Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.02.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ______________________ FÓLK í FRÉTTUM Skimað á torgum YFIRKOKKUR ríkissjónvarps- ins hefur lagst i heims- hornaflakk og hyggur að súpum í ýmsum heimshornum. Framundan er löng ganga milli stórborga en tvær eru þegar að baki, Boston og Edinborg. Skoska borgin er Islendingum að góðu kunn, en fyrir utan Kaupmannahöfn var hún um tíma mjög fjölsótt af námsmönn- um héðan. Þar eru nú Hermann Pálsson og Páll Árdal. Þar var höfundur þjóðsöngsins fyrir ut- an ýmsa aðra, sem þóttu spá- mannlega vaxnir og sóttu há- skólann í Edinborg í lengi'i eða skemmri tíma. Aðrir lærðu land- búnaðarfræði, eins og Jón heit- inn á Laxamýri. Nú gekk Sig- mar B. í fótspor þessara manna á nýrri öld sem verður kennd við fjölmiðla. Það er við hæfi að heimsækja borgir, enda ferðast íslendingar ein reiðinnar býsn, svo þeim liggur á að vita deili á kirkjum svo þeir fari ekki bak- dyramegin. Þeir þurfa sjálfsagt líka að vita einhver deili á bakar- íum, að ekki sé minnst á að þefa þai-f af nokkrum eplum og appel- sínum. Sigmar B. byrjaði ferð sína i Boston, margfrægri borg úr sögu Bandaríkjanna og sögu samskipta Bandaríkjanna og Breta. Ekki var ljósti-að upp neinum ríkisleyndarmálum um borgina, heldur labbað á fremur aívikna staði. Þar mættu augum manna fólk og hús og hundar eins og sæmir borgarlífi í jafnvægi. Þetta er í annað sinn sem Sig- mar B. sýnii' okkur heiminn í sjónvarpi. Frægir menn erlend- ir hafa gert svona þætti fyrr fyr- ir sjónvarpsstöðvar, en árangur- inn hefur verið mjög misjafn. Virðist sem það sé miklum, erf- iðleikum háð að ná einhverju þáttarlegu samhengi í svona myndafréttasögu nema þá að binda sig við einstök fá atriði sem teljast einkennandi íýrir borgina. Til dæmis mætti hugsa sér þátt eftir erlendan mann um Reykjavík. Hann mundi byggja þáttinn á hitaveitunni og fallegu stúlkunum, sem aldar eru upp á ýsu og lúðu. Það er sérstakt. Og í París finnast eflaust margar sérstöður eða í London. Þáttur- inn um Boston benti ekki til þess að sú borg byggi við neina sérstöðu. Að vísu er margt af raunverulegu íýrirfólki búsett í Boston. Almenningur lítur upp til þess og gerir grín að því sam- tímis. Kennedy-arnir eru frá Boston. Ég kom þangað einu sinni á sunnudegi fyrir áratug- um og sá ekkert nema lokuð vöruhús, eins og félagar A1 Ca- pones væru enn að brugga. Það gladdi mig að sjá venjulegt borgarlíf í Boston. Hinu breytir enginn að ættarveldi Kennedy- anna byggðist að hluta á sprútt- sölu eftir að bannárunum lauk og menn voru þyrstir um þver og endilöng Bandaríkin. Lengi hefur verið lenska hér að láta þau mál falla í gleymsku og dá sem ekki er hægt að rífast um. Svo er um matarprísa, launamál og sjávarútvegsmál svo eitthvað sé nefnt. Á hverjum degi er margvíslegur matur auglýstur í sjónvarpi. I einn tíma var því haldið fram, að sjónvarpsauglýsingar væru óheyrilega dýrar. Svo sér maður í sjónvarpi kjöt og mjók auglýst þar á við límosínur. Aldrei er talað um auglýs- ingakostnað af sölu landbúnaðar- vara. Kannski skiptii' þetta engu máli. En svo hefur skilist að bændum sé haldið á hungur- mörkum vegna lágs afurða- verðs. Ekki verður séð sam- bandið á milli lélegrar afkomu og gegndarlausra auglýsinga- herferða í sjónvörpum. Þar t.d. ríkir næstum jólavertíð í land- búnaðai"vörum árið um kring. Kannski er kominn tími til að bændur og aðrir þeir sem höndla með afurðir komi út úr skápnum, eins og sagt er af öðru tilefni. Halldór Laxness hefur verið kvaddur af þjóð sinni á virðuleg- an hátt og hafa margir viljað fylgja honum síðasta spölinn. Halldór Laxness ferðaðist mikið um ævina og var liklega einna víðfórlastur Islendingaa um sína daga. Hann orti stunum um ferðalög sín en almenningur hugsaði kannski ekki mikið um ljóðin hans. Samt var hann af- burða ljóðskáld. Tilfallnar ljóð- línur eftir þennan þúsund þjala smið komu í kvæði birtu um 1930. Halldór sagði: Ég sem var áður afglapinn á torgum / er orðinn skáld í Hallormsstaða- skóg. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI Ævisaga Pamelu kemur út í haust ►■PAMELA Anderson er á lausu - það er að segja fyrir útgefendur. Þannig er nefnilega mál með vexti að hún hafði fyrirhugað að gefa út ævisögu sína „Pamdemonium" í samstarfi við útgáfufyrirtækið Warner Books og var bókin aug- Jýst í fyrrahaust. títgáfan frestað- 'st hins vegar þar til í júní vegna þess að handritið var ófrágengið. Nú hefur komið í ljós að Pamela verður önnum kafin við nýja sjón- varpsþáttaröð þar sem hún er í að- aihlutverki og getur ekki gefið sér tíma til að kynna bókina á fyrir- huguðum tima. Umboðsmaður hennar segir að hún ætli af þess- um sökum að gefa bókina út hjá óðru forlagi og stefni að því að hynna hana samtímis þáttunum aæsta haust. °y ^ DANSHUSIÐ Artún Vagnhöfða 11, sími 567 4090 og 898 4160. fax 567 4092. % Húsið Lopnað kl. 22.00. Harmónikudansleikur í kvöld. Tríó Þorvaldar leikur ásamt söngkonunum Vordísi og Frigg. Ný sending komin! LIFE EXTENSION hefur hlotið lof fyrir jákvæðan árangur Vinsældir þess koma til af þvi að ávinningur af inntöku er afgerandi. Árangurfólks er að heilsan. andleg líðanogútlitfæristí betra horf svo ekki verðurum villstað jákvæðar breytingar hafa átt sér stað. INGÓLFS sl APÓTEK KRINGLUNNI ApótekAkureyrar Apótek Keflavíkur Borgarnes apótek Hafnarapótek. Höfn Dreifing og ráðgjöf Celsus. S:55l-5995 Pantanir óskast sóttar UFE EXTENSIOt SiOCARF . Mpöic/ Valhallcwcigen 124, 114 41 Stockho 120 Tabletter LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 55 Snióbrettafatnaður Frábær verð UTIVISTARBUÐIN við Umferðarmiðstöðina, símar 551 9800 og 551 3072 FATBOB bretti með „clicker" bindingum. Vandaðir brettapakkar: Elan snjóbretti, Alpina skór og bindingar ftá kr. 27.900! Einnig brettapakkar. mM Frábær danstónlist frá kl. 23.30 með hljómsveitinni Saga Klass og söngvurunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni Ladd fara á kos ar .ransanum GLEÐI.SONGUR OG FULLT AF GRÍNII SÖLNASAL Raggi Bjarna og Stefán Jökulsson sjá um stuðið á Mímisbar YDDA/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.