Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 56
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITffTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Höfnin heillar Morgunblaðið/Ásdís Tóbak hefur hækkað um þriðjung um- fram almennar verðhækkanir á sl. árum Beint samheng'i verðs og neyslu TÓBAK hefur hækkað um þriðjung umfram almennar verðhækkanir á síðustu sjö árum. í athugun, sem Þjóðhagsstofnun gerði nýlega á áhrifum verðhækkana á tóbaki kom í ljós að 10% raunverðhækkun tóbaks á ári leiðir til 4,5% samdráttar í neyslu á mann á sama tímabili. Þeg- ar til lengri tíma er litið eru áhrifin meiri og 10% verðhækkun leiðir til u.þ.b. 8% samdráttar neyslu á mann. „Eftir 4-5 ár má reikna með að sam- drátturinn verði að langmestu leyti kominn fram,“ segir Þjóðhagsstofn- un. Þjóðhagsstofnun studdist við tölur yfir neyslu og verð tóbaks árin 1957-1994 og tekur fram að ef ráð- stöfunartekjur vaxi um 10% megi gera ráð fyrir 7% aukningu tó- baksneyslu til langs tíma. „Fyrir ut- an verð- og tekjuáhrif virðist hafa dregið úr neyslu tóbáks um 1,3-1,4% að jafnaði á ári á gagnatímabilinu,“ segir stofnunin. Þjóðhagsstofnun bendir á að tó- baksneysla vegur um 1,5% í verðvísi- tölu neysluvöru, þannig að 10% verð- hækkun tóbaks, l£kt og um síðustu áramót, leiði til um 0,15% hækkunar vísitölunnar. „A móti hækkuninni má vega, t.d. með því að verja auknum skatttekjum til lækkunar á almenn- um virðisaukaskatti." Samdráttur mestur hjá unglingum Niðurstöður Þjóðhagsstofnunar eru í samræmi við yfirlýsingu Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) frá maí á síðasta ári um sam- hengi verðs og neyslu. „Frekari rannsóknir sýna, að verðhækkanir hafa sérstaklega áhrif á unglinga, því 10% verðhækkun á tóbaki dregur úr neyslu þeirra um meira en 10% og kemur í veg fyrir að margir byrji nokkurn tímann að reykja," segir í yfirlýsingunni. WHO segir að tekist hafi að draga úr reykingum með ýmsum aðgerð- um, en efnahagslegar aðgerðir, t.d. hækkun skatta á tóbak, hafi skilað mestu. ■ Dýrara tóbak/22 Asfaltleysi hindr- ar framkvæmdir VEGNA veðurblíðunnar að undan- fómu hefur verið mögulegt að vinna ýmis verk sem að öllu jöfnu eru ein- skorðuð við sumarmánuðina. Nú er hins vegar svo komið að asfaltleysi hindrar malbikunarframkvæmdir. Guðmundur Ottósson verktaki segist hafa þurft að stöðva fram- kvæmdir rétt fyrir jól vegna asfalt- leysis og hann hafi lítið getað mal- bikað síðan. Guðmundur tekur þó fram að það sé í raun mjög eðlilegt að þetta vandamál komi upp. Það sé engum um að kenna þar sem ekki hafi verið hægt að sjá fyrir þessa góðviðristíð. Ákveðið magn af asfalti sé flutt til landsins í tankskipum á vorin þar sem hættulegt sé að gera það á vet- uma. Það þurfi því að áætla að vori, samkvæmt reynslu fyrri ára, hversu mikið þurfi að flytja inn. Þar sem tíð- in hafi verið jafngóð og raun ber vitni hafi hins vegar allt asfalt klár- ast töluvert fyrir jól. Efnislaust í landinu Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að svo virðist sem það sé nánast efnislaust í landinu. Malbikunarstöðin Höfði eigi ekkert til og Hlaðbær-Colas lítið sem ekkert. ístak eigi hins vegar nóg í þær framkvæmdir sem það annast. Haraldur segir að það séu helst verktakar og þeir sem noti as- falt í framleiðslu sína sem eigi í vandræðum vegna þessa. Varnarframkvæmdir fyrir um þrjá milljarða króna árlega síðustu fjögur árin Búizt við sam- drætti næstu árin KOSTNAÐUR við verklegar fram- kvæmdir á vamarsvæðunum á X’ásfiavíkurflugvelli hefur numið á bil- inu 40 til 44 milljónum dollara árlega undanfarin fjögur ár, eða um 2,9 til 3,2 milljörðum króna. Þetta er tals- verður samdráttur frá upphafi ára- tugarins, þegar framkvæmt var fyrir allt að 90 milljónir dollara á ári. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er búizt við frekari samdrætti í fram- kvæmdum á næstu árum. Árið 1994 vom fjárveitingar til varnarframkvæmda 44,2 milljónir dollara. Árin 1995 og 1996 var fram- kvæmt fyrir 40 milljónir dollara og í fyrra iyrir um 42 milljónir, sam- Tðfemt tölum frá varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Þessar tölur eiga við um nýframkvæmdir og stærstan hluta viðhaldsfram- kvæmda. Rúmlega helmingur þessa fjár hefur komið úr Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins, en af- gangurinn úr ríkissjóði Bandarikj- ^mna. Hlutur Mannvirkjasjóðsins var 21,5 milljónir dollara árið 1994, 37,4 milljónir 1995, 25,7 milljónir 1996 og 21,6 milljónir dollara í fyrra. Yfirleitt fjármagnar Mann- virkjasjóðurinn nýframkvæmdir en Bandaríkin viðhaldsframkvæmdir. Harðnandi samkeppni um fé vegna stækkunar NATO? Þetta eru talsvert lægri tölur en í upphafi áratugarins. Árið 1990 var til dæmis framkvæmt fyrir 90,5 milljónir dollara, eða 6,5 milljarða króna miðað við núverandi gengi, og árið 1992 fyrir 81 milljón doll- ara. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er búizt við frekari sam- drætti í varnarframkvæmdum á næstu árum, af ýmsum ástæðum. I fyrsta lagi er nú ýmsum stórfram- kvæmdum, sem ákvarðanir voru teknar um á síðasta áratug, lokið. Þannig hefur verið byggt upp nýtt loftvarnakerfi og ratsjárkerfi, olíu- stöð í Helguvík og ný stjórnstöð og jarðstöð á Keflavíkurflugvelli. I öðru lagi hafa framlög NATO-ríkja til varnarmála og til Mannvirkja- sjóðs bandalagsins dregizt saman. Þá leggja Bandaríkin mikla áherzlu á sparnað í varnarstöðinni á Kefla- víkurflugvelli. I þriðja lagi er gert ráð fyrir að þegar NATO stækkar til austurs harðni samkeppni um fjárveitingar úr Mannvirkjasjóðn- um, en kostnaður vegna varnar- framkvæmda í nýjum aðildarríkjum, Póllandi, Ungverjalandi og Tékk- landi, verður umtalsverður. Island greiðir ekki í mannvirkjasjóðinn og á þar ekki fulltrúa, heldur fylgja Bandaríkin eftir umsóknum um fé til varnarframkvæmda á Islandi. Að sögn talsmanns NATO, sem Morgunblaðið ræddi við, munu áfram gilda sömu reglur um úthlut- un fjár úr Mannvirkjasjóðnum og áður, þótt ný ríki bætist við og munu þau verkefni, sem talin verða brýn- ust, ganga fyrir um fjárveitingar. Að sögn viðmælenda blaðsins ber hins vegar nú þegar á ákveðinni tregðu sumra aðildarríkja NATO til að leggja fé í framkvæmdir á íslandi. Nú er unnið að einu stóru verk- efni á Keflavíkurflugvelli, sem fjár- magnað er af NATO, þ.e. endumýj- un flugskýlis fyrir Orion-kafbátaleit- arvélar. Sú framkvæmd á að kosta um 17 milljónir dollara. Aðeins ein umsókn um fé til framkvæmda á ís- landi liggur fýrir stjóm Mannvirkja- sjóðsins og hefur afgreiðsla hennar dregizt nokkuð, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Sótt er um tæplega hálfa milljón dollara vegna byggingar nýrrar tundurdufla- geymslu á Keflavíkurflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.