Morgunblaðið - 21.02.1998, Side 47

Morgunblaðið - 21.02.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 47 Búist við líflegu Islandsmóti í hraðskák SKAK Félagsheimili Hellis, Þönglabakka 1 í IVl j 6 d (1 HRAÐSKÁKMÓT ÍSLANDS Undirbúningur fyrir Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið er á lokastigi. Sunnudaginn 22. febrúar kl. 14. HRAÐSKÁKMÓT íslands 1998 verður haldið í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1, sunnudaginn 22. febrúar. Félagsheimili Hellis er til húsa á sama staða og Bridgesam- bandið og er aðstaða þar til skák- iðkana frábær. Þetta er í fyrsta sinn sem Hraðskákmót íslands er haldið hjá Helli. Taflið hefst klukkan 14 og er öllum opið. Þátttökugjald er kr. 700 fyrir 16 ára og eldri, en kr. 400 fyrir 15 ára og yngri. Að venju eru tefldar níu umferðir eftir Monrad kerfi, tvær fimm mín- útna skákir í hverri umferð. Þar með er tryggt að allir hafi jafnoft hvítt og svart. Það er full ástæða til að minna skákáhugamenn á þetta líflega og skemmtilega mót. Verð- launasjóðurinn verður 60% af þátt- tökugjöldum. Hann skiptist þannig: 1. verðlaun 50%, 2. verðlaun 30% og 3. verðlaun 20%. Reykjavíkurskákmótið Taflfélag Reykjavíkur stendur að þessu sinni fyrir alþjóðlega Reykja- víkurskákmótinu sem fram fer dag- ana 10.-18. mars. Mótið er það fyrsta í nýjum hring VISA-bikar- keppninnar. Það er þegar ljóst að mótið verður mjög öflugt því 20 stórmeistarar eru skráðir til leiks. Af þeim eru þó aðeins þrír íslenskir. Jóhann Hjartarson hefur nú hafið störf sem lögfræðingur hjá Is- ienskri erfðagreiningu og ekki líkur á öðru en hann hætti atvinnu- mennsku eins og hann hefur gefið til kynna. Jóhann væri stigahæsti þátttakandinn á Reykjavíkurskák- mótinu, yrði hann með. Um þessar mundir eru einmitt tíu ár frá því að hann sigraði Viktor Kortsnoj í frægu einvígi þeirra í Kanada 1988. Stigahæstir þeirra sem skráðir eru til leiks eru þessir: I. Sokolov, Bosníu SM 2625 Miles, Englandi SM 2595 Curt Hansen, Danm. SM 2595 De Firmian, Bandar. SM 2590 Nijboer, Holiandi SM 2590 Christiansen, Bandar. SM 2575 S. Agdestein, Noregi SM 2570 Kindermann, Þýskal. SM 2565 Gausei, Noregi SM 2555 Lalic, Króatíu SM 2545 Hannes H. Stefánsson SM 2540 Gallagher, Englandi SM 2525 Davies, Englandi SM 2515 Djurhuus, Noregi SM 2510 Mortensen, Danm. AM 2510 Hector, Svíþjóð SM 2505 Helgi Olafsson SM 2505 Ákeson, Svíþjóð SM 2505 Rausis, Lettlandi SM 2490 Cicak, Svíþjóð AM 2480 Ward, Englandi AM 2480 Pröstur Þórhallsson SM 2480 Conquest, Englandi SM 2470 Aðrir skráðir keppendur eru þeir Jesper Hall, Svíþjóð AM 2460, Van der Weide, Hollandi 2450, Mikhael Ivanov, Rússlandi SM 2440, Tiger Hillarp-Persson, Svíþjóð, AM 2410, Jón Viktor Gunnarsson, AM 2390, Björgvin Jónsson, 2380, Jón Garðar Viðarsson 2380, Neil Bradbury, Englandi AM 2360, John Richards- son, Englandi 2315, Þorsteinn Þor- steinsson 2310, Guðmundur Gísla- son 2305, Bragi Halldórsson 2285, Ulf Dewenter, Þýskalandi 2260, Stefán Kristjánsson 2255, Pertti Lehikoinen 2250, Björn Freyr Björnsson 2240, Arinbjörn Gunn- arsson 2240, Tómas Bjömsson 2235, Sigurður Daði Sigfússon 2215, Gunnar Finnlaugsson 2215, Júlíus Friðjónsson 2215, Rogvi Rasmus- sen, Færeyjum 2215, Kristján Eðvarðsson 2205, Ólafur B. Þórsson 2205, Arnar E. Gunnarsson 2195, Stefán Briem 2185, Hans Joachim Wiese, Þýskalandi 2165, Torfí Leós- son 2160, Andreas Schmied, Þýska- landi 2145, Heimir Ásgeirsson 2140, Hubert Petermann, Þýskalandi 2125, Jóhann H. Ragnarsson 2110, Björn Þorfínnsson 2100, Davíð Kjartansson 2100, Einar K. Einars- son 2085, Hans Joachim-Schubert 2070, Þorvarður F. Ólafsson 2015, Hrannar Baldursson, Eiríkur K. Björnsson, Guðjón Heiðar Val- garðsson, Halldór Pálsson, Helgi E. Jónatansson og Sigurður Páll Stein- dórsson. Sex síðasttöldu eru ekki með al- þjóðleg skákstig. íslandsbanki efstur í Hellisdeildinni Hellisdeildin er árleg innanfé- lagskeppni hjá Taflfélaginu Helli. í keppninni taka þátt fjögurra manna sveitir skipaðar félagsmönnum Enski stórmeistarinn Anthony Miles teflir á Reykjavíkurskák- mótinu. Hellis, auk þess sem hverri sveit er heimilt að bjóða gesti úr öðru taflfé- lagi. Átta sveitir tefla einfalda um- ferð, allir við alla. Að þessu sinni urðu sveitirnar reyndar sjö þar sem ein sveitin heltist úr lestinni á síð- ustu stundu. Hellisdeildin er nú haidin í sjötta skipti og eins og fyrr eru sveitirnar afar sterkar. Þannig státa þrjár þeirra af stónneistara á fyrsta borði, en þar eru á ferðinni þeir Margeir Pétursson, Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétars- son. Fyrstu þrjár umferðirnar voru tefldar fimmtudaginn 12. febrúar og að þeim loknum er staðan þessi: 1. íslandsbanki 8 v. 2. VISA ísland 7 v. 3. -4. Puma 5 v. 3.rf. ísafold 5 v. 5. VKS hf. 4 v. 6. -7. íslensk miðlun 3‘/z v. 6.-7. Hvassaleitisstormsveitin 3‘/2 v. VISA ísland, sem er í öðru sæti á eftir Islandsbanka, sat hjá í fyrstu umferð. íslandsbanki hefur hins vegar teflt þrjár viðureignir. VISA á því vafalítið eftir að velgja ís- landsbanka undir uggum í seinni hluta keppninnar sem fram fer 25. mars þegar síðustu 4 umferðirnar verða tefldar. Fyrirtækjakeppni Hellis Taflfélagið Hellir efnir til Fyrir- tækjakeppni í hraðskák og hefst keppnin mánudaginn 23. febrúar klukkan 20. Aðgangur er ókeypis og eru allir skákmenn velkomnir. Keppnin verður haldin í Hellisheim- ilinu, Þönglabakka 1, Mjódd. Veitt verða verðlaun fyrir besta saman- lagða árangur í þremur mótum. Að- alverðlaun: 1. sæti 15.000, 2. sæti 10.000, 3. sæti 5.000 Unglingaverð- laun (15 ára og yngri): 1. sæti 3.000, 2. sæti 2.000, 3. sæti 1.000. Keppn- inni verður fram haldið miðvikudag- inn 25. febrúar og fímmtudaginn 26. febrúar. Framhald verður síðan auglýst nánar. Taflið hefst klukkan 20 öll kvöldin. Skákþing íslands, barnaflokkur Keppni í barnaflokki á Skákþingi íslands 1998 fór fram 14.-15. febrú- ar. Guðmundur Kjartansson varð Islandsmeistari bama, hlaut 8V2 vinning í 9 umferðum. Röð efstu keppenda varð þessi: 1 Guðmundur Kjartansson 8/2 v. 2 Dagur Ai-ngrímsson 7 v. 3 Hilmar Þorsteinsson 6/2 v. 4 Víðir Petersen 6/2 v. 5 Hjörtur Jóhannsson 6/2 v. 6-8 Amar Már Guðjónsson, Andri Þór Sigþórsson og Heimir Einarsson 6 v. 9-12 Reynir H. Sigtryggsson, Stefán Ingi Arnarson, Atli Freyr Kristjánsson og Daníel Freyr Andrésson 5/2 v. Deildakeppnin 6.-7. mars Nú fer að líða að seinni hiuta Deildakeppni SÍ 1997-8, en keppnin fer fram 6. og 7. mars. Að þessu sinni verður teflt í húsnæði Taflfé- lagsins Hellis, Þönglabakka 1. Fimmta umferð verður tefld föstudaginn 6. mars klukkan 20, sjötta umferð laugardaginn 7. mars klukkan 10 og sjöunda umferð sama dag klukkan 17. Eftir fyrri hluta Deildakeppninn- ar er Taílfélag Reykjavíkur með ör- ugga forystu í 1. deild, hefur fengið 29 vinninga af 32 mögulegum. I 2. deild er B-sveit Hellis efst með 19 vinninga af 24 og Skákfélag Reykja- nesbæjar er efst í 3. deild með I8V2 vinning. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson GJÖF fylgir þegar keyptir eru Mömmu sultur, 400 gr .................... tveir pakkar af Kellogg's cv ^ 49- lÆQS Rababara sulta Ab mjólk, 11tr I fíMií ■ • '■J'+JI -'ifb -njr 119- Allíraagar eru tHboðsdagar hjá okkur 149- 79- Jarðaberjasulta búðingar, 90 gr PFA F (HeimilMœkjaverslim Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 fyrirnýjurn árgerðum Helluborð og bakarofiiar á stórlækkuðu verði núna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.