Morgunblaðið - 11.02.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.02.1998, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Söluverð Englaborgarinnar lægra en tilboð borgarinnar Englaborgin, hús Jóns Engilberts listmál- ara, var selt einkaaðilum í lok janúar eftir tveggja ára árangurslausar samningavið- ræður erfíngja Jóns og Reykjavíkurborg- ar. Frá því húsið var selt hafa nokkrar deilur risið um það hvernig staðið var að þessu máli af hálfu borgarinnar. SÖLUVERÐ Englaborgarinnar, sem er á horni Flókagötu og Rauð- arárstígs, var lægra en tilboð Reykjavíkurborgar. Greiðslur voru hins vegar mun hagstæðari en þær sem borgin bauð. Þetta kom fram í samtali við Grétu Engilberts, dótt- urdóttur Jóns og einn af erfingjum hans. Gréta segir erfíngjana ekki hafa krafist þess að borgaryfirvöld hækkuðu tilboð sitt í eignina, eftir að tilboð barst frá einkaaðilum, eins og haldið er fram í grein Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur í Morgunblaðinu 5. febrúar. Þau hafi hins vegar verið ósátt við það hvemig borgaryfirvöld mátu íbúð í Listhúsinu við Engjateig sem til stóð að gengi upp í kaupverðið. „Borgin vildi meta þessa íbúð á 10,5 milljónir króna. Við höfðum hins vegar talað við fasteignasala sem sagði að við fengjum í hæsta lagi 9 milljónir fyrir hana,“ segir Gréta, „Auk þess hefðum við átt eftir að borga sölulaun og annan kostnað og höfðum ekki hugmynd um hvað það tæki langan tíma að selja íbúðina." Ibúðin sem um ræðir er á 2. og 3. hæð Listhússins við Engjateig og var seld Reykjavíkurborg fyrir 9,456 milljónir króna árið 1991. A sama tíma keypti borgin vinnu- stofu á fyrstu hæð fyrir 4,610 millj- ónir króna. Borgarstjóri hefur bent á að heildarkaupverð íbúðar og vinnustofu verið 14,066 milljónir króna en Gréta segir aldrei hafa staðið til að vinnustofan fylgdi með í kaupunum og því sé sú tala mál- inu óviðkomandi. Segir að greinar Ingu Jónu greini frá staðreyndum málsins Gréta segir að greinar Ingu Jónu Þórðardóttur, í Morgunblað- inu að undanfórnu, greini frá stað- reyndum þessa máls, eins og það horfi við sér, og því hvernig að því hafi verið staðið af hálfu borgarinn- ar. Þá segir hún erfingjana hafa haft fullan hug á að ganga til samn- inga við borgina enda hafi verið unnið að þeim í tvö ár. „Mér finnst óneitanlega leiðinlegt að þetta skyldi fara svona þótt við séum mjög sátt við það fólk sem er að fara í húsið og okkur þyki gott að vita að þar verði áfram stundaðar Morgunblaðið/Ásdís ENGLABORGIN á horni Flókagötu og Rauðarárstígs. listir,“ segir hún. „Ég veit hins vegar að það voru margir búnir að leggja mikla vinnu í að samningur- inn við borgina gæti gengið upp og að það ríkti mikil gleði og spenna innan SÍM, Samtaka íslenskra myndlistarmanna, sem átti að fá afnot af hluta hússins." Erfingjarnir leituðu til borgarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði, í samtali við Morgunblaðið í gær, að mikilvægt væri að hafa í huga að það hefðu verið erfingjamir sem leituðu til borgarinnar þar sem þeim hefði verið annt um það að listir yrðu áfram stundaðar í húsinu. Borgar- yfírvöld hefðu hins vegar ekki haft áhuga á að kaupa húsið án þess að vita hvað þau ætluðu að gera við það. Því hefði verið byrjað á því að kanna hvemig hægt yrði að nýta húsið. Borgarstjóri sagðist telja eðli- legt að íbúð sem var keypt fyrir 9,456 milljónir árið 1991, þá tilbúin undir tréverk, væri metin á 10,5 milljónir nú með gólfefnum, eld- hús- og baðaðstöðu. Einnig sagðist hún hafa sett það sem grundvallar- skilyrði fyrir þessum viðskiptum að íbúðin í Listhúsinu gengi upp í kaupin og að sú starfsemi sem þar hefði verið yrði flutt í Englaborg- ina. Hún hefði því litið svo á að lækkun á matsverði íbúðarinnar jafngilti hækkuðu kaupverði Englaborgarinnar. Borgarráð staðfestir leigu- samning um Iðnó BORGARRÁÐ samþykkti í gær samning um leigu Reykja- víkurborgar á Iðnó til hlutafé- lagsins Iðnós ehf., sem er í eigu Leikfélags Islands og veitingastaðarins Við Tjörn- ina, og er samningurinn til fimm ára. Leigjendur greiða 225.400 kr. á mánuði og hefst leigutími 15. aprfl næstkom- andi. Skilyrði Reykjavíkurborgar fyrir leigusamningnum eru m.a. þau að Iðnó verði lifandi og fjölsótt menningarmiðstöð með metnaðarfullri starfsemi sem taki til sem flestra þátta menningar, lista og fræða, að starfsemin hæfi virðulegri sögu hússins og að þar fái sem flestir flytjendur inni en rekstraraðili hússins einoki ekki aðstöðuna til eigin flutn- ings. Einnig er heimilt að fram fari í húsinu veitingasala og e.t.v. önnur viðskiptastarfsemi er renni fjárhagslegum stoð- um undir menninguna þannig að rekstur hússins sem menn- ingarmiðstöðvar komist af án beinna fjárstyrkja Reykjavík- urborgar. Starfandi verður samráðsnefnd sem skipuð er fimm fulltrúum; einum til- nefndum af menningarmála- nefnd Reykjavíkur, einum af Bandalagi ísl. listamanna, ein- um tilnefndum af meðeigend- um borgarinnar og tveimur af hálfu rekstraraðila. Hlutverk hennar verður að fylgjast með því að starfsemin í húsinu sé í samræmi við markmið og for- sendur leigusala. Morgunblaðið/Þorkell fbúasamtök Grafarvogs um samgöngumál hverfísins Meiri vandi á Víkur- og V esturlandsvegi ÍBÚASAMTÖK Grafarvogs telja að áætlanir borgarstjóra og sam- gönguráðherra um úrbætur í sam- göngumálum Grafarvogsbúa leysi engan vanda fyrr en í fyrsta lagi ár- ið 1999. Snorri Hjaltason, verktaki og íbúi í Grafarvogi og frambjóðandi á lista sjálfstæðismanna við næstu borgar- stjórnarkosningar, hefur sent Graf- Búnaðar- ráðunautar funda RÁÐUNAUTAFUNDUR hófst í gær og stendur fram á föstudag. Fundinn sækja búvísindamenn og ráðunautar af öllu landinu. Á myndinni sem tekin var við setn- ingu fundarins sjást meðal ann- arra Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri Bændasam- taka Islands og Þorsteinn Tómas- son forstjóri Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins. í gær var fjallað um hagfræði iandbúnað- arstefnunnar, tækni við hirðingu heys, ný skipulagslög og um end- urheimt votlendis. I dag verður rætt um markvissa framsetningu leiðbeininga og um fóðurfræði. Tilboði lægstbjóðanda í gatnagerð og lagnir í Víkurhverfí Jarðvélar buðu 74% af kostnaðaráætlun SAMÞYKKT var á fundi borgar- ráðs í gær að taka tilboði Jarð- véla sf. í gatnagerð og lagnir í fjórða áfanga Víkurhverfis í Reykjavík. Tilboðið nemur 74,2% af kostnaðaráætlun. Sex tilboð bárust í verkið. Fimm tilboðanna voru undir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði uppá 93.959.634 krónur, en eitt þeirra var talsvert yfir áætlun eða nærri 122 milljónir. Var það frá Víkurverki hf. Önnur tilboð voru frá Loftorku Reykjavík hf., sem bauð rúmar 87 milljónir eða 92,78% af kostnaðaráætlun, Há- felli ehf., sem bauð 88,8 milljónir sem er 94,57% af kostnaðaráætl- un, Dalverki sf. sem bauð 70,9 milljónir, 75,53% af áætlun, og Borgarverki hf., sem bauð 82,9 milljónir, 88,28% af kostnaðará- ætlun. Lögð voru fram bréf frá gatnamálastjóra og Hitaveitu Reykjavíkur sem lögðu til að til- boði lægstbjóðanda yrði tekið. arvogsbúum orðsendingu þar sem hann segir að tveggja vikna frestur sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Guðrún Ágústsdótt- ir, forseti borgarstjórnar, gefa rík- isvaldinu til að bæta samgöngurnar í hverfinu sé pólitískur loddara- skapur. íbúasamtök Grafarvogs benda einnig á að umferðarþungi um Vík- urveg og Vesturlandsveg fari ört vaxandi eftir því sem íbúum í Graf- arvogi fjölgi. Þar stefni í meiri vanda en við Gullinbrú. „Furðu sætir að borgarstjóri skuli fyrst nú lýsa því yfir að borgin ætli að leggja áherslu á fram- kvæmdir við Gullinbrú. Ibúasamtök Grafarvogs hafa á síðustu árum margítrekað við borgaryfirvöld nauðsyn þess að ráðast í samgöngu- bætur. Þrátt fyrir þetta hefur borg- arstjóri ekki lagt megináherslu á þessar framkvæmdir fyrr en nú með bréfi til ríkisvaldsins. Ljóst er að borgaryfirvöld hafa það í hendi sér að forgangsraða þeim fjármun- um sem ríkið leggur til vegagerðar í þéttbýli. Með því að borgaryfirvöld hafa ekki sett Gullinbrú á forgangs- lista hafa Grafarvogsbúar mátt þola viðvarandi tafir á leið til og frá hverfinu," segir í bréfí íbúasamtak- anna. Þar segir ennfremur að það veki undrun hve langur tími er ætlaður í framkvæmdir. Verkinu eigi ekki að ljúka fyrr en á árinu 1999. Veridnu eigi hæglega að vera hægt að ljúka á rúmlega hálfu ári. Væri verkið boðið út nú í febrúar eða mars væri hægur vandi að taka tvöfalda Gull- inbrú í notkun næsta haust. Gatna- mótin Víkurvegur, Vesturlandsveg- ur og Vesturlandsvegur niður að gatnamótum við Suðurlandsveg sé að verða svipað vandamál og Gullin- brú. Biðröð bíla sem koma frá Mos- fellsbæ á morgnana og þurfa að bíða á ljósum við Víkurveg sé gjarn- an tvö til þrjú hundruð metra löng. Bréfið kemur þremur árum of seint I orðsendingu Snorra Hjaltason- ar til Grafarvogsbúa segir að bréf borgaryfirvalda til ríkisvaldsins komi þremur árum of seint. „Það er ekkert annað en dæmigerður póli- tískur loddaraskapur þess sem veit upp á sig skömmina. Frekar en að hlusta á bálreiða Grafarvogsbúa þriðja árið í röð skrifar borgarstjóri bréf og lofar öllu fógru. Þetta er svokölluð redding fyrir horn enda eru kosningar í nánd. Sannleikur málsins er einfaldur. Borgarstjóri hefur aldrei sett framkvæmdir við Gullinbrú á forgangslista. Þess vegna eru engar framkvæmdir hafnar. Ástandið í samgöngumálum okkar Grafarvogsbúa skrifast því eingöngu á reikning Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og samstarfs- fólks hennar í R-listanum,“ segir í bréfinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.