Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 43. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters BANDARÍSKUR sjóliði stælir vöðvana í flugvélalest flugmóðurskipsins George Washington á Persaflóa í gær. f baksýn eru F-14 „Tomcat“-orrustu- þotur sem notaðar verða komi til þess að hernaðaráætluninni „eyðimerkurskruggunni" verði hleypt af stokkunum með loftárásum á írak. Um helg- ina verður gerð úrslitatilraun til þess að finna friðsamlega lausn á deilu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og Iraka um vopnaeftirlit SÞ í Irak. Annan bjartsýnn á árangur í Bagdad London, Washington. Reuters. Hamingjusamt hjónaband Hlýddu ráðum konunnar Washington. Reuters. VILJI karlmenn, að hjóna- bandið blessist bærilega, er þeim hollast að hlusta eftir því, sem konurnar hafa fram að færa. Að þessu hafa banda- rískir sálfræðingar komist eft- ir umfangsmiklar rannsóknir. John Gottman, sálfræðingur við háskólann í Washington, og samstarfsmenn hans fylgd- ust með fjölda hjóna í langan tíma og skoðuðu sérstaklega hvemig því fólki reiddi af, sem fór samviskusamlega eftir nýj- ustu kenningum um uppbyggi- leg samskipti. Þá er átt við, að þegar deila kemur upp skuli hjónin setjast niður, skiptast skipulega á skoðunum og hlusta grannt eftir áliti hvort annars. Jafnvel að taka saman í stuttu máli það, sem hitt sagði, til að sýna, að það hafí komist til skila. I ljós kom. að „gagnvirk samskipti" af þessu tagi eru langt í frá einhver ávísun á farsælt hjónaband og kannski vegna þess, að þau eru einfald- lega óeðlileg. Góðu hjónaböndin áttu hins vegar eitt sameiginlegt - mað- urinn var tilbúinn að taka tillit til konu sinnar. Þá er ekki átt við, að hún fengi ein öllu að ráða, heldur að hann teldi það ekki ósamboðið karlmennsku sinni að fara oft að hennar ráð- um. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), ákvað í gærkvöldi að framlengja dvöl sína í Bagdad, höfuðborg Iraks, til mánu- dags vegna óska írösku stjórnarinn- ar um að fá að ræða við hann um áætlun um útflutning Iraka á olíu til kaupa á matvælum frá öðrum lönd- um. Annan ræddi við Tareq Aziz ut- anríkisráðherra um deiluna um vopnaeftirlit í Irak og lýstu báðh- ánægju með þann fund. Fred Eckhard, talsmaður Annans, sagði að vegna þess hve írakar hefðu reynst samstarfsfúsir við þriggja manna landmælinganefnd, er kort- lagði átta svonefnd „forsetasvæði“ í írak fyrr í vikunni, hefði fram- kvæmdastjórinn ákveðið að fram- lengja dvölina um einn dag. Tveir nefndarmanna sögðust ekki hafa verið í aðstöðu til að meta hvort vopn leyndust á svæðunum, enda hlutverk þeirra einungis verið að mæla stærð svæðanna. Um þau öll hefðu þó verið háir múrar og öryggisvarsla mikil. Eckhard sagði viðræður Annans BRESK og írsk stjórnvöld til- kynntu formlega í gær að Sinn Fein, stjórnmálaarmi Irska lýð- veldishersins (IRA), hefði verið vís- að frá þátttöku í friðarviðræðum á Norður-írlandi. Gerry Adams, leið- togi Sinn Fein, sagði eftir fund með ráðherrum beggja ríkisstjórna að brottvísunin gilti til 9. mars. Adams greindi ekki frá því hvort Sinn Fein myndi aftur hefja þátttöku í viðræðunum er þar að kæmi, og sagði ákvörðunina vsmánarlega“. Stjórnir Bretlands og Irlands leggja henni til grundvallar tvö morð sem framin voru í Belfast og lögreglan á um vopnaeftirlitsdeiluna hafa byi’jað vel án þess þó að útskýra það nánar, en bætti við að svigrúm hans væri lítið. Meginviðræður hans við stjórn- ina hefjast árla í dag en fundur með Saddam Hússein forseta hafði ekki verið ákveðinn í gærkvöldi. Engir samningar Ahmed Fawzi, talsmaður SÞ, sagði að Annan myndi ekki standa í neinum samningaviðræðum við íraska ráðamenn. Meginboðskapur hans til þeirra yrði að Irakar færu í einu og öllu að samþykktum öryggis- ráðs SÞ um vopnaeftirlit og upp- fylltu eigin skuldbindingar í þeim efnum samkvæmt ákvæðum sam- komulagsins um vopnahlé í Persaflóastríðinu. íraskir fjölmiðlar hafa í gær og undanfarna daga hvatt Annan til þess að vinna að lausn þar sem tekið er tillit til íraskra hagsmuna; full- veldis þeirra, reisnar og þjóðarör- yggis. Við fórina frá París í gær, eft- ir viðræður við Jacques Chirac N-írlandi segir IRA hafa staðið að. Samkvæmt grundvallarreglum við- ræðnanna ber að vísa á brott flokki sem tengist samtökum er fremja hermdarverk. Adams sagði að hann myndi fara fram á fundi með Tony Blair, forsæt- Frakklandsforseta, sagðist Annan tiltölulega bjartsýnn á að hann færi frá Bagdad með hugmynd að lausn sem allir aðilar deilunnar gætu sæst á. Við komuna til íraks sagðist hann hafa þeirri „helgu skyldu" að gegna að reyna að leysa deilu íraka og SÞ. Bill Clinton Bandaríkjaforseti reyndi í gær að reka fleyg á milli Saddams og írösku þjóðarinnar í sjónvarpsávarpi sem sent var út í arabaríkjum. Sagði hann Banda- ríkjamenn ekkert eiga sökótt við íraskan almenning og sagði Saddam einan bera ábyrgð á því ef deilan um vopnaeftirlit SÞ leiddi til hernaðar. Hópur 38 fyrrverandi háttsettra bandarískra embættismanna hvatti til þess í gær að öllum ráðum yrði fremur beitt til að egna til uppreisn- ar gegn Saddam heimafyrir en láta sprengjum rigna yfir landið. Meðal þeirra eru Frank Carlucci og Caspar Weinberger, fyrrverandi varnar- málaráðherrar.og þjóðaröryggisráð- gjafamir Richard Allen, William Cl- ark og Robert McFarlane. isráðherra Bretlands, og Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands, til þess að ræða „þann vanda sem þessi ákvörðun skapar". Sagði Adams að flokkur sinn tæki þátt í friðarumleit- unum af heilum hug og þótt reiði meðal lýðveldissinna væri mikil Belfast. Reuters. Sinn Fein frá samningaborði Danmörk Ráða Mið- demókratar úrslitum? Kaupmannahöfn. Morgunbiaðið. MIÐDEMÓKRATAR, sem áður studdu hægristjórn Pouls Schliiters, en síðan jafnaðarmannastjórn Pouls Nyrups Rasmussens aftaka stjóm- arsetu með Róttæka vinstriflokkn- um sem nú situr í stjórn Nyrups. Jafnaðarmenn vilja hins vegar halda fast í það samstarf. Ef flokkurinn tekur skrefið til hægri gæti það tryggt Dönum nýja hægri stjórn í kosningunum 11. mars. Flokkurinn hefur látið í veðri vaka að hann til- kynni í næstu viku hvort hann fylki sér á hægri- eða vinstrivænginn. Þrátt fyrir kosningaorðróm und- anfarna mánuði kom kosningaboðið nú á óvart þar sem búist var við ró fram að þjóðaratkvæðagreiðslu um Amsterdamsáttmálann 28. maí. Kosningarnar raska ferðaáætlun Margrétar Þórhildar Danadi-ottn- ingar og Henriks prins, en þau áttu að halda í langa ferð til Brasilíu síðar í mars en nú er óljóst hvort af henni verður. ♦ ♦♦ Reuters Einstök afrekskona ÍTALSKA stúlkan Deborah Compagnoni hafði ástæðu til að fagna sigri í stórsvigi á Ólympíu- leikunum í Nagano í fyrrinött. Með sigrinum varð þessi 27 ára afrekskona fyrsti íþróttamaður- inn til þess að hljóta gullverðlaun í alpagrein á þrennum leikum í röð. Hún varð ólympíumeistari í risasvigi í AlbertviUe 1992 og stórsvigi í Lillehammer 1994. ■ ítalir tóku/B2 hvatti hann til „agaðra mótmæla“. Eftir að Sinn Fein hafði verið vísað frá viðræðunum hætti flokkurinn við málshöfðun til að reyna fá þeirri ákvörðun hnekkt. Bretar og írar miða við að sam- komulag um framtíð N-írlands náist í maí og verði þá borið undir at- kvæði. Andrews og Mo Mowlam, N- írlandsmálaráðherra Bretlands, sögðu á fréttamannafundi í gær að rætt yrði við Sinn Fein er nær liði 9. mars. Þó væri það skilyrði sett fyrir endurkomu flokksins til viðræðn- anna að IRA fremdi ekki frekari hermdarverk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.