Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 58

Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ r \ \ FOLK I FRETTUM Þú getur unnið ferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar, miða á sýninguna, geislaplotu með tónlistinni úr sýningunni, og bókina Meiri gauragangur. H morgun, miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag birtist ein spurning á dag sem þú svarar í þar til gerða reiti. Þú klippir svo reitinn með svarinu þínu út og límir á rétta staði hér á síðunni. Þegar allar spurningarnar eru komnar á sinn stað fyllir þú út í reitina hér að neðan með nafni, heimilisfangi og símanúmeri og þá átt þú möguleika á að vinna. Límdu svörin við spurningunum í reitina, fylltu út upplýsingarnar um þig og sendu fyrir 21. feþrúar merkt: Morgunþlaðið „Gauragangs- leikurinn", Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Nafn Sími Heimilisfang. Póstnúmer 4 M ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 4> sk-í.f.a-n FORLAGIÐ RUTH Emblow og Rhea Spohner finnst súkkulaði gott og hafa gaman af listdansi á skautum. Tvíburasystur fagna 100 ára afmæli TVIBURASYSTURNAR Rhea Spohner og Ruth Emblow héldu upp á hundrað ára afmæli sitt á fóstudag. Að sögn sérfræðinga eru líkurnar 1 á móti 100 þúsund að tví- burar nái svo háum aldri. Systumar búa hvor í sinni íbúð- inni á sama dvalarheimilinu en litla systir þeirra, sem er „aðeins“ 94 ára, býr í nágrenninu. „Við gátum ekki búið saman,“ sagði Emblow í samtali við fjölmiðla. „Við erum al- gjörar andstæður í öllu sem við tök- um okkur fyrir hendur.“ En systumar deila hins vegar lyst sinni á súkkulaði og finnst gaman að fylgjast með listdansi á skautum í sjónvarpinu. Þær líta mjög unglega út, eins og sést á meðfylgjandi mynd, og segjast elda ofan í sig sjálfar með örlítilli aðstoð frá vinum sínum. Að sögn James Vaupel, lýðfræð- ings við Duke-háskólann í Durham, Norður-Karólínu, eru líkurnar á að tvíburar nái svona háum aldri 1 á móti 100 þúsund. En langlífí er í fjölskyldunni. Móðir tvíburasystr- anna náði 101 árs aldri, faðir þeirra 87 ára aldri og allar sex systur hans komust á tíræðisaldur. í bígerð Snýr aftur sem snjókarl ► LEIKKONAN Kelly Preston liefur ákveðið að taka að sér að- alhlutverk á móti Michael Keaton í kvikmyndinni „Frost“ sem áætl- að er að frumsýna í Bandaríkjun- um um jólin. Sagan fjallar um mann að nafni Jack Frost. Hann lætur lífið í kafaldsbyl, en snýr aftur sem snjókarl næstu jól á eftir til þess að leggja lokahönd á uppeldi ungs sonar síns. Preston leikur eiginkonu Keatons. Kelly Preston á sjálfsagt eftir að bregða í brún þeg- ar eiginmaður hennar snýr aftur sem snjókarl. Barnaskóútsala Moonboots frá 790,990,1790 Smáskór í bldu húsi við Fdkafen Sími 568 3919

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.