenda og stórborgir sitja efst á turnum sem ná frá jörðinni 36.000 kílómetra út í geiminn. Halman Þegar við höfum fengist að kynnast undrum mannheima við upphaf fjórða árþúsundsins kem- ur í ljós að hætta steðjar að mannkyninu vegna hins dularfulla svarta steins og aflanna sem ráða honum og enginn veit hver eru (það vill svo heppilega til að þau eru í þúsund ljósára fjarlægð). Poole er sendur til plánetunnar Evrópu þar sem stærsti steinninn hefur fundist en inni í honum eru þeir félagar nokkurs konar and- ans efni David Bowman og tölvan HAL einu nafni nefndir HALMAN. Þeir geta komið að- vörun til mannkyns sem bregst við á þann hátt sem H.G. Wells hefði verið stoltur af en er kannski það eina ófrumlega í allri sögunni. Þessi fjórða og síðasta Ódysseifssaga Clarkes er veru- legur fengur fyrir þá sem fylgst hafa með seríunni og eru unnend- ur bíómyndarinnar en hún er líka fróðleg og skemmtileg þeim sem koma nýir að henni. Imyndunar- afli Clarkes eru engin takmörk sett og margar hugmyndir sem hann setur fram eru mjög athygl- isverðar. Þrátt fyrir alla lýsing- una á tækniþróuninni og útlistun á geimöld framtíðarinnar er Clar- ke fyrst og fremst húmanisti og það er hinn ljúfsári mannlegi þáttur sem situr eftir að lestri loknum; fortíðarþráin er ekki svo lítil þegar maður er þúsund ára. Arnaldur Indriðason Yissir þú... að hér á landi er starfandi vandaður sálar r annsóknar skóli ? □ Vissir þú að hérlendis er starfræktur vandaður sálarrannsóknarskóli eitt kvöld í viku, eða eitt laugardagseftirmiðdegi í viku sem venjulegt fólk á öllum aldri sækir til að fræðast um flestöll dulræn mál og líkumar á lífi eftir dauðann? □ Og vissir þú að í þessum skóla er scm komið var á fót fyrir fjórum árum hafa yfir 600 nemendur sótt fræðslu um flestar hliðar miðilssambanda við framliðna, um hvað álfar og huldufólk eru, hvað berdreymi og mismunandi næmni eistaklinga er, sem og hinar fjöldamörgu rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessum merkilegu hlutum í dag en alltof fáir vita yfirleitt um? □ Og vissir þú að sálarrannsóknir Vesturlanda em líklega ein af örfáum ef ekki eina fræðilega og vísindalega leiðin sem svarar mörgum ef ekki flestum grundvallarspumingum okkar í dag um mögulegan sem og líklegan tilgang lífsins hér í heimi, sem venjulegt fólk langar alltaf að vita meira um? Ef þú vissir það ekki, þá er svo sannarlega túni til korninn til að lyfta sér upp eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi í viku í skóla sem Itefur Itófleg skólagjöld. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um skemmtilegasta skólann í bcenum i dag. Svarað er í síma skólans alla daga kl. 14 til 19. Kynningarfundur verður í skólanum á mánudags- og þriðjudagskvöld kl. 20.30. Ailir velkomnir. A Sálarrannsóknarskólinn, — mest spennandi skólinn f bænum — Vegmúla 2, sími 561 9015 og 588 6050. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS Verðlaunagetraun á vefsíðu www.islandia.is/kerfisthoun KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 •Sími 568 8055 www.islandia.is/kerlisthroun Nýtt námskeið fyrir foreldra " og aðra aðstandendur sem eiga börn og unglinga í áfengis- eða annarri vímuefnaneyslu, hefjast þriðjudaginn 20. janúar n.k. kl. 20.00 Skráning er hjá Sigrúnu Hv. Magnúsdóttur I síma 552 7037 og hjáVímulausri aesku I síma 581 1817 og á kvöldin I slma 581 1799.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.