Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX NEYSL UVENJURNAR BREYTAST HRATT VIÐSKIPTIMVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Georg Ottósson er fæddur og uppalinn á Hvolsvelli. Hann lauk prófi frá Kennaraskólanum og hélt síðan í Iþróttakenn- araskólann á Laugarvatni þar sem hann lauk íþróttakennara- prófi. Árið 1973 varð hann íþróttakennari á Flúðum og gegndi því starfi í átján ár. Meðfram kennarastarfínu stundaði hann garðyrkju. Um áramótin 1977-78 hóf hann rekstur lítillar garðyrkjustöðvar við heimili sitt, Jörfa, og ræktaði fyrst í stað agúrkur og hvítkál. Stöðin óx hratt og fyrir fimm árum hætti Georg allri kennslu til að byggja stöðina upp af fullum þunga. Hann hefur verið formaður Sölufélags garðyrkjumanna í fjög- ur ár en hafði áður setið í stjórn félagsins um árabil. eftir Súsönnu Svavorsdóttur ÖLUFÉLAGIÐ stóð mjög illa um áramótin 1991-1992 og við urðum að rífa það upp. Menn höfðu ekki tekið réttar ákvarðanir um nokkurra ára skeið og það hafði því hallað undan fæti. Það endaði með því að það lá við gjaldþroti," segir Georg og bæt- ir við: „en okkur tókst að forða því. Ég var í stjórn á þessum tíma sem rangar ákvarðanir voru teknar, svo ég er að hluta til ábyrgur fyrir þeim. Það var mikill titringur á þessum tíma en eins og svo oft þá þurftu að vera réttir menn á réttum stað og réttum tíma. Við réðum nýjan framkvæmda- stjóra. Við réðum ungan mann sem var nýkominn heim úr hagfræðinámi í Svíþjóð. Þetta er vaskur strákur sem hefur gerbreytt rekstri fyrir- tækisins á fimm árum. I dag er Sölufélag garðyrkjumanna sam- vinnufélag, en við erum að breyta því og á þessu ári verður það hluta- félag í meirihlutaeigu íramleið- enda.“ Verða þá allir garðyrkjubændur aðilar að því hlutafélagi? „Nei, við erum aðeins eitt af þess- um fyrirtækjum á markaðnum og það er töluverð samkeppni." Vöruþróun, pökkun, flutningar Hvað gerir Sölufélagið annað en að selja grænmeti? ,A.ðalhlutverk félagsins er að selja afurðir framleiðenda og eig- enda. Síðan að sinna ákveðinni vöruþróun og við erum einnig farin að sinna pökkunarmálum töluvert. Fyrirtækið sér um flutning frá framleiðendum til Reykjavíkur í sérútbúnum kælibílum. Umbúðir eru eitt af þeim málum sem við höf- um lagt áherslu á. Við notum fjöl- nota umbúðir til stærstu kaupend- anna. Þær eru umhverfisvænar og sótthreinsaðar á milli ferða. Við hófum notkun á þessum um- búðum á síðasta ári og höfum fengið mjög góð viðbrögð frá viðskiptavin- um okkar. Hins vegar er enn vanda- mál við flutninga út á land þar sem verið er að dreifa framleiðslunni út um allt. Núna eru gæðamálin efst á baugi hjá framleiðendum. Við höfum tekið gæðamálin mjög ákveðnum tökun inni í fyrirtækinu sjálfu í meðferð vörunnar í móttöku og dreifingu og vinnum að því núna að ná fram enn meiri gæðum hjá framleiðendum. Ástæðan er sú að ég tel að þar liggi framtíð okkar; í að auka enn frekar gæði okkar í framleiðslu á græn- meti samfara auknum innflutningi erlendis frá.“ Ég vil leggja mikla áherslu á gæðamál, því það þarf mörg ár til að breyta hefðum í framleiðslu. Við þurfum að gera betur og getum aldrei leyft okkur að vera ánægðir á því sviði. Sem dæmi um þetta, þá erum við famir að sinna markaðin- um mjög vel á veturna með ræktun undir ljósi. Sú ræktun hefur gengið mjög vel vegna þess að framleið- endur hafa staðið sig vel í gæðamál- um í vetrarræktun, til dæmis á gúrkum sem eru í samkeppni við innfluttar gúrkur - sem eru án tolla og nokkurra hafta.“ Seldir fyrir saltfisk „Við höfum fengið mjög góð við- brögð við þeim - jafnvel þótt þær séu eilítið dýrari en innfluttar - og það hefur gefið okkur ákveðinn byr. Þetta hefur gengið betur en menn þorðu að vona. Við erum að tala um Evrópu- bandalagið sem hefur greitt þessa vöru niður í gegnum Spán.“ Hvers vegna lækkið þið þá ekki verðið? „Það væri auðvitað enn betra fyr- ir okkur að geta boðið þessa vöru á lægra verði en til þess þurfum við að fá raforkuna á lægra verði. Ég hef rætt það við stjómmálamenn og fleiri að það borgi sig fyrir þá að leggja áherslu á lægra verð til neyt- enda með því að lækka raforkuna til garðyrkjubænda, vegna þess að þegar þú kaupir gúrku út úr búð, þá er raforkan 25% af verðinu. Þetta hefur valdið okkur ýmsum erfiðleikum en þótt á móti blási, er- um við ákveðnir í að halda áfram að þróa okkar grein.“ Getið þið ekki bara flutt ykkar gúrkur út og látið niðurgreiða þær annars staðar? „Nei, við höfum reynt að flytja út frá okkur á sumrin þegar mikil framleiðsla er hjá okkur en þar mætum við alls konar tollum. Það gengur bara alls ekki. EES-samningurinn snýst um tollfríðindi á grænmeti til íslands og tollfrelsi á saltfiski til Spánar. Eg orða það svo að við höfum verið seldir fyrir saltfísk. Mín skoðun er sú að það hafi verið gert að okkur forspurðum." Misræmi milli greina innan landbúnaðarins En nú erað þið bændur og hljótið að vera í allsherjar bændasamtök- um sem berjast fyrir sinni fram- leiðslu. „Það era um hundrað garðyrkju- bændui- á landinu og við höfum lítið getað notað okkur samtök annarra bændafélaga. Við eram því að berj- ast sem fámennur hópur og okkur finnst við vera að gera góða hluti. Það er mjög mikið misræmi milli greina innan landbúnaðarins hjá hinu opinbera. Við eram ekkert að fara fram á það að ríkið fari að styrkja þessa grein, heldur viljum við fá eðlileg skilyrði til að geta boð- ið þessa vöra á því verði sem við teljum eðlilegt gagnvart neytend- um. Seljandi og kaupandi þurfa báðir að vera þokkalega ánægðir með verðið á vörunni, annars gerist mjög lítið. Við eram einu matvæla- framleiðendumir innan bænda- geirans sem era að keppa við alger- lega tollfrjálsan innflutning. Þess vegna era raforkumálin aðalbar- áttumál okkar í dag. En það er nú einu sinni svo að það er ekld hægt að biðja um hlut- ina án þess að taka til í eigin garði. Menn hafa verið að auka gæði, auk þess sem búin hafa stækkað og menn hafa sérhæft sig í tegundum til að geta betur sinnt þeirri fram- leiðslu sem þeir eru að senda á markaðinn. Þetta hefur verið mjög markviss vinna sem skilar árangri." Ræktið þið einungis gúrkur undir lýsingu á veturna? „Nei, auk þeirra ræktum við steinselju, tómata, kryddjurtir, papriku, salöt og núna jarðarber. Þessar tegundir er flestar verið að rækta allt árið. Það er ákveðið vandamál fylgjandi því að rækta tómata undir raflýsingu en fram- leiðendur okkar era að ná tökum á því. Jarðarberin og paprikan eru á tilraunastigi. Það er ekki nema eitt ár síðan menn hófu þær tilraunir." N ey slubreytingar En hvers vegna haldið þið áfram að þróa þessa vetrarræktun þegar skilyrðin era óhagstæð? „Við fóram út í þessa þróunar- vinnu vegna þess hve vel neytendur tóku okkur í sambandi við gúrkurn- ar. í því sambandi má nefna að paprika er ekkert ræktuð á Norður- löndum nema sem eilítil sumar- ræktun í Danmörku. Við eram hins vegar að ná góðum árangri með hana hér. En það er auðvitað fleira sem verið er að rækta allan ársins hring hér, þótt ekki komi til raflýsing. Það má ekki gleyma sveppunum, því neyslubreytingar þar hafa verið hreint stórkostlegar. Neyslan hefur margfaldast á seinustu áram. Þar höfum við góðan framleiðanda sem hefur sinnt vöranni mjög vel hvað gæði varðar. Hann er mjög sam- keppnisfær gagnvart innflutningi vegna þess hversu vel hann hefur staðið að gæðum.“ Einokar hann ekki markaðinn? „Nei, það má ekki gleyma því að hann er að keppa við innflutta, vöra og hefur því gífurlegt aðhald af inn- flutningi. Ef hann sinnir ekki gæða- málum, hrynur allt hjá honum.“ Varnarbarátta En hvað gerið þið til að lifa af þetta háa raforkuverð? „Eitt af því sem við garðyrkju- bændur erum farnir að prófa er að nota lýsingu á haustin til að auka uppskeramagnið. Þá eram við að fá lægri raforku vegna minni notkunar í landinu. Hún er einni krónu lægri en á vetuma þegar við þurfum mest á því að halda. Uppskeran hefur oft verið viðkvæm hjá okkur á haustin, vegna þess að þá eru miklar sveiflur í veðri og þar af leiðandi birtu. Við fáum kannski marga gráa daga - og svo allt í einu koma sólskinsdagar. Þessar miklu sveiflur era mjög slæmar fyrir ylrækt og við höfum notað raforkuna til að mæta þeim. Síðan eram við alltaf að þróa geymslutæknina á útiræktuðu grænmeti. Við erum farin að geyma tegundir eins og hvítkál nokkrum mánuðum lengur en fyrir átta til tíu áram síðan. Við eram búin að þróa ný afbrigði af káli sem geymist bet- ur og kælitæknin er orðin betri og fullkomnari. En þótt við höfum fundið aðferðir til að geyma hvítkál lengur en áður, er ekki fullur sigur unninn. Þetta er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.