Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 4
4 MÍÐVÍKÚDAGUR íi’ FEBRÚÁR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Erlu Brynjarsdóttur gekk vel á Olympiuleikunum Var á sviðinu allan tímann ERLA Brynjarsdóttir, sem valin var til að leika með hópi Suzuki- nemenda á vetrarólympíuleik- unum í Japan, kom fram ásamt tæplega þdsund börnum víðs- vegar úr heiminum síðastliðinn sunnudag. Erla, sem er 10 ára, býr í Njarðvík en stundar fiðlunám við Suzuki-skólann í Reykjavík. Hdn er ntí stödd í borginni Matsumoto, í nágrenni Nagano, ásamt foreldrum sinum og Lilju Hjaltadóttur tónlistarkennara sínum. Erla sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að allt hefði gengið mjög vel og það hefði verið mjög gaman í ferðinni. Skemmtilegast segir Erla hafa verið að spila á tónleikum í Nagano á sunnudag. Brynjar Gunnarsson, faðir hennar, segir að um hafi verið að ræða tveggja tíma tónleika þar sem fram hafi komið tæplega þds- und börn. í upphafí tónleikanna hafí einungis tíu börn verið á sviðinu og síðan hafí þeim fjölg- að jafnt og þétt. Erla hafí verið á sviðinu frá upphafi en dag- skráin hafí verið þannig upp byggð að byijað hafi verið á erfiðustu verkunum og síðan smátt og smátt farið yfír í létt- ari verk. Brynjar segir Erlu hafa verið vel tekið. Htín hafí komið fram í íslenskum bdningi og m.a. vakið athyggli fyrir það. Japönsk börn sungu íslenska þjóðsönginn Á mánudag fóru Erla og Qöl- skylda hennar ásamt fslenska ólympíuliðinu í heimsókn í barnaskóla í Nagano. Brynjar segir þar hafa verið mikið um dýrðir og að m.a. hafi fjögur japönsk börn sungið íslenska þjóðsönginn. Börn í þessum skóla eru í bréfaskriftum við Lækjarskóla í Hafnarfírði og hafa þau að sögn Brynjars greinilega lært mikið um Island. f dag stendur svo til að Erla leiki ásamt öðrum börnum í Matsumoto og á morgun heldur íjölskyldan til Tókýó þar sem hdn mun dvelja í tvo daga áður en hdn heldur heim á leið. Islenskur „Nostradamus“ vekur óróa meðal Hafnfírðinga Dreifir spádóm- um um eldgos JARÐEÐLISSVIÐ Veðurstofu ís- lands hefur sent frá sér fréttatil- kynningu þar sem kemur m.a. fram, að ekkert hafi komið fram í mæling- um í seinni tíð sem bendi til þess að eldgos sé að brjótast út á Reykja- nesskaga. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur segir tilefni þessarar fréttatilkynningar, að maður nokk- ur í Hafnarfirði hafi dreift miðum í hús í bænum þar sem hann spáir eldgosi þar. Nokkrir hafa leitað til jarðeðlis- sviðs Veðurstofunnar vegna þessa og bréfið hefur valdið óróa hjá sum- um. Ragnar segir að mál þetta hafi einnig verið til umræðu í útvarpi og sjónvarpi og af þeim sökum hafi þótt ástæða til að vísindalegt mat Veðurstöfunnar kæmi fram. Hann segir að þama sé á ferðinni íslensk útgáfa af spámanninum Nostradamusi og sé ekki nokkur ástæða til að taka mark á spádóm- um hans. I fréttatilkynningunni segir að mælingar á litlum jarðskjálftum sé mikilvægasta aðferðin til að fylgjast með því hvort eldgos sé að brjótast út. Kvikuhreyfingar neðanjarðar skapi spennu sem leysist út í litlum skjálftum sem séu mælanlegir ef mælakerfið er nógu gott. Þótt ekki sé öruggt að unnt sé að segja fyrir um eldgos sé þó mjög líklegt að þau geri boð á undan sér sem nægi til viðvörunar. Reykjanesskaginn sé það svæði landsins sem best er vaktað með jarðskjálftamælingum. Ekkert hafi komið fram í mælingum í seinni tíð sem bendi til að gos sé að brjótast út á Reykjanesskaga. Morgunblaðið/Þór Gíslason EFTIR flugið lenti bifreiðin á framendanum og henni hvolfdi. Omeiddir eftir 11 metra flug TVEIR menn sluppu með lítilshátt- ar meiðsli eftir að jeppabifreið þeirra skall á vegaskilti, flaug ellefu metra og lenti á túni við Tjöm í Að- aldal um klukkan 10.30 í gærmorg- un. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Húsavík voru mennimir að koma frá Akureyri en við bæinn Tjörn era vegamót. Biíreiðin rann áfram á vegamótunum, skall á vega- skiltum og beygði niðurfrosna járn- staura, sem þau eru fest á, flaug upp og sveif ellefu metra áður en hún lenti á framendanum hinum megin girðingar umhverfis tún Tjamar þar sem henni hvolfdi. Bifreiðin er talin gjörónýt. Ökumaður jeppans og farþegi vom fluttir til athugunar á Heilsu- gæslustöð Húsavíkur en meiðsli þeirra voru ekki talin umtalsverð. Talið er að bílbeltin hafi afstýrt því að ekki fór verr, að sögn lögreglu á Húsavík, og sé raunar ótrúlegt lán að mennirnir hafi ekki slasast meira. Hálka var á þessum slóðum. Taka átti skýrslu af ökumanni og farþega síðdegis í gær. Tillaga um forkönnun á jarðgöngum til Vestmannaeyja Fjármagnað með Herj ólfsstyrkj - um og vegtolli ÁRNI Johnsen og átján aðrir þing- menn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um forkönnun á gerð vegtengingar milli Vestmanna- eyja og lands. Árni telur unnt að fjármagna verkið án viðbótarfram- laga á vegaáætlun, að hluta til á sama granni og Hvalfjarðargöng, og segir að unnið sé að stofnun fé- lags um málefnið. Gerir hann sér vonir um að komin verði jarðgöng til Eyja innan 6-8 ára. Tillagan er um að Alþingi feli rík- isstjóminni að láta kanna tæknilega möguleika, hagkvæmni og fjárhags- lega arðsemi vegtengingar til Vest- mannaeyja með tilliti til fólks- og vöruflutninga. Um 10 km eru milli stranda, þar sem styst er, og mesta sjávardýpi er um 90 m í Álnum, að því er fram kemur í greinargerð. Jarðgöng, botngöng eða flotgöng í greinargerð er bent á reynslu við byggingu neðansjávarganga í Hvalfirði og víða um heim og tækni- framfarir á því sviði. Ámi Johnsen telur að um þrjá kosti sé að ræða við vegarlagningu til Vestmanna- eyja. Hann nefnir jarðgöng sem hann telur að þyrftu að vera um 15 km og koma upp í bergi undir Eyja- fjöllum, nálægt Seljalandsfossi. Segir Á-ni á að dýpi beggja vegna nái fljótt 30 metrum, sé aflíðandi niður í 50 metra en síðan sé þröng- ur áll, rétt um 80 metra djúpur. Bendir á að Hvalfjörður sé mun dýpri, göngin þar séu á 150 metra dýpi. Botngöng era annar valkostur að mati Ama, en það er steinsteyptur vegskáli á sjávarbotni. Þegar séu framleiddar einingar í slík göng úti í heimi. Þriðji kosturinn er að setja upp svokölluð flotgöng. Þau væru fest við botn en lægju yfir misfellur. Þannig göng væru byggð þar sem botn væri mishæðóttur. Ámi bendir á að botngöng og flotgöng yrðu styttri en jarðgöng því þau væra ekki eins háð jarðlögum og gætu því legið stystu leið. Ekki liggur fyrir hver yrði kostn- aður við vegtengingu til Eyja. Árni Johnsen bendir á að ef kostnaður yrði sambærilegur við göng undir Hvalfjörð myndu Vestmannaeyja- göng kosta 9 milljarða kr. Hugmyndin er að fjármagna gerð ganganna án viðbótarframlaga á vegaáætlun. Ámi bendir á að þegar allt er talið kosti fjárfesting og rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs 6-7 milljarða kr. á hverju tuttugu ára tímabili. Sá kostnaður legðist af ef vegur kæmi til Eyja. Hægt væri að nota fjármunina í framkvæmdir við göng. Með því að taka gjald af áætlaðri umferð, til dæmis 1.000-2.000 kr. á bíl, fengjust 5-10 milljarða tekjur til viðbótar. Þetta myndi duga vel til þess að greiða stofnkostnað við göngin upp á 20-25 árum. Fyrirhugað er að stofna félag um málefnið, líkt um Spölur hf. um Hvalfjarðargöng og er undirbúningur þegar hafinn, að sögn Árna. Tekur 6-8 ár Árni sér marga kosti við göng til Eyja. Hann bendir á að Vestmanna- eyingar hafi alla þessa öld skilað lið- lega 10% af gjaldeyrisverðmætum þjóðarinnar frá sjó. Miklir vöra- flutningar væru milli lands og Eyja. Með vegtengingu gætu Vestmanna- eyjar orðið út- og uppskipunarhöfn, móðurhöfn Suðurlands ásamt Þor- lákshöfn. Með vegtengingu fengju Rangárvalla- og Vestur-Skaftafells- sýsla þar sína höfn. Hann bendir á að umferð ferðafólks fari vaxandi og Vestmannaeyjar séu einn af helstu ferðamannastöðum landsins. Loks bendir hann á að vatnsleiðsla og rafstrengur færu í göngin og myndi það spara peninga við endumýjun þessara tenginga. Áætlað er að forkönnunin, sem um er beðið í þingsályktunartillög- unni, kosti 6-7 milljónir. Ef hún verður jákvæð þarf að ráðast í mun umfangsmeiri og dýrari rannsóknir. „Ef allt gengur að óskum við rann- sóknir og uppbyggingu, tel ég ekki óraunhæft að innan 6-8 ára verði komin göng milli lands og Eyja,“ segir Ami Johnsen. New York ferðir á 18 þúsund krónur Tilboð aðeins á alnetinu FLUGLEIÐIR hafa undanfarna daga boðið upp á 18 þúsund króna fargjald án flugvallarskatts til New York-borgar. Tilboð þetta hefur að- eins verið auglýst á alnetinu og sagði Guðni Hreinsson, sem starfar í sölustjórn Flugleiða, að þetta væri gert til kynningar. Markmiðið væri að auka sölu á ferðum í gegnum al- netið. Hann sagði að auglýsingin hefði verið sett inn á vefsíðu Flugleiða á föstudag og stæði tilboðið út daginn í dag. Til boða stendur að ferðast á ákveðnum dögum og allar ferðirnar era í febrúar. Hægt er að bóka far á þessu gjaldi í gegnum alnetið, en einnig með því að hafa samband við ferða- skrifstofu flugfélagsins. Guðni sagði að sú staða kæmi sennilega aldrei upp að Flugleiðir auglýstu eingöngu á alnetinu, en ljóst væri að þar lægi framtíðin að einhverju leyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.