Morgunblaðið - 11.02.1998, Page 4

Morgunblaðið - 11.02.1998, Page 4
4 MÍÐVÍKÚDAGUR íi’ FEBRÚÁR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Erlu Brynjarsdóttur gekk vel á Olympiuleikunum Var á sviðinu allan tímann ERLA Brynjarsdóttir, sem valin var til að leika með hópi Suzuki- nemenda á vetrarólympíuleik- unum í Japan, kom fram ásamt tæplega þdsund börnum víðs- vegar úr heiminum síðastliðinn sunnudag. Erla, sem er 10 ára, býr í Njarðvík en stundar fiðlunám við Suzuki-skólann í Reykjavík. Hdn er ntí stödd í borginni Matsumoto, í nágrenni Nagano, ásamt foreldrum sinum og Lilju Hjaltadóttur tónlistarkennara sínum. Erla sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að allt hefði gengið mjög vel og það hefði verið mjög gaman í ferðinni. Skemmtilegast segir Erla hafa verið að spila á tónleikum í Nagano á sunnudag. Brynjar Gunnarsson, faðir hennar, segir að um hafi verið að ræða tveggja tíma tónleika þar sem fram hafi komið tæplega þds- und börn. í upphafí tónleikanna hafí einungis tíu börn verið á sviðinu og síðan hafí þeim fjölg- að jafnt og þétt. Erla hafí verið á sviðinu frá upphafi en dag- skráin hafí verið þannig upp byggð að byijað hafi verið á erfiðustu verkunum og síðan smátt og smátt farið yfír í létt- ari verk. Brynjar segir Erlu hafa verið vel tekið. Htín hafí komið fram í íslenskum bdningi og m.a. vakið athyggli fyrir það. Japönsk börn sungu íslenska þjóðsönginn Á mánudag fóru Erla og Qöl- skylda hennar ásamt fslenska ólympíuliðinu í heimsókn í barnaskóla í Nagano. Brynjar segir þar hafa verið mikið um dýrðir og að m.a. hafi fjögur japönsk börn sungið íslenska þjóðsönginn. Börn í þessum skóla eru í bréfaskriftum við Lækjarskóla í Hafnarfírði og hafa þau að sögn Brynjars greinilega lært mikið um Island. f dag stendur svo til að Erla leiki ásamt öðrum börnum í Matsumoto og á morgun heldur íjölskyldan til Tókýó þar sem hdn mun dvelja í tvo daga áður en hdn heldur heim á leið. Islenskur „Nostradamus“ vekur óróa meðal Hafnfírðinga Dreifir spádóm- um um eldgos JARÐEÐLISSVIÐ Veðurstofu ís- lands hefur sent frá sér fréttatil- kynningu þar sem kemur m.a. fram, að ekkert hafi komið fram í mæling- um í seinni tíð sem bendi til þess að eldgos sé að brjótast út á Reykja- nesskaga. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur segir tilefni þessarar fréttatilkynningar, að maður nokk- ur í Hafnarfirði hafi dreift miðum í hús í bænum þar sem hann spáir eldgosi þar. Nokkrir hafa leitað til jarðeðlis- sviðs Veðurstofunnar vegna þessa og bréfið hefur valdið óróa hjá sum- um. Ragnar segir að mál þetta hafi einnig verið til umræðu í útvarpi og sjónvarpi og af þeim sökum hafi þótt ástæða til að vísindalegt mat Veðurstöfunnar kæmi fram. Hann segir að þama sé á ferðinni íslensk útgáfa af spámanninum Nostradamusi og sé ekki nokkur ástæða til að taka mark á spádóm- um hans. I fréttatilkynningunni segir að mælingar á litlum jarðskjálftum sé mikilvægasta aðferðin til að fylgjast með því hvort eldgos sé að brjótast út. Kvikuhreyfingar neðanjarðar skapi spennu sem leysist út í litlum skjálftum sem séu mælanlegir ef mælakerfið er nógu gott. Þótt ekki sé öruggt að unnt sé að segja fyrir um eldgos sé þó mjög líklegt að þau geri boð á undan sér sem nægi til viðvörunar. Reykjanesskaginn sé það svæði landsins sem best er vaktað með jarðskjálftamælingum. Ekkert hafi komið fram í mælingum í seinni tíð sem bendi til að gos sé að brjótast út á Reykjanesskaga. Morgunblaðið/Þór Gíslason EFTIR flugið lenti bifreiðin á framendanum og henni hvolfdi. Omeiddir eftir 11 metra flug TVEIR menn sluppu með lítilshátt- ar meiðsli eftir að jeppabifreið þeirra skall á vegaskilti, flaug ellefu metra og lenti á túni við Tjöm í Að- aldal um klukkan 10.30 í gærmorg- un. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Húsavík voru mennimir að koma frá Akureyri en við bæinn Tjörn era vegamót. Biíreiðin rann áfram á vegamótunum, skall á vega- skiltum og beygði niðurfrosna járn- staura, sem þau eru fest á, flaug upp og sveif ellefu metra áður en hún lenti á framendanum hinum megin girðingar umhverfis tún Tjamar þar sem henni hvolfdi. Bifreiðin er talin gjörónýt. Ökumaður jeppans og farþegi vom fluttir til athugunar á Heilsu- gæslustöð Húsavíkur en meiðsli þeirra voru ekki talin umtalsverð. Talið er að bílbeltin hafi afstýrt því að ekki fór verr, að sögn lögreglu á Húsavík, og sé raunar ótrúlegt lán að mennirnir hafi ekki slasast meira. Hálka var á þessum slóðum. Taka átti skýrslu af ökumanni og farþega síðdegis í gær. Tillaga um forkönnun á jarðgöngum til Vestmannaeyja Fjármagnað með Herj ólfsstyrkj - um og vegtolli ÁRNI Johnsen og átján aðrir þing- menn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um forkönnun á gerð vegtengingar milli Vestmanna- eyja og lands. Árni telur unnt að fjármagna verkið án viðbótarfram- laga á vegaáætlun, að hluta til á sama granni og Hvalfjarðargöng, og segir að unnið sé að stofnun fé- lags um málefnið. Gerir hann sér vonir um að komin verði jarðgöng til Eyja innan 6-8 ára. Tillagan er um að Alþingi feli rík- isstjóminni að láta kanna tæknilega möguleika, hagkvæmni og fjárhags- lega arðsemi vegtengingar til Vest- mannaeyja með tilliti til fólks- og vöruflutninga. Um 10 km eru milli stranda, þar sem styst er, og mesta sjávardýpi er um 90 m í Álnum, að því er fram kemur í greinargerð. Jarðgöng, botngöng eða flotgöng í greinargerð er bent á reynslu við byggingu neðansjávarganga í Hvalfirði og víða um heim og tækni- framfarir á því sviði. Ámi Johnsen telur að um þrjá kosti sé að ræða við vegarlagningu til Vestmanna- eyja. Hann nefnir jarðgöng sem hann telur að þyrftu að vera um 15 km og koma upp í bergi undir Eyja- fjöllum, nálægt Seljalandsfossi. Segir Á-ni á að dýpi beggja vegna nái fljótt 30 metrum, sé aflíðandi niður í 50 metra en síðan sé þröng- ur áll, rétt um 80 metra djúpur. Bendir á að Hvalfjörður sé mun dýpri, göngin þar séu á 150 metra dýpi. Botngöng era annar valkostur að mati Ama, en það er steinsteyptur vegskáli á sjávarbotni. Þegar séu framleiddar einingar í slík göng úti í heimi. Þriðji kosturinn er að setja upp svokölluð flotgöng. Þau væru fest við botn en lægju yfir misfellur. Þannig göng væru byggð þar sem botn væri mishæðóttur. Ámi bendir á að botngöng og flotgöng yrðu styttri en jarðgöng því þau væra ekki eins háð jarðlögum og gætu því legið stystu leið. Ekki liggur fyrir hver yrði kostn- aður við vegtengingu til Eyja. Árni Johnsen bendir á að ef kostnaður yrði sambærilegur við göng undir Hvalfjörð myndu Vestmannaeyja- göng kosta 9 milljarða kr. Hugmyndin er að fjármagna gerð ganganna án viðbótarframlaga á vegaáætlun. Ámi bendir á að þegar allt er talið kosti fjárfesting og rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs 6-7 milljarða kr. á hverju tuttugu ára tímabili. Sá kostnaður legðist af ef vegur kæmi til Eyja. Hægt væri að nota fjármunina í framkvæmdir við göng. Með því að taka gjald af áætlaðri umferð, til dæmis 1.000-2.000 kr. á bíl, fengjust 5-10 milljarða tekjur til viðbótar. Þetta myndi duga vel til þess að greiða stofnkostnað við göngin upp á 20-25 árum. Fyrirhugað er að stofna félag um málefnið, líkt um Spölur hf. um Hvalfjarðargöng og er undirbúningur þegar hafinn, að sögn Árna. Tekur 6-8 ár Árni sér marga kosti við göng til Eyja. Hann bendir á að Vestmanna- eyingar hafi alla þessa öld skilað lið- lega 10% af gjaldeyrisverðmætum þjóðarinnar frá sjó. Miklir vöra- flutningar væru milli lands og Eyja. Með vegtengingu gætu Vestmanna- eyjar orðið út- og uppskipunarhöfn, móðurhöfn Suðurlands ásamt Þor- lákshöfn. Með vegtengingu fengju Rangárvalla- og Vestur-Skaftafells- sýsla þar sína höfn. Hann bendir á að umferð ferðafólks fari vaxandi og Vestmannaeyjar séu einn af helstu ferðamannastöðum landsins. Loks bendir hann á að vatnsleiðsla og rafstrengur færu í göngin og myndi það spara peninga við endumýjun þessara tenginga. Áætlað er að forkönnunin, sem um er beðið í þingsályktunartillög- unni, kosti 6-7 milljónir. Ef hún verður jákvæð þarf að ráðast í mun umfangsmeiri og dýrari rannsóknir. „Ef allt gengur að óskum við rann- sóknir og uppbyggingu, tel ég ekki óraunhæft að innan 6-8 ára verði komin göng milli lands og Eyja,“ segir Ami Johnsen. New York ferðir á 18 þúsund krónur Tilboð aðeins á alnetinu FLUGLEIÐIR hafa undanfarna daga boðið upp á 18 þúsund króna fargjald án flugvallarskatts til New York-borgar. Tilboð þetta hefur að- eins verið auglýst á alnetinu og sagði Guðni Hreinsson, sem starfar í sölustjórn Flugleiða, að þetta væri gert til kynningar. Markmiðið væri að auka sölu á ferðum í gegnum al- netið. Hann sagði að auglýsingin hefði verið sett inn á vefsíðu Flugleiða á föstudag og stæði tilboðið út daginn í dag. Til boða stendur að ferðast á ákveðnum dögum og allar ferðirnar era í febrúar. Hægt er að bóka far á þessu gjaldi í gegnum alnetið, en einnig með því að hafa samband við ferða- skrifstofu flugfélagsins. Guðni sagði að sú staða kæmi sennilega aldrei upp að Flugleiðir auglýstu eingöngu á alnetinu, en ljóst væri að þar lægi framtíðin að einhverju leyti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.