Morgunblaðið - 21.02.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 21.02.1998, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tvöföldun Gullinbrúar og akbrauta frá Höfðabakka að Strandvegi matsskyld • • 011 umferðarmannvirki nema brúin tilbúin í haust GUÐMUNDUR Bjamason um- hverfisráðherra hefur úrskurðað að tvöföldun Gullinbrúar og ak- brautir frá Höfðabakka við Stór- höfða að Strandvegi við Hallsveg sé matsskyld framkvæmd enda sé um nýframkvæmd að ræða. Borg- arstjóri segir að matsskýrslan verði tilbúin í lok næstu viku. Ef allt gangi að óskum ættu öli um- ferðarmannvirki önnur en Gullin- brú að vera tilbúin næsta haust. „Við verðum tilbúin með mats- skýrslu í lok næstu viku og fram- kvæmdin fer þá í auglýsingu ef skipulag ríkisins fellir sig við þá skýrslu," sagði borgarstjóri. „Það er síðan mat borgarverkfræðings að hægt sé að bjóða verkið út þó að matsferillinn standi yfir. Við verð- um þá tilbúin þegar honum lýkur. Það eitt að bjóða út verk og meta tilboð er fjögurra vikna ferli. Töfin ætti því ekki að vera nema fjórar vikur og á ekki að breyta neinu um það að öll umferðarmannvirki önn- ur en brúin verði tilbúin í haust.“ Borgarstjóri sagði að sérfræð- ingar hefðu talið að vinna þyrfti við brúna að vetri til vegna lífríldsins. „Þetta er mikill samkomustaður varpfugla á leirunum auk þess sem vogurinn tengist Elliðaánum,“ sagði Ingibjörg. „Þess vegna er talið heppilegra að fara í fram- kvæmdir við brúna að vetri til. Það yrði þá næsta vetur en ef menn telja að frá umhverfissjónarmiði sé viðunandi að fara í brúarfram- kvæmdina að sumri til þá getur hún verið tilbúin næsta vetur.“ Ný tillaga um fjármögnun Tvær vikur eru síðan borgar- stjóri veitti ráðherrum og þing- mönnum tveggja vikna frest til að svara bréfi um lánatilboð borgar- innar vegna framkvæmda við breikkun Gullinbrúar. Sagði borg- arstjóri að ef engin svör fengjust yrði ráðist í framkvæmdina upp á von og óvon en engin svör hafa enn borist. Ingibjörg sagðist hafa skrifað samgönguráðherra annað bréf í vikunni, þar sem boðið væri upp á þann möguleika að taka af því fé, sem ætlað væri til mislægra gatnamóta á mörkum Skeiðar- vogs og Miklubrautar og leggja til framkvæmdanna við Gullin- brú. „Það verk er hvort sem er ekki tilbúið til útboðs fyrr en í haust,“ sagði hún. „Þetta er í raun hug- mynd sem aðstoðarvegamálastjóri kom fram með á fundi með þing- mönnum. Mér líst vel á hana og er tilbúin að framkvæma þetta með þessum hætti ef mönnum sýnist svo.“ Morgunblaðið/Golli Frumvarp um umboðsmann aldraðra ÓLAFUR Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknarflokks, er fyrsti flutn- ingsmaður frumvarps til laga um að komið verði á fót embætti umboðs- manns aldraðra. Meðflutningsmað- ur er Ágúst Einarsson, þingmaður Alþýðuflokks. I greinargerð með frumvarpinu kemur fram að hlutverk umboðs- manns aldraðra yrði að tiyggja og bæta hag aldraðra í samfélaginu og reyna að sjá til þess að steftia stjómvalda í málefnum aldraðra verði í samræmi við vilja þeirra. í greinargerðinni kemur einnig fram að talsverð umræða hafí verið að undanfömu um að aldraða skorti talsmann sem njóti virðingar og gæti hagsmuna þeirra gagnvart stjómvöldum, tryggi að vilji aldr- aðra komi fram áður en teknar em ákvarðanir sem varða þá, fylgist með því að þjóðréttarsamningar, lög og stjómsýslureglur séu í heiðri höfð og bregðist við ef talið er að með athöfnum eða athafnaleysi sé brotið gegn réttindum, þörfum eða hagsmunum aldraðra. Er umboðs- manni aldraðra ætlað að koma til móts við þessar þarfir. Bollurnar vinsælar í ár ANNA María Reynisdóttir og Fjóla Aronsdóttir hampa hér fyrstu bollum ársins hjá Reyni bakara við Dalveg í Kópavogi. Reynir sagði í gær að baksturinn gengi ljómandi vel. Hann byijar bollubaksturinn yfírleitt aldrei fyrr en föstudaginn fyrir bollu- dag. Hann segir misjafnt frá ári tíl árs hversu margar bollur sejjist. Salan í gær haf! hins vegar lofað góðu og að miðað við þær pantan- ir sem komnar séu, getí þetta orð- ið átta tíl tíu þúsund bollur í ár. nFFTfl. Ertu að sniölast eitthvað á netinu? Finnst þér þú vera of lengi að hlaða niður af netinu? Með ISDN-tengingu hjá Landssímanum færðu hraðvirkara Intemetsamband sem gerir vefskoðun mun þægilegri. ES37000 WÓMUSTUMIDSTÖÐ SÍMAHS LANDS SÍMINN Viðræður halda áfram hjá sáttasemjara Jákvæður tónn í viðræðum sjó- manna og LIU DEILUAÐILAR í sjómannadeil- unni hafa farið yfír alla þætti kröfugerðar sjómanna á fundum hjá sáttasemjara í vikunni. Aðal- ágreiningsmálið, verðmyndun á fiski, hefur þó ekki verið rætt enda er sérstök stjómskipuð nefnd með það til umfjöllunar. Guðjón Á. Kristjánsson, formað- ur Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, sagði eftir síðasta fund að viðræðumar hefðu verið á já- kvæðum nótum og menn væru að leggja sig fram um að ná saman. Hann sagði að ekki væri búið að af- greiða neina hluti ennþá, en hann sagðist þó telja að þær viðræður sem farið hefðu fram á síðustu fundum ættu eftir að skila árangri. Magnús Kristinsson, sem sæti á í samninganefnd útvegsmanna, er sama sinnis. Hann sagði að samn- ingamenn hefðu unnið vel síðustu daga. Um nokkra þætti kröfugerð- arinnar væri búið að ræða það mik- ið að það lægi nokkum veginn fyrir hvemig þeir yrðu leystir og eins lægi fyrir að einhverjar kröfur yrðu ekki afgreiddar í þessum við- ræðum. Ekki væri þó búið að negla neitt niður og engir hlutir væru af- greiddir. Jákvæður tónn virðist einnig vera í viðræðum vélstjóra og LÍU. Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félagsins, segir t.d. á heimasíðu fé- lagsins á alnetinu að vélstjórar hafi tekið jákvætt í kröfu LIÚ um að útgerðin njóti ávinnings af því þeg- ar fækkað er í áhöfn skipa. Þá hafi verið ræddar nýjar útfærslur á hlutaskiptakröfu vélstjóra. Næsti fundur verður hjá sátta- semjara nk. mánudag. Höfuðborgarsvæðið Veiki verður vart í hrossum VART hefur orðið við veiki í hrossum á höfuðborgarsvæð- inu og beinir yfirdýralæknir þeim tilmælum til hestaeig- enda að halda samgangi milli hesthúsa eins litlum og kost- ur er og reyna þannig að hindra útbreiðslu veikinnar. Að sögn Halldórs Runólfs- sonar yfirdýralæknis lýsir veikin sér fyrst og fremst með háum hita, en hann lækkar fljótt eftir meðhöndl- un dýralæknis. Hann segir enn ekki vitað um orsakir veikinnar en rannsóknir eru hafnar. Ekki virðist hægt að leita orsaka í heyi eða öðru fóðri. Halldór telur veikina ekki mjög alvarlega og ekki bráðsmitandi en hvetur þó hestaeigendur til að halda samgangi milli hesthúsa í lág- marki til þess að hindra frek- ari útbreiðslu. Hafi menn grun um veikindi í hrossum sínum er þeim bent á að snúa sér til starfandi dýralækna. Skrifstofa Þjóðminja- safns flutt SKRIFSTOFA Þjóðminja- safiisins verður flutt úr safn- inu í sumar vegna endurbóta sem á að gera á innviðum hússins. Hugmyndir eru uppi um að skrifstofan verði flutt í húsnæði í Garðabæ en ákvörð- un um það hefur ekki verið tekin. Þór Magnússon þjóð- minjavörður segir líklegt að gengið verði frá málinu eftir helgi. Safninu verður lokað um mitt næsta sumar. Stefnt er að því að sýningar verði opnaðar í safninu að nýju um mitt árið 2000. „Það verður reynt að greiða megi verða, með því að tæma húsið og koma hlutum fyrir í geymslu annars staðar. Reynt verður að halda starfseminni uppi þótt sýningar liggi niðri. Hugsanlega reynir safnið að stuðla að sýningum annars staðar,“ sagði Þór. Hann sagði að nú væri ráðist í seinni áfanga í endurbygg- ingu hússins. Búið er að gera við húsið að mestu að utan. Rhezetov á förum JÚRÍ Rhezetov, sendiherra Rússlands á íslandi, mun brátt hverfa af landi brott. Hann hefur verið starfandi hér nokkur undanfarin ár. Rhezetov sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það væri frágengið að hann væri á forum þótt ekki hefði enn ver- ið gengið frá því hvort hann færi til starfa í utanríkisráðu- neytinu í Moskvu eða færi eitt- hvað annað. Þá sagist hann vita til þess að rússneska utanríkisráðu- neytið hefði samþykkt góðan mann, sem hann þekki vel, sem eftirmann sinn hér á landi. Þar sem skipan hans hefði hins vegar hvorki verið samþykkt af forsetaembætt- inu né Dúmunni teldi hann ekki viðeigandi að greina frá nafni hans að svo stöddu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.