Morgunblaðið - 11.02.1998, Page 18

Morgunblaðið - 11.02.1998, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ LANDIÐ U ndirbúningur að móttöku flótta- fólks hafinn Blönduósi - Blönduósbær mun end- umýja umsókn sína um móttöku flóttamanna frá fyrrum Júgóslavíu og er undirbúningur þegar hafinn að sögn Skúla Þórðarsonar, bæjar- stjóra á Blönduósi. Það er síðan mat fagaðila hvort það verður Blönduós eða eitthvert annað sveitarfélag sem fær það verkefni að bjóða vel- komið og annast flóttafólkið þegar þar að kemur. Skúli Þórðarson, bæjarstjóri á Blönduósi, sagði að Blönduós hefði lagt inn umsókn til félagsmálaráðu- neytis sl. vor um að taka á móti flóttamönnum frá Júgóslavíu, en eins og flestir vita fékk Höfn í Homafirði það verkefni. Skúli sagði að nú þegar væru menn farnir að vinna heimavinnuna ef svo skyldi fara að Blönduósi yrði falið það verkefni að taka á móti flóttamönn- unum tuttugu. Leitað hefur verið eftir aðstoð félags- og líknarsam- taka í bænum og segir Skúli það mjög mikilvægt að stuðningur þess- ara aðila sem og allra bæjarbúa verði sem mestur við þetta verkefni. Aðstæður ákjósanlegar Skúli Þórðarson bæjarstjóri sagði allar aðstæður á Blönduósi ákjósaniegar til að takast á við þetta verkefni. „Atvinnuástand undanfarin ár hefur verið mjög gott. Við höfum öfluga heilsugæslu og félagsþjónusta er góð.“ Von er á flóttamönnunum frá fyrrum Jú- góslavíu um mánaðamótin maí/júní og er um að ræða tuttugu manns. „Við erum fyrst og fremst að leggja mannúðarmáli lið og teljum að koma þessa fólks verði samfélagi okkar til góðs. Hvort Blönduós verður fyrir valinu til að sinna þessu verkefni er svo annarra að ákveða,“ sagði Skúli Þórðarson að lokum. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Útför Sigurðar frá Kirkjubæ Holti - Fjölmenni var við útfór Sig- urðar Haraldssonar frá Kirkjubæ sem fram fór í Stóra-Dalskirkju 7. febrúar sl. Prófastur Rangæinga, sr. Sváfn- ir Sveinbjarnarson, jarðsöng og sonardóttir Sigurðar, sr. Iris Kristjánsdóttir, las ritningarorð og flutti bæn. Benedikt Arnason flutti ljóð Einars Benediktssonar, Fákar. Börn og tengdabörn Sigurðar báru kistuna fram hjá heiðursverði Félags tamningamanna að gröf- inni þar sem félagsmenn í hesta- mannafélaginu Geysi stóðu við hlið altygjaðra gæðinga, flestra rauð- blesóttra. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason ÞÁTTTAKENDUR í laugardagsgöngunni á Kothraunskúlu í Berserkjahrauni. Ef vel er að gáð má sjá Kerl- inguna í Kerlingarskarði sem fylgist vel með ferðum hópsins. Stykkishólmi - í Stykkishólmi hefur verið starfandi óformlegur félags- skapur sem hefur það að markmiði að fara í gönguferðir á laugardögum kl. 13 um nágrenni Stykkishólms. Systurnar Hrafnhildur og Hanna Jónsdætur hafa verið í forsvari og skipulagt ferðirnar. Að sögn þeirra var fyrsta gönguferðin farin í ágúst 1996 og síðan hefur verið gengið hvern laugardag að undanskildum einum og svo í sumar var tekið tveggja mánaða sumarfrí. Göngu- túramir era mislangir eftir því hvert farið er. Á þessum tíma hafa Gengið á Kothrauns- kúlu þátttakendur gengið víða um ná- grenni bæjarins og um Helgafells- sveit. Um síðustu helgi var gengið á Kothraunskúlu og slóst fréttaritari í för með gönguhópnum. Kothrauns- kúla er einn af fjórum gígum sem hafa lagt til efni í Berserkjahraun. Talið er að fyrst hafi gosið úr Kot- hraunskúlu fyrir meira en 4000 ár- um en síðar úr Rúðukúlu, Grákúlu og Smáhraunkúlu. Ferðalangarair voru heppnir með veður og nutu þess að skoða fallegt landslag sem annars er ekið fram hjá oft á ári án þess að taka eftir því. Þátttaka í gönguferðunum er misjöfn en öllum bæjarbúum er vel- komið að vera með. Það hefur myndast ákveðinn hópur sem alltaf mætir hveraig sem viðrar. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir SAUMAKONUR 66°N - Sjóklæðagerðarinnar á Hellu gáfu sér varla tíma til að líta upp fyrir myndatökuna. Nýsköpun í atvinnumálum á Hellu Sjóklæðagerðin tekin til starfa Hellu - Saumastofa 66°N - Sjóklæða- gerðin hf. hóf rekstur á Hellu í janú- ar sl. en undirbúningur hófst á síð- asta ári þegar Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands keyti hlutabréf í Max ehf. Sjóðurinn seldi síðan Sjóklæða- gerðinni bréfm með þeim skilyrðum að opnuð yrði saumastofa á Hellu. Að sögn Þórarins Elmars Jensen framkvæmdastjóra hefur nú verið sett upp framleiðslulína með sjó- og regnfatnað fyrir innlendan og er- lenda markað. Verið sé að þjálfa upp mannskap og væntingar séu ágætar, aðstaðan prýðileg í iðnaðarhúsi við Dynskála sem áður hýsti m.a. prent- smiðju og kjötvinnslu. I byrjun starfa 9 konur við saumaskapinn en væntanlega verða störfin orðin um 15 innan tveggja ára. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson SKIPTA þurfti um 7 staura. Eldingu slo niður í raflínu Öræfum - Töluverðar skemmdir urðu í Öræfum aðfaranótt 7. febrú- ar þegar eldingu sló niður í raflínu nálægt Skaftafelli. Skipta þurfti um 7 staura og nokkra spenna í línunni. Nokkrir bæir urðu rafmagnslaus- ir fram á dag en öll hús í Skaftafelli rafmagnslaus í rúman sólarhring. Einnig urðu skemmdir á síma og farsímakerfi í sveitinni svo og nokkrar skemmdir á viðkvæmum heimilistækjum, svo sem faxtækjum og tölvum. RÁÐHERRABÚSTAÐURINN við Tjarnargötu í Reykjavík var upp- haflega reistur á Sólbakka við Flateyri. Hyggjast reisa Ráð- herrabústað á Flateyri Flateyri - Eflaust rekur suma í rogastans þegar þeir lesa þessa fyrirsögn, en sannleikurinn er sá að ráðherrabústaðurinn sem stendur við Tjarnargötuna í Reykjavík stóð upphaflega á Sól- bakka á Flateyri á árunum 1892- 1904 og var íbúðarhús norska hvalfangarans Hans Ellefsens. Gaf Ellefsen þá húsið vini sínum Hannesi Hafstein, fyrsta ráð- herra íslands. Var húsið flutt og reist við Tjörnina í Reykjavík 1906. Ellefsen var stofnandi og fram- kvæmdastjóri hvalveiðistöðvar- innar á Sólbakka, sem var þá stærsta atvinnufyrirtæki á Is- landi. Árið 1996 var þess minnst að 140 ár væru liðin frá fæðingu Hans Ellefsens bæði á Flateyri og í Reykjavík. Til landsins komu afkomendur Ellefsens ásamt bæj- arstjóra og menningarfulltrúa Stokke, sem er fæðingarhérað Ellefsens. Á að verða minjasafn Það var í framhaldi af þessari hátíð sem hugmynd kom frá Ön- firðingafélaginu í Reykjavik um að byggja nýtt Eljefsenshús / ráðherrabústað. I húsinu yrði Ellefsenssafn og hvalveiðisafn. Þar yrði einnig minjasafn, en minjasafnið á Flateyri sem áður stóð gjöreyðilagðist í snjóflóðinu. Ákveðið var að stofna til sam- starfs við Norðmenn um bygg- ingu hússins og hefur bæjarfor- ystan í Stokke í Noregi heitið stuðningi við þessi áform. Minja- sjóður Önundarfjarðar hefur myndað starfshóp og standa að honum eftirtaldir aðilar: Ibúa- samtök Önundarfjarðar, Önfírð- ingafélagið í Reykjavík, Byggða- safn ísafjarðar og Menningar- málanefnd ísafjarðar. Fyrir skemmstu hittust þessir aðilar til að ræða málin og móta vinnuáætlun að frekari úr- vinnslu hugmyndarinnar. Lagð- ar voru fram teikningar að hús- inu eftir Gest Ólafsson arkitekt og einnig var við þetta sama tækifæri afhent mynd frá tímum hvalveiða við Sólbakka í Önund- arfirði. Mun hún prýða húsa- kynni Sparisjóðs Ónundarfjarð- ar, en sparisjóðurinn hefur stutt þetta málefni dyggilega með því að leggja fram aðstöðu með síma fyrir starfsmann á vegum minjasjóðsins. Minjasjóðurinn mun greiða laun þessa starfs- manns. Með byggingu þessa húss er von manna sú að það muni hafa aðdráttarafl bæði sem safn allan ársins hring og um leið sem íverustaður fyrir myndlistar- menn og rithöfunda til skapandi verka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.