Morgunblaðið - 11.01.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 11.01.1998, Síða 1
104 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 8. TBL. 86. ARG. SUNNUDAGUR 11. JANUAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞÚSUNDIR óttasleginna Indónesa börðust um hrísgrjón, matarolíu og aðra matvöru á mörkuðunum í höfuðborginni, Jakarta, í gær. Ótt- ast fólk yfirvofandi matarskort þótt stjórnvöld fullyrði, að á honum sé engin hætta. Ottast ókvrrð í Indón- esíu vegna kreppunnar Yokohama, Tókýó, Seattle. Reuter. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í Japan í gær, að Asíuríkin yrðu að grípa strax til umfangsmikilla umbóta í efnahags- og fjármálalífinu en kreppan í Suðaustur-As- íu, einkum í Indónesíu, versnar með degi hverjum. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, ræddi á fimmtudag í síma við Goh Chok, for- sætisráðherra Singapore, og Suharto, for- seta Indónesíu, um ástandið og Lawrence Summers, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, er á ferð um Suðaustur-Asíu í sömu erinda- gjörðum. Henry Kissinger, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, segist óttast vaxandi andúð á Bandaríkjamönnum í Asíu vegna strangrar kröfu IMF, Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, um umbætur í efnahagslífi ríkj- anna. „Vilji Asíuríkin komast hjá enn meiri kreppu í efnahagslífinu verða þau að beita sér fyrir miklum umbótum í efnahagslífinu og einkum í því skyni að gera fjármálalífið gagn- særra,“ sagði Blair, sem er í fjögurra daga heimsókn í Japan. Hefur hún verið mikil sig- urför fyrir hann og segja sumir Japanir, að byði hann sig fram í kosningum þar í landi Afsagnar Suhartos krafíst og almenningur hamstrar matvæli myndi hann gjörsigra japönsku leiðtogana. „Við eigum í raun enga leiðtoga, við erum í herfjötri gamals hugsunarháttar og þurfum mann eins og Blair til að hrista upp í þjóð- inni,“ sagði maður nokkur. Tillögnr IMF hunsaðar Indónesíustjórn lagði fram fjárlög sl. þriðjudag og þar virðist ekkert tillit tekið til tillagna IMF. Afleiðingin var sú, að á fimmtu- dag féll gengi gjaldmiðilsins, rúpía, enn um 20%. Er almenningur skelfingu lostinn og hamstrar matvæli af ótta við enn meiri hremmingar og efnahagshrun. Telja margir hættu á verulegri ókyrrð í landinu og sérstak- lega fari að gæta matarskorts í landinu. I Indónesíu hafa margir krafist þess, þar á meðal Megawati Sukarnoputi, kunnasti leið- togi stjórnarandstöðunnar, að Suharto, sem er 76 ára að aldri, segi af sér og axli þannig ábyrgð á efnahagsóreiðunni en háifbróðir hans sagði í gær, að forsetinn ætlaði að vera við stjórnvölinn þar til fram kæmi maður, sem gæti tekist á við vandann. Summers, fjármálaráðherra Bandaríkj- anna, er nú á ferð um Suðaustur-Asíu til að kynna sér ástandið og fullvissa stjórnvöld um stuðning Bandaríkjastjórnar. Fer hann til fundar við indónesísk yfirvöld á mánudag. Varað við andúð á Bandaríkjamönnum Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði í Seattle í fyrrakvöld, að mikil hætta væri á auknum andamerískum áróðri í Suð- austur-Asíu vegna efnahagsþrenginganna þar og krafna IMF um umbætur. Sagði hann, að þær hefðu betur komið fram fyrr, að minnsta kosti fyrir þremur árum. Jeffrey Sachs, hag- fræðingur við Harvard, hefur einnig áfellst IMF og segir hann, að sjóðurinn hafi aukið á óttann og þar með kreppuna með skyndileg- um kröfum um, að ýmsum bönkum verði lok- að. Hann kvaðst þó viss um, að kreppan í Suð- austur-Asíu væri aðeins tímabundið áfall. Mannskæður jarðskjálfti í Kína Peking. Reuters. TALIÐ er minnst 47 manns hafí látið líf- ið í öflugum jarðskjálfta í norðurhluta Kína í gær. Að sögn starfsmanns jarð- skjálftamælinga í Kína slösuðust 2000 manns í skjálftanum, sem mældist 6,2 á Richter-kvarða. 250 manns eru sagðir í lífshættu. Skjálftinn reið yfir rétt fyrir hádegi í gær að staðartíma og hrundu mörg hundruð hús í sýslunum Zhangbei og Shangyi. Að sögn Xinhua-fréttastofunn- ar misstu 10 þúsund manns heimili sín í Shangyi. Þar er nú 20 gráðu frost. Tekist hefúr að fínna skjól handa öllu þessu fólki. Sagt var að 20 þúsund manns hefðu misst heimili sín í Zhangbei og hefðu komið fram sprungur í 90% húsa þar. Skjálftinn fannst í Peking og þustu óttaslegnir íbúar á götur út. Sama varg- öldin í Alsír Algeirsborg. Reuter. FIMMTÍU og fimm óbreyttir borgarar hafa fallið í þremur nýjum árásum hryðjuverkamanna í Alsír og talið er, að um 1.000 manns hafi verið myrt á 10 dögum. Alsírsk dagblöð sögðu, að múslimskir hryðjuverkamenn hefðu myrt fólkið, 20 manns, í bænum Tablat á föstudag og 26 manns í bænum Sour E1 Ghozlan, þar á meðal 11 börn. í Saida, 330 km suður af Algeirsborg, var níu manna fjölskylda drepin. Sendinefnd frá ESB kemur til Alsírs á næstu tveimur vikum og Evrópuþingið ætlar einnig að senda sérstaka nefnd til að kynna sér ástandið í landinu. Blair vill stokka upp á N-frlandi London. Reuter. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, kvaðst í gær tilbúinn til að taka mikla áhættu í von um frið á N-írlandi en vildi ekki tjá sig um fréttir um, að hann vildi róttækar breytingar á stjóm hér- aðsins. Blair lét þessi orð falla í heimsókn sinni í Japan en vildi hins vegar ekkert segja um frétt í dagblaðinu The Daily Telegraph, að hann ætlaði að leggja fram tillögur um að N-írlandi yrði ekki lengur sljómað frá London, heldur af nýju þingi kaþólikka og mótmælenda ásamt fúlltrúum írskra og breskra stjórnvalda. Sagði blaðið, að fulltrúar mótmælenda hefðu tekið vel í hugmyndina en óvíst væri með undir- tektir kaþólikka. DÝRARA TÓBAK DREGUR ÚR REYKINGUM B íSÁRIN LANDINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.