Morgunblaðið - 21.02.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 21.02.1998, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fellsbær REYKJAV Garður 'klgeröi mKeflavj Hafnifcri Kleilarvatn Grinda'vílr Þorlákshöfn „Suðurstrandarvegur“ 10 km Bæjarstjórn Grindavíkur og hreppsnefnd Ólafshrepps Brýn nauð- syn á Suður- strandarvegi SAMEIGINLEGUR fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur og hreppsnefndar Ölfushrepps sem haldinn var í Þorlákshöfn á fimmtudag skorar á þingmenn Reykjaness og Suðurlands að beita sér fyrir því að hafist verði handa við hönnun og undirbún- ing á varanlegri vegalagningu frá Þorlákshöfn til Grindavíkur „Suðurstrandarvegi“ með það fyrir augum að hægt sé að hefja framkvæmdir ekki síðar en árið 2000. í fréttatilkynningu er bent á margítrekaðar ábendingar hags- munaaðila bæði á Suðurlandi og á Reykjanesi sem eindregið hafa mælt með þessum framkvæmd- um síðasta áratug, nú síðast Samtök sunnlenskra sveitarfé- laga í ályktun sinni í febrúar sl. Þar segir einnig að þrátt fyrir yfirlýstan vilja og augljósa þörf hafi lítil undirbúningsvinna farið fram. Sveitastjórnirnar telja góðan veg milli Þorlákshafnar og Grindavíkur eðlilegan og aug- ljósan þátt í vegakerfí þessara landshluta og hluta af þeirri framtíðarsýn sem íbúarnir vilji sjá. Oryggishagsmunir íbúanna Vegurinn er talinn nauðsyn- legur vegna eðlilegi-a viðskipta milli Suðurlands og Suðurnesja þar með talinna mikilla fiskflutn- inga, vaxandi ferðaþjónustu og aukinna annarra samskipta íbúa þessara tveggja landshluta. Auk þess verði að telja óeðlilegt að draga íbúa Suðuriands og jafn- vel Austurlands sem erindi eiga á Suðurnes eða öfugt um þéttbýl íbúðarsvæði Reykjavíkursvæðis- ins. Síðast en ekki síst er vegur tal- inn nauðsynlegur vegna öryggis- hagsmuna allra íbúa sem á þessu þéttbýlasta svæði landsins búa, segir í samþykktinni sem hefur verið afhent Ólafi G. Ein- arssyni, fyrsta þingmanni Suð- urnesja og Þorsteini Pálssyni, fyrsta þingmanni Suðurlands. Tillögur nefndar um notkun á eyðijörðum í eigu ríkisins Opnaðar skotveiði- mönnum næsta sumar LAGT hefur verið til að skotveiði- mönnum verði auðveldaður að- gangur að jörðum í ríkiseign, eink- um eyðijörðum. Nefnd, sem skipuð var af landbúnaðarráðherra fyrir tæpu ári, skilaði nýlega tillögum sínum um þetta efni en í þeim felst stóraukin heimild til útivistar og veiðimennsku á þessum jörðum. Einar K. Haraldsson, varafor- maður Skotveiðifélags íslands og einn nefndarmanna, tjáði Morgun- blaðinu að með þessu væri verið að heimila almenningi notkun á jörð- um í ríkiseign og með því opnuðust margháttaðir og stórauknii- mögu- leikar tU útivistar og ekki síst veiða. MUU 12 og 13 þúsund manns kaupi veiðikort árlega og annar eins hóp- ur tU viðbótar hafi skráð leyfi til að eiga skotvopn. „Með þessu er verið að auka almannaréttinn og opna stærri landsvæði en nokkurn tíma áður hefur verið gert fyrir útivist og veiðimennsku á eyðijörðum í eigu ríkisins um land allt,“ sagði Ólafur Öm Haraldsson. Kringum 190 eyðijarðir eru í eigu ríkisins, en til þeirra teljast einnig jarðir sem heyra undir Skógræktina og Landgræðsluna. Leggur nefndin til að þessar jarðir verði opnaðar skotveiðimönnum eins mikið og kostur er. Hugmynd- in er að þetta nái einnig til jarða í eigu Vegagerðarinnar, t.d. jarða sem hún kann að hafa keypt vegna samgönguframkvæmda, og mun landbúnaðarráðherra ræða það við samgönguráðherra. Einnig er rætt um að fleiri bújarðir í eigu ríkisins verði opnaðar meira, þ.e. jarðir sem eni i leigu, en þó eingöngu þær jarðir sem leigutakar stunda ekki á hefðbundinn búskap. Einar segir að ekki verði aðrar jarðh- opnaðar en þær sem til þess henti, ekki gengið á rétt neins sem nýtir jarðir í dag heldur nái þetta ein- ungis til ónýttra jarða. Jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins mun á næstu vikum setja saman lista um þær jarðir sem þessi heimild getur náð til nú þegar. Verði hann birtur í B-deild Stjórnartíðinda fyrir upp- haf veiðitímabilsins og verði að- gangur auglýstur á tímabilinu 20. ágúst til 15. mars. Nefndin leggur einnig til að skotveiðimönnum verði gert að hafa í heiðri ákveðnar umgengnis- reglur, m.a. að gæta þess í hví- vetna að ganga vel um og skilja ekki eftir sig verksummerki, að gæta vel að því að loka á eftir sér hliðum, að aka ekki utan vega, að sýna ýtrustu varúð ef ætla megi að menn eða skepnur séu á ferð á fyr- irhuguðu skotsvæði, að virða mörk heimalanda og gæta vel að kenni- leitum og landamerkjum. Ekki er gert ráð fyrir því að skotveiðimenn þurfi að afla sér sérstaks leyfis til að fara um eyðirjarðirnar. í nefndinni sátu auk Einars þeir Ólafur Örn Haraldsson, alþingis- maður sem jafnframt var formað- ur hennar, Hrafnkell Karlsson bóndi, Ingvar Viktorsson bæjar- stjóri, Jón Höskuldsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, og Jón Loftsson skógrækta- stjóri. Þá tók Jón Erlingur Jónas- son, aðstoðarmaður landbúnaðar- ráðherra, við formennsku í nefnd- inni undir lokin vegna fjarveru Ólafs Arnar. Dæmdar miskabætur fyrir meiðandi ummæli HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt konu til að greiða manni 20 þúsund krón- ur í miskabætur vegna ummæla sem hún viðhafði um hann í bréfi sem sent var vegna hundahalds manns- ins í fjöleignarhúsi í Reykjavík þar sem bæði bjuggu. Þá voru ummæli sem konan viðhafði um manninn í bréfinu dæmd ómerk. í dómi Hæstaréttar kemur fram að bréf konunnar hafi verið ritað að ósk fyrrverandi nágranna hennar í fjöleignarhúsinu en þeir höfðu átt í deilum við manninn vegna hunda- halds hans í húsinu og krafist þess að borgaryfirvöld sviptu manninn undanþágu frá banni við hundahaldi. Bréfið var stílað „til þeirra er málið varðar" og segir í dóminum að konunni hefði átt að vera fullljóst að það yrði lagt fyrir þau stjórnvöld sem hefðu til úrlausnar kröfuna um sviptingu leyfis til hundahalds. í bréfinu segist konan telja að maður- inn sé ekki heill á geði og í héraðs- dómi voru þau ummæli dæmd ómerk og stendur sú niðurstaða. Ummæli konunnar um að hún hafi talið að sér og börnum sínum staf- aði hætta af manninum dæmir Hæstiréttur ómerk. Þau séu í senn móðgandi og feli í sér aðdróttun sem varði við hegningarlög, og þá séu þau óviðurkvæmileg. Eigin sök mannsins veruleg Maðurinn krafðist þess að konan yrði dæmd til að greiða sér 750 þús- und krónur í miskabætur, en í dómi Hæstaréttar segir að ljóst sé að maðurinn hafi brotið sett skilyrði fyrir hundahaldi í ýmsum greinum, auk þess sem hann hafi sýnt ná- grönnum sínum mikið tillitsleysi og brugðist illa við umkvörtunum þeirra og óskum um úrbætui’. Hafið sé yfir vafa að eigin sök hans í mál- inu sé veruleg en þrátt fyrir það sé fallist á að konan hafi með ummæl- um sínum seilst lengra en réttlætt verði með vísan til háttsemi manns- ins. Verði henni því gert að greiða manninum miskabætur sem að öll- um atvikum virtum og eigin sök mannsins þyki hæfilega ákveðnar 20 þúsund krónur. Mál þetta dæmdu hæstaréttar- dómararnir Garðar Gíslason, Arn- ljótur Bjömsson og Gunnlaugur Claessen. Athugasemd frá Ríkisendurskoðun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ríkis- endurskoðun: „í leiðara Morgunblaðsins hinn 19. þ.m. er m.a. fjallað um harka- lega gagnrýni fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra á skýrslu Ríkis- endurskoðunar um málefni Þórðar Þ. Þórðarsonar. Segir þar að svör ríkisendurskoðanda í Morgunblað- inu hinn 18. þ.m. við þeirri fullyrð- ingu dómsmálaráðherra, annars vegar að Ríkisendurskoðun hafi ekki tekið tillit til lagaákvæða um meðferð slíkra mála og fullyrðingu fjármálaráðherra hins vegar að stofnunin hafi æ ofan í æ grafið undan starfi í ráðuneytunum, hafí ekki verið fyllilega sannfærandi. Því sé nauðsynlegt að hann veiti ít- arlegri skýi-ingar á gagnrýni sinni. Af þessum sökum þykir stofnun- inni nauðsynlegt að benda á að í Morgunblaðinu 18. þ.m. voru álit Ragnars H. Hall, hrl. og athuga- semdir fjármálaráðuneytisins við skýrslu Ríkisendurskoðunar reif- aðar mjög ítarlega. Hins vegar var aðeins birt samantekt og lokaorð athugasemda Ríkisendurskoðunar við þeirri gagnrýni, sem fram hef- ur komið á skýrslu hennar, en at- hugasemdir þessar voru sendar blaðinu hinn 9. þ.m. Hvorki var gerð grein fyrir rökstuddum svör- um stofnunarinnar við hinni fram- komnu gagnrýni, sem finna má á 14 blaðsíðum í athugasemdum hennar, né þess getið að hverju einasta gagnrýnisatriði, sem fram hafði komið i áliti Ragnars H. Hall, hrl. og athugasemdum fjármála- ráðuneytisins og beint var að Ríkis- endurskoðun, væri svarað þar með rökstuddum hætti. Þeim sem vilja kynna sér nánar sjónarmið og rök- stuðning Ríkisendurskoðunar er því bent á greinargerð hennar sem út kom 9. febrúar sl. I framangreindum athugasemd- um stofnunarinnar var ekki vikið að þeirri fullyrðingu dómsmálaráð- hen-a að það hefði verið skýrt brot á gildandi lögum og jafnræðisreglu ef dómsmálayfirvöld hefðu boðið í skuldabréf í eigu Þórðar Þ. Þórðar- sonar og eiginkonu hans, sem sýslu- maðurinn á Akranesi hefur gert fjárnám í vegna vangoldinnar sekt- ar. Ástæða þess er einfaldlega sú að þessi lagaskilningur dómsmálaráð- herra kom fyrst fram í fjölmiðlum og á Alþingi eftir að athugsemdir Ríkisendurskoðunar sáu dagsins ljós. Dómsmálaráðherra hefur þó ekki enn sem komið er greint nánar frá því hvar í lögum þetta bann er að finna né hver var grundvöllur fjárnámsins ef frekari fullnustuað- gerðir töldust ólögmætar. Vegna þessarar fullyrðingar ráð- herrans þykir rétt að benda á að í 2. mgr. 52. gr. alm. hegningarlaga segir að hafi greiðsla sektar ekki farið fram á tilskildum tíma, skuli heimta hana eða eftirstöðvar henn- ar með fjárnámi, ef unnt er, nema lögreglustjóri álíti, að innheimtan muni hafa í för með sér tilfinnan- lega röskun á högum sökunauts eða manna sem hann framfærir. Annars kostar krefst lögreglustjóri fjárnáms, eins og orðrétt segir í lagagreininni. Á grundvelh þessa lagaboðs gerði sýslumaðurinn á Akranesi fjárnám í skuldabréf Þórðar og eiginkonu hans hinn 9. september sl. fyrir hinni vangoldnu sekt hans. Fjárnám er ein tegund fullnustu- gerða og felur í sér ráðstöfun til tryggingar greiðslu peningakröfu, sbr. III. þátt laga um aðför nr. 90/1990. Það felur m.ö.o. í sér að veðband er lagt á umræddar eign- ir, oft kallað aðfararveð, og veitir það heimild til þess að selja hinar fjámumdu eignir á nauðungarupp- boði. Hvergi í lögum mun vera að finna bann við því að dómsmálayf- irvöld bjóði í eignir á nauðungar- uppboði, sem þau eiga slíkan veð- rétt í. Væri slíku banni til að dreifa eins og dómsmálaráðherra hefur ítrekað fullyrt væru ofangreind ákvæði hegningarlaga um að gera skuli fjárnám fyrir vangoldnum sektum marklaus og óskiljanleg. Jafnframt sýnist þessi lagaskiln- ingur ekki geta samrýmst ákvæð- um 31. gr. laga nr. 88/1997 um fjár- reiður ríkisins, en þar er beinlínis mælt svo fyrir að ríkisaðilar í A- hluta geti án sérstakrar lagaheim- ildar keypt eignir við nauðungar- sölu á grundvelli veðréttar. Þá skal enn og aftur ítrekað, sem áður hef- ur komið fram í greinargerð Ríkis- endurskoðunar, að fjárnámi og kaupum á skuldabréfum á nauð- ungaruppboði til að tryggja hags- muni ríkissjóðs verður hvorki jafn- að til samninga um greiðslu sektar né greiðslna samkvæmt ákvæðum skuldabréfanna sjálfra. f umræðum um málefni Þórðar Þ. Þórðarsonar á Alþingi fullyrti fjármálaráðherra að Ríkisendur- skoðun hefði æ ofan í æ grafið und- an starfi ráðuneytanna. Hann nefndi á hinn bóginn engin dæmi þessari staðhæfingu sinni til sönn- unar þó svo að eftir því væri geng- ið. Þá er Ríkisendurskoðun ekki kunnugt um að hann hafi nefnt dæmi fullyrðingu sinni til staðfest- ingar opinberlega. Á meðan ráð- herrann hefur ekki nefnt þessi dæmi er beinlínis ómögulegt fyrir Ríkisendurskoðun að svara áburði af þessu tagi. Að lokum skal þess getið að stofnunin mun að sjálfsögðu gera nánari grein fyrir sjónarmiðum sínum og skýringum á þeim vett- vangi, sem forsætisnefnd Alþingis mun ákveða innan tíðar.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.